Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Erling Ólafsson skordýrafræðingur greindi frá því á Facebook-síðu sinni, Heimur smádýranna, í gær að und- anfarna daga hefðu honum borist til- kynningar um spánarsnigla frá Sauðárkróki, Dalvík og Húsavík. „Þessum málum er það sameigin- legt að allir fylgdu sniglarnir blóma- bökkum með stjúpum sem keyptir voru í verslunum sömu blómaversl- unarkeðjunnar á Norðurlandi. Samskonar mál voru uppi sumarið 2014; spánarsniglar á Akureyri, Dal- vík og Höfn í Hornafirði sem tengd- ust stjúpum frá sömu verslunar- keðju,“ skrifaði Erling. Hann bætti því við að svo virtist sem hér færi fram virk dreifing á sniglum sem all- ir garðræktendur vildu vera lausir við. Erling tilgreindi ekki nafn versl- unarkeðjunnar en kvaðst hafa reynt án árangurs að komast í samband við ábyrga aðila hjá henni til þess að hvetja þá til að kanna ástandið hjá framleiðanda blómanna. „Einhvers staðar í ferlinu er „blómapottur“ brotinn. Ég vil ekki lengur bíða með að hvetja þá sem kaupa sér sumarblómin þessa dag- ana til að hafa þetta í huga og skoða sérstaklega hólfuðu plastbakkana. Neðan á þeim leynast sniglarnir auð- veldlega,“ skrifaði Erling enn frem- ur. Hann skrifaði að spánarsnigill flokkaðist sem óæskilegur nýr land- nemi hér á landi. Þess vegna vekti hann athygli á þessu og færi fram á að brugðist yrði við. „Þetta er óæskileg tegund í land- inu,“ sagði Erling um spánarsnigil- inn. Þess vegna þyrfti að hindra út- breiðslu hans eftir föngum. Stjúpurnar eru ræktaðar hér Verslanakeðjan Blómaval er m.a. með verslun á Akureyri sem selur blóm og garðyrkjuvörur. Berglind Bjarnarsdóttir, rekstrarstjóri Blómavals, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn um málið að Blómaval seldi eingöngu stjúpur frá innlend- um ræktendum og legði metnað í að bjóða einungis gæðavörur. „Það er okkur mikið kappsmál eins og gefur að skilja,“ skrifaði Berglind. „Ég heyrði af atviki á Húsavík í gær [miðvikudag, innsk. blm.] og er það eina athugasemdin sem ég hef heyrt af í sumar og var mjög brugðið og ræddi við starfsmann Náttúru- fræðistofu í framhaldi. Við hörmum þetta mjög og mun- um að sjálfsögðu fara yfir þessi mál með ræktendum og tryggja, eins og okkur er framast unnt, að ræktunin og öll önnur gæðamál séu í lagi hjá þeim eins og í verslunum okkar,“ sagði ennfremur í svari Berglindar. Stjúpunum fylgdu spánarsniglar Ljósmynd/Erling Ólafsson Spánarsnigill Sniglarnir verða allt að 15 sm langir og éta m.a. plöntur.  Skordýrafræðingi bárust tilkynningar frá þremur stöðum um spánarsnigla sem fylgdu bökkum með stjúpum  Stjúpurnar eru ræktaðar hér á landi  Fólk er hvatt til að skoða vel undir blómabakkana Tónlistarhátíðin Secret Solstice hófst í Laugardalnum í gærkvöldi og verður hátíðin í ár sú umfangsmesta til þessa, en henni lýkur á sunnudag. Þrátt fyrir heldur hráslagalegt veður og bleytu á köflum fjölmenntu gest- ir í dalinn og var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér vel enda góð stemning langt fram eftir kvöldi. Morgunblaðið/Ófeigur Hátíðin hafin í Laugardalnum Secret Solstice hefur aldrei verið jafn umfangsmikil og nú Reynt verður að ná Jóni Hákoni BA á flot í Ísafjarðarhöfn í dag, að sögn Sigurðar Ásgrímssonar sem stýrir björgunaraðgerðum af hálfu Land- helgisgæslunnar. Unnið var að und- irbúningi þess að koma bátnum á flot í gær. Varðskipið Þór kom með bátinn upp að bryggju á Ísafirði undir hádegi í gær. Báturinn var þá enn á kafi. Jón Hákon BA sökk út af Aðalvík í júlí í fyrra. Einn skipverja fórst en þrír björguðust. Ekki er ljóst hvað olli því að báturinn sökk. Rann- sóknanefnd samgönguslysa (RNSA) rannsakar sjóslysið. Varðskipið Þór krækti vír í bátinn á 80-90 metra dýpi á slysstaðnum á föstudaginn var og lyfti honum af sjávarbotni. Þór dró bátinn inn á grunnsævi undan Sléttunesi í mynni Jökulfjarða. Þar var hægt að koma böndum á bátinn og hífa hann upp undir Þór að aftanverðu. Síðan sigldi Þór með bátinn á mjög lítilli ferð yfir Ísafjarðardjúp og inn í Ísafjarð- arhöfn þar sem bátnum var slakað niður á botn. „Við erum komnir hingað og þetta hefur gengið vel. Menn eru yfirveg- aðir og ætla að láta þetta takast,“ sagði Jón Arilíus Ingólfsson, rann- sóknastjóri á sjóslysasviði RNSA, sem er staddur á Ísafirði. Skemmdir hafa orðið á stjórn- borðssíðu Jóns Hákons BA líklega við hreyfingar bátsins á hafsbotni. Göt eru á skrokknum undir sjólínu og verða þau þétt með sérstökum dúk. Að aðgerðum RNSA og Land- helgisgæslunnar koma um 30 manns. Auk varðskipsins Þórs og kafara frá Landhelgisgæslunni kem- ur sjómælingabáturinn Baldur og áhöfn hans að verkefninu ásamt verktökum. gudni@mbl.is Reynt að ná Jóni Hákoni á flot í dag  Báturinn hífður af slysstað fyrir viku Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Ísafjörður Kafarar á leið niður að bátnum á botni hafnarinnar. Spánarsniglar hafa fundist á nokkrum stöðum á landinu. Þeir finnast í húsagörðum og gróðr- arstöðvum, samkvæmt Pöddu- vef Náttúrufræðistofnunar. Spánarsniglarnir eru mikil át- vögl og éta um hálfa þyngd sína á dag. Á matseðlinum er nánast allt lífrænt, skrautjurtir og mat- jurtir eru í uppáhaldi. Snigillinn hefur dálæti á lyktsterkum plöntum eins og kryddjurtum, laukum og flauelisblómum. Auk þess étur hann hræ, hundaskít og aðra snigla. Spánarsnigillinn getur tímg- ast án þess að makast við ann- an einstakling og verpir hann um 400 eggjum. Átvargurinn SPÁNARSNIGILLINN Húsleit lögreglu á heimili sambýlis- konu Stefáns Almarssonar, sem er annar tveggja manna sem yfir- heyrðir voru vegna Guðmundar- málsins, var nauðsynleg vegna þess að hann meinaði lögreglu inngöngu í íbúðina. Lögreglan fékk því úrskurð um húsleit til þess að fara inn í íbúð- ina og handtaka manninn en leitaði ekki í íbúðinni. Davíð Þór Björg- vinsson, settur saksóknari endur- upptöku Guðmundar- og Geirfinns- málsins, staðfestir að húsleitarheimild hafi verið fengin vegna þessa í samtali við Morgun- blaðið. Hafa báðir afplánað refsidóma Stefán, sem einnig er þekktur sem Malagafanginn, hefur hlotið 39 dóma hér á landi. Hinn maðurinn sem færður var til yfirheyrslu vegna málsins heitir Þórður Jóhann Eyþórsson og hefur hann tvívegis orðið manni að bana, annars vegar á nýársnótt 1983 og hlaut hann þá 14 ára fangelsisdóm og hins vegar árið 1993 þegar hann var á reynslulausn. Rannsókn verði lokið í haust Davíð Þór segir að endurupp- tökunefndin stefni á að ljúka rann- sókn sinni á málinu í haust, en nú fari fram mat á gögnum málsins og á því hvort frekari rannsóknarað- gerða sé þörf, en rannsóknin er í höndum lögreglunnar. Þegar rannsókn á þeirri ábend- ingu, sem leiddi til handtöku mann- anna, er lokið munu talsmenn sak- borninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fá gögnin í hend- urnar. „Þegar þessum rannsóknar- þætti er lokið munu talsmenn upp- tökubeiðenda fá gögnin í hendur, en ég veit ekki á þessu stigi hvenær nákvæmlega það verður,“ segir Davíð Þór. Verjendur Stefáns og Þórðar Jó- hanns vildu ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið þegar eftir því var leitað í gær. Fréttastofa Ríkisútvarpsins kvaðst í gær hafa heimildir fyrir því að áður hefðu verið teknar skýrslur af öðrum mannanna vegna málsins. Lögreglan leitaði ekki í íbúðinni  Stefán Almarsson sem var yfirheyrður vegna Guðmundarmálsins meinaði lögreglu inngöngu í íbúð þar sem hann dvaldi, því var fengin húsleitarheimild  Þórður Jóhann Eyþórsson var einnig yfirheyrður Guðmundarmálið » Stefán og Þórður voru hand- teknir sl. þriðjudagsmorgun og yfirheyrðir í tengslum við rann- sókn setts saksóknara í Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu. » Samkvæmt heimildum er rannsakað hvort mennirnir tveir tengist flutningi á líki Guðmundar Einarssonar 1974.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.