Morgunblaðið - 17.06.2016, Síða 31

Morgunblaðið - 17.06.2016, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016 Það var skrýtið að fá símtalið þar sem mér var til- kynnt að þú værir farinn frá okkur. Þetta var svo fjarlægt mér að þetta gæti gerst svona snemma. Það var bara stutt síðan að við sátum saman og fengum okkur bjór áður en við fórum í bíó, það var síðasta skiptið sem ég sá þig. Þetta var frábær stund, að fá að hitta þig og eiga gott spjall við þig. En hvar á ég að byrja og hvar á ég að enda þetta? Stefán myndi svara því auðveld- lega, „Byrja á byrjuninni og enda á endinum og helst ekkert framhald!“ Ég hitti Stefán fyrst á ný- nemakvöldi sagnfræðinema 2005 og sá strax að þarna var áhuga- verður og skemmtilegur dreng- ur á ferð. Hann var aldrei nei- kvæður en horfði á allt með raunsæisaugum, sem gat verið pirrandi en þó hafði hann nú alltaf rétt fyrir sér. Stefán var líka einstaklega passasamur, hann passaði að maður væri ekki að ana út í einhverja vit- leysu, hann hugsaði flest til enda. Hann var líka með alveg einstaklega breitt bros og skemmtilegan hlátur, ég mun muna eftir hlátrinum vel og lengi. Tíminn okkar í sagnfræðinni einkenndist ekki bara af sagn- fræði. Stefán hafði skoðun á öllu og var búinn að kynna sér flest málefni vel. Við gátum rætt ým- islegt. Það var oft spekúlerað í fótboltanum, stjórnmálum, forn- sögu, trúmálum, nýjustu tækni, kvikmyndum og auðvitað tón- listinni, sem var hans yndi. Hann sagði mér oft frá nýrri græju sem hann var að kaupa fyrir gítarinn eða að hann hefði verið að kaupa nýjan gítar. Ég skildi ekkert í þessu dótaríi, kinkaði kolli og sagði „já þetta er flott græja“. Stefán kenndi mér á tónlistina, kenndi mér að meta hana. Ég hlustaði aldrei á tónlist af alvöru áður, tónlistin var bara eitthvað í bakgrunn- inum. Stefán náði að draga tón- listina fram fyrir mér og var alltaf að bæta í tónlistarbankann minn, gamla rokkið og blúsinn. Ég dáðist alltaf að því að hann lét ekkert stoppa sig. Eftir að hann kláraði sagnfræðina þá lærði hann hljóðvinnslu og eftir það þá fór Stefán að læra leik- skólakennarann eftir að hafa unnið á leikskóla í einhvern tíma. Svo má ekki gleyma þegar hann opnaði sjoppuna úti á Sel- tjarnarnesi, það var aldrei bein lína í lífinu hans. Stefán fór þangað sem hann vildi, með eða á móti vindinum, en passaði sig samt, var með vaðið fyrir neðan sig. Stefán, ég mun sakna sam- ræðnanna sem við áttum og hlátursins. Það varð til mikið tómarúm eftir að þú fórst frá okkur. Það verður skrýtið að sjá þig ekki í næstu hittingum hjá sagnfræðihópnum. Ég mun aldrei gleyma góðu stundunum sem við áttum saman, þín verð- ur sárt saknað og þér verður aldrei gleymt. Þinn vinur Ívar Örn. Við kynntumst Stefáni (og fyrir okkur var það alltaf Stebbi) í MH. Hann var oft þög- ull en honum stökk þó auðveld- lega kímið bros á vör og hló dátt Stefán Valmundsson ✝ Stefán Val-mundsson fæddist 1. júní 1984. Hann lést 3. júní 2016. Útför Stefáns fór fram 16. júní 2016. að því sem honum fannst skemmtilegt. Stebbi fékk engu ráðið um það held- ur var hann dreg- inn, eins og hann orðaði það, inn í þennan vinahóp. En hvernig var annað hægt með svona fínan pilt? Við lærðum fljótt að Stebbi hafði allt- af rétt fyrir sér. Það kom svo reyndar í ljós að ástæðan fyrir því var að hann tjáði sig ekki um neitt nema vera 100% viss. Með slíka vissu og ákveðni fór hann augljóslega í nám sem hentaði: Sagnfræði, þar sem gagnrýnin hugsun ræður ríkjum og fullkomin vissa er aldrei fyrir hendi. Heiðarleikinn var einnig í hávegum hafður, og var hann óhræddur við að benda á van- kanta tónlistarsmekks okkar. Svo fór hann að vinna á leik- skóla þar sem hópur krakka hljóp öskrandi af kæti á móti honum, og varla var annað hægt en að vera glaður. Enda var Stebbi mjög sáttur þar sem hann var staddur í lífinu. Eins lengi og hann hafði tækifæri til að skapa, hvort sem það var tónlist eða forritun, þá var Stebbi mjög sáttur við lífið, enda einn af nægjusömustu mönnum sem við höfum kynnst. Við félagarnir gáfum Stebba eitt sinn tóman trékassa með miða inni í sem lofaði að í fram- tíðinni, þegar við værum ríkir, myndi hann eignast vínflösku til að prýða kassann. Á aðfanga- dagskvöld hringdi hann skelli- hlæjandi, þakkaði fyrir sig og bætti við að fjölskyldan hefði verið sérstaklega ánægð með svona fyndna gjöf. Þremur ár- um síðar og nokkrum vínáhalds- gjöfum seinna þá minntist Stebbi fyrir slysni á það að hon- um þætti vín ekkert sérstakt. En þetta sýnir það besta við Stebba: Rólegur, kvartaði ekki yfir hlutunum og lét húmorinn og hugulsemina ráða ferð. Við munum aldrei eftir Stebba reiðum eða jafnvel sérlega pirr- uðum; ef eitthvað angraði hann þá tók hann því yfirleitt með stóískri ró. Eitt sinn hafði hann á orði að hann eyddi helst litlu í sjálfan sig og meira í aðra; vænna er að gefa en að þiggja. Tók Stebbi yfirleitt þarfir ann- arra fram yfir sjálfan sig, hvort sem það átti við vini eða fjöl- skyldu. Það er óraunverulegt að skrifa þetta. Síðasta samræða sem átti sér stað á milli okkar var bæði um fortíðina og fram- tíðina. Við töluðum um plönin hans á meðan við hlustuðum á lag sem við höfðum ekki heyrt síðan í menntaskóla. Við gætum haft fleiri orð um hversu góður vinur hann var, hversu mikið við gátum hlegið af kjánalegustu hlutum, talað um öll heimsins mál og treyst hver á annan, en ekkert nær að lýsa því nákvæmlega hversu mikilvæg vinátta okkar var. Þín verður sárt saknað, kæri vinur, og lífið verður aldrei eins án þín. Atli Sigurjónsson, Eiður Kristinn Eiðsson, Heiðar Ingvi Eyjólfsson, Kristján Lindberg Björnsson, Krist- inn Ágúst Kristinsson og Ólafur Ragnar Torssander. Stefán var einn sá yndisleg- asti og besti strákur sem ég hef kynnst og er ég ótrúlega glöð að hafa fengið að þekkja hann. Hann var ótrúlega rólegur og yfirvegaður að eðlisfari, held ég, en um leið svo góður og skemmtilegur. Ég veit að þeir sem fengu að kynnast Stefáni og við sem unnum með honum hafa það sama að segja um hann. Ég kynntist Stebba í gegnum vinnuna en við urðum fljótt góð- ir vinir og þekkti ég hann meira sem vin heldur en vinnufélaga. Þar sem ég og systir hans, Kristrún, erum miklar vinkonur og vinnufélagar og þau einstak- lega náin systkini hef ég fengið að umgangast Stefán mikið. Hann elskaði tónlist og naut þess að spila fyrir börnin og kenna þeim lög og tónlist. Hann spilaði einnig í hljómsveitinni Þausk og spilaði þar á bassa. Ég er þakklát fyrir það að hafa séð hann spila og fengið að vera grúppía númer 2, því jú auðvitað er Kristrún grúppía númer 1. Stefán hafði einstaklega góða nærveru og smitandi hlátur og fannst mér alltaf gott að vera í kringum hann. Stefán talaði ekki illa um neinn og var alltaf svo hreinn og beinn. Mín besta minning er frá því núna um daginn þegar það var starfsdagur hjá okkur á Mið- borg og við mættum á námskeið þar sem við áttum að hoppa, öskra, dansa og láta eins og fífl. Að sjá hvað hann var glaður. Síðan seinna um daginn mætt- um við til leiks á Miðborgarleik- ana þar sem við áttum að leysa þrautir og reyna að vinna leik- inn. Okkar fyrsta verkefni var að semja lag, texta og rappa það. Eftir dágóðan tíma og miklar umræður um það að við hvorki kynnum né vildum rappa, og Stefán var enginn rappari í sér, tók hann af skarið, samdi og rappaði lag sem kom liðinu okkar áfram í næstu þraut. Þessum stutta tíma sem ég fékk að þekkja Stefán mun ég aldrei gleyma. Ég held að ég geti talað fyrir okkur öll á Mið- borg þegar ég segi að við eigum eftir að sakna þín og hláturs þíns og þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar allra. Kristín Lind Hopkins. Á sólríkum degi hvílir sorg yfir Lindarborg þar sem stórt skarð hefur verið höggvið í starfsmannahóp leikskólans. Einstakur kennari er fallinn frá í blóma lífsins. Börnin á Lindarborg eiga Stefáni margt að þakka. Hann var tónelskur, hjartahlýr, skap- andi og einstaklega þolinmóður. Stefán lagði mikið upp úr sjálf- stæði barnanna og að þau fengju svigrúm til að finna sínar eigin leiðir í leik og starfi. Söng- ur og gleði áttu stóran þátt og vílaði hann ekki fyrir sér að kenna smáum sem stórum krakkaormum ýmis flókin lög. Oftar en ekki sat hann með gít- arinn í hendi inni á Skeljadeild svo lifandi tónlist varð eðlilegur hluti af umhverfi barnanna. Við erum þakklát fyrir að börnin okkar hafi verið svo heppin að fá að kynnast svona dásamlegri manneskju sem nálgaðist þau af alúð og einstakri hlýju. Hugur okkar er hjá fjöl- skyldu Stefáns, vinum og sam- starfsfólki og sendum við þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi kærleiksljós hans lýsa okkur öllum áfram veginn. Fyrir hönd foreldra barna á leikskólanum Lindarborg, Álfheiður Björgvinsdóttir. Skarð hefur myndast í starfs- manna- og barnahóp Miðborgar sem aldrei verður fyllt og ríkir djúp sorg í leikskólanum. Ein- stakur samstarfsfélagi og kenn- ari hefur fallið frá allt of fljótt. Þegar við samstarfsfélagar Stefáns settumst niður komu upp margar góðar minningar. Til dæmis kom upp skýr mynd í huga okkar þar sem Stefán stendur með barn hvort á sínum fæti og eitt í fanginu og úr aug- um hans skín hlýja og gleði ásamt prakkaraglampanum sem við öll þekktum svo vel. Þessi mynd lýsir Stefáni í starfinu með börnunum svo vel. Stefán trúði staðfastlega á að hamingja væri það sem mestu máli skipti í lífinu og að börnin fengju notið hennar. Hann trúði á getu barnanna og taldi hann mikilvægt að börnin fengju að viðra sínar skoðanir í leik og starfi, sem var algjörlega í takt við lýðræðishugsjón hans. Lýð- ræði og sjálfræði barna skein í gegn í vinnu Stefáns með börn- unum sem einkenndist af virð- ingu gagnvart börnunum og samstarfsfélögum hans. Börnin drógust að honum, dáðu hann og dýrkuðu og átti Stefán ávallt rými og tíma fyrir þau, jafnt í sorg og í gleði. Við erum þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast og læra af Stefáni sem kennara en hann setti mark sitt á starfið og munum við halda hans einstöku sýn í heiðri. Stefán var ekki maður margra orða og valdi orð sín af kostgæfni en með sinni góðu og hlýju nærveru gaf hann mikið af sér. Hann var mikill tónlistar- maður og nýtti þann hæfileika í starfinu með börnunum. Börnin á Skeljadeild, deildinni hans Stefáns, voru ekki ein um að njóta góðs af því en oftar en ekki sá hann um sameiginlega föstudagssöngstund fyrir allar deildir í Lindarborgarhúsinu þar sem hann spilaði á gítarinn og söng með börnunum. Einnig sá hann um kórstarf elstu barna leikskólans ásamt Kristrúnu systur sinni sem þau unnu svo fallega saman. Dýrmætar eru minningar frá nýliðnum starfsdegi og óvissu- ferð starfsmanna þar sem Stef- án var í essinu sínu og sýndi á sér nýjar hliðar sem við vorum svo heppin að fá að njóta. Stefán snerti okkur öll með nærveru sinni og erum við þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast og umgangast slíkan heiðursmann. Við vottum fjölskyldu og vin- um Stefáns innilega samúð okk- ar. Minning hans mun lifa áfram í hjörtum okkar, hugum og starfi. Takk fyrir allt elsku Stefán. Fyrir hönd samstarfsfélaga úr leikskólanum Miðborg, Kristín Einarsdóttir og Erla Ósk Sævarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÖGNU BERGMANN GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Skógarbæjar fyrir góða umönnun. . Eiríkur Þorsteinsson, Linda Björnsdóttir, Valur Ragnar Jóhannsson, Sædís Arndal, Katrín Gróa Jóhannsdóttir, Trausti Friðfinnsson, Jóhanna Huld Jóhannsdóttir, Albert Ingason, Guðrún Edda Jóhannsdóttir, Birgir Ingibergsson, Bergþóra Ósk Jóhannsdóttir, Ólafur Eyjólfsson, Örn Ingvar Jóhannsson, Iðunn Ása Hilmarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR, Gullengi 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 15. júní. Útför hennar verður frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 23. júní klukkan 13. . Jónína Jóhannsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Áslaug Jóna Sigurbjörnsd., Auður Haraldsdóttir, Atli Már Sigurðsson, Erla Haraldsdóttir, Magnús Hreggviðsson, Haukur Páll Haraldsson, Marilee Haraldsson, Hjörtur Haraldsson, Sólveig Níelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGÐALENA SIGRÍÐUR ELÍASDÓTTIR, Siddý, andaðist föstudaginn 10. júní. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 20. júní klukkan 11. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. . Guðrún Helga Theodórsdóttir, Jón Hilmarsson, Elías Theodórsson, Ester Ólafsdóttir, Steinunn Hulda Theodórsdóttir, Örn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ KristóferMagnússon fæddist í Hafn- arfirði þann 24. júní 1935. Hann lést þann 26. apríl 2016 í hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi. Hann var sonur hjónanna Lauf- eyjar Guðmunds- dóttur, húsmóður, sem fæddist árið 1902 og lést 1980, og Magnúsar Jóns Kristóferssonar, vélstjóra og eins af stofnendum Vélsmiðju Hafnarfjarðar, en hann fæddist árið 1901 og lést 1965. Systur Kristófers voru Guðrún Bjarna- dóttir sammæðra, Sjöfn og Guð- rún, sem voru alsystur hans. Kristófer kvæntist Sólveigu Ágústsdóttur árið 1958 en þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: Magnús Jón, fæddist 1962, og Laufey Ósk, fæddist 1967. Kristófer lauk prófi frá Verslun- arskóla Íslands árið 1954. Hann lauk vélvirkjanámi frá Vélsmiðju Hafn- arfjarðar árið 1958, vélstjóraprófi frá Vélskóla Íslands 1959 og útskrif- aðist sem tækni- fræðingur frá Odense Teknik- um árið 1963. Hann starfaði hjá Heklu hf. á árunum 1965-1974, stundaði sjálfstæðar smíðar og kennslu á árunum 1974-1982. Þá tók hann til starfa í plastiðnaði og hannaði þar m.a. plastker sem breyttu miklu m.a. í fiskiðn- aði. Þá flutti Kristófer inn stál- grindarhús um árabil. Útför Kristófers hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristófer bróðir okkar lést eftir erfið veikindi. Hann varð árið 1989 fyrir slysi sem breytti miklu heilsufarslega fyrir hann og háði honum alla tíð. Kristófer naut mikillar um- hyggju í æsku. Hann var duglegur að læra og varð framúrskarandi íþróttamaður. Heppnin var hans þegar hann fór að stunda hand- bolta undir öflugri stjórn hins mikla íþróttafrömuðar Hallsteins Hinrikssonar. Hallsteinn, sem var einn af stofnendum FH árið 1929, var þjálfari Kristófers og hans góðu félaga þegar þeir fögnuðu fyrsta Íslandsmeistaratitli í hand- bolta árið 1954. Handboltalið Hall- steins þjálfara, sem fékk viður- nefnið „Gullaldarlið“, átti eftir að vinna fleiri titla en Kristófer vann í heildina 20 Íslandsmeistaratitla með FH í II. flokki, I. flokki og meistaraflokki. Hann var lands- liðsmaður í heimsmeistarakeppn- inni í Magdeburg í Þýskalandi ár- ið 1958. Þá spilaði hann með FH í tveimur Evrópuleikjum en í heild- ina spilaði hann 209 leiki með fé- laginu. Í einu af dagblöðunum sem komu út í apríl árið 1964 stendur skrifað m.a.: „FH og Fram léku til úrslita í I. flokki á Íslandsmótinu í handknattleik sl. laugardag. FH sigraði, 11:8, og hafði ótvíræða yf- irburði í leiknum allan tímann. Í marki FH var hinn gamalkunni markmaður Kristófer Magnús- son, og var hann án efa besti mað- ur á vellinum í þessum leik.“ Kristófer fylgdi FH að málum og átti sæti í aðalstjórn félagsins um árabil. Hann hóf ungur að spila brids og var um tíma formaður Brids- félags Hafnarfjarðar og Brids- sambands Íslands um tveggja ára skeið. Kristófer var foreldrum okkar kær og góður sonur, hann var fjöl- skyldumaður og tryggur þeim er hann valdi sér til vináttu. Karmelnunnur biðja honum blessunar og við systurnar þökk- um kærum bróður samleið. Guðrún (Rúna), Sjöfn og Guðrún. Kristófer Magnússon Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.