Morgunblaðið - 04.07.2016, Side 6

Morgunblaðið - 04.07.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016 Rafmagnshjól.is • Fiskislóð 45 • Sími 534 6600 Hollensk rafmagnshjól vönduð og margverðlaunuð BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þéttleiki makríleggja við lögsögu- mörk Íslands og Færeyja suðaust- ur af landinu í leiðangri í maí- mánuði var margfaldur á við það sem áður hefur sést, að sögn Björns Gunnarssonar, leiðangursstjóra í ís- lenska hluta þessa fjölþjóðlega leið- angurs, og Guðmundar Óskarsson- ar, fiskifræðings á Hafrannsóknastofnun. Björn segir þetta vísbendingar um að á þessu svæði sé meiri makrílgengd en nokkru sinni áður. Skip frá Íslandi og Færeyjum voru við mælingar nánast á sama svæði í færeyskri og breskri lög- sögu, en rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var um mánuði fyrr á ferðinni. Íslenski leiðangurinn náði að mæla núllpunkt hrygningarinnar í vesturátt. Þegar Færeyingar fóru hins veg- ar um svæðið mánuði síðar fundu þeir ekki núllpunktinn í vestur, sem bendir til þess að hrygningin hafi teygt sig vel inn í íslenska lögsögu. Þéttleiki makríleggja var mestur við lögsögumörkin og hrygningin þar meiri heldur en nokkru sinni áður. „Við sáum í ár tölur sem ekki hafa sést á þessu svæði frá upphafi mælinga 1977,“ segir Björn. Bagalegt að ekki var farið inn í íslenska lögsögu Björn og Guðmundur segja baga- legt að ekki hafi fengist upplýsing- ar um hrygningu í íslenskri lögsögu en hennar varð vart í eggjaleið- öngrunum 2010 og 2013. Um ástæður þess að ekki var haldið áfram lengra í vestur segir Björn að í sjálfu sér hafi ekki verið reiknað með svo kröftugri hrygn- ingu í vesturátt og Færeyingar hafi ekki sótt um leyfi til rannsókna í ís- lenskri lögsögu áður en haldið var af stað. Í stað þess að útvega leyfin þegar ljóst var hver staðan var létu Færeyingar staðar numið. Hugmyndir komu fram um að rannsóknum á hrygningunni yrði haldið áfram af hálfu Íslendinga, en það var ekki talið framkvæmanlegt með svo skömmum fyrirvara vegna annarra verkefna og fjárskorts. Björn og Guðmundur varast að draga of miklar ályktanir af þessum niðurstöðum um makrílveiðar við Ísland í sumar. Björn segir þó að vissulega séu þetta vísbendingar um að suðaustur af landinu hafi í vor verið meiri makrílgengd en nokkru sinni áður. Ástandið í sjónum og hitastig sjávar við landið hafi á margan hátt verið svipað og í maí fyrra. Sjórinn hafi þó verið heldur kaldari fyrir sunnan land í maí held- ur en í meðalári. Á móti megi nefna að júní hafi verið tiltölulega hlýr. Útbreiðsla makríls, síldar og kolmunna Árlegur togleiðangur Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga og Græn- lendinga til að kanna útbreiðslu og magn makríls og síldar í Norðaust- ur-Atlantshafi hófst á föstudag. Í ár verður útbreiðsla og magn kol- munna einnig kannað í fyrsta skipti í þessum leiðangri, en á þessum árs- tíma er meginhluti stofnsins geng- inn inn á yfirferðarsvæði leiðang- ursins. Guðmundur verður leiðangurs- stjóri um borð í Árna Friðrikssyni í fyrri hlutanum, en Sigurður Jóns- son seinni helminginn, en mæling- um Íslendinga lýkur 3. ágúst. Guð- mundur segir að í ár verði allt útbreiðslusvæði makríls og síldar kannað og verður farið eins norð- arlega og sunnarlega og þörf krefur. Tvö skip frá Noregi taka þátt, eitt frá Færeyjum og færeyskt leiguskip fyrir Grænlendinga auk þess sem Árni Friðriksson verður í fimm daga leigu við mælingar í græn- lenskri lögsögu norðan og vestan Ís- lands. Mikil hrygning við lögsögumörk  Þéttleiki makríleggja suðaustur af landinu í maí margfaldur á við það sem áður hefur sést  Mælingar ekki gerðar í íslenskri lögsögu  Leiðangur til að mæla síld, makríl og kolmunna hafinn Ljósmynd/Valur Bogason Rannsóknir Björn Gunnarsson við vinnu sína um borð í Bjarna Sæmundssyni. Á skjánum má sjá makrílegg. Mikið verkefni » Eggjaleiðangurinn er fjöl- þjóðlegt verkefni skipulagt af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og er reynt að meta fjölda eggja á hrygningarsvæði makríls. Hrygningin hefst við strendur Portúgals í febrúar og teygir sig allt norður í íslensku landhelgina og lýkur í byrjun ágúst. » Alls koma að sýnatökunni tíu Evrópulönd: Portúgal, Spánn, Írland, Bretland, Holland, Dan- mörk, Þýskaland, Noregur, Fær- eyjar og Ísland, og ellefu rann- sóknastofnanir. Farnir eru tuttugu rannsóknaleiðangrar frá því í febrúar og fram í ágúst. » Markmiðið er að áætla stærð hrygningarstofns makríls í NA- Atlantshafi út frá fjölda hrygndra eggja og er farið í slík- an leiðangur á þriggja ára fresti. Mælingarnar eru ásamt öðrum gögnum mikilvægar fyrir stofn- stærðarmat og þar með veiði- ráðgjöf ICES fyrir makrílstofn- inn. Leitað var eftir aðstoð þyrlu Land- helgisgæslunnar eftir hádegi á laugardag vegna konu sem fallið hafði í klettum ofan við Reynis- fjöru, Víkurmegin. TF-LÍF var komin á vettvang um klukkan 13.30 og sigu læknir og sigmaður úr áhöfn niður á slysstað. Þá höfðu björgunarsveitarmenn og læknir vaðið sjó meðfram klettunum og höfðu þeir búið um konuna og tóku við siglínunni. Féll í klettum ofan við Reynisfjöru Huginn VE byrjaði á makrílveiðum undan Suðurlandi 14. júní, en smám saman hefur skipum fjölgað og í gær var um tugur skipa á miðunum. Guðmundur Ingi Guðmundsson, skipstjóri á Hugin, sagði að aflabrögð hefðu verið misjöfn, þannig hefði verið ágætis afli á laugardag, en gær- dagurinn að stórum hluta farið í leit. Um miðjan dag sagðist hann reikna með að kasta fljótlega þannig að næðist að hífa áður en leikur Íslands og Frakka byrjaði. Um borð snerist dagurinn um fótbolta eins og víðar. Þeir á Hugin voru í gær að veiðum í Hávadýpi austur af Eyjum og höfðu alls fengið um 1500 tonn á vertíðinni. Aflinn er unnin um borð og hefur ýmist verið hausaður og slógdreginn eða heilfrystur eftir óskum við- skiptavina. Talsvert hærra verð hefði fengist fyrir afurðirnar heldur en í byrjun vertíðar í fyrra. Guðmundur Ingi sagði að í heildina hefðu afla- brögð verið lakari í ár heldur en á sama tíma í fyrra. Hins vegar væri mak- ríllinn fljótur að fitna; fyrir hálfum mánuði hefði fituprósentan verið 7-8%, en nú væri hún komin í 20% Um tugur skipa að veiðum ÆTLAÐI AÐ HÍFA ÁÐUR EN LEIKURINN VIÐ FRAKKA BYRJAÐI Karlmaður á áttræðisaldri lést síðdegis á laug- ardag í Hraunbæ í Reykjavík þegar vörubifreið sem hann var að gera við rann á hann. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Málsatvik liggja að öðru leyti ekki fyrir og eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. Lögreglan óskar eftir vitnum að atvikinu og eru þau vinsamlega beðin að hafa samband við lögreglu með því að senda tölvupóst á netfangið stella.mjoll@lrh.is. Banaslys í Hraunbæ Drengurinn sem lést í bruna á Stokkseyri á föstudag hét Hjalti Jak- ob Ingason og var fædd- ur 2. maí árið 2012. Hann bjó í foreldra- húsum á Heiðarbrún 12 á Stokkseyri ásamt tveimur yngri systk- inum. Hann lést þegar eldur kom upp í húsbíl sem stóð við íbúðarhús á Stokkseyri. Barst tilkynning um eldinn um klukkan þrjú á föstudag en þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn var bifreið- in alelda. Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að drengurinn hafi verið að leik í bílnum þegar eldurinn braust út. Lögreglan á Suðurlandi vinnur að rannsókn slyssins ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Lést á Stokkseyri Hinn árlegi Fornbíladagur var haldinn á Árbæjarsafni í gær. Fjöldinn allur af fjölbreyttum bílum var til sýnis fyrir gesti og gangandi, en bílarnir eru í eigu meðlima í Fornbílaklúbbi Ís- lands. Eigendur fornbílanna spjölluðu við gesti safnsins og Rún- ar Sigurjónsson stjanaði við eina af elstu bifreiðunum. Fornbíladagurinn á Árbæjarsafni Morgunblaðið/Þórður Bílasýning í blíðunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.