Morgunblaðið - 17.06.2016, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Meirihluti breskra kjósenda vill að
Bretland gangi út úr Evrópusam-
bandinu, samkvæmt niðurstöðum
tveggja kannana sem birtar voru í
gær, viku fyrir atkvæðagreiðsluna
hinn 23. júní, um áframhaldandi að-
ild Breta að sambandinu.
Könnun sem gerð var af fyrirtæk-
inu Survation sýnir að 52 prósent
kjósenda vilja yfirgefa sambandið, á
meðan fram kemur í annarri að hlut-
fall þeirra sé 53 prósent, að undan-
skildum þeim sem eru óákveðnir.
Hrikta myndi í mörkuðum
Hlutabréf í Bandaríkjunum héldu
áfram að falla í verði í gærdag, að því
er talið er vegna áhyggja af litlum
hagvexti og mögulegrar brottgöngu
Breta úr Evrópusambandinu.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði
þá við því, að kjósi Bretar að ganga
úr sambandinu, þá myndi hrikta í
mörkuðum og hagvöxtur að líkind-
um minnka.
Seðlabanki Englands gaf einnig út
viðvörun og sagði að atkvæðagreiðsl-
an fæli mögulega í sér „mestu áhætt-
una“ fyrir heimsmarkaðina. Undan-
farna mánuði hefur bankinn stöðugt
varað við mögulegum afleiðingum
þess að Bretar kjósi brottgöngu.
Þá hvatti Angela Merkel Þýska-
landskanslari Breta til að halda sig
áfram innan Evrópusambandsins og
varaði um leið við því að annars
myndu þeir missa af ávinningi sam-
bandsins hér eftir sem hingað til.
Myndi skaða efnahag Bretlands
Breska dagblaðið Financial Times
opinberaði í gær stuðning sinn við
áframhaldandi aðild að sambandinu.
Segir í blaðinu að ákvörðun um
brottgöngu „myndi alvarlega skaða
efnahag Bretlands.“
Þegar hefur breska fjármálatíma-
ritið Economist stutt aðild Breta að
sambandinu.
„Það myndi veikja Evrópu og rýra
hag Bretlands, og um leið ganga því
nærri,“ segir í ritstjórnargrein sem
tímaritið birti á netinu í gærdag.
Sambandið líði ekki undir lok
Jean-Claude Juncker, forseti
framkvæmdastjórnar ESB, stað-
hæfði í gær að sambandið myndi
ekki líða undir lok, færi svo að Bret-
ar kysu að yfirgefa það. Þá sagði for-
maður evrubandalagsins og fjár-
málaráðherra Hollands, Jeroen
Dijsselbloem, að myntsvæðið væri
reiðubúið fyrir hverjar þær nei-
kvæðu afleiðingar sem brottganga
Breta kynni að hafa í för með sér.
„Auðvitað höfum við áhyggjur, en
við fylgjumst grannt með og höfum
allar mögulegar sviðsmyndir í
huga,“ sagði Dijsselbloem á blaða-
mannafundi í Lúxemborg.
„Við vonum og treystum á dóm-
greind almennings í Bretlandi, líkt
og við gerum alltaf.“
Vara við brottgöngunni
Kannanir sýna að naumur meirihluti Breta vill úr ESB Seðlabanki Englands
og AGS lýsa áhyggjum sínum „Treystum á dómgreind almennings í Bretlandi“
AFP
Ávarpar Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, ávarpar
samkomu til stuðnings áframhaldandi aðildar Breta að Evrópusambandinu.
Raddir viðvörunar
» Angela Merkel segir Breta
munu missa af ávinningi að-
ildar hér eftir sem hingað til.
» Bresku fjármálaritin The
Economist og The Financial
Times hafa lýst yfir stuðningi
við áframhaldandi aðild.
» Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
og Seðlabanki Englands vara
við afleiðingum brottgöngu.
» Atkvæðagreiðsla um aðild
Breta að ESB fer fram hinn 23.
júní næstkomandi.
Réttarhöld yfir
Hakan Sukur,
fyrrverandi
landsliðsmanni
Tyrklands í
knattspyrnu,
hófust í gær
þrátt fyrir fjar-
veru hans.
Hefur hann
verið ákærður
fyrir að móðga
og vanvirða forseta Tyrklands, Re-
cep Tayyip Erdogan, á samfélags-
miðlum.
Sukur, einn lykilmanna liðsins
sem endaði í þriðja sæti á heims-
meistaramótinu árið 2002, er að-
eins einn nokkurra þúsunda manna
sem ákærðir hafa verið fyrir að
móðga leiðtogann. Lögmaður hans
sagði fyrir rétti í gær að skjólstæð-
ingur sinn hefði flust búferlum til
Bandaríkjanna. Hins vegar gæti
hann borið vitni þaðan, færi svo að
réttinum þættu sönnunargögn í
hans þágu ófullnægjandi.
TYRKLAND
Ákærður fyrir að
móðga forsetann
Forseti Erdogan
yfir Tyrklandi.
Hátt verðlag
og stóraukin
eftirspurn
hafa valdið
hrinu af þjófn-
aði á lárperum
í Nýja-Sjálandi
að und-
anförnu.
Hundruðum
lárpera hefur
verið stolið úr aldingörðum, þar
sem þjófar hafa notað hrífur til að
draga ávöxtinn beint af trénu, og
selja hann svo.
Lárperurnar eru óþroskaðar á
þessum tíma árs svo neytendur
munu „eiga slæma reynslu af át-
inu,“ segir í yfirlýsingu frá sam-
tökum ávaxtaræktenda.
NÝJA-SJÁLAND
Lárperum stolið
í hundraðatali
Ávöxtur Lárperur
eru eftirsóttar.
Króatíska ríkisstjórnin féll í gær
eftir að tillaga um vantraust á
hendur forsætisráðherranum Ti-
homir Oreskovic var samþykkt á
þinginu. Þykir þetta alvarlegt högg
fyrir þjóðernis- og hægrisinnuðu
stjórnina, sem aðeins hafði verið
við völd í fimm mánuði.
Þá mun fall ríkisstjórnarinnar
hægja töluvert á áformuðum end-
urbótum í landinu, sem er nýjasta
aðildarríki Evrópusambandsins og
er aðeins nýskriðið upp úr sex ára
kreppu. Ef ný ríkisstjórn hefur ekki
verið mynduð eftir þrjátíu daga
verður þingið leyst upp og blásið til
kosninga á ný.
KRÓATÍA
Ríkisstjórnin fallin
eftir fimm mánuði
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Jo Cox, þingkona breska Verka-
mannaflokksins, lést síðdegis í gær
eftir fólskulega árás í þorpinu Bir-
stall í Norður-
Englandi. Cox,
sem var 41 árs
og móðir tveggja
barna, var skilin
eftir í blóði sínu á
gangstéttinni eft-
ir að hún hafði
verið skotin og
stungin ítrekað
af árásarmanni.
Lögreglan hefur
handtekið 52 ára mann í tengslum
við árásina, samkvæmt heimildum
AFP.
„Við erum ekki í neinni stöðu til
að ræða tilefni árásarinnar að svo
stöddu,“ sagði lögreglustjóri í Vest-
ur-Jórvíkurskíri, við fréttamenn
síðdegis í gær.
Cox hefur verið í framlínu barátt-
unnar fyrir áframhaldandi aðild
Breta að Evrópusambandinu og
kollvarpaði dauðsfall hennar her-
ferð beggja fylkinga. Eftir árásina
lýsti fylking hennar því yfir að hún
myndi falla frá herferð sinni það
sem eftir lifði dags. Brottgöngufylk-
ingin sagði þá að „barátturútan“ sín
myndi snúa aftur til höfuðstöðv-
anna.
David Cameron forsætisráðherra
aflýsti áætlaðri sögulegri samkomu
sem átti að fara fram í Gíbraltar,
þar sem hann hugðist tala fyrir að-
ild Breta að ESB.
„Dauðsfall Jo Cox er harmleikur.
Hún var kostgæfin og ástrík þing-
kona. Hugur minn er hjá eig-
inmanni hennar Brendan og tveim-
ur ungum börnum hennar,“ sagði
Cameron á Twitter.
Eigandi kaffihúss í Birstall,
Clarke Rothwell, segir Cox hafa
verið skotna þrisvar sinnum.
„Hann skaut þessa konu einu
sinni, og svo skaut hann hana aftur.
Hún féll til jarðar og hann beygði
sig yfir hana, og skaut hana einu
sinni til viðbótar, í andlitið,“ sagði
Rothwell í samtali við fréttastofu
breska ríkisútvarpsins.
Skotin og stungin til bana
Þingkona breska Verkamannaflokksins látin eftir árás í þorpinu Birstall
Var í framlínu baráttunnar fyrir áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu
AFP
Voðaverk Veski Cox og yfirhöfn liggja á jörðinni þar sem ráðist var á hana.
Jo Cox
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma