Morgunblaðið - 17.06.2016, Síða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
Í Morgunblaðinu
laugardaginn 28. maí
skrifar Guðrún Haf-
steinsdóttir, formaður
Samtaka iðnaðarins,
andsvar við grein
undirritaðra iðnmeist-
ara um „Sérhags-
munasamtökin“.
Grein okkar var sú
þriðja í röðinni þar
sem við sviptum hulunni af því sem
hefur verið að gerast bakvið tjöldin
í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni
35. Allt sem við höfum sett á blað er
stutt gögnum, bæði úr fjölmiðlum
og frá samtökunum sjálfum. For-
maðurinn velur aftur á móti að
skauta framhjá öllum stað-
reyndum, og ber okkur röngum
sökum. Undirritaðir eru m.a. sak-
aðir um að bera íslenskan iðnað
ómaklegum ávirðingum og ráðast á
hann með heiftarlegum hætti. Til
þess að öllu sé rétt til haga haldið
þá eru Samtök iðnaðarins ekki ís-
lenskur iðnaður. Þau eru aftur á
móti samtök margra ólíkra fyr-
irtækja sem starfa í iðnaði.
Undirritaðir þiggja ekki greiðslur
fyrir vinnu sína ólíkt því sem hinn
umhyggjusami formaður og stjórn
samtakanna gerir. En launagreiðsl-
ur SI voru á árinu 2015 tæpar 252
milljónir króna. „Hlutverk Sam-
taka iðnaðarins er að efla íslenskan
iðnað og samkeppnishæfni hans“,
skrifar Guðrún. Hver úthlutaði
þeim því hlutverki?
Gagnrýni á að vera svaraverð
Við teljum að þakka beri að sjálf-
skipaðir sérfræðingar SI í mennta-
málum iðnaðarmanna fóru ekki að
skipta sér af þeim fyrr en raun ber
vitni, því þá væri búið að hola hana
enn meira að innan en orðið er og
illa komið fyrir landi og þjóð.
„Vissulega er það okkar von að iðn-
nám verði hafið til fyrri vegs og virð-
ingar en SI hafa ekki sýnt í verki að
þeirra vilji standi til þess.“ Það eru
samtökin og vinnubrögð þeirra sem
við erum að gagnrýna, ekki hinir
dugmiklu félagar okkar í stétt iðn-
aðarmanna. SI virðast hafa misst öll
tengsl við raunveruleikann og skort-
ir fagþekkingu á iðngreinum. Und-
irritaðir hafa undanfarna mánuði
verið að vekja athygli fagstéttanna á
hvert SI stefna með róttækum
breytingum á iðnnámi. Ítrekum við
að það blasir við ungu fólki sem
leggur fyrir sig þrepaskipt starfs-
nám að áeggjan SI að útskrifast
með skert fagréttindi. Stefna sér-
hagsmunasamtakanna miðast illu
heilli að því að útskrifa ungt fólk
sem nýja kynslóð iðjufólks á lágum
launum. Hvernig væri að formað-
urinn útskýri nánar hvernig SI
framkvæmir menntastefnu sína í
Tækniskóla atvinnulífsins í stað þess
að gagnrýna undirritaða sem hafa
varað við afleiðingum róttækra
breytinga á hefðbundnu iðnnámi
sem hefur reynst þjóðinni vel. Iðn-
nám er ekki einkamál Samtaka iðn-
aðarins.
Formaðurinn skautaði framhjá að
svara eftirfarandi persónulegu at-
riði: „Umhyggja formanns SI fyrir
íslenskum iðnaði er reyndar einstök
því sama dag og iðnþing var haldið
hótaði fjölskyldufyrirtæki hennar,
Kjörís, í blaðaviðtali við Morgun-
blaðið, að flytja starfsemi sína úr
landi.“ Fleira vekur athygli þar sem
formaðurinn og fjölmargir aðrir
stjórnarmenn SI sitja í stjórn Við-
skiptaráðs Íslands og Samtaka at-
vinnulífsins en þar er unnið leynt og
ljóst að afnámi lögverndunar fjölda
iðngreina, sbr. greinargerðina „Ban-
vænn biti“ sem birtist á vefsíðu Við-
skiptaráðs 8. sept 2015 og það án at-
hugasemda stjórnar og starfsmanna
SI sem taka hlutverk sitt að sögn
formannsins mjög alvarlega. For-
maður SI skrifar líka að meðal
stefnumála iðnaðarins séu mennta-
mál, nýsköpun og aukin framleiðni.
Við bendum á að henni mun eiga að
ná fram með minni menntun og
lægri launum starfsfólks. Enda
fagna samtökin á heimasíðu sinni
nýjum útlendingalögum því með
þeim má mögulega auka hagnað
stórfyrirtækjanna. Eins og Við-
skiptaráð bendir á í hinum banvæna
bita eru ófaglærðir með 28% lægri
laun en þeir sem starfa í lögvernd-
uðum greinum. Reyndar birtir há-
skólinn í Göttingen sömu rannsóknir
og Viðskiptaráð notaðist við, en seg-
ir þær marklausar og ónothæfar. Ís-
lensk sérhagsmunasamtök horfa
framhjá slíkri gagnrýni.
Vegið að iðnnáminu
Iðngreinarnar sem flestar eru
aldagamlar eiga sér mikla og ríka
sögu sem ein af kjölfestum sam-
félagsins. Hefur nám í þeim aldrei
átt jafn illilega undir högg að sækja
og eftir að sérhagsmunasamtökin
komust með fingurna í það. Það er
merkilegt að stjórnmálamenn á Ís-
landi hafa afskiptalaust horft upp á
einkavæðingu iðnnáms. Flaggskipið
Iðnskólinn í Reykjavík, 104 ára með
2050 nemendur, var lagður niður
2008 og Iðnskólinn í Hafnarfirði fór
sömu leið 2015 með rúmlega 600
nemendur og þeir færðir undir
Tækniskólann sem er einkarekstur í
meirihlutaeigu Samtaka atvinnulífs-
ins og Samtaka iðnaðarins. Þetta
voru stórkostleg mistök þáverandi
menntamálaráðherra sem hóf þessa
vinnu og starfar í dag sem mennta-
fulltrúi hjá Samtökum atvinnulífsins
og á sæti í stjórn Tækniskólans..
Samtökin depla ekki auga þegar þau
leggja fram tillögur sem ganga í
berhögg við gildandi lög í landinu
(nr. 42/1978). Þau telja rétt að:
„Fyrirtæki geti látið þjálfa upp og
fengið viðurkenndan „iðnmentor í
stað iðnmeistara“.
Hagnýt háskólastofnun
er ekki iðnskóli
Nýlega bárust okkur þær fréttir
að unnið væri að uppbyggingu
fagháskólanáms á Íslandi. Mennta-
málaráðherra skipaði nefnd með
fulltrúum frá m.a. SA og ASÍ sem
eiga frumkvæði að þessari vinnu.
Það á að vinna hratt og skila niður-
stöðu 1. september 2016. Til stendur
að færa iðnmeistaranám á faghá-
skólastig. En hvað er fagháskóli?
Fagháskóli er háskólastofnun sem
starfar á sérhæfðum grundvelli og
þá aðallega verkfræði-, tækni- og
viðskiptafræðisviði. Slíkir skólar
bera oft skýringarheiti aftan við
skólaheitin, einkum: „Hochschule
für angewandte Wissenschaften –
HAW/ University of Applied
Sciences“, þ.e. sérnám í hagnýtum
vísindum. Inntökuskilyrði fyrir nám
í fagháskóla í Þýskalandi eru stúd-
entspróf eða meistararéttindi í lög-
giltri iðngrein. Hér er því ekki um
nýtt og ákveðið formlegt fag-
greinasvið að ræða, heldur ákveðna
tegund af hagnýtri háskólastofnun.
Merkilegt að sérfræðingarnir viti
það ekki? Í Þýskalandi eru meist-
araréttindi jafngild akademískum
gráðum, nánar tiltekið BS-prófi, og
eru flokkuð á hæfniþrep 6 (EQF).
Þar geta iðnmeistarar komist hindr-
unarlaust í nám á fagháskólastigi.
Nær væri að jafnt háskólar landsins
sem sérfræðingar SI gangi inn í 21.
öldina og viðurkenni gildi iðnmennt-
unar í landinu. Háskólinn í Reykja-
vík, sem er líka í eigu samtakanna,
viðurkennir ekki iðnnáms-einingar
nema til diplómanáms. Tvennt hefur
veitt iðngreinunum ákveðna sér-
stöðu: Þær þróast og slá með hjört-
um samfélagsins. Aðlögunarhæfni
þeirra er einstök, þær þurfa því ekki
íhlutun sjálfskipaðra sérfræðinga
sem ekki þekkja innviði iðngreina né
viðurkenna fagþekkingu . Það er
engin keðja sterkari en veikasti
hlekkur hennar.
Eftir Sigurð Má
Guðjónsson og
Helga Steinar
Karlsson
» Til þess að öllu
sé rétt til haga
haldið þá eru Samtök
iðnaðarins ekki
íslenskur iðnaður.
Helgi Steinar
Karlsson
Sigurður Már er bakara- og
kökugerðarmeistari. Helgi Steinar
er múrarameistari.
Sigurður Már
Guðjónsson
Íslenskur iðnaður
Opið bréf til Guðna
Th. Jóhannessonar for-
setaframbjóðanda.
Sæll Guðni.
Í svari þínu er við
hittumst í sjónvarpssal
sagðir þú ósatt um um-
boð þitt til fulltrúa hræ-
gammasjóða. Sannleik-
ann má finna í bókun
yfirkjörstjórnar: „Kl.
10.15 mætti Pétur Örn Sverrisson,
hrl. fyrir hönd Guðna Th. Jóhann-
essonar forsetaframbjóðanda sam-
kvæmt umboði dags. 12. maí.“
Magnús Lyngdal Magnússon fv.
fréttamaður RÚV, sem er úr flokks-
ráði Sjálfstæðisflokksins, er titlaður
„Framkvæmd“ á vefsíðu þinni. Hins-
vegar sagðir þú framkvæmdastjóra
vera Friðjón R. Friðjónsson og hann
ekki verið fréttamann RÚV og bættir
við: „Er það krakkar?“ Þú slepptir að
segja að Friðjón situr í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins og var aðstoð-
armaður Bjarna Benediktssonar.
Sagðir umboðsmann þinn vera Þor-
gerði Önnu Arnardóttur og að hún
væri kennari. Slepptir að segja frá
því að Þorgerður situr einnig í mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og að Pét-
ur vottaði umboð hennar 20. maí.
Þú segir framboðið hafa verið
sjálfsprottið á fáeinum dögum. Stað-
reyndin er hinsvegar sú að á bakvið
tjöldin allt frá áramótum vann hópur
manns með þér í að gangsetja vel
smurða kosningavél, einnig á meðan
þú laumaðir þér inn í útsendingar
RÚV sem „óháður álitsgjafi“. Áskor-
unum á Facebook var safnað með
keyptum auglýsingum. Unnið var að
því að dreifa skoðanamyndandi áróðri
og framleiða „pollaganda“-kannanir,
svo og nýta fjárhagslegar tengingar
við fjölmiðla. Í spjalli þínu á INN 11.
maí við Björn Bjarnason, málpípu
NATO í Sjálfstæðisflokknum, segir
þú þá frambjóðendur sem efstir mæl-
ast muni mætast í sjónvarpi. Varla
tilviljun að báðum efstu var teflt fram
af valdaklíkum bakvið Sjálfstæð-
isflokkinn? Þú þekktir aðgerðaráætl-
unina vel. Áhugavert er
samtal þitt og þíns um-
boðsmanns við einn
kjósenda á https://
www.facebook.com/
frambjodandinn.
Í leikritinu leggur þú
áherslu á að forsetinn
eigi „ekki að vera í liði
með einum á móti öðr-
um“ og hann eigi hvorki
að vera „tengdur flokki
né fylkingum“. Öfug-
mæli þín afhjúpast er
bakland þitt er skoðað.
Allt er þar fljótandi í flokksbundnum
Sjálfstæðismönnum úr öðrum armi
flokksins. Þar er ekki aðeins að finna
hrægammalögmanninn heldur einnig
umsýslumann eigna úr föllnu bönk-
unum, Lúðvík Örn Steinarsson lög-
mann og náfrænda þinn og einn
stofnenda kjördæmaráðs Sjálfstæð-
isflokksins. Hann sætti ákæru frá
Sérstökum saksóknara fyrir stórfelld
skattsvik vegna félags sem hann kom
að með formanni fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisflokksins. Lúðvík situr í stjórn
framboðs þíns. Ljóst er, Guðni, að þú
ert í einhverju allt öðru liði en al-
menningur á Íslandi.
„Sérfræðingur“ í sögu
forsetaembættisins
Við bætist að þú segist vera sér-
fræðingur í sögu forsetaembættisins
en hefur afbakað söguna eins og þeg-
ar þú hélst því fram að Pétur Kr. Haf-
stein hafi verið síðastur til að tilkynna
framboð 1996. Hvort þar er um að
ræða vísvitandi sögufölsun eða fá-
fræði sagnfræðingsins skal ég ekki
dæma um. Við blasir að forseta-
framboð þitt er keyrt áfram með und-
irferli og baktjaldamakki valdaklíku
og peningavalds. Reynt hefur verið
að bera fé á fjölmiðlamenn. Blaða-
maður einn var dreginn inní blekk-
ingarleik þinn við minningarathöfn í
kirkjugarði þar sem þú varst mættur
honum að óvörum með eigin norskan
„hirðljósmyndara“ eins og þú kallar
hann. Reynt var að stýra skrifum og
myndavali blaðamannsins til að snúa
greininni uppí áróður fyrir þig. Rit-
stjórn tók loks málið yfir og birti
áróður um þitt forsetaframboð á níu
síðum í landsmálablöðum, þar af
þrjár forsíður. Lítið hefur þar farið
fyrir umfjöllun um aðra frambjóð-
endur. Stuðningur þess fjölmiðlaveld-
is og forgangsumfjöllun fram yfir
kosningar var þér tryggð með fjár-
hagslegri tengingu. Spurningin er:
Hver borgar?
Blaðamaður var að honum for-
spurðum skráður í leynilegan hóp
þinn á Facebook. Í kjölfarið boðinn
sími og sagt að hann skyldi ekki verða
svangur á meðan hann léði framboði
þínu krafta sína. Þegar blaðamaður-
inn sýndi mér leynihópinn kom í ljós
að einnig var búið að innrita mig í
þetta leynifélag þitt. Hvernig í ósköp-
unum gæti ég lagt nafn mitt eða
stuðning við frambjóðanda sem spilað
er út af peningaöflum með blekk-
ingum?
Stríðsmang hrægammasjóða
Fyrrverandi ritstjóri stórblaðsins
Frankfurter Allgemeine Zeitung
skýrði nýlega frá því að sér hafi verið
mútað til að birta undir sínu nafni
fréttir skrifaðar af bandarísku leyni-
þjónustunni. Segir þetta landlægt
vandamál í vestrænum fjölmiðlum og
tilganginn að grafa undan friði og
stuðla að styrjöldum. Hann óttast að
styrjöld brjótist út í Evrópu vegna
þessa. Fræðimenn hafa að und-
anförnu sagt hernaðaruppbyggingu
NATO vera undan þrýstingi banda-
rískra fjármálaafla. Viðskiptamódelið
sé að framleiða og selja vopn og til
þess þurfi ímyndaða óvini, átök og
stríð.
Þú auðvitað afneitaðir vogunar-
sjóðsbakhjarli þínum, Pétri Erni
Sverrissyni hrl., sem upplýsti í yf-
irlýsingu til Alþingis 21. maí sl. að
hann starfi fyrir bandaríska vogunar-
sjóðinn Eaton Vance Corp., sem hef-
ur fjárfest í vopnaframleiðslu og er
verðlaunaður af bandaríska her-
málaráðuneytinu, svo og vogunar-
sjóðinn Autonomy Capital LP, sem
hefur verið á kafi í Panamapeningum.
Pétur þinn er að aðstoða þessa hræ-
gamma við að sjúga út hundruð millj-
arða frá íslensku þjóðinni. Í yfirlýs-
ingunni til Alþingis hótar Pétur
lögsókn á hendur Íslendingum verði
vogunarsjóðunum gert að greiða 36%
af þessu fé til þjóðarinnar. Rannsókn
þarf auðvitað að fara fram á því
hvernig vopnasalarnir komust yfir
fjármunina og hvaða Íslendingar eru
að leggja fram aðstoð sína til að fela
slóðina og koma illa fengnu fé úr
landi. Ljóst má vera að komist þú á
Bessastaði munt þú ekki beita þér
fyrir slíkri rannsókn.
„Skynsemisfólkið“
Í viðtali við Harmageddon 14. júní
kemur fram að þú aðhyllist skoð-
anakúgun en þar segir þú:
„Ég mundi aldrei líta svo á að það
sé hlutverk forseta að allar skoðanir
hafi jafnt vægi. Ofstækismennirnir,
þeir eiga ekki að hafa sama hljóm-
grunn, þeir eiga ekki að hafa sömu
tækifæri og við hin. Tökum annað
dæmi, þeir sem trúa því að jörðin sé
flöt, þeir eiga ekki að fá sama tíma og
ráðrúm til að koma sínum skoðunum
á framfæri og við sem vitum betur.
Það að öll sjónarmið eigi að heyrast,
allir eigi að vera jafnir, þýðir ekki að
bullukollarnir eigi að sitja við sama
borð og við skynsemisfólkið.“
„Skynsemisfólkið“ reyndi mikið að
þagga niður í mér þegar ég varaði við
efnahagshruni vegna spillingar og
þegar ég sagði stuðning Íslands við
innrásina í Írak vera stríðsglæp. Ég
var handtekinn og hótað 16 ára fang-
elsi drægi ég ekki ummæli mín til
baka. Blint af stríðsáróðri og réttlæt-
ingu fyrir því að ráðast á þetta fjar-
læga land kallaði „skynsemisfólkið“
og útrásarvíkingar mig fjölskrúð-
ugum nöfnum, m.a. í leiðara Frétta-
blaðsins sem fjármagnað er með Pan-
amapeningum: „Ófriður tvö þúsund,
Landskunnur vitleysingur, Athygl-
issjúklingur, Ruglukollur, Þorpsfífl
og Smekksemisfangi.“
Saga mannkyns er full af „skyn-
semisfólki“ sem telur sig vita betur
en „fávís lýðurinn“. Forseti Íslands
má ekki vera holdgervingur
sautjándu aldar dómara Galíleós sem
úrskurðuðu að hugmyndir hans væru
heimskulegar og fáránlegar út frá
„fræðilegu“ sjónarmiði.
Fagurgalinn
Fagurgali þinn um að íslensk þjóð
geti svifið áfram á draumbláu skýi
með þig sem stássstofuskraut forrétt-
indastétta á Bessastöðum á meðan
átök eru að brjótast út í Evrópu er
innistæðulaus blekking sem getur
grafið undan öryggi þjóðarinnar.
Ferðamannaiðnaður landsins hangir í
raun á bláþræði nú þegar yfirvofandi
hryðjuverk og jafnvel styrjöld í Evr-
ópu gætu lagt þennan stærsta at-
vinnuveg þjóðarinnar í rúst á nokkr-
um dögum.
Nauðsyn er að forseti Íslands tak-
ist á við það verkefni að gera Ísland
að friðarríki. Finna þarf leiðir til að
uppræta stríðsátökin, draga stuðning
Íslands við hernaðaruppbyggingu
NATO til baka, hafna því að hér séu
reknar bandarískar herstöðvar. For-
seti Íslands þarf að taka forystu á al-
þjóðavettvangi með nýrri hug-
myndafræði og boða lausnir til að
afstýra átökum og stöðva flótta-
mannavandann.
Bakland þíns framboðs á ekki sam-
leið með íslensku þjóðinni. Þar er að
finna fulltrúa peningavalds sem vilja
soga til sín hundruð milljarða frá Ís-
landi sem og að fjárfesta í vopnafram-
leiðslu.
Yfirlýsingar þínar um stuðning við
NATO-hernaðinn sýna að í gegnum
þig verður þeim greið leið að fá póli-
tískan stuðning Íslands við stríðs-
bröltið sem getur ógnað framtíð þjóð-
arinnar og alls mannkyns.
Ég hafna leynifélögum, bak-
tjaldamakki og tengingum við hræ-
gammasjóði, valdaklíkur og stríðs-
mang. Ég vil að þú skráir mig úr
þessu stuðningsmannaleynifélagi
þínu.
Það gengur ekki að forseta-
frambjóðandi sigli undir fölsku flaggi.
„Fávís lýðurinn“, „ofstækismenn-
irnir“ og „bullukollarnir“ eiga rétt á
því að vita hvaða ókræsilegu öfl það
eru sem standa að baki framboði
„skynsemisfólksins“.
Virðingarfyllst.
Eftir Ástþór
Magnússon » „Fávís lýðurinn“, „of-
stækismennirnir“ og
„bullukollarnir“ eiga
rétt á því að vita hvaða
ókræsilegu öfl það eru
sem standa að baki
framboði „skynsem-
isfólksins.“
Ástþór Magnússon
Höfundur er forsetaframbjóðandi.
www.forsetakosningar.is
Framboð „skynsemisfólksins“