Morgunblaðið - 17.06.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
Í Fiskifréttum var á dögunumgrein eftir Gunnar Þórðarson
viðskiptafræðing sem gerði sjáv-
arútvegsumræðuna að umtalsefni.
Hann benti á að hún hefði oftar en
ekki verið
óvægin og
ósanngjörn.
Þetta ætti sér-
staklega við
þegar tekið
væri „tillit til
þess að um mik-
ilvægustu at-
vinnugrein þjóð-
arinnar er að ræða og engin grein
skilar meiri tekjum í ríkissjóð. Sem
er reyndar óvenjulegt í alþjóðlegu
samhengi þar sem í flestum öðrum
löndum er sjávarútvegur rekinn
með ríkisstyrkjum.“
Gunnar bætti við að Íslendingarættu að hafa „áhyggjur af
samkeppnishæfni íslensks sjávar-
útvegs og það ætti að vera þjóðinni
kappsmál að hægt sé að viðhalda
yfirburðum okkar. Sem dæmi
njóta helstu samkeppnisaðilar okk-
ar, Norðmenn, umtalsverðra
styrkja frá ríkinu.“
Eitt dæmi um óvandaða um-ræðu um sjávarútveginn er
skilningsleysið þegar kemur að
sölu- og markaðsmálum. Oft er tal-
að eins og sjávarafurðir selji sig
sjálfar, en sú er vitaskuld ekki
raunin. Þvert á móti þarf að hafa
mikið fyrir sölunni til að tryggja
markaði og gott verð. Þá er af-
hendingaröryggi einn af lykilþátt-
unum þó að því sé oft lítill skiln-
ingur sýndur í umræðunni.
Ánægjulegt væri ef umræðanum sjávarútveginn færi að
endurspegla meiri skilning á þörf-
um greinarinnar til að vaxa og
dafna. Almennt leggja menn sig
fram um að gera það sem þarf til
að aðrar atvinnugreinar blómstri.
Sama ætti að gilda um þennan
undirstöðuatvinnuveg landsins.
Í samkeppni við
erlenda ríkisstyrki
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 16.6., kl. 18.00
Reykjavík 10 rigning
Bolungarvík 9 súld
Akureyri 12 alskýjað
Nuuk 10 heiðskírt
Þórshöfn 8 heiðskírt
Ósló 24 skýjað
Kaupmannahöfn 15 léttskýjað
Stokkhólmur 13 rigning
Helsinki 16 rigning
Lúxemborg 17 rigning
Brussel 10 rigning
Dublin 11 alskýjað
Glasgow 12 rigning
London 20 rigning
París 15 rigning
Amsterdam 20 rigning
Hamborg 20 rigning
Berlín 22 alskýjað
Vín 24 léttskýjað
Moskva 22 rigning
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 18 heiðskírt
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 25 heiðskírt
Róm 25 skýjað
Aþena 30 heiðskírt
Winnipeg 18 heiðskírt
Montreal 18 heiðskírt
New York 21 alskýjað
Chicago 20 heiðskírt
Orlando 31 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:56 24:03
ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34
SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17
DJÚPIVOGUR 2:10 23:47
„Hún orti afar falleg ættjarðarljóð og
eitt af þessum ljóðum ætla ég að lesa
upp,“ segir Svana Helen Björnsdóttir
framkvæmdastjóri en hún hefur verið
valin til gegna hlutverki fjallkonunn-
ar í hátíðarhöldum vegna þjóðhátíð-
arinnar í Seltjarnarnesbæ. Hún mun
því flytja fjallkonuávarp kl. 14 í
Bakkagarði. Svana segir það vera
mikinn heiður að vera boðið þetta
hlutverk og gaman verði að fá að bera
skautbúninginn. Bæjarstjórnin á Sel-
tjarnarnesi ákvað að breyta til og fá
konu á besta aldri til að vera fjall-
konan í ár og flytja boðskap sem á er-
indi við samfélagið í dag.
Les kvæði eftir konu á flótta
En hvaða boðskap ákvað Svana að
flytja á þjóðhátíðardaginn?
„Við lifum á tímum þar sem stríðs-
ástand ríkir í nærliggjandi löndum
Evrópu og litið er á flóttamenn sem
vandamál. Við höfum upplifað
hræðslu við flóttamenn og fólk frá
öðrum menningarheimum. Því ákvað
ég að flytja ljóð og minnast þeirra ein-
staklinga sem hafa flust til Íslands,
samlagast þjóðinni og orðið Íslend-
ingar.
Ein kona úr þessum hópi var dr.
Melitta Urbancic hún var austurrísk
og af gyðingaættum og kom hingað til
lands 1938 á flótta ásamt eiginmanni
sínum Victor Urbancic og börnum
þeirra. Þau flúðu nasista, settust hér
að og eru forfeður fjölda Íslendinga.
Bæði voru þau hámenntuð en hún
hafði doktorspróf sem var óvenjulegt
fyrir konur á þeim tíma. Hún var um
margt merkileg, tónlistarkona og
bókmenntafræðingur, mikill náttúru-
unnandi og kenndi Íslendingum með-
al annars að halda býflugur.“
Ljóðabók gefin út í fyrra
Ljóðabók Melittu Frá hjara verald-
ar eða Vom Rand der Welt eins og
hún heitir á frummálinu kom út 2014 í
tvímála útgáfu bæði á íslensku og
þýsku. Svana heyrði fyrst af Melittu
þegar hún las bókina „ég hafði aldrei
heyrt um þessa konu fyrr en ég rakst
á þessa bók, þar er að finna æviágrip
hennar og ljóð eftir hana en hún var
mjög gott ljóðskáld. Hún orti á móð-
urmáli sínu þýsku um Ísland og þær
stríðu tilfinningar sem fylgja því að
vera rifinn upp með rótum. Í ljóðun-
um má finna þessa baráttu og sjá
hvernig hún sættist við nýja heima-
landið og varð hamingjusöm hér,“
segir Svana. elvar@mbl.is
Fjallkonan rifjar upp
sögu fyrri flóttamanna
Vill minnast þeirra innflytjenda sem orðið hafa Íslendingar
Rut Hallgrímsdóttir/Ljósmyndir Rutar
Seltjarnarnes Svana Helen Björns-
dóttir verður Fjallkonan í dag.
Reykjavíkurborg verður að skoða
vel alla sína tekjumöguleika enda
mikil þjónusta sem þarf að standa
undir. Þetta kemur fram í svari S.
Björns Blöndal, formanns borg-
arráðs, við fyrirspurn Morgunblaðs-
ins um viðbrögð borgarinnar við
áskorun Félags atvinnurekenda til
sveitarfélaga um að lækka álagning-
arprósentu fasteignaskatts vegna
mikillar hækkunar fasteignamats
um komandi áramót og undanfarin
ár.
S. Björn tekur fram að borgin hafi
ekki ákveðið álagningarhlutfall fast-
eignaskatta, enn sem komið er.
Fram kom í blaðinu í gær að líklegt
er að Hafnarfjarðarbær nýti það
svigrúm sem skapast við það að fast-
eignamatið hækkar töluvert umfram
almennar verðlagshækkanir til að
lækka prósentuna, bæði á íbúðar-
húsnæði og atvinnuhúsnæði.
helgi@mbl.is
Verður að skoða alla
sína tekjumöguleika
Morgunblaðið/Ómar
Hús Óvíst er hvort borgin tekur tillit
til umframhækkunar fasteignamats.
Óákveðið með fasteignaskatta
Varahlutir í flestar tegundir dráttarvéla
New Holland, Fiat, Ford, Case, Steyr, Zetor og Fendt
Eigum fyrirliggjandi síur í flestar gerðir þessara véla
og mikið úrval varahluta. Einnig sérpantanir.
Eigum einnig mikið úrval varahluta í gömlu dráttarvélarnar
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is