Fréttablaðið - 23.01.2017, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 23.01.2017, Blaðsíða 35
HM gefur okkur von um bjartari tíma Strákarnir okkar sýndu ítrekað á HM að þeir hafa fulla burði til að vera samkeppnishæfir áfram þó svo gullkynslóðin sé að hverfa af sviðinu. Mörg jákvæð skref til framtíðar voru stigin í Frakklandi og á því mun landsliðið græða til lengri tíma. Margir leikmenn stimpluðu sig inn í liðið. leikaríkur. Geir þjálfari blóðgaði Arnar Frey Arnarsson og Ómar Inga Magnússon og þar fara framtíðar- menn. Janus Daði er hæfileikabúnt sem þarf frekari slípun. Hana fær hann í Danmörku og hann verður í lykilhlutverki í þessu landsliði á komandi árum. Þjálfarateymið má líka vera stolt af varnarleiknum sem liðið spilaði á mótinu þó svo besti maður varnar- innar á HM, Bjarki Már Gunnarsson, hafi verið skilinn eftir upp í stúku af þjálfurunum í byrjun. Bjarki gekk í endurnýjun lífdaga í Frakklandi sem er líka jákvætt fyrir liðið. Svo má ekki gleyma því að í liðið vantaði einn besta leikmann heims, Aron Pálmarsson. Félagar hans eru nú búnir að fá reynslu sem gerir þá sterkari. Liðið verður mun sterkara er Aron snýr aftur. Drengirnir sýndu líka karakter. Það var mikið hugrekki, vilji og andi í liðinu sem er til fyrirmyndar. Á þessu öllu má byggja til framtíðar. Margir óttuðust svartnætti hjá lands- liðinu í kjölfar þess að gullkynslóðin væri nánast horfin. Það er örugglega farið að birta til hjá þeim efasemdar- mönnum eftir þetta mót. sérfræðingurinn Brottvísanir og tapaðir boltar dýrir „Það hefði verið mjög auðvelt að tapa stórt og geta bara notað þá af- sökun að við hefðum verið að spila við Frakka fyrir framan allt þetta fólk. Þetta var leikur og það vantaði ekki mikið upp á í síðari hálfleik til að setja alvöru pressu á Frakkana,“ segir Einar Andri Einarsson, sérfræðingur íþrótta- deildar 365, um HM 2017. „Þetta gefur okkur von fyrir framtíðina. Við skulum ekki gleyma að við eigum einn besta handboltamann í heimi [Aron Pálmarsson] inni og maður spyr sig hvernig þetta hefði farið ef hann hefði verið heill og verið með okkur á þessu móti. Við þurfum ekki að örvænta. Geir var að gefa ungum mönnum tækifæri og menn fá heilmikla reynslu.“ Þungur róður hjá strákunum okkar gegn heimsmeisturunum í lille Markametið féll í Stoke fótbolti Wayne Rooney kom Manchester United til bjargar þegar liðið sótti Stoke City heim á laugar- daginn. Rooney kom inná sem varamaður og jafnaði metin með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Loka- tölur 1-1 á Bet365 vellinum. Þetta var ekki bara eitthvað mark, heldur 250. mark Rooneys fyrir United og hann er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu félags- ins. Rooney jafnaði markamet Sir Bobbys Charlton í bikarleik gegn Reading fyrir tveimur vikum og sló svo metið núna á laugardaginn. „Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki vera svekktur með að missa metið. Hins vegar er ég hæstánægður fyrir hönd Rooneys. Hann á skilið að vera í sögubókunum,“ sagði Charl- ton eftir leikinn gegn Stoke. Rooney hefur ekki bara slegið markamet Charltons hjá United heldur einnig hjá enska landsliðinu. Þótt Rooney hafi látið verulega á sjá á undanförnum misserum og sé ekki lengur fastamaður í liði United er ekki hægt að horfa framhjá því að maðurinn hefur átt frábæran feril. Rooney hefur unnið allt sem hægt er að vinna með United og er bæði markahæsti leikmaður í sögu félags- ins og enska landsliðsins. Og þegar hann leggur skóna á hilluna verður hann væntanlega leikjahæsti leik- maður í sögu enska landsliðsins. Það er ekki slæm arfleið hjá Rooney sem kom 18 ára gamall til United árið 2004. Enginn í leikmannahópi United hefur verið lengur hjá félag- inu en Rooney. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Þetta er mikill heiður og ég er mjög stoltur. Það er erfitt að vera yfir sig glaður núna vegna úrslita leiksins en heilt yfir er þetta mikill heiður,“ sagði Rooney eftir leikinn sögulega gegn Stoke. Það var sautjándi leikur United í röð án taps. Þrátt fyrir það virðist liðið fast í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. – iþs Wayne rooney er orðinn markahæstur í sögu Man. united. nordicphotos/getty Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 22. umferðar 2016-17 Liverpool - swansea 2-3 Robert Firmino 2 (55., 69.) - Fernando Llo- rente 2 (48., 52.), Gylfi Þór Sigurðsson (74.). stoke - Man. utd 1-1 Sjálfsmark (19.) - Wayne Rooney (90+4.). M’Brough - West ham 1-3 Cristhian Stuani (27.) - Andy Carroll 2 (9., 43.), Jonathan Calleri (90+4.). c. palace - everton 0-1 Seamus Coleman (87.). B’mouth - Watford 2-2 Joshua King (48.), Benik Afobe (82.) - Christi- an Kabasele (24.), Troy Deeney (64.). W.B.A. - sunderland 2-0 Darren Fletcher (30.), Chris Brunt (36.). Man. city - tottenham 2-2 Leroy Sané (49.), Kevin De Bruyne (54.) - Dele Alli (58.), Son Heung-Min (77.). s’oton - Leicester 3-0 James Ward-Prowse (26.), Jay Rodriguez (39.), Dusan Tadic, víti (86.). Arsenal - Burnley 2-1 Shkodran Mustaf (59.), Alexis Sánchez, víti (90+8.) - Andre Gray (90+3.). chelsea - hull 2-0 Diego Costa (45+7.), Gary Cahill (81.). féLAg L u J t MÖrK s chelsea 22 18 1 3 47-15 55 Arsenal 22 14 5 3 50-23 47 tottenham 22 13 7 2 45-16 46 Liverpool 22 13 6 3 51-27 45 Man.city 22 13 4 5 43-28 43 Man. utd 22 11 8 3 33-21 41 everton 22 10 6 6 33-23 36 West Brom 22 9 5 8 30-28 32 stoke city 22 7 7 8 28-34 28 West ham 22 8 4 10 29-36 28 southamp. 22 7 6 9 22-26 27 Bournem. 22 7 5 10 32-39 26 Burnley 22 8 2 12 24-33 26 Watford 22 6 6 10 25-38 24 Leicester 22 5 6 11 24-37 21 Middlesbr. 22 4 8 10 18-25 20 swansea 22 5 3 14 26-51 18 c. palace 22 4 4 14 30-41 16 hull city 22 4 4 14 20-47 16 sunderland 22 4 3 15 20-42 15 Wolverhampton Wanderers Jón daði Böðvarsson Lék fyrstu 66 mínúturnar þegar Wolves beið lægri hlut fyrir Norwich. Fulham ragnar sigurðsson Sat allan tímann á bekknum þegar Fulham og QPR skildu jöfn, 1-1. Bristol City hörður B. Magnússon Lék allan leikinn í vörn Bristol City sem tapaði 1-0 fyrir Nottingham Forest. Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í englandi Swansea City gylfi Þór sigurðsson Skoraði sigurmark Swansea gegn Liverpool á Anfield. Með sigrinum komust Svanirnir upp úr fallsæti deildarinnar. Cardiff City Aron einar gunnarsson Var á sínum stað í byrjunar- liði Cardiff sem vann mikil- vægan 2-1 sigur á Burton. Burnley Jóhann Berg guðm. Var fjarri góðu gamni þegar Burnley tapaði á drama- tískan hátt fyrir Arsenal, 2-1, á Emirates.Leikmaður helgarinnar Fernando Llorente skoraði tvö mörk þegar Swansea City vann gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur á Liverpool á laugardaginn. Með sigrinum komst Swansea upp úr fallsæti. Þetta var fyrsti sigur Swansea í ensku úrvalsdeild- inni undir stjórn Pauls Clement. Eftir rólegan fyrri hálfleik á Anfield kom Llorente Swansea yfir á 48. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Gylfa Þór Sigurðs- sonar. Fjórum mínútum síðar skallaði Llorente fyrirgjöf Toms Carroll í netið og kom Swansea í 0-2. Roberto Firmino jafnaði með tveimur mörkum en Gylfi skoraði svo sigurmark Swansea 16 mínútum fyrir leikslok. Llorente, sem varð heims- og Evrópumeist- ari með Spáni á sínum tíma, kom til Swansea síðasta sumar. Þessi stóri og stæðilegi fram- herji skoraði ekki fyrr en í sjötta deildarleik sínum fyrir Swansea en hefur nú skorað sjö mörk í síðustu 10 leikjum liðsins. Llorente hefur verið í smá lægð undanfarin ár en virðist vera að finna sitt fyrra form. 250 Mörk sem Wayne Rooney hefur skorað fyrir Man. Utd. ungstirnið Ludovic fabregas reyndist íslensku vörninni erfiður í leiknum á laugardaginn. hér skorar hann eitt fimm marka sinna án þess að íslensku varnarmennirnir fái rönd við reist. nordicphotos/getty s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 15m á n u D a g u r 2 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 2 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 4 -4 8 6 C 1 C 0 4 -4 7 3 0 1 C 0 4 -4 5 F 4 1 C 0 4 -4 4 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.