Morgunblaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
Money Monster
Nýjasta kvikmynd leikstjórans
Jodie Foster segir af Lee nokkrum
Gates sem er stjórnandi vinsæls
sjónvarpsþáttar um fjármál, Money
Monster. Dag einn þegar Gates er í
beinni útsendingu ryðst ungur mað-
ur, Kyle Budwell, inn í tökuverið
og tekur Lee í gíslingu. Maðurinn
er með sprengjubelti og hótar að
sprengja það í loft upp, ævareiður
yfir því að hafa tapað aleigu sinni
á því að kaupa hlutabréf í fyr-
irtæki sem Gates mælti með í þætt-
inum. Budwell telur brögð hafa
verið í tafli og krefst svara af Ga-
tes. Hefst þar með barátta upp á líf
og dauða. Með aðalhlutverk fara
George Clooney, Julia Roberts og
Jack O’Connell og leikarinn Darri
Ingólfsson fer auk þess með lítið
hlutverk. Metacritic: 54/100
Teenage Mutant Ninja Turtles:
Out of the Shadows
Stökkbreyttu táningsskjaldbök-
urnar og bræðurnir Donatello,
Leonardo, Michaelangelo og
Raphael snúa aftur eftir ævintýri
síðustu myndar sem sýnd var í
kvikmyndahúsum fyrir um tveim-
ur árum. Að þessu sinni fær erki-
óvinur þeirra, Shredder, vísinda-
manninn Baxter Stockman til að
búa til nýja tegund af andstæð-
ingum sem reynast einkar erfiðir
viðureignar. Með aðalhlutverk
fara Megan Fox, Stephen Amell,
Laura Linney, Alessandra
Ambrosio, Will Arnett, Alan
Ritchson, Noel Fisher og Pete
Ploszek og leikstjóri er Dave
Green. Enga samantekt er að
finna á gagnrýni um kvikmynd-
ina.
Bíófrumsýningar
Gíslataka og skjaldbökur
Peningaskrímsli George Clooney er tekinn í gíslingu í Money Monster.
Breski leikarinn
Jeremy Irons
segir eðlilegt að
ofurhetjumyndin
Batman v Super-
man hafi fengið
afar neikvæða
gagnrýni, en í
henni fer hann
með hlutverk
einkaþjóns Bruce
Wayne, Alfreðs. Irons segir þetta í
samtali við dagblaðið Daily Mail og
að hinir mjög svo neikvæðu dómar
séu skiljanlegir í ljósi þess hversu
lélegt handrit myndarinnar hafi
verið.
Neikvæðir dómar
skiljanlegir
Jeremy Irons
Vladimir Ashkenazy stjórn-aði síðast Sinfóníu-hljómsveit Íslands áListahátíð árið 1978 í
Laugardalshöll. Ashkenazy-feðgar
ætluðu að heiðra okkur nú við end-
urkomuna með frumflutningi á pí-
anókonsert Rögnvalds Sigurjóns-
sonar píanóleikara sem einvalalið
hefur fullunnið upp úr skúffuhand-
riti undir stjórn Hróðmars I. Sig-
urbjörnssonar. Sá atburður hefði
vissulega áréttað erindi Listahátíðar
við okkur í dag en svo fór að lokum
að á efnisskrá tónleikanna stóð pí-
anókonsert Ravels í G-dúr. Verð-
launapíanistinn franski fór langleið-
ina með að stinga snuddu upp í
tónleikagesti vegna þeirra vista-
skipta með glæsilegri tónmyndun
strax við fyrstu snertingu, snerpu og
brakandi bláum hljómi sem hljóm-
sveit kvöldsins svaraði ágætlega, sér
í lagi einstakir leiðarar.
Baskneskt blóð litaði fjörlegt og
marglaga upplag Ravels, sem skein í
gegn í þessum dásamlega píanó-
konsert. Og barngóður var hann;
bent hefur verið á hvernig ærsla-
fengir upphafstaktar konsertsins
líkjast innliti í dótabúð með upp-
trekktum leikföngum líkt og klukku-
búðinni í óperunni L’Heure espagn-
ole hvar ótal litir vefjast saman við
hvellan hljóm málmblásara og
píanós. Hörpuleikari og upp-
færslumaður á franskt horn léku af
stökum unaði markeruð innskot á
milli þess sem hljómsveit og einleik-
ari brustu á með strók svo að djassað
blátt skýið sveif um salinn. Angur-
vær miðkaflinn er laglega skapaður
af hendi tónskáldsins í skarpri and-
stæðu við fyrsta kafla; Matthías
Nardeau lék af ástríðu mótleik
enska hornsins við píanóið en hélt
engu skarpri tónmyndun og tilfinn-
ingahita innan langra hendinga.
Mekanískur og snarpur þriðji kafl-
inn var leikinn með hvössu biti; það
leiftraði snögglega á snilligáfu Ra-
vels undir þessum frábæra flutningi.
Einleikarinn bauð upp á sjald-
heyrt aukalag, konseretíðu op. 13
eftir landa sinn Gabriel Pierné, sem
Jean-Efflam hristir að eigin sögn
gjarnan fram úr erminni ef staður og
stund eru þannig vaxin líkt og á mið-
vikudagskvöldið. Spretturinn var nú
nokkuð yfir hámarkshraða miðað við
aðrar upptökur en öruggur enda af-
burða listamaður á ferð sem bætti
upp spælingu auglýstrar dagskrár.
Kvöldið var opnað með forleik
Tsjajkovskíjs um Rómeó og Júlíu,
sem hljómsveitin leysti afbragðsvel.
Fantasíuforleikurinn um ástir og
dauða elskendanna er hárómant-
ískur minnisvarði, dramatískur og
vinsæll; áheyrendur lifa sig auðveld-
lega inn í meginstefin tvö eftir að
inngangi sleppir, hið kröftuga stef
sem lýsir óvináttu hinna stríðandi
ætta og hins angurværa forboðna
ástarbríma elskendanna. Innkoma
hörpu og horna strax í hægu upphaf-
inu undir dökkum strengjanið var til
að mynda sérlega vel heppnuð.
Tónleikagestir fá sjálfsagt seint
nóg af sinfóníum Beethovens þó að
stutt lifi á milli flutninga. Samkvæmt
efnisskrá meinti Beethoven að
sveitasinfónían væri fremur tjáning
tilfinninga en málverk í tónum. Það
minnir okkur á að ægifegurðin býr í
höfði okkar sjálfra fremur en í nátt-
úrunni í kring. Beethoven byggir
reyndar snilldarlega undir þau hug-
hrif og hljómsveit kvöldsins átti oft
prýðis spretti við að draga upp útlín-
ur þessara tilfinninga. Bjartir dúr-
hljómar fyrsta kafla sviðsetja til að
mynda ómælda sveitasælu sem falla
vel að hugmyndum okkar borgar-
búanna. Afburða gestahljóðfæra-
leikari á óbó úr röðum Sinfón-
íuhljómsveitar danska ríkis-
útvarpsins átti laglegar innkomur.
Flutningurinn var þó full hægur,
sem gerði hljómsveitinni erfiðara
fyrir en ella. Þrumufleygur fjórða
kafla var til að mynda heldur stirð-
kveðinn og stundum vantaði nokkuð
upp á flæði, ólíkt fantasíuforleiknum.
Áheyrendur hylltu að lokum tengda-
son sinn, Ashkenazy, ákaft að tón-
leikum loknum og risu úr sætum.
Morgunblaðið/Eggert
Fögnuður Ashkenazy og Bavouzet að loknum vel heppnuðum tónleikum í Eldborg á Listahátíð í Reykjavík.
Dótabúð Ravels
Eldborg í Hörpu
Sinfóníutónleikar bbbbn
Rómeó og Júlía, fantasíuforleikur
(1869/1880) eftir Pjotr Tsjajkovskíj.
Píanókonsert í G-dúr (1929-31) eftir
Maurice Ravel. Sinfónía nr. 6 í F-dúr, op.
68 (1807-08) eftir Ludwig van Beetho-
ven. Einleikari: Jean-Efflam Bavouzet.
Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Mið-
vikudaginn 25. maí kl. 19.30
Tónleikar á Listahátíð í Reykjavík 2016
INGVAR BATES
TÓNLIST
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
WARCRAFT 5:30, 8, 10:30(P)
TMNT 2 5:30
TMNT 2 3D 8
MONEY MONSTER 5:30
X-MEN APOCALYPSE 3D 10:20
ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 5:30
BAD NEIGHBORS 2 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 22:30