Víkurfréttir - 22.05.2003, Page 16
KNATTSPYRNUKYNNING VF • KEFLAVÍK • NJARÐVÍK
VeraKeflavíkurí
1. deild ekki löng
Keflvíkingar voru að lcika feikna góða knattspyrnu á undirbún-
ingstímabilinu. Þeir unnu hvert úrvalsdeildarliðið á fætur öðru
og fyrir fram lítur út fyrir að vera liðsins í 1. deild verði stutt.
Liðið er að leika mun skemmtilegrí bolta en í fyrra og er það
ekki síst Milan Stefán Jankovic að þakka. Liðið er ungt að árum
og meðalaldur liðsins undir 25 árum. Reynsluleysi liðsins er
nokkuð cn liðið er það vel mannað að það ætti ekki að koma að
sök. Mikið mun mæða á Stefáni Gíslasyni á miðjunni en hann
er sá leikmaður sem þeir
hefðu þurft í fyrra. Þá er ekki
amalegt að Scott Ramsey sé
genginn til liðs við félagið.
Asamt þcim hafa Keflvíking-
ar fengið Harald Axei Einars-
son úr Víði og Einar Ottó
Antonsson frá Selfossi. Þrír
leikmenn hafa yiirgeflð liðið
cn það eru Guðmundur
Steinarsson, Haukur Ingi
Guðnason og Jóhann Bene-
diktsson. Eins og er lítur ekki
út fyrir að liðið sakni þeirra
mikið. Keflavík verður á
toppnum í allt sumar cf liðið
heldur áfram að leika þann
bolta scm það hcfur verið að
sýna.
VF-spá: l.sæti
SPJALL IUD ÞJALFARA
Milan Stefán Jankovic er
á sínu fyrsta tímabili
með Keflavík. Liðið
hefur verið að leika vel undir
hans stjórn og er það mál
manna að sjaldan hafl Kefla-
vik leikið eins skemmtilega
knattspyrnu og núna. Jankovic
sagði í samtali við VF-sport að
honum litist mjög vel á sumar-
ið.
„Eftir að hafa séð liðið leika í
síðustu leikjum er ekki hægt ann-
að en að vera bjartsýnn. Við höf-
um verið að leika vei og vonandi
höldum við því áfram”. Hann
segist ekki vera hræddur þótt
Keflvíkingum sé spáð mikilli
velgengni í sumar en tók það þó
fram að það gæti verið hættulegt
sökum þess hve leikmennirnir
eru ungir. „Við munum taka einn
leik íyrir í einu og ef við spilum
eins og við höfiim verið að spila
sé ég okkur ekki tapa mörgum
leikjum í sumar. Allir leikmenn
liðsins verða að leggja sig fram.
Allir leikir eru mikilvægir og því
megum við litið misstíga okkur
því það getur kostað mikið”.
Jankovic segist mjög ánægður í
Keflavík og segir hann að undan-
farnir mánuðir hafi verið með
þeim skemmtilegustu frá því
hann kom til íslands. Hann segist
ekki hafa lent í neinu vandamáli
frá því hann kom, hvorki með
leikmenn né stjórn og allir séu
tilbúnir til að leggja sitt af mörk-
um. „Það er gaman að vera hluti
af liði þar sem allir leggja sig
fram, bæði á æfingum og í leikj-
um. Leikmenn liðsins eru með
rosalegan karakter, liðið er að
mestu skipað heimamönnum
sem gerir umgjörðina i kringum
liðið skemmtilegri og mun koma
til með að hjálpa okkur í sumar”.
Mikil barátta um
líf í deildinni
Uppgangur Njarðvíkurliðsins hefur verið ótrúlegur á rúmu einu
ári. Liðið sem ætlaði aldrei að komast upp úr neðstu deild komst
að Iokum upp á heldur óvenjulegan hátt með sameiningu Leift-
urs og Dalvíkur. I fyrra kom Iiðið mjög á óvart með góðum leik í
2. deild og náði að tryggja sér sæti í 1. deild. Markmið liðsins í ár
hlýtur að vera að halda sér uppi og í raun ekki hægt að gera
meiri kröfur til liðsins. Þeir munu heygja mikla baráttu í neðri
hlutanum og það sem mun hjálpa liðinu er hversu baráttugiaðir
leikmenn liðsins eru. Þeir gefa sig í hvern leik og með fyrirliðann
og baráttuhundinn Bjarna Sæmundsson á miðjunni ætti sú bar-
átta að halda áfram. Þeir hafa fengið til liðs við sig þrjá spræka
spilara, þá Jóhann Steinars-
son, Martein Guðjónsson og
HoIlendinginnArjan Kats en
sá síöastnefndi hefur verið
mjög öflugur í hægri bak-
verðinum og er mikill styrkur
fyrir liðið. Njarðvíkingar hafa
þurft að sjá á eftir Sævari
Gunnarssyni sem lék vel fyrir
liðið í fyrra og þá mun Sverrir
Þór Sverrisson sem var að
láni frá Grindavík í fyrra ef-
laust ekki leika með liðinu.
Njarðvíkingar gætu komið á
óvart en þeir verða þó fyrir
neðan miðju, eflaust í barátt-
unni um lífíð í 1. deild.
VF-spá: 7. sæti
SPJALL VIÐ ÞJÁLFARA
Helgi Bogason hefur náð
góðum árangri með
Njarðvíkurliðið síðan
hann tók við. Liðið leikur
skemmtilegri knattspyrnu en
áður og baráttan er allsráð-
andi. Helgi sagði í samtali við
Víkurfréttir að sumarið leggist
vel í hann.
„Við erum staðráðnir í að
skemmta okkur vel á knatt-
spymuvellinum í sumar og stan-
da okkur vel. Hópurinn er svip-
aður og í fyrra en við höfum
samt séð á eftir sterkum leik-
mönnum”, segir Helgi. Njarðvík-
ingar töpuðu fyrsta leiknum í
deildinni gegn Haukum frekar
ósanngjamt og var hann að von-
um ekki sáttur með það. „Ég er
þræl fffll með tapið á móti Hauk-
um. Við hentum frá okkur stig-
um, hefði verið frekar óhress
með jafntefli miðað við leikinn
en tap var óþarft”. Helgi sagði að
það væri eðlilegt að liðinu væri
spáð neðarlega. „Við vorum
neðstu deildarlið í apríl í fyrra
eða fyrir 13 mánuðum síðan.
Hópurinn er mjög svipaður og
þegar menn voru að kljást í 3.
deildinni og því erum við í raun
óskrifað blað í efri deildum.”
Hann segir eitt af markmiðum
liðsins hljóti að vera áfram 1.
deildar lið í haust. Aðspurður út í
það hvaða lið hann teldi verða í
baráttunni um sæti í úrvalsdeild
sagði hann að sér kæmi það ekki
óvart að Þór, Víkingur og Kefla-
vík myndu bítast um tvö efstu
sætin.
16
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!