Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2003, Page 12

Víkurfréttir - 22.05.2003, Page 12
VÍKURFRÉTTAVIÐTALIÐ Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ í viðtali m« Á sunnudaginn er eitt ár liðið síðan sveitarstjórnarkosningar voru haldnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ vann stórsigur og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Til að stýra skútu Sjálfstæðismanna var fenginn reyndur skipstjóri sem ættaður er úr Vestmannaeyjum, Árni Sigfússon sem varð bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna í kosningabaráttunni. Árni hefur nú starfað rétt tæplega eitt ár sem bæjarstjóri, en hann tók við starfinu í júní á síðasta ári. í næstu tveimur tölublöðum Víkurfrétta verður viðtal við bæjarstjóra, auk þess sem fjallað verður um ýmis málefni bæjarins. Aukin atvinnuuppbygging og betri ásýnd Nú var Reykjanesbær töluvert skuldsettur þcgar þú tókst við - hvernig hefur gengið að ná skuldum niður? Reykjanesbær er skuldugur og verkeíhi okkar er mikið frekar að halda í horfi og til framtíðar að horfa á möguleika til skulda- lækkunar. Með þeim aðgerðum sem við höfum farið í á þessu ári, t.d. tengt fasteignafélagi og breyttu skipulagi í rekstri þá sjá- um við ffam á verulega skulda- lækkun. Hinsvegar verða menn að hafa í huga að hluti af þessu er aukinn rekstrarkostnaður. Það eru engin töfrabrögð í þessu og við verðum að vinna okkur skipulega og skynsamlega í gegnum hlutina og ég tel að við séum að gera það með þessu móti. Það eru miklar framkvæmdir í gangi í bænum - er bærinn til- búinn til í þessar framkvæmd- ir? Já það er mjög mikilvægt nýta það tækifæri sem er núna. Við erum að undirbúa atvinnusvæði í Helguvík, ekki bara fyrir stál- pípugerð heldur er verið að und- irbúa allt atvinnusvæðið. Við það fáum við efhi sem er mjög hag- kvæmt að nýta nú. Ef við hugs- uðum tvö ár fram í tímann þá væri hagkvæmnin farin og ann- aðhvort er að nýta tækifærið núna og byggja upp eða líklega aldrei. En aðalatriðið er að fyrst og fremst eru þetta framkvæmdir sem stuðla að aukinni atvinnu- uppbyggingu og betri ásýnd og umhverfi bæjar sem laðar að íbúa. Um leið og við sköpum þá atvinnuaðstöðu þá erum við að skapa hér jákvætt umhverfi sem íbúar viljum. Umræða um að sameina Sand- gerði, Gerðahrepp, Voga og Reykjanesbæ hefur verið að aukast upp á síðkastið - hvern- ig líst þér á slíka sameiningu? Mér líst mjög vel á slíka samein- ingu. Ég tel mjög mikilvægt að sveitarfélögin og sérstaklega minni sveitarfélög skynji hag- kvæmni þess að sameinast. Þau þijú sveitarfélög sem sameinuð- ust á sínum tíma eru best sett í dag vegna sameiningarinnar. En við verðum að vera reiðubúin að opna fyrir fleirum, en með því sköpum við raunverulega eitt at- vinnusvæði, eitt þjónustusvæði, tryggjum sambærileg gæði þjón- ustu, tryggjum sama aðgang að atvinnutækifærum og lækkum stjómsýslukostnað. Munt þú eitthvað beita þér í þessu máli? Ég er reiðubúinn til þess. Hins- vegar finnst mér mjög mikilvægt að minni sveitarfélögin hafi for- ystu í málinu. Það er svo algengt í svona málum ef að sá stærri knýr á, þá þyki minni sveitarfé- lögum vera um að ræða óþægi- lega þrýsting. Þegar ég hef hitt forystumenn sveitarfélaganna hef ég látið þá skoðun mína í ljós að ég teldi sameiningu mjög æski- lega og til hagsbóta. Heldurðu að það sé meiri um- ræða meðal íbúa sveitarfélag- anna heldur en þeirra sem sitja við stjórnvölinn? Já ég er nokkuð sannfærður um að íbúamir ræða þetta meira og velta þessu upp, en ég tel að stjómendur sveitarfélaganna séu varfærnari því ef þeir láta eitt- hvað uppi þá em þeir að gefa yf- irlýsingu. Heyrst hefur gagnrýni frá verktökum á Suðurnesjum sem telja samninginn um end- urgerð Hafnargötunnar þar sem þeir hafa gagnrýnt að samið hafi verið við örfáa að- ila. Af hverju var verkið ekki boðið út? Þá er öllum slíkum gott að hug- leiða að við emm með mjög hátt stig atvinnuleysis á svæðinu. Við vorum með á fimmta hundrað manns atvinnulausa á vormánuð- um. Það var mjög mikilvægt að leita leiða til að tryggja að heimamenn hefðu ákveðinn for- gang í þessi verkefni. Þegar Spjallað við talnameistara! Arni Sigfússon bæjarstjóri situr á milli þeirra Reyni Valbergssonar og Guðmundar Kjartanssonar endurskoðanda á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöldið. Nú er verið að hanna glæsilegt hús yfir Víkingaskipið fslending, sem mun í fyrsta lagi vera kynning á sögu menningarinnar til forna, siglingar forfeðranna til Grænlands og Vesturheims. f öðru lagi verður Víkingaþorpið „hliðið" inn í landið sem iið í menningartengdri ferðaþjónustu, sem sýni og kynni þær söguslóðir og söfn á íslandi sem bíða ferðamannsins. Naust íslendings mun hýsa víkingaskipið sjálft, söguslóðakynningu og ákveðna þætti úr sýningu Smithsonian safnsins um víkinga Norðursins. Með staðsetningu sýningarinnar að Fitjum í Njarðvík, spölkorn frá leifsstöð og Reykjanesbrautinni og áherslunni á þessa þrjá þætti, er tryggt áhugavert „hlið" inn í hið sögu- lega í landinu öllu. margir verktakar á okkar mæli- kvarða komu saman að þessu verkefhi þá var mjög æskilegt að leita samstarfs við þá. Að öðrum kosti hefðu þessi verkefni allt eins getað farið úr bænum og við værum ekki að stuðla að því að minnka atvinnuleysi á þessu svæði. Skilurðu gagnrýni verktak- anna sem ekki voru í hópnum? Já ég geri það. Þeir sem fá ekki vilja vera í þeim hópi sem fær og ég vona að gagnrýnin gangi ekki út á það að hafa ekki fengið að vera með. En ég tel að meginleið okkar eigi að vera í gegnum út- boð. En við þurfum að hafa þor til að gera undantekningar á því og þegar aðstæður voru eins og ég var að lýsa þá þarf að bregðast við og þá gerum við það þrátt fyrir gagnrýni einhverra. Ég vil bara að það komi fram að þeir sem koma að þessu verkefhi eru þaulreyndir i sambærilegum verkefnum og hafa náð lægstu útboðum inn í Reykjavík. Einnig hefur það verið gagn- rýnt að Reykjanesbær hafi lagt áhaldahús bæjarins niður og samið við fyrirtækið Nesprýði um viðhald. Hverju svarar þú þeirri gagnrýni? Nú er rangt með farið. Það er ekkert búið að semja við eitt fýr- irtæki um viðhald. Ef við forum aðeins yfir málið þá er það þannig að við erum að horfa á verkefni sem verið er að vinna sem tengjast mikið því sem verk- takar á svæðinu eru að vinna. Veghefill er hér að slétta götur, það er verið að ganga frá blóma- beðum, smáverkefni sem tengjast gatnagerð, hálkueyðing og fleiri smærri verkefhi. Mjög mörg af þessum verkum eru verkefhi sem aðrir verktakar eru að sinna. Breytingin á Ahaldahúsinu eða Þjónustumiðstöðinni eru að við kaupum þessa vinnu meira af einkaaðilum og á móti skipu- leggjum við þjónustuborð sem er á okkar vegum. Þetta þjónustu- borð er byggt á tíðnistýrðu við- haldi og verkbeiðnum og að baki hverri verkbeiðni eru skilgreind verð og það er engin sjálfiaka í vinnu hér og við fórum fram á það að viðkomandi verktaki sinnu hveiju verkefni. Nesprýði er bara eitt af þessum fyrirtækj- um sem vinna fyrir Reykjanesbæ því það eru fjölmargir verktakar og einstaklingar sem koma að viðhaldi í bænum. Síðari hluti í næsta tölublaði Víkurfrétta 12 VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.