Morgunblaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
Fyrir stuttu kynnt-
ist ég íslenskum manni
sem hefur búið í út-
löndum um langt
skeið. Þessi maður var
æskumaður á Íslandi á
níunda áratuginum en
hefur búið úti síðan
hann lauk mennta-
skóla. Við áttum strax
vel skap saman. Nema
hvað einhverju sinni er
ég með honum í gleðskap ásamt fleir-
um og þá fer hann að skjóta á mig lít-
illækkandi pillum og snúa út úr orð-
um mínum. Þetta kom flatt upp á þá
útlendinga sem voru viðstaddir. Mér
var þetta hinsvegar ekki svo fram-
andi því þarna rifjaðist upp fyrir mér
að þetta var það sem þótti fyndið
þegar ég var ungur. Þegar ég var í
kringum tvítugt, í lok níunda áratug-
arins, þótti mér og mínum vinum
ekkert skemmtilegra en að „skjóta
á“ náungann og „bomba“ hann ef
mönnum varð á að segja eitthvað
sem hægt var að snúa út úr. Ekkert
var fyndnara en að lítillækka vini
sína hraustlega.
Ég hef, sem betur fer, þroskast
eitthvað aðeins síðan þetta var og nú
finnst mér skemmti-
legra þegar menn gera
grín á eigin kostnað eða,
það sem er enn betra,
gera grín upp úr engu.
Mér sýnist sem mínir
gömlu félagar og þjóðin
almennt hafi verið mér
samferða í þessu
þroskaferli. En þessi
ágæti maður hafði, því
miður, misst af þessu
ferli og skopskyn æsk-
unnar hafði frosið inni í
hans persónuleika eins
og steingervingur lífveru sem lagðist
til hinstu hvílu í mjúka botnleðjuna
fyrir milljónum ára.
Og hvers vegna er ég að rifja þetta
upp núna og bera á borð fyrir alþjóð?
Jú, vegna þess að nú er aftur kominn
á stjá kyndilberi íslenskrar fyndni á
árunum 1970 til 2004. Davíð Oddsson
er aftur farinn að móta umræðuna á
okkar litla landi eftir að hafa látið
frekar lítið fyrir sér fara í rúman ára-
tug, fyrst í Seðlabankanum og síðar
sem ritstjóri Morgunblaðsins. Hann
hóf kosningabaráttu sína með gam-
alkunnum hætti, þ.e. með persónu-
legum árásum á þann andstæðing
sem er honum skeinuhættastur, og
reyndar sennilega ofjarl. Davíð mun
hafa sagt um Guðna Th. Jóhann-
esson að hann væri ágætur maður
„útaf fyrir sig, en hann tekur bara
ákvarðanir 20 árum síðar“. Davíð
hefur vissulega efni á þessum um-
mælum því hann hefur sýnt það
margoft að hann er eldsnöggur að
taka ákvarðanir. Hann þurfti ekki
langan tíma til að lýsa yfir stuðningi
við innrásina í Írak á sínum tíma og í
hruninu sýndi Davíð gríðarlegan
dugnað þegar hann lánaði Kaup-
þingsmönnum gjaldeyrisforða þjóð-
arinnar eina vikuna og í þeirri næstu
tilkynnti um hundraða milljarða lán
frá Rússum á þriðjudagsmorgni og
festi svo gengið í fjóra klukkutíma á
miðvikudagsmorgni.
Þegar ég sá þessi ummæli helltist
yfir mig gamalkunnur leiðindadrungi
og ég get ekki varist spurninginni
hvort þetta sé virkilega það sem við
þurfum núna. Og í kjölfarið rifjaðist
upp fyrir mér hvernig Davíð hefur
talað og skrifað um fólk sem honum
er ekki þóknanlegt. Meðan Jón
Gnarr var borgarstjóri, í mikilli
óþökk Davíðs, var hann aldrei kall-
aður annað en Jón Gunnar Krist-
insson eða Jón Kristinsson í pistlum
Davíðs í Morgunblaðinu. Okkur fé-
lögunum þótti þetta bragð einmitt
mjög fyndið á menntaskólaárunum
en það er orðið ansi staðið núna þeg-
ar maður er kominn yfir fertugt.
Davíð sagði að Jóhanna Sigurð-
ardóttir væri eins og álfur út úr hól
og liti út eins og álfur í uppistands-
atriði á landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins árið 2009. Æ, ég veit ekki, grín
um útlit fólks er ekkert rosalega
beitt. En það var víst mikið hlegið á
landsfundinum. Kannski þorði fólk
ekki annað? Katrínu Jakobsdóttur
kallaði hann „gluggaskraut“ og þá
verð ég að viðurkenna að ég vor-
kenndi honum meira en henni. Tutt-
ugasta og fyrsta öldin gekk í garð
fyrir allnokkrum árum og þar á und-
an var sú tuttugasta! Það er ekki
lengur fyndið að niðurlægja konur
sem „halda að þær séu eitthvað“. Og
þá þótti Davíð, manni sem nú sækist
eftir því að verða forseti Íslands, við
hæfi að kalla Barack Obama múlatta
á síðum Morgunblaðsins. Múlatta!
Við þurfum að tileinka okkur að
koma fram hvert við annað með virð-
ingu og reyna að þoka þessu litla
samfélagi okkar í rétta átt með því að
takast á um málefni og hætta þessum
sífelldu innihaldslausu persónu-
árásum. Það er ekkert sniðugt við að
snúa út úr nöfnum fólks, gera grín að
útliti annarra, lítillækka konur eða
draga fólk í dilka eftir kynþáttaflokk-
un nýlendutímans. Þetta var kannski
fyndið fyrir 1990 en nú er þetta þetta
álíka ferskt og stropað risaeðluegg.
Þetta er ekki lengur fyndið á vinnu-
stöðum, ekki í partíum, ekki á leik-
skólum og ekki heldur á Bessastöð-
um.
Ég hvet Davíð Oddsson til að
hleypa ferskum vindum jákvæðis og
abstrakthúmors inn í sál sína og
kanna hvort það muni ekki gera
hann og alla aðra glaðari. Meðan
hann prófar sig áfram með þetta
finnst mér æskilegt að hann haldi
áfram að ritstýra Morgunblaðinu,
blaði sem er bara borið til þeirra sem
kæra sig um að lesa það, alla vega
flesta daga. Ég held að það fari best
á því að við veljum okkur forseta sem
kemur fram við okkur öll af virðingu,
hvort sem við erum konur, „kyn-
blendingar“ eða með rangar stjórn-
málaskoðanir.
Steingert skopskyn
Eftir Þráin
Friðriksson
Þráinn Friðriksson
» Og þá þótti Davíð,
manni sem nú sæk-
ist eftir því að verða for-
seti Íslands, við hæfi að
kalla Barack Obama
múlatta á síðum Morg-
unblaðsins. Múlatta!
Höfundur er jarðvísindamaður.
Enn rennur hann upp,
þjóðhátíðardagurinn 17.
júní. Við höldum í skrúð-
göngu með börnin, fán-
um er veifað og blöðrur
eru keyptar. Það er mik-
ið gaman með pabba og
mömmu.
Börnin skilja kannski
ekki um hvað þessi há-
tíðahöld snúast – og við
gerðum vel í því að út-
skýra að við fögnum
frelsi og öryggi. Það er
meira en margar þjóðir
geta. Þetta er kjörinn
dagur til að útskýra
hvað við eigum raun-
verulega gott.
Hugsum, munum
og höldum fast í
frelsið
Við – fullorðna fólkið – ættum líka
að velta málinu fyrir okkur. Við vitum
að við njótum frelsis, en gerum við
okkur ljóst hvílíkur reginmunur er á
lífi okkar og lífi þjóða sem búa við
stríðsástand og skort á vatni og mat-
vælum – og vita aldrei hvenær næsta
þjóð eða ættbálkur birtist með al-
væpni til að ræna því litla sem þau
eiga og sæmd okkar, lífi – og börnum
í þrældóm.
Við Íslendingar gerðum vel í því að
eiga alvarlega stund í fjölskyldu- og
vinahópi og gera okkur ljóst hvernig
við gætum lent í því sama. Kannski
koma menn með byssur en e.t.v. er
líklegra að menn á ferðalögum hafi
skjöl og penna meðferðis – og pen-
inga. Að þeir freisti
okkar til að selja landið,
gögn þess og gæði, líkt
og hinn hvíti maður
keypti land af indjánum
Ameríku fyrir verðlaus-
ar glerkúlur.
Það eru ekki mörg ár
síðan litlu munaði að við
gengjum í sömu gildru.
Hér var við stjórnvöl
fólk sem einskis sveifst í
því að láta þjóð sína
gangast undir ok ESB
og margreyndi að
hengja um háls okkar
„Icesave-kröfurnar“
sem við hvorki skuld-
uðum né hefðum nokk-
urn tíman haft efni á að
greiða. Þetta landráða-
fólk hugsaði um eigin
hag og laug – ekki að-
eins að þjóðinni heldur
líka Alþingi.
Tvennar kosningar
Á þessu ári eru tvennar kosningar;
Alþingiskosningar í haust og forseta-
kosningar eftir viku. Höfum hugfast
að enn er hér landráðafólk sem
dreymir um að selja sjálfstæði okkar í
hendur ESB. Þau meira að segja
undirbjuggu að það yrði fljótlegt og
einfalt. Ígrundum vandlega hverjum
við gefum atkvæði okkar. Það ræður
framtíð lands og þjóðar. Það ræður
því hverju við skilum til barna okkar
og barnabarna. Spyrjum okkur: eiga
þau annað en það besta skilið eftir að
okkar vakt lýkur - og við kveðjum?
Gleðilega þjóðhátíð
Eftir Baldur
Ágústsson
Baldur Ágústsson
» Þetta er
kjörinn
dagur til að út-
skýra hvað við
eigum raun-
verulega gott.
Höf.er fv. flugumferðarstjóri, for-
stjóri og forsetaframbjóðandi.
Þann 19.5. birtist
frétt í Morgunblaðinu
undir fyrirsögninni:
„Sjávarútvegshúsið í
sigtinu“. Fréttin er á
þá leið að velferð-
arráðuneyti sé ætlað
að fara inn í Sjáv-
arútvegshúsið við
Skúlagötu 4. Hinni
nýju Hafrann-
sóknastofnun, rannsókna- og ráð-
gjafarstofnun hafs og vatna, með
Veiðimálastofnun innanborðs, verði
gert að hafa sig burt úr húsinu enda
rúmi það ekki hina sameinuðu nýju
stofnun.
Við þetta er margt athugunar- og
aðfinnsluvert. Staðhæfingin um
plássleysið minnir á gamansöguna
sem sögð var á Hafró þegar sjáv-
arútvegsráðuneytið flutti inn á efstu
hæð Skúlagötu 4 og var í þá veru að
oft verði sníkjudýr hýsli sínum að
bana.
Þetta kallar á smá sögulegt yfirlit.
Húsið að Skúlagötu 4 var reist fyrir
Rannsóknastofnanir sjávarútvegs-
ins. Sagan hefst 1945 þegar ríkið
skipaði nefnd hagsmunaaðila til að
vinna að málinu. Davíð Ólafsson,
fiskimálastjóri, góður og gegn sjálf-
stæðismaður, stjórnaði verkinu frá
1948. Gegnum Fiskifélag Íslands,
sem var sjálfstæð stofnun sjáv-
arútvegsins en ekki ríkisstofnun,
beitti hann sér fyrir því að útvegs-
menn hétu fé til hins nýja húss með
sérstöku gjaldi. Að þessu máli var
þannig unnið á hliðstæðan hátt og
þegar útgerðin „gaf“ þjóðinni fyrsta
rannsóknaskip sitt, Árna Frið-
riksson (eldri) árið 1965. Fram-
kvæmdir hófust 1949 og tóku mörg
ár. Húsið var tekið í notkun í áföng-
um enda verkefnið risastórt; bygg-
ingin 5.500 rúmmetar, sérhönnuð
fyrir viðkomandi stofnanir með
miklum frystigeymslum, vinnslusöl-
um og rannsóknastofum. Fyrst
flutti Rannsóknarstofnun Fiski-
félagsins inn árið 1953. Næst var
sjálft Ríkisútvarpið árið 1959 og
kom sér fyrir á tveimur efstu hæð-
um hússins og greiddi fúlgur fjár í
fyrirframleigu svo klára mætti
bygginguna. Húsið fékk því fljótlega
nafnið Útvarpshúsið í munni al-
mennings. Fiskideild Atvinnudeild-
ar Háskólans (stofnuð 1937) flutti
inn árið 1960. Fiskideildin varð síðar
að Hafrannsóknastofnun árið 1965.
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
(Rf) kom í húsið 1961. Það var svo
ekki fyrr en árið 1966 að bygging
Rannsóknastofnana sjávarútvegsins
var formlega afhent. Eins og til að
undirstrika það að hér væri ekki um
að ræða beint ríkisframlag byrjaði
Davíð Ólafsson á því að afhenda
húsið sjávarútvegsráðherra. Sá var
Eggert Þorsteinsson sem afhenti
síðan Rannsóknarstofnunum sjáv-
arútvegsins húsið til „eignar og af-
nota“. Útvarpið var þarna í ein 34 ár
en eftir það flutti sjávarútvegsráðu-
neytið inn á efstu hæðina 1989. RF
var steypt saman við fleiri stofnanir
tengdar matvælaiðnaði árið 2006
undir nafninu Matís og flutti úr hús-
inu. Ráðuneytið á efstu hæðinni
bætti þá við sig enn einni hæð.
Fyrir nokkrum árum komu upp
hugmyndir um að sameina Hafró og
Veiðimálastofnun og var í þeim til-
gangi tekið frá og sérinnréttað pláss
í húsinu sem ætlað var veiði-
málafólkinu. Þegar sameiningin dóst
flutti ráðuneytið inn í þetta húsnæði
og hefur ekki skilað aftur. Þannig
fæst sú niðurstaða að húsið rúmi
ekki lengur sameiginlega rann-
sóknastofnun hafs og vatna. Þetta
gengur hinsvegar þvert á allar um-
sagnir sem fylgja með nýjum lögum
um sameiningu stofnananna þar
sem margendurtekið er að lang-
hagkvæmast sé að hin nýja stofnun
verði áfram til húsa að Skúlagötu 4.
Viðamiklar endurbætur og breyt-
ingar sem fram hafi farið á húsinu
undanfarin ár hafi og miðast við að
svo yrði og „reikna megi með að
kostnaður vegna breytinga á hús-
næði verði óverulegur“. Veit vinstri
höndin ekki hvað sú hægri gjörir?
Við sem unnið höfum alla okkar
tíð hjá Hafró viljum veg stofnunar-
innar eðlilega sem mestan enda ber
bygging hússins að Skúlagötu 4 því
vitni að það hefur þjóðin líka viljað
og haft metnað til. Húsið sjálft er
ekki endilega mergurinn málsins
heldur aðbúnaður og aðstaða og
enginn slær hendi á móti nýju eða
nýuppgerðu húsnæði. Það er hins-
vegar ekki fyrir hendi og mjög
þungt hefur verið fyrir fæti hjá
Hafró um hríð. Fyrir þrem árum
stefndi í að hætta þyrfti við haust-
rall (margra ára rannsókna-seríu)
og hefði orðið mikill skaði af. Til
þess að bjarga málum tóku menn
nokkur hundruð þorsktonn utan
kvóta til þess að greiða togurum fyr-
ir verkið; gjörð sem orkar mjög tví-
mælis og er lítt afsakanlegt að láta
Hafró standa óbeint að þar sem
stofnunin sjálf hefur það markmið
að leggja til árlega aflakvóta og þá
um leið að eftir þeim sé farið. Þetta
ástand er enn viðvarandi. Stjórnvöld
mega þó eiga það að fyrstu árin eftir
hrun hélt stofnunin nokkurn veginn
sjó hvað varðar rekstur og ekki kom
til stórra skerðinga fjárframlaga.
Það verður þó að segjast að það eru
kaldar móttökur sem nýr forstjóri
Hafró fær þegar hann hefur verk
sitt og byrjar að byggja upp nýja
stofnun sem nú nær til hafs og
vatna. Honum er sagt að fara að
leita sér að nýju húsnæði. Það er
von okkar að stjórnvöld hafi þann
metnað fyrir hönd auðlindarinnar
miklu sem að framan er lýst þegar
tekið var höndum saman við at-
vinnuveginn og Skúlagata 4 reis og
rannsóknaskip byggð. Ef mynd-
arlega er tekið á málum verður
gnægtabrunnurinn haf og vötn von-
andi enn okkar fjöregg um ókomin
ár.
Á að ýta nýrri Hafrannsókna-
stofnun út úr eigin húsi?
Eftir Einar Jónsson
og Ingvar
Hallgrímsson
»… það eru kaldar
móttökur sem nýr
forstjóri sameinaðrar
rannsóknastofnunar
hafs og vatna fær. Hon-
um er sagt að fara að
leita sér að húsnæði.
Einar Jónsson
Höfundar eru fiskifræðingar og unnu
allan sinn starfsaldur hjá Hafrann-
sóknastofnun, sá síðar nefndi lengi
sem sviðsstjóri.
Ingvar Hallgrímsson
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
FEB í Reykjavík
Mánudaginn 13. júní var spilað á
13 borðum hjá bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Efstu pör í N/S
Jón Þór Karlsson – Jón H. Jónsson 371
Unnar A. Guðmss – Kristín Óskarsd. 362
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 353
A/V
Óskar Ólafsson – Viðar Valdimarss. 385
Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannss. 382
Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgr.d. 381
Mánudaginn 6. júní mættu 29 pör í
tvímenning.
Efstu pör í N/S
Lúðvík Ólafsson – Ragnar Jónsson 379
Örn Ingólfsson – Jónas Elíasson 274
Haukur Harðarson – Ágúst Helgason 353
Jón Þór Karlsson – Jón H. Jónsson 352
A/V
Kristján Guðmss. – Björn E. Péturss. 405
Sæmundur Pálss. – Björn Arnarson 351
Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 350
Ormarr Snæbjörnss. – Sturla Snæbjss. 349
Fimmtudaginn 9. júní mætu 25
pör til leiks. Úrslit í N/S:
Guðm.Sigursteinss. – Unnar Guðmss. 352
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 351
Bjarni Þórarinss. – Gunnar Jónsson 326
Guðl. Bessason – Trausti Friðfinnsson 296
A/V
Sturla Snæbjss. – Ormarr Snæbjörnss. 390
Björn Arnars. - Guðlaugur. Ellerts. 358
Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 309
Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 303