Morgunblaðið - 02.06.2016, Side 23

Morgunblaðið - 02.06.2016, Side 23
Þ að getur líka verið ákaflega notalegt að fara í Nauthólsvík og þær allra hörðustu stinga sér náttúrlega til sunds í Atlantshafinu. Það fer þó enginn út í laug eða sjó nema að vera í einhverju sem hylur. Sundbolatískan í ár er dálítið í anda áttunda áratugarins og minnir tölu- vert á tískustraumana sem voru ríkjandi í Kaliforníu 1970 og eitthvað. Brúnrauði liturinn kemur sterkur inn enda fer hann vel við sólbrúna húð. Þessi brúnrauði sundbolur úr Lindex er afar heillandi en hann er með mörgum böndum í bakið og er ákaflega klæðilegur. Aðhaldslínan frá Speedo er líka að gera nokkkuð góða hluti en sniðið á sundbolunum í þeirri línu er framúrskarandi. Svarthvíti sundbolurinn kem- ur líka einlitur en hann býr yfir þeim eiginleikum að halda vel að sem flestum þykir flokkast sem kostur. Þær sem eru með náttúrulegan bláan húðlit gætu makað á sig sjálfbrúnkandi efnum til að líta ekki út fyrir að vera látnar þegar þær komast loksins undir bert loft. Autobronzant Tonique sjálfbrúnkandi olían frá Biot- herm er nokkuð sem engin sólelskandi kona ætti að láta framhjá sér fara. Þessi olía byggir upp húðlitinn smátt og smátt án þess að viðkomandi verði appelsínugulur á litinn. Frá Biotherm er einnig fáanleg Aqua-Gelée Autobronzante serum fyrir andlit sem byggir upp brúnkuna í andlitinu. Þetta sjálf- brúnkandi efni frískar upp á andlitið og leyfir náttúrulegri fegurð að skína í gegn. Þegar í sundlaugina sjálfa er komið skiptir miklu máli að bera á sig sólarvörn til að reyna að koma í veg fyrir að fólk skaði á sér húðina. Mikilvægast af öllu, þegar í sund- laugina er komið, er að njóta lífsins. Leyfa vatninu að leika um líkamann og njóta þess að liggja á sólbekk inn á milli og gera ekki neitt nema vera. Ef þú hefur ekki eirð í þér til að slappa af getur þú hlustað á uppbyggilegt útvarpsefni af sarpi Rásar 1 eða lesið. Góðar stundir! Bakaðu þig í sólinni Eitt það besta við íslenska sumarið, fyrir utan bjartar og ljúfar sumarnætur, er þegar hitastigið fer í tveggja stafa tölu sem gerir það að verkum að hægt er að baka sig í sólinni við sundlaugar landsins. Marta María | martamaria@mbl.is Það jafnast fátt á við það að skrúbba húðina með bursta og sturtuspápu með Arnicu sem kem- ur frá Weleda. Þessi fæst í Lindex. Það er fátt betra en að heimsækja sundlaugar landins í sól og sumaryl. Sundbolur frá Speedo með að- haldi. Getty Images/iStockphoto Það eru mikil áhrif frá átt- unda ára- tugnum í sundbola- tískunni í ár. Biotherm Autobronzant Toni- que er sjálfbrúnkandi olía. Aquea-Gelée er frábært til að byggja upp brúnku í andliti. Getty Images/iStockphoto Þessi sól- gleraugu fást í Sjáðu. Arnicu sturtu- sápan frá We- leda gerir hverja sund- ferð ennþá betri. Hún ilm- ar ekki bara vel heldur mýkir húðina. Frábært gelnaglalakk Endist í allt að tvær vikur Startpakkinn inniheldur allt til að gera gelneglur heima einstaklega einfalt enginn þurrktími LED lampi í startpakka fullt af fallegum litum SensatioNail.com FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 MORGUNBLAÐIÐ 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.