Fréttablaðið - 23.01.2017, Blaðsíða 4
Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6
270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 11-15
28. - 29. janúar
FRUMSÝNING
Laugardagurinn 14. janúar
l Birna Brjánsdóttir fer út að
skemmta sér með vinkonum
sínum.
l Birna sést
í eftirlits-
mynda-
vélum
ganga
ein síns
liðs austur
Austurstræti,
Bankastræti og
Laugaveg að húsi nr. 31 þar
sem hún hverfur sjónum
um kl. 05:25 við Laugaveg 31.
Sunnudagurinn 15. janúar
l Lögreglan lýsir eftir Birnu. Um
kvöldið er málið komið í algjöran
forgang hjá lögreglu.
l Svæðisstjórn björgunarsveita á
höfuðborgarsvæðinu kölluð út.
Um miðnætti er óskað eftir að-
stoð sporhunds.
Mánudagurinn 16. janúar
l Lögreglan lýsir eftir rauðri Kia Rio
bifreið.
l Sérhæfðir
leitarhópar
kallaðir út
til leitar.
l Um 120
björgun-
arsveitar-
menn
leita í
Heiðmörk á
svokallaðri flóttmannaleið.
l Skór Birnu finnst um nóttina við
höfnina í Hafnarfirði. Síðar finnst
hinn skórinn.
Þriðjudagurinn 17. janúar
l Lögreglan fær úrskurð til að skoða
upplýsingar um farsíma sem
ferðast með sama hætti á far-
símasendum og sími Birnu.
l Lögreglan fær lista yfir skipverja á
grænlenska skipinu
Polar Nanoq.
l Kia Rio-
bifreið
haldlögð
í Hlíða-
smára í
Kópavogi.
l Fjórir lög-
reglumenn fara
með þyrlu Landhelgisgæslunnar
og fara um borð í danska her-
skipið HDMS Triton. Skipið sigldi
til móts við Polar Nanoq. Skipin
mættust við miðlínu á milli Ís-
lands og Grænlands um kl. 6. Ekki
varð af því að lögreglumennirnir
færu um borð.
l Bænastund haldin í Hallgríms-
kirkju til stuðnings fjöskyldu
Birnu.
Miðvikudagurinn 18. janúar
l Tveir menn handteknir af sérsveit
ríkislögreglustjórans um borð
í grænlenska fiskiskipinu Polar
Nanoq u.þ.b. 90 mílur suðvestur
af landinu.
Hinir handteknu voru yfirheyrðir
við komuna til landsins.
l Björgunarsveitir kallaðar út til að
leita á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði
og með vegaslóðum á Stranda-
heiði.
FiMMtudagurinn 19. janúar
l Mennirnir voru úrskurð-
aðir í tveggja vikna
gæsluvarð-
hald grun-
aðir um
mann-
dráp.
Lög-
reglan
fór fram
á fjögurra
vikna gæslu-
varðhald.
l Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF,
leitaði yfir Hafnarfjarðarhöfn,
meðfram ströndinni, frá Straums-
vík að Vogum á Vatnsleysu-
strönd. Einnig var flogið suður að
Höskuldarvöllum og Keili.
FöStudagurinn 20. janúar
l Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
óskar eftir að ná tali af ökumanni
hvíts bíls, sem var ekið vestur
Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugar-
daginn 14. janúar kl. 12.24.
l TF-LÍF, fór tvívegis til leitar. Þyrlan
leitaði í nágrenni Hafnarfjarðar
og Kleifarvatns, á Strandarheiði, á
Reykjanesskaga og í nágrenni.
Laugardagurinn 21. janúar
l Ein umfangsmesta leit
síðari ára fer fram.
Sunnudagurinn 22. janúar
l Um klukkan eitt
fann áhöfn
TF-LÍF lík í
fjörunni
rétt vestur
af Selvogs-
vita, sem er
um 15 kíló-
metra vestur af
Þorlákshöfn.
Áformað var að fljúga meðfram
strandlengjunni frá Hafnarfirði,
vestur fyrir Garðskaga og Reykja-
nes og allt austur að Þjórsárósum.
✿ Hvarf Birnu Brjánsdóttur
775
sjálfboðaliðar
komu að leitinni.
11 hundar.
71 björgunarsveit kom að leitinni.
685 leitarmenn Landsbjargar.
40 aðgerða-stjórnendur.
50 frá slysavarna-deildum félagsins.
LögregLumáL „Það er dapulegt að
ung kona í blóma lífsins hafi verið
hrifin burt frá okkur með þessum
hætti,“ segir Grímur Grímsson, sem
fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu
Brjánsdóttur. Birna fannst í gær, látin.
Lögreglan undirbýr nú af fullum
krafti yfirheyrslur yfir mönnunum
tveimur sem grunaðir eru um að hafa
banað Birnu, laugardagsmorguninn
14. janúar. Yfirheyrslurnar fara fram
í dag, eða á morgun. „Nú snýst þetta
ekki bara um að fá upplýsing-
ar um hvar hún er heldur
þarf að fara yfir þetta frá A
til Ö. Það er búið að yfir-
heyra þá töluvert en við
lögðum áherslu á að fá
upplýsingar um afdrif Birnu.
Ég vil ekki fara út í það sem
kemur fram í yfirheyrslum en
það blasir við að Birna fannst
ekki vegna ábendingar frá
þeim, heldur vegna
skipulagðrar leit-
ar,“ segir Grímur.
Þyrla Land-
helgisgæslunn-
ar, með teymi
frá gæslunni
og tveimur
sérhæfðum
leitarmönn-
um frá Landsbjörgu, fann Birnu um
1 leytið í gærdag. Birna fannst í fjör-
unni við Selvogsvita en talið er ólík-
legt að henni hafi verið komið fyrir
þar. „Það er lang líklegast að hún hafi
verið sett einhversstaðar í sjó annars
staðar og síðan hafi sjórinn borið
hana þangað. Hvenær eða hvernig er
það sem við erum núna að vinna að.“
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
í sínu fyrsta flugi eftir strandlengju
sunnanverðs Reykjanesskaga. Hing-
að til hefur þyrlan fyrst og fremst
flogið yfir norðanverðan skagann en
leitin færðist sunnar í gær. Teymið
sem fann Birnu kemur til með að fá
handleiðslu og andlega hjálp eins og
venja er.
Sérfræðingar frá Vegagerðinni
vinna að því að reikna út sjávar-
strauma síðustu daga til að fá úr því
skorið hvar Birna var sett í sjóinn en
fyrir liggur að rauða Kia Rio bíla-
leigubílnum, sem mennirnir höfðu
til umráða, var ekið um 300 kíló-
metra þann sólarhring sem menn-
irnir höfðu bílinn á leigu.
Í dag kemur svo til landsins
austurrískur réttarmeinalæknir,
sem starfar mikið hér á landi. Hann
kemur til með að kryfja lík Birnu
við fyrsta tækifæri og kveða upp
um dánarorsök hennar. Þá hefur
lögregla fundið ökumann hvíta
bílsins sem leitað var í vikunni.
Grímur segist gríðarlega þakk-
látur og ánægður með allt það
fólk sem hefur lagt hönd á plóg
undanfarna viku við leitina að
Birnu. Ágúst Svansson, aðalvarð-
stjóri hjá lögreglunni tekur í sama
streng: „Það er yndislegt hvernig
öll samvinna hefur verið, bæði við
fjölmiðla og alla aðra. Við erum
Íslendingar.“
snaeros@frettabladid.is
Dapurlegt að ung kona
sé hrifin burt frá okkur
Réttarmeinafræðingur kemur til landsins í dag til að skera úr um dánarorsök
Birnu Brjánsdóttur. Birna fannst við Selvogsvita um hádegi í gær. Lögreglan
skipuleggur yfirheyrslur yfir mönnunum sem grunaðir eru um að bana henni.
„Það er dapur-
legt að ung
kona í blóma lífsins
hafi verið hrifin burt
frá okkur með
þessum hætti.
Grímur Grímsson yfir-
maður
rannsóknarinnar
Hafnarfjarðarhöfn
reykjavíkurflugvöllur
keflavík
grindavík
njarðvík
Selvogsviti
7000
kílómetra gekk
björgunarsveitafólk um
helgina
✿ Flugleið þyrlunnar TF-LÍF
2 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 m á n u D a g u r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð
2
3
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:5
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
0
4
-5
2
4
C
1
C
0
4
-5
1
1
0
1
C
0
4
-4
F
D
4
1
C
0
4
-4
E
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K