Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Þórður Heimsbókmenntir og hanastél Hluti klúbbsins hittist í góða veðrinu í vikunni. F.v.: Aðalheiður Halldórsdóttir, Guðrún Nanný Vilbergsdóttir, Hildur María Friðriksdóttir, Hildur Friðriksdóttir og Gréta Sigríður Einarsdóttir. sem við höfum til viðmiðunar, bækurnar mega til dæmis helst ekki vera lengri en 400 blaðsíður. Þetta þarf að vera gerlegt.“ Hanastélshluti klúbbsins er mjög mikilvægur að sögn Tinnu. „Það var einhvern tíma hugmynd að velja áfengan drykk sem er í takt við það sem við erum að lesa. Ein af fyrstu bókunum sem við lásum var „Konan í lestinni“ eftir Paulu Hawkins og aðalsögupersón- an drekkur mikið af gini og þá drukkum við gin, en það var ekki jafn subbulegt og hjá henni, þar sem hún drakk gin og tónik í dós, þetta var aðeins meira elegant,“ segir Tinna. Það getur að vísu verið vandasamt verk að finna bar við hæfi þar sem hægt er að funda á föstudegi. „Við höfum líka haft fundi í heimahúsum, það fer eig- inlega eftir því hvað eru margar að mæta. Ef við erum fáar er eig- inlega bara huggulegt að vera í stofunni hjá einhverjum,“ segir Tinna. Þá nýta þær tækifærið og prófa sig áfram í hanastélsgerð- inni, sérstaklega yfir sumartím- ann. Tinna segir nafn klúbbsins raunar hljóma mun virðulegra en raun ber vitni. „Þetta er mjög virðulegt nafn á klúbbi. Við virkum miklu dannaðri en við erum í raun- veruleikanum held ég,“ segir hún og hlær, og verður þá hugsað til fyrsta formlega fundarins sem fór fram á bar. „Þetta hefur gengið misvel. Fyrsti fundurinn var hald- inn á „happy hour“-bar og hann endaði með ósköpum, sem tengist kannski því að við vorum allar svangar þegar við mættum. Við drukkum of mörg hanastél og töl- uðum lítið um bókina. Ég held að mesta sem bókin var notuð í þetta kvöld var þegar ég var að lesa upp úr henni fyrir túrista. Við höfum a.m.k. ekki rætt þessa bók ennþá.“ Hinn gullni meðalvegur Bókin sem um ræðir heitir „Maður og elgur“ og er eftir norska rithöfundinn Erlend Loe og var valin af Tinnu sjálfri. „Þetta er gjörsamlega frábær bók og mig langaði mjög mikið að tala um hana. En við höfum alveg líka hist við virðulega kakódrykkju, þannig að maður lærir af reynsl- unni og þarf að finna þennan gullna meðalveg.“ Næsta bók á dagskrá klúbbs- ins er „Dalalíf“ eftir Guðrúnu frá Lundi. „Þetta er svona ekta íslenskur sveitarómans og tilvalinn fyrir sumarið,“ segir Tinna, en klúbb- meðlimir taka ákvörðun um eina bók í einu, til að fara ekki of langt fram úr sér. Þær sjá þó fyrir sér að klúbburinn verði til um aldur og ævi. „Við vorum með alls konar hugmyndir um að eldast virðulega í kokteilabókaklúbbnum okkar og fara í söguferðir, á Jane Austen- slóðir í Englandi og á Wallander- slóðir í Svíþjóð. Ég vona því að klúbburinn lifi sem lengst.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016 Hanastél spila jafn stórt hlutverk og bækur í klúbbnum og hér má finna uppskrift að sumarlegum vatnsmelónukokteil frá Tonga í Kyrrahafi. Harpa Stefánsdóttir, einn meðlimur Heimsbókmennta og hanastéls, heldur úti bloggsíðunni Eldhúsatlasinn (www.eldhusatlasinn.is) þar sem finna má girnilegar uppskriftir frá 196 löndum. Otai nefnist drykkurinn og er frískandi og sumarlegur vatnsmelónu- drykkur með kókosmjólk, ananas og límónusafa. Otai er óáfengur svala- drykkur en það er auðvelt að breyta honum í rommkokteil með því að setja 1-2 cl. af ljósu rommi í glas og leysa u.þ.b.. teskeið af sykri eða hunangi upp í áfenginu. Það er líka gott að nota sykursíróp ef þið nennið að búa það til. Innihald: Hálf vatnsmelóna (1.300 g með hýði/1.000 g án hýðis) 2 ferskir ananashringir (u.þ.b. 200 g) 1½ dl af feitri kókosmjólk eða kókosrjóma Safi úr hálfri límónu Örlítið hunang Svolítið vatn Klakar Þessi uppskrift gefur 1,2 lítra. Hanastél frá Tonga OTAI: FRÍSKANDI VATNSMELÓNUDRYKKUR Laugavegi 99 – Sími 777 2281 (gengið inn frá Snorrabraut) aff.is Concept store Olsson & Jensen lampi 79.900 kr Picnic teppi 19.900 kr Mood Board 14.900 kr Sky –Circles 100x100 cm 38.500 kr Vintage black Jar 27.900 kr Sky Glass Consoletable 139.900 kr Sky Glass Table 79.900kr Vefverslun okkar er opin allan sólahringinn aff.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.