Morgunblaðið - 02.06.2016, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
É
g hef alltaf þurft að hafa vand-
ræðalega lítið fyrir hárinu á mér.
Ég fæ alltaf mikið hrós fyrir fal-
legt hár og mér finnst ég eiginlega
ekki eiga það skilið, þar sem ég
legg oftast mjög lítinn metnað í hárumhirðu
eða greiðslu,“ segir Manuela Ósk Harð-
ardóttir. Hún segist hafa tekið afdrifaríka
ákvörðun 2013 þegar hún ákvað að hætta að
lita á sér hárið. „Ég tók ákvörðun um að
hætta að lita á mér hárið og lét minn lit vaxa
fram. Það var ekki fyrr en í síðasta mánuði
sem allur liturinn var vaxinn úr – og ég við-
urkenni að ég finn mikinn mun, hvað hárið er
heilbrigðara og ferskara,“ segir hún.
Þegar Manuela er spurð út í sjampó og
hárnæringu segist hún nýlega hafa uppgötv-
að afbragðsvörur sem hún notar í hárið á
sér.
„Ég er nýbúin að uppgötva alveg dásam-
legar hárvörur frá merkinu Davines. Ég held
ég gæti varla lifað án þurrsjampósins frá
þeim! Það er algjörlega það besta sem ég hef
prófað, og ég hef prófað þau mörg enda alltaf
á ferð og flugi og stundum ekki tími fyrir
hárþvott og blástur,“ segir hún.
Manuela segist einnig nota sjampóið frá
Davines.
„Ég er mjög hrifin af bláu næringunni
þeirra líka. Ég nota mikið þurrsjampó og
hárspreyið frá label M er frábært. Ég er
ekki hrifin af olíum í hárið en ég elska „sea
salt sprey“ á sumrin. Ég hef líka aðeins verið
að prófa mig áfram með krullujárn, en sléttu-
járn hef ég aldrei átt eða notað,“ segir hún.
Þegar Manuela er spurð út í sitt uppá-
haldskrullujárn nefnir hún ROD VS5 frá HH
Simonsen.
„Fyrir mér er það svona „must have“.
Þegar Manuela er spurð út í það hversu
oft hún þvoi á sér hárið í hverri viku segir
hún það misjafnt.
„Ef ég er að ferðast þá
þvæ ég það sjaldnar en
ætli ég sé ekki að þvo það
svona annan hvern dag,
undir venjulegum kring-
umstæðum. Ég blæs hárið nán-
ast alltaf ef það er blautt. Ég er
ekki besta manneskjan í að gefa
hártrix, en ég held að margir geri sér ekki
grein fyrir því hvað góður hárbursti skiptir
miklu máli, upp á að halda hárinu fallegu og
heilbrigðu. Ég nota Mason Pearson-
svínshárabursta og Wet Brush. Þeir fylgja
mér við hvert fótmál.“
Hætti að lita
hárið 2013
Manuela Ósk Harðardóttir fatahönnuður notar aldrei hárolíur í
hárið og gætir þess vel að þvo það ekki of oft. Þá kemur þurrs-
jampó eins og himnasending.
Marta María | martamaria@mbl.is
Manuela Ósk
Harðardóttir.
Bláa línan frá Davines
fer vel með hárið á Ma-
nuelu. Línan heitir Love.
Manuela
elskar þenn-
an hárbursta.
Þurrsjampóið
frá Davines
þykir mjög gott.
BEAUTYBAR HEFUR OPNAÐ STÓRGLÆSILEGA
VERSLUN Á BÍÓGANGI KRINGLUNNAR.
20% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM
VÖRUM Í TILEFNI OPNUNARINAR
ALLT FYRIR ÚTLITIÐ