Fréttablaðið - 23.01.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.01.2017, Blaðsíða 36
365.is Sími 1817 Ný þáttaröð byggð á raunverulegum sendiförum sérsveitarinnar SEAL Team Six sem er best þekkt fyrir að hafa fellt Osama bin Landen . Þættirnir sýna þann tilfinningaþrungna sannleika sem felst í því að vera meðlimur SEAL Team Six og þá ábyrgð að þurfa að taka ákvarðanir upp á líf og dauða til að verja sjálfan sig og föðurlandið. Í KVÖLD KL. 21:10NÝTT Þau helgina áttu Rakel Dögg Bragadóttir leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta Rakel Dögg skoraði 12 mörk þegar Stjarnan vann góðan sigur á ÍBV í Eyjum, 31-33, á laugardaginn. Rakel Dögg hefur verið iðin við kolann að undan- förnu en hún skoraði níu mörk þegar Stjarnan vann Val, 23-22, um síðustu helgi. Rakel Dögg, sem tók fram skóna á ný um mitt síðasta tímabil, er óðum að ná fyrri styrk og lætur alltaf meira að sér kveða í sókninni. Stjörnukonur eru í 2. sæti Olís-deildarinnar með 19 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Fram sem er enn ósigrað í vetur. Freydís Halla Einarsdóttir landsliðskona í alpagreinum á skíðum Freydís Halla, A-landsliðskona í alpagreinum á skíðum, varð þriðja í svigi á háskólamóti í Ver- mont fylki í Bandaríkjunum á laugardagskvöldið. Keppt er á Whiteface skíðasvæðinu en Frey- dís var aðeins 68/100 sekúndu á eftir sigurvegaranum Paula Moltzan frá Bandaríkjunum. Mótið var sterkt og náði Freydís, sem er á 23. aldursári, í 22.819 FIS punkta sem er hennar besti árangur á ferlinum. Kristófer Acox leikmaður körfuboltaliðs Furman- háskólans í Bandaríkjunum Kristófer átti afbragðs leik þegar Furman bar sigurorð af VMI, 89-72. Kristófer var stigahæstur í liði Furman með 18 stig en hann hitti úr átta af níu skotum sínum utan af velli. Íslenski landsliðsmaðurinn var sérlega öflugur í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 12 af 18 stigum sínum. Kristófer tók einnig sex fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum þrisvar sinnum í leiknum. Þetta var tólfti sigur Fur- man í vetur í 20 leikjum. Kristófer er á sínu fjórða ári hjá Furman háskólanum í Suður-Karólínu. Í 20 leikjum í vetur er Kristófer með 12,8 stig, 7,0 fráköst og 1,2 stoð- sendingar að meðaltali. Skotnýting Kristófers er frábær, eða 59,6%. Frjálsar íþróttir Meistaramót Íslands í fjölþraut fór fram í Kapla- krika um helgina. Tristan Freyr Jónsson, ÍR, bar sigur úr býtum í sjöþraut á nýju piltameti. Tristan, sem er sonur tug- þrautakappans Jóns Arnars Magn- ússonar, fékk 5595 stig, 268 stigum meira en Ingi Rúnar Kristins- son úr Breiðabliki sem varð annar. Ísak Óli Traustason, UMSS, lenti svo í 3. sæti með 4673 stig. Tristan varð hlutskarpast- ur í 60 metra hlaupi, 60 metra grindahlaupi, langstökki og hástökki. Ingi Rúnar sigraði hins vegar í kúluvarpi, s t a n g a r s t ö k k i og 1000 metra hlaupi. FH-ingurinn M a r í a R ú n G u n n l a u g s - dóttir sigraði í fimmtarþraut. Hún hafði betur í baráttu við Irmu Gunnarsdótt- ur úr Breiðabliki og Ásgerði Jönu Ágústsdóttur úr UFA. María Rún bar sigur út býtum í fjórum a f fimm greinum; 60 metra grindahlaupi, hástökki, lang- stökki og 800 metra hlaupi. Irma varð hlutskörpust í kúluvarpinu. M a r í a R ú n fékk alls 3869 stig, 287 stigum meira en Irma. Ásgerður Jana fékk svo 3180 stig. – iþs Tristan Freyr og María Rún urðu hlutskörpust 5595 stig fékk Tristan Freyr. Verðlaunahafarnir í sjöþraut karla á Meistaramótinu í fjölþraut. Mynd/frí Tristan freyr 16 s p o r t ∙ F r É t t a B l a ð i ð 2 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 4 -4 3 7 C 1 C 0 4 -4 2 4 0 1 C 0 4 -4 1 0 4 1 C 0 4 -3 F C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.