Fréttablaðið - 23.01.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.01.2017, Blaðsíða 14
HM gefur okkur von um bjartari tíma Strákarnir okkar sýndu ítrekað á HM að þeir hafa fulla burði til að vera samkeppnishæfir áfram þó svo gullkynslóðin sé að hverfa af sviðinu. Mörg jákvæð skref til framtíðar voru stigin í Frakklandi og á því mun landsliðið græða til lengri tíma. Margir leikmenn stimpluðu sig inn í liðið. handbolti Strákarnir okkar luku keppni á HM um helgina. Liðið tapaði þá með sæmd gegn ríkjandi heims- meisturum fyrir framan 28 þúsund Frakka sem létu vel í sér heyra. Sögu- legur leikur því aldrei hafa fleiri áhorf- endur mætt á leik á HM. Umgjörðin var stórkostleg og okkar lið fékk held- ur betur dýrmæta reynslu í þessum leik sem og á mótinu. Fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks voru stórkostlegar. Vörnin geggjuð með Bjarka Má Gunnarsson í broddi fylkingar og uppstilltur sóknarleikur gekk ljómandi vel þrátt fyrir engin mörk úr hornum eða línu. Liðið kast- aði ekki frá sér boltanum og var agað. Fimm tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum þýddu að Frakkar leiddu með einu marki í hálfleik, 14-13. Fimm tapaðir boltar á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks í bland við lélega vörn og enga markvörslu gerði svo út um leikinn. Okkar menn sýndu karakter, dug og þor með því að koma til baka en andstæðingurinn var ein- faldlega of sterkur. Þetta hefur verið mjög lærdóms- ríkt mót og liðið hefur stigið mörg jákvæð skref fram á við. Neikvæðni- pésar munu tala um að liðið hafi bara unnið einn leik á mótinu en liðið var líka bara einu marki frá því að vinna Túnis og Makedóníu. Eitt mark vant- aði líka til að taka stig af Slóveníu. Það vantaði ansi oft herslumuninn og það má að mörgu leyti skrifa á reynsluleysi. Vissulega var þetta ekki bara ungt lið en þeir sem eldri eru hafa tak- markaða reynslu af stórmótum. Gullkynslóðin okkar var það frábær að þeir voru í raun ekki að fá alvöru tækifæri fyrr en núna. Óhætt er að segja að Rúnar Kárason hafi nýtt það tækifæri manna best. Frábært mót hjá honum í sókn sem og vörn. Hann sýndi líka viljann til þess að vera leið- togi. Hann er sterkur karakter sem vill taka skotin sem öllu skipta. Ólafur Guðmundsson stimplaði sig inn sem sterkur varnarmaður en við fengum ekki það frá honum í sókninni sem vonast var eftir. Hann sýndi þó í fyrri hálfleik gegn Frökkum hvað hann getur en þessir kaflar eru of fáir og hann gerir enn of mörg mis- tök. Hvort hann nái nokkurn tímann þeim hæðum sem vonir stóðu til verður tíminn að leiða í ljós. Ísland eignaðist á þessu móti nýjan heimsklassahornamann í Bjarka Má Elíssyni. Óttalaus og fáranlega hæfi- Sagt eftir leikinn gegn frakklandi Ánægður og stoltur af strákunum „Það er leiðinlegt að þetta sé búið en ég er ótrú- lega ánægður og stoltur af strákunum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson eftir Frakkaleikinn. „Það var frábært hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn og gefur vonandi góð fyrirheit um framhaldið. Auð- vitað vildum við komast lengra en þetta var erfitt í dag enda að spila við frábært lið. Mér fannst æðis- legt að sjá stemninguna og trúna í liðinu. Menn fá stóran plús fyrir það.“ Henry B. Gunnarsson henry@frettabladid.is Besti maður Íslands Bjarki Már Gunnarsson átti frábæran leik í miðri vörn íslenska liðsins. Var ekki í hóp í fyrsta leik en stimplaði sig betur og betur inn með hverjum leiknum. Hættulegustu mennirnir Mörk + stoðsendingar 10 Rúnar Kárason 7+3 5 Arnór Atlason 2+3 4 Bjarki Már Elísson 4+0 4 Ólafur Guðmundsson 4+0 4 Ómar Ingi Magnússon 1+3 3 Janus Daði Smárson 3+0 1 Lína 2 3 1 9 Gegnumbrot 1 Víti Hraðaupphlaup 4+1 Markvarsla 9/40 Mörk úr leikstöðum 3 1 Hvað gekk vel og hvað illa? Tölur íslenska liðsins í helstu tölfræðiþáttum í samanburði við tölur mótherjanna. 58% Skotnýting Íslands í leiknum 23% Markvarsla Íslands í leiknum Varin skot markvarðar -5 Mörk með langskotum +3 Mörk úr hornum 0 Mörk af línu -7 Hraðaupphlaupsmörk -1 Mörk úr annarri bylgju -1 Gegnumbrotsmörk -1 Tapaðir boltar -7 Stoðsendingar -10 6-4 5-52-5 16 Frakkarnir Daniel Narcisse (10) og Nicola Karabatic (6) áttu saman 16 stoðsendingar í leiknum. tímalína: gangur leiksins í fyrri hálfleik n Ísland yfir n Ísland undir hm 2017 Frakklandi Frakkland - Ísland 31-25 4-65-43-730 40 50 60 tímalína: gangur leiksins í síðari hálfleik frakkland - Ísland 31-25 Mörk Íslands (Skot): Rúnar Kárason 7 (12), Bjarki Már Elísson 4 (5), Ólafur Guðmunds- son 4 (7), Janus Daði Smárason 3 (4), Arnór Þór Gunnarsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (6), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Gunnar Steinn Jónsson 1 (1), Ómar Ingi Magnússon 1/1 (3/1), Björgvin Páll Gústavsson (1), Arnar Freyr Arnarsson (1). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7 (31/2, 23%), Aron Rafn Eðvarðss. 2 (9, 22%). Hraðaupphlaup: 5 (Rúnar Kárason 2, Bjarki Már Elísson 1, Arnór Þór, Arnór Atlason). fiskuð víti: 1 ( Kári Kristján Kristjánsson) Mörk frakkland (skot): Michaël Guigou 6/2 (8/2), Ludovic Fabregas 5 (6), Nedim Remili 5 (8), Daniel Narcisse 4 (7), Nikola Karabatic 4 (10), Cédric Sorhaindo 3 (4), Valentin Porte 2 (2), Luc Abalo 1 (1), Adrian Dipanda 1 (2), Thierry Omeyer (1). Varin skot: Thierry Omeyer 14 (39/1, 36%). HM 2017 – 16 liða úrslit noregur - Makedónía 34-24 Jondal 6, Tangen 6 - Lazarov 6/3. rússland - Slóvenía 26-32 Dereven 5, Shishkarev 5 - Cingesar 6. Brasilía - Spánn 27-28 Silva 7 - Canellas 5, Dujshebaev 5 Hv.rússland - Svíþjóð 22-41 Artsem Karalek 7 - Jim Gottfridsson 8. Ungverjaland - danmörk 27-25 Mate Lekai 6 - Mikkel Hansen 8. Þýskaland - katar 20-21 Patrick Groetzki 4 - Rafael Capote 9. króatía - egyptaland 21-19 Zlatko Horvat 6 - Ahmed Elahamar 5. 8 liða úrslit Á morgun, þriðjudag 24. janúar 16.00 noregur - Ungverjal. Albertv. 18.00 frakkland - Svíþjóð Lille 19.45 Slóvenía - katar Paris 19.45 Spánn - króatía Montp. Þungur róður hjá strákunum okkar gegn heimsmeisturunum Í lille 1 10 20 30 18:55ALLA DAGASPORTPAKKINN SPORTPAKKINN - Í OPINNI DAGSKRÁ Ungstirnið ludovic fabregas reyndist íslensku vörninni erfiður í leiknum á laugardaginn. Hér skorar hann eitt fimm marka sinna án þess að íslensku varnarmennirnir fái rönd við reist. nordicpHotoS/getty 2 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 m á n u d a g u r14 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð 2 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 4 -4 8 6 C 1 C 0 4 -4 7 3 0 1 C 0 4 -4 5 F 4 1 C 0 4 -4 4 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.