Morgunblaðið - 04.07.2016, Síða 1
M Á N U D A G U R 4. J Ú L Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 154. tölublað 104. árgangur
VANN FYRST
KVENNA A-FLOKK
Á LANDSMÓTI
MADS OG
MÆJA ERU
SAMHENT
VEITUM KONUM
Á FLÓTTA
BÆRILEGRA LÍF
FIÐURFÉ OG FLEIRI SKEPNUR 12 SÖFNUNARÁTAK 26EYRÚN ÝR Á HÓLUM 11
Ævintýri íslenska landsliðsins í Evrópu-
keppninni í knattspyrnu lauk í París í gær-
kvöldi. Liðið tapaði 2:5 gegn Frakklandi í
átta liða úrslitunum og heldur því heim á leið
eftir frábæra frammistöðu, sem fáir höfðu
séð fyrir. Þrátt fyrir úrslitin var þakklæti til
strákanna ofarlega í huga fólks sem rætt var
við í gærkvöldi.
Á vellinum í París sungu hátt í tíu þúsund
íslenskir áhorfendur allan leiktímann og
löngu eftir að leiknum lauk. Víðs vegar um
land safnaðist fólk saman og fylgdist með
leiknum á stórum skjáum úti undir beru lofti.
Flestir voru á Arnarhóli, þar sem stemningin
var mikil.
Í keppninni í Frakklandi gerði íslenska lið-
ið jafntefli gegn Portúgal og Ungverjalandi
og vann Austurríki og England áður en kom
að leiknum gegn Frökkum í gær. Staðan í
leikhléi var 4:0 en í síðari hálfleik skoruðu
Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fyr-
ir íslenska liðið, sem skoraði í öllum leikjum
sínum. Leikurinn í gær var síðasti leikur Lars
Lagerbäck sem landsliðsþjálfara.
„Takk fyrir, strákar, við erum ótrúlega
stolt af ykkur,“ sögðu viðmælendur blaðsins
á Rútstúni í Kópavogi í gærkvöldi. „Það er
búið að vera gaman í þrjár vikur,“ sagði ann-
ar viðmælandi.
Hrifu heila þjóð með sér
BBC sagði m.a. í gær að árangur Íslend-
inga á mótinu hefði hrifið með sér heila þjóð
og jafnframt verið ein besta sigursaga móts
sem nauðsynlega hefði þurft slíkar sögur.
Móttökuathöfn hefur verið skipulögð fyrir
landsliðið á Arnarhóli klukkan 19 í kvöld.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Takk vinur! Gylfi Sigurðsson faðmar föður sinn, Sigurð Aðalsteinsson, að leikslokum í París í gærkvöldi. Ljóshærða, brosandi konan fyrir aftan feðgana er Alexandra Ívarsdóttir, unnusta Gylfa.
TAKK FYRIR OKKUR STRÁKAR
Ævintýri landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu lauk í París í gærkvöldi Liðið skoraði í öllum
leikjum sínum í keppninni „Takk fyrir, strákar, við erum ótrúlega stolt af ykkur,“ sagði fólk í Kópavogi
MEM í fótbolta »2, 4, 16, 17 og íþróttir.
Bless Lars Lagerbäck og strákarnir klappa
fyrir áhorfendum, þakka frábæran stuðning.