Fréttablaðið - 23.01.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.01.2017, Blaðsíða 6
INNKÖLLUN HLUTABRÉFA Stjórn Gámaþjónustunnar hf., kt. 410283-0349, hefur ákveðið að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. Rafræn skráning tekur gildi 30. apríl 2017, kl. 9:00 árdegis. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi ákvæði laga um rafræna eignaskráningu verð- bréfa. Öll hlutabréf í félaginu verða tekin til rafrænnar skráningar. Hlutabréfin eru öll í einum flokki, gefin út á nafn og kennitölu hluthafa. Við rafræna útgáfu hlutabréfanna er nafnverð hluta ákveðið ein króna eða margfeldi þar af. Greiði Gámaþjónustan hf. arð á komandi árum verður það gert í gegnum kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. Hér með er skorað á alla eigendur framangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á að eignahald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Gámaþjónustunnar hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til Bernharðs Hreinssonar, skrifstofustjóra félagsins á skrifstofu félagsins að Berghellu 1, Hafnarfirði eða með tölvupósti á netfangið bernhard@ gamar.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til framan- greindra hlutabréfa, svo sem veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sem gert hefur aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf., innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína, svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Hluthöfum félagsins verður send skrifleg tilkynning þar sem framan- greint er kynnt. Stjórn Gámaþjónustunnar hf. Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni ERTU MEÐ KVEF EÐA FLENSUEINKENNI? MARINE PHYTOPLANKTON Sjávarþörungur HAWAIIAN NONI Veikindabani Styrkir ónæmiskerfið Ofurfæða úr hafinu Orka – Einbeiting - Úthald www.balsam.is Frábær tvenna Fyrirbyggjandi við kvefi og flensu Sjávarþörungur samgöngur Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Til­ gangur þeirra er að meta veðurað­ stæður í aðflugi að ímynduðum flug­ velli í hrauninu. Þetta kemur fram í skrifum Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, en Samgöngustofa hefur sent sveitarfélögum á svæðinu upp­ lýsingar um áformin. Kemur fram að hannaðir hafa verið flugferlar að þremur flug­ brautum, sem Icelandair hyggst fljúga aðflug að. Í þessum flugpróf­ unum felst að flogið verður allt niður í 500 feta hæð sem samsvarar um 152 metra hæð yfir jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu verður flugið fram­ kvæmt í fullu samræmi við gildandi flugreglur en ljóst að þotum Ice­ landair verður flogið lægra en vant er á þessu svæði. Það var niðurstaða svokall­ aðrar Rögnunefndar að flugvöllur í Hvassa hrauni væri vænlegasti kost­ urinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins, kæmi til þess að Reykjavíkurflugvöllur yrði aflagður í núverandi mynd. Nefndin skoðaði fjóra kosti fyrir þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýr­ inni. Taldi nefndin alla staðina geta rúmað flugvöllinn en Hólmsheiðin var talin einna sísti valkosturinn. Hinir voru Bessastaðanes, Löngu­ sker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatnsmýri. Guðjón Arngrímsson, upplýs­ ingafulltrúi Icelandair, segir að eðli málsins samkvæmt hafi verið leitað allra nauðsynlegra heimilda til þess að framkvæma rannsókn­ irnar og forsvarsmenn sveitarfélaga í nágrenninu því upplýstir. „Það er því af okkar hálfu ekkert nýtt að gerast. Flugið er ekki hafið og ég get ekki tilgreint neinar tímasetningar, það fer eftir veðri, stöðu flugvéla, flugmanna og svo framvegis,“ segir Guðjón og vísar til fréttatilkynn­ ingar frá því í nóvember. Þar sagði frá áformum félagsins um að gera veðurfarsrannsóknir við Hvassa­ hraun, en Rögnunefndin lagði til í lokaskýrslu sinni að „flugvallar­ skilyrði í Hvassahrauni verði full­ könnuð með nauðsynlegum rann­ sóknum …“ Flugprófanirnar fara þannig fram að flugvélum frá Icelandair, sem ekki eru í áætlunarflugi, verður flogið eftir þeim aðflugsferlum sem eru fyrirséðir á nýju mögulegu flug­ vallarstæði. Tækjabúnaður um borð í vélunum mun nema og skrá mis­ munandi veðuraðstæður á svæðinu. Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið, og tekur þá við úrvinnsla úr rannsóknarvinnunni. svavar@frettabladid.is Flugið er ekki hafið og ég get ekki tilgreint neinar tíma­ setningar, það fer eftir veðri, stöðu flugvéla, flugmanna o.s.frv. svavar@frettabladid.is Rannsaka aðflugsleiðir yfir Hvassahrauni Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassa hrauni. Kanna aðflug að þremur ímynduðum flugbrautum. Bregðast við ráðleggingum Rögnunefndarinnar um könnun flugvallarskilyrða á staðnum. Leitað í rústunum Sjálfboðaliðar og sérhæfðir björgunarmenn leituðu um helgina að eftirlifendum snjóflóðs sem féll á mið- vikudaginn á Mið-Ítalíu. Sex hafa fundist látnir og 23 er saknað. Ellefu hafa fundist á lífi, flestir án teljandi meiðsla. Flóðið féll í Rigopiano í Pescara héraði og reif meðal annars með sér Hotel Rigipiano. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Flugið er ekki hafið og ég get ekki tilgreint neinar tímasetn- ingar, Guðjón Arngríms- son, upplýsingafull- trúi Icelandair samfélag „Við ákváðum að endur­ vekja meistaramánuðinn í ár og ætlum að keyra á það með krafti,“ segir Pálmar Ragnarsson, sem er í forsvari fyrir meistaramánuð Íslandsbanka. Meistaramánuður hóf göngu sína árið 2008 en hefur ekki verið haldinn formlega síðustu tvö ár. Pálmar segir að markmiðið sé að gera þetta að stærsta meirstaramán­ uði frá upphafi. „Meistaramánuður byrjaði tengt hreyfingu og heilsu en hefur þróast út frá því að vera tækifæri fyrir fólk til þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér í heilan mánuð. Í meistaramán­ uði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Það eru engar reglur,“ segir Pálmar. Til að taka þátt er hægt að skrá sig á meistaramanudur.is og þar geta þátttakendur útbúið sér dagatöl til þess að halda utan um markmiðin sín. – þh Meistaramánuður á ný Pálmar Ragnars- son, forsvarsmað- ur meistaramán- aðar Íslandsbanka 2 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 m Á n u D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 4 -6 6 0 C 1 C 0 4 -6 4 D 0 1 C 0 4 -6 3 9 4 1 C 0 4 -6 2 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.