Fréttablaðið - 23.01.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.01.2017, Blaðsíða 2
AÐALFUNDUR Hollvinasamtaka Reykjalundar verður haldinn í hátíðarsal Reykjalundar laugardaginn 28.janúar og hefst hann kl. 14:00. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi: Reykjalundur þá og nú. Magnús Ólason, framkvæmdastjóri lækninga. Hollvinir hvattir til að mæta og nýjir félagar velkomnir. Stjórnin Veður Suðaustan 13-23 í nótt og fram eftir deg- inum, hvassast norðvestantil á landinu og á Miðhálendinu. Allvíða talsverð rigning en lengst af þurrt á NA- og A-landi. Mun hægari sunnanátt í kvöld og úrkomuminna. Víða 4 til 8 stiga hiti. sjá síðu 20 Margir komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur Alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu Brjánsdóttur, þar af voru 685 leitarmenn, 40 aðgerðastjórn- endur og 50 frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var notast við 11 hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðsvegar að af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins. Fréttablaðið/Vilhelm LögregLumáL Næturvörður á hót- eli í miðborginni óskaði eftir aðstoð lögreglunnar á laugardagsnótt eftir að maður sem gisti þar hafði veist að honum. Í tilkynningu frá Lögregl- unni á Höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi veist að nætur- verðinum eftir að hann meinaði honum að taka kvenkyns nætur- gest með sér inn á herbergi en slíkt er andstætt reglum hótelsins. Varð það niðurstaðan að karlmaðurinn og konan yfirgáfu hótelið og héldu út í nóttina. Nokkrir íbúar höfuðborgarinnar skemmtu sér langt fram á nótt og tókst ekki alltaf jafn vel til sam- kvæmt tilkynningu lögreglunnar. Í gærmorgun, klukkan hálf níu var tilkynnt um mikinn samkvæmis- hávaða úr íbúð í Kópavogi. Var þar hópur gesta og var nokkrum gestum frekar heitt í hamsi. Var þeim vísað út úr íbúðinni þar sem talsvert ónæði var af þeim. Þá þurfti leigubílstjóri aðstoð þar sem farþegi hafði hlaupið í burtu frá ógreiddum reikningi. Farþeginn skildi reyndar farsímann sinn eftir þannig að lögreglan hafði fljót- lega uppi á viðkomandi. Var málið afgreitt í framhaldi af því. – bb Næturgesturinn mátti ekki koma lögreglan þarf að taka á mörgum málum. Fréttablaðið/ernir sAmFÉLAg Veikindin og meiðslin sem sjúklingar koma með hingað eru allt önnur en við eigum að venj- ast heima, segja þrír íslenskir lækna- nemar sem starfa á bráðamóttöku suðurafrísks sjúkrahúss um þessar mundir. Þau Oddur Björnsson, Sigrún Lína Pétursdóttir og Daníel Arnarson, öll læknanemar á 6. ári, héldu utan 29. desember síðastliðinn til að starfa á Edendale-sjúkrahúsinu. Það er staðsett skammt frá Pieterma- ritzburg á austurströnd Suður-Afr- íku. Umrætt sjúkrahús varð fyrir valinu þar sem yfirlæknir bráða- móttöku hér heima og úti höfðu forðum starfað saman í Nýja-Sjá- landi. Dvölin er liður í sex vikna valkúrsi sem flestir nema nýta til að kynnast öðrum aðstæðum. „Við erum á ríkisreknu sjúkra- húsi en þau eru ekki jafn „fancy“ og hin einkareknu. Sjúklingarnir sem hingað koma búa flestir við mikla fátækt,“ segja þau. Mikið sé um ofbeldi, berkla og stungu- og skot- sár. Þá er hlutfall HIV-smitaðra með því hæsta sem þekkist í heiminum. „Hér er góður tækjakostur, læknar vel menntaðir og góð kennsla. Þó fólkið sé fátækt þá fær það góða þjónustu,“ segir Sigrún. „Við vinnum í raun í svipuðu umhverfi og á Íslandi en erum með allt öðru- vísi sjúklingahóp.“ „Áramótin voru til dæmis rosaleg. Þá fóru margir á djammið og það var mikið um stunguárásir og slys sökum ölvunaraksturs. Við saum- uðum mörg sár á þessari vakt,“ segir Oddur. „Þetta endaði í raun þannig að við vorum sett hvert í sitt herbergið og fólk með stungusár myndaði röð til okkar,“ segir Daníel. Hann lýsir aðstæðunum sem hálf súrrealískum enda hnífstungur fátíðar á Íslandi. „Mjög margir minna veikir voru sendir heim því það var ekki pláss vegna fólksins með stungusárin. Við saumuðum nánast alla nóttina. Það var mjög lærdómsríkt.“ Samfélagið úti er allt annað sökum fátæktarinnar. Nemarnir segja til dæmis að það sé ekki skyn- samlegt að vera á ferli eftir sólsetur. Það kom eitt sinn fyrir að öðrum læknanema var rænt eftir vakt þegar hann fór einsamall heim eftir miðnætti. Lögregla fann hann eftir nokkrar klukkustundir en hann hlaut engan skaða af. „Ef maður hagar sér skynsamlega, veifar ekki símanum og er aldr- ei einn úti á kvöldin þá er maður öruggur,“ segir Sigrún. „Yfirleitt er fólkið hér þó mjög indælt og vill allt fyrir mann gera.“ johannoli@frettabladid.is Nýársnóttin reyndist sérstaklega skrautleg Þrír íslenskir læknanemar starfa nú á suðurafrísku sjúkrahúsi. Gífurleg fátækt einkennir samfélagið og verkefni nemanna því allt önnur en þeir eiga að venjast hér heima. Dvölin er liður í sex vikna valkúrsi. Fólkið í landinu mjög indælt. Fylgi maður nokkrum reglum er maður óhultur segja Oddur, Sigrún og Daníel en þau fara fögrum orðum um Suður-afríku. mYnD/ian CarbUtt Hér er góður tækja- kostur, læknar vel menntaðir og góð kennsla. Þó fólkið sé fátækt þá fær það góða þjónustu. Sigrún Lína Pétursdóttir Varð það niðurstaðan að karlmaðurinn og konan yfirgáfu hótelið og héldu út í nóttina. sVíÞjÓð Sænska útlendingastofn- unin hefur ákveðið að senda eigi níu ára stúlku eina til Marokkó. Aðrir í fjölskyldunni hafa fengið dvalarleyfi í Svíþjóð. Stofnunin krefst samþykk- is líffræðilegs föður stúlkunnar fyrir dvöl hennar í Svíþjóð en enginn veit hvar hann er, að því er segir í frétt Aftonbladet. Stúlkan, sem heitir Marwa, segist aldrei hafa hitt föður sinn.  Samkvæmt frétt Aftonbladet hefur málið verið sent til Evrópu- dómstólsins. Nú hyggst nýr lög- fræðingur fjölskyldunnar skjóta málinu til undirréttar og fara fram á að móðirin fái ein forræði yfir dótturinni. Þá þurfi ekki samþykki föðurins fyrir dvöl barnsins í Sví- þjóð. Lögfræðingurinn hefur beðið um að barninu verði ekki vísað úr landi fyrr en úrskurður dómstóls liggur fyrir. – ibs Senda á 9 ára barn úr landi úr landi 2 3 . j A n ú A r 2 0 1 7 m á n u D A g u r2 F r É t t i r ∙ F r É t t A B L A ð i ð 2 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 4 -3 E 8 C 1 C 0 4 -3 D 5 0 1 C 0 4 -3 C 1 4 1 C 0 4 -3 A D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.