Fréttablaðið - 23.01.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.01.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Hvernig væri lífið án rafmagns? Í nútíma sam-félagi er svarið við þeirri spurningu líklega: Óhugsandi. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut á hverjum degi. Langt skammdegið hefur engin áhrif á okkar daglega líf og við njótum þeirra forréttinda að orkan okkar er ódýr og um leið hrein, þar sem nær öll raforkuframleiðsla á Íslandi er með endurnýjanlegum hætti. Stór hluti mannkyns býr við allt annan veruleika. Alls búa 1,3 milljarðar manna við takmarkað aðgengi að rafmagni. Steinolía er til dæmis aðalorkugjafi heimila í fjölmörgum löndum Afríku. Olían er dýr og gufurnar frá henni eru skaðlegar, sérstaklega börnum. Þrátt fyrir það eiga margar fjölskyldur ekki annan kost eftir að sólin er sest en birtu frá steinolíulampa til að geta athafnað sig við einföld heimilisstörf og börnin við heimanám. Dagur rafmagnsins hefur verið haldinn hátíðlegur þann 23. janúar á Norðurlöndunum um nokkurra ára skeið. Honum er ætlað að minna á að rafmagn er ekki sjálfgefið og að við gefum því stóra hlutverki sem það spilar í lífi okkar meiri gaum. Um leið er tilvalið að láta gott af sér leiða. Í tilefni af degi rafmagnsins ætlar SAMORKA, í sam- starfi við sænsk-afríska félagið Givewatts, að hjálpa bæjarbúum í Kendu Bay í Kenýa að skipta yfir í endur- nýjanlegan orkugjafa, líkt og þá sem við búum við hér á landi, í formi sólarorkulampa. Sólarorkulampinn gefur góða birtu fyrir heimili og skóla og hægt er að nota hann til að hlaða farsíma. Hann gefur kost á betri heilsu, hjálpar börnum að ná markmiðum sínum í námi og ýtir undir hraðari þróun samfélagsins. Að auki leggjum við okkar af mörkum í að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í heiminum – margt smátt gerir eitt stórt. Taktu þátt í degi rafmagnsins með okkur. Sendu straum þangað sem þörfin er mest með því að deila mynd af gildi rafmagns í þínu daglega lífi á Facebook/ Instagram og merktu hana #sendustraum. Fyrir hverja mynd sem berst leggur SAMORKA 300 kr. til verkefnis- ins. Markmiðið er að koma yfir 100 sólarorkulömpum til fjölskyldna í Kendu Bay. Til hamingju öll með dag rafmagnsins #sendustraum Lovísa Árnadóttir upplýsingafull- trúi Samorku AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Á síðasta blaðamanna- fundinum vantaði sannfæringar- kraftinn í fas þessa mikla mælskusnill- ings þegar hann sagði hikandi: "Ég held að þetta verði í lagi.” Fyrir hverja mynd sem berst leggur SAMORKA 300 kr. til verkefnisins. Markmiðið er að koma yfir 100 sólarorku- lömpum til fjölskyldna í Kendu Bay. Valdataka Donalds Trump endurspeglar úlfúðina, sem einkennir stjórnmálin á Vesturlöndum. Enginn forseti hefur tekið við lyklavöldum í Hvíta húsinu með minni tiltrú almennings í vega-nesti. Fáir fráfarandi forsetar hafa aftur á móti notið ámóta hylli og Obama naut á lokadegi. Vissulega gekk ekki allt upp í tíð Obama. Illræmdar Guantanamo fangabúðir á Kúbu, þar sem meintum óvinum Bandaríkjanna er haldið föngnum á vafa- sömum forsendum, eru enn við lýði. Umbætur í heilbrigðiskerfinu urðu minni en fyrirheitin. Fjármála- kerfið er ógnandi, líkt og fyrir átta árum. Misskipting auðs vex. Fleira mætti upp telja. Þingið var Obama mótdrægt, en hann var raunsær, varkár og yfirvegaður – vildi frekar mjaka málum áleiðis en tapa orrustum til þess eins að guma af því að hafa tekið slaginn. Stærsta baráttumálið var Obama- care. Þótt margir sitji óbættir hjá garði í heilbrigðis- kerfinu njóta 30 milljónir nú trygginga, sem ekki nutu þeirra áður. Hann afnam viðskiptabann á Kúbu, full- gilti Parísarsáttmálann og jók tiltrú á Bandaríkin eftir ítrekað klúður forvera síns, Bush yngri. Lokaeinkunnir um feril Obama liggja ekki fyrir. En hans verður örugglega minnst fyrir að blása lífi í amer- íska drauminn, sem margir höfðu afskrifað. Afkomandi geitahirða í Kenýa og hvítrar konu frá Kansas, stjúp- sonur múslima frá Indónesíu, ber millinafnið Hussein meðan múslimar eru litnir hornauga – og alinn upp hjá afa og ömmu, alþýðufólki á Hawaii. Svo viðurkenndi hann bernskubrek eins og grasreykingar og fikt við kókain – en varð forseti. Ameríski draumurinn rætist varla með skýrari hætti. Það gerðist ekki fyrirhafnarlaust. Obama lauk grunnnámi í Columbia, einum virtasta skóla Banda- ríkjanna, sótti framhaldsnám við lagadeild Harvard háskólans, ritstýrði skólablaðinu, Harvard Law Review, riti sem fræðasamfélag heimsins vitnar í og skrifaði metsölubók. Honum stóðu allar dyr opnar. Fínustu lögmanns- stofur buðu fúlgur fjár. Hann gat valið úr stöðum hjá virtum dómurum. En hann kaus að styðja starf fyrir fólk sem átti undir högg að sækja í Chicago. Þessi saga skiptir Bandaríkjamenn miklu máli. Hún er lifandi vitnisburður um að þrátt fyrir allt þarf hæfileikafólk ekki að fæðast með silfurskeið í munni til að komast alla leið. En uppruninn var Obama oft fjötur um fót. Mörgum Bandaríkjamönnum finnst fólk af afrísku bergi brotið ekki eiga erindi á æðstu staði. Margir telja að and- byrinn hafi stundum verið fyrir það hver hann er en ekki við málefnin sem hann stóð fyrir. Hann hafi ekki fengið það fulltingi, sem atgervi hans og málstaður gaf tilefni til. Arftakinn er sárasti ósigur Obama. Á síðasta blaða- mannafundinum vantaði sannfæringarkraftinn í fas þessa mikla mælskusnillings þegar hann sagði hikandi: "Ég held að þetta verði í lagi." Vonandi reynist spá hans rétt þótt fyrstu dagar Trump í valdamesta embætti heimsins gefi tilefni til að klóra sér í kollinum. Allt í lagi? Áskorunin Alþingi kemur saman í fyrsta skipti efir jólaleyfi á morgun. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem þingið kemur saman eftir að ný ríkisstjórn er mynduð. Spenna verður að glugga í þing- málaskrá ráðherra. Eitt af því sem verður spennandi að sjá er hvort hugmyndir um gjaldtöku á ferðamannastöðum, til verndar náttúruauðlindum verði að veru- leika eða ekki. Mun nýr ráðherra ferðamála hafa þor til að leggja fram þingmál sem forvera henn- ar í embætti tókst ekki að sigla í gegnum þingið þótt hann fengi til þess næstum heilt kjörtímabil. Umvöndunin Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokks- ins, segir það aldrei hafa verið gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum. Þetta sagði hann í tilefni af því að starfsmanna- stjóri Hvíta hússins sakaði fréttamenn í nýliðinni viku um að flytja platfréttir að yfirlögðu ráði. Karl veit viti sínu þegar kemur að fjölmiðlum enda hefur hann áratuga reynslu af starfi á þeim vettvangi. En hann hefði nú mögulega getað sagt sínum eigin formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þetta sama á síðasta kjörtímabili. Þá hefði gangur mála hjá Sigmundi Davíð og Framsóknarflokknum í heild sinni mögulega orðið allt annar á árinu 2016. jonhakon@frettabladid.is 2 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 2 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 4 -3 9 9 C 1 C 0 4 -3 8 6 0 1 C 0 4 -3 7 2 4 1 C 0 4 -3 5 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.