Morgunblaðið - 04.07.2016, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016
✝ Arnþór JónÞorsteinsson
fæddist á Mold-
haugum í Hörgár-
sveit 13. ágúst
1948. Hann lést á
heimili sínu,
Skálateigi 1 á
Akureyri, 21. júní
2016.
Hann var sonur
hjónanna Þóru
Jónsdóttur Thorla-
cius, og Þorsteins Jónssonar,
bænda á Moldhaugum. Þau
eru bæði látin. Addi, eins og
hann var alltaf kallaður var
elstur sjö systkina. Systkini
hans eru: Ester, f. 1949,
Þröstur, f. 1952, Rósa Þur-
íður, f. 1954, Eygló Helga, f.
1956, Margrét Harpa, f. 1958
og Ása Björk, f.
1959.
Sambýliskona
Arnþórs var Guð-
laug H. Jónsdóttir,
f. 1945.
Addi varð gagn-
fræðingur frá Hér-
aðsskólanum á
Laugum í Reykjar-
dal. Hann vann
ýmis verka-
mannastörf, var
m.a. mörg ár hjá Útgerðar-
félagi Akureyringa. Síðari ár
vann hann í Lystigarðinum á
sumrin og fram á síðasta dag
vann hann á Plastiðjunni
Bjargi-Iðjulundi.
Útför Arnþórs Jóns fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag, 4.
júlí 2016, klukkan 13.30.
Elsku Addi.
Nú hefur þú lokið lífsgöngu
þinni hér á jörðu. Göngu sem
ekki var ætíð svo létt fyrir þig,
þar sem þú þurftir að burðast
með sjúkdóm sem þú ekki valdir
þér sjálfur.
Það er ekki alltaf létt að horfa
upp á aðstandanda sinn sýna á
sér alls kyns myndir úr litrófi
persónuleikans, en aldrei man ég
þó eftir því að þú hafir kvartað
yfir þessu hlutskipti þínu. Sjálfs-
vorkunn átti ekki við þig. Þú
hafðir meiri áhuga á að fá fréttir
af öðrum en tala um sjálfan þig.
Það duldist engum sem þig
þekkti hve vænt þér þótti um
fjölskyldu þína.
Þegar þú hittir okkur systkini
þín spurðir þú ævinlega um
systkinabörnin og stundum
hringdir þú í þau. Áhugi þinn
beindist mikið að því hversu há
þau væru orðin. Þín sérgáfa var
m.a. að muna tölur og mundir þú
ýmsa hluti sem enginn annar
hefði getað munað.
Þú varst mikill dýravinur,
hafðir sérstakt dálæti á kindum
og ætla ég að leyfa mér að segja
að þú hafir munað ættartölu
flestallra ef ekki allra kindanna,
mörg ár aftur í tímann. Og er ég
ekki frá því að þú hafir einnig,
um tíma, munað að miklu leyti
ættartölu kindanna af næsta bæ.
Eftir að ég flutti til Noregs skrif-
uðumst við á og hafðir þú gaman
af að segja mér frá Nínu, kisunni
þinni. Bréfin ætla ég að varð-
veita.
Síðasta daginn þinn sem þú
lifðir sóttir þú vinnu og þykist ég
vita að þar hafi harkan og elju-
semin ráðið för.
Þú valdir bjartasta dag ársins
til að kveðja. Nú ertu floginn á
vit nýrra ævintýra, fullfrískur.
Vona ég að þú finnir þá birtu og
yl sem þú átt skilið.
Öllum þeim sem veittu Adda
hjálp og stuðning gegnum árin
færi ég mínar bestu þakkir.
Elsku bróðir, ég vil kveðja þig
með þessum orðum.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem fellum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(Hákon Aðalsteinsson)
F.h. systkinanna,
Ása Björk Þorsteinsdóttir.
Þegar ég fékk þær fréttir að
Addi móðurbróðir væri látinn var
mér brugðið, andlátið bar snöggt
að og ekki tími til að kveðja.
Sem krakki man ég eftir Adda
frænda sem miklum stríðnispúka
og hrekkjalómi, en skemmtilegur
var hann og minnugur, hann
mundi hversu háir allir voru í
fjölskyldunni, sem og þyngd
þeirra (ef það var gefið upp) og
alla afmælisdaga mundi hann.
Ég man að við frændsystkinin
reyndum stundum að hanka
hann á einhverjum staðreyndum
en það var vita vonlaust.
Eftir að ég eignaðist fjöl-
skyldu kom hann stundum í
heimsókn og var þá kampakátur
og lék á als oddi. Hann var mikill
áhugamaður um skák og vakti
hann og viðhélt áhuga stelpn-
anna minna á skák og er ég nokk-
uð viss um að hann kenndi þeim
öllum mannganginn. Þegar hann
kom í heimsókn var yfirleitt grip-
ið í eina skák eða tvær og var það
yfirleitt við Arne, manninn minn,
og það var alveg á hreinu hversu
margar skákir hver hafði unnið,
þótt langt hefði liðið á milli
skáka.
Hann var duglegur að mæta í
afmælisveislur og alltaf hringdi
hann með afmæliskveðju þegar
einhver fjölskyldumeðlimur átti
afmæli. Hann var veisluglaður og
naut sín innan um fjölskyldu
sína.
Síðustu ár hefur Addi verið
þátttakandi í lífi mínu og hef ég
kynnst honum á annan hátt en
þegar ég var barn. Addi var mjög
sjálfstæður og mat alltaf mikið
sjálfstæði sitt, hann var stoltur,
ákveðinn og stóð fast á því sem
hann trúði á. Hann var um-
hyggjusamur og var svo lánsam-
ur síðustu árin sín að eignast kisu
sem gaf honum mjög mikið, bæði
félagsskap og nærveru. Hann
var vinusamur og stundvís og
vildi sinna vinnu sinni vel, sem
hann gerði.
Þegar ég bað dætur mínar að
segja nokkur orð um Adda
frænda sinn sögðu þær að hann
væri skemmtilegur, fyndinn,
kærleiksríkur, örlátur og góður.
Farin er góður maður, hvíl þú í
friði, elsku Addi okkar.
Sendum Gullu, aðstandendum
hans og vinum innilegar samúð-
arkveðjur.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Kærleikskveðja,
Dagný Þóra, Arne Vagn,
Snædís Sara, Klara
Fönn og Ísabella Eygló.
Arnþór Jón
Þorsteinsson
Elsku Bjarni.
Ég kveð þig með
söknuði í hjarta en
gleðst jafnframt yf-
ir öllum þeim góðu
minningum sem rifjast upp á
stundu sem þessari.
Þú varst okkur systkinunum á
Herjólfsstöðum sem afi og okk-
ur þótti vænt um þig sem slíkan.
Þú spurðir okkur alltaf tíðinda
og hvattir okkur áfram í því sem
við tókum okkur fyrir hendur.
Við minnumst reiðtúranna á
milli bæja og upp að Skálm-
arbæ. Þegar þú attir okkur sam-
an í kappreiðar á tamningar-
trippunum og lést okkur ríða út
í stórar tjarnir á hrossunum til
þess að baða. Veiðitúranna í
bæjarlæknum og allrar spila-
mennskunnar við eldhúsborðið í
Hraunbæ.
Þegar litið er til baka eru
fyrstu minningar mínar af þér
þegar þú komst ríðandi í hlað á
Herjólfsstöðum, bast hestinn við
staur fyrir utan og komst inn í
kaffi. Þegar þú gerðir þig líkleg-
an til þess að fara varstu alltaf
tilbúinn að teyma undir stelpu-
skottunni sem brosti hringinn
yfir að fá að setjast á bak hross-
unum hans Bjarna í Hraunbæ.
Oftar en ekki lögðum við einnig
á bak og fylgdum þér áleiðis
suður í hæð eða alla leiðina heim
að Hraunbæ.
Allt frá barnsaldri hafa mér
verið sagðar sögur sem lýsa
hversu einstakur maður þú varst
og þannig munum við minnast
þín. Þú varst mikill hestamaður
og er margur gæðingurinn sem
Bjarni
Þorbergsson
✝ Bjarni Þor-bergsson fædd-
ist 4. ágúst 1928.
Hann lést 19. júní
2016.
Jarðarförin fór
fram 28. júní 2016.
hefur komið úr
þinni ræktun. Ég
minnist sérstaklega
sagnanna af gæð-
ingnum Blakk og
eins man ég vel eft-
ir hryssunni Sigur-
von. Væntumþykja
og gagnkvæm virð-
ing var það sem
gerði þig að svo
góðum hestamanni,
það mættu margir
taka þig sér til fyrirmyndar í
dag.
Ég minnist allra smalaferð-
anna í landi Hraunbæjar, þar
fórum við síðast saman árið
2011. Þá fórst þú á Spennu, 83
ára gamall, en varðst eins og
unglingur þegar þú varst kom-
inn í hnakkinn.
Áður en þú fluttir á Klaustur
vorum við mamma vanar að
koma við í Hraunbæ þegar við
riðum Álftavershringinn og
einnig var fyrsti reiðtúrinn á
tamningartrippunum jafnan far-
inn suður að Hraunbæ. Síðan þú
fluttist austur hef ég saknað
þess að sjá þig ekki birtast í
dyrunum, brosmildan og hlýjan.
Nú mun ég sakna þess að geta
ekki sagt þér sögur af tamning-
artrippunum og hlýtt á sögur frá
þeim tíma er þú varst sjálfur að
temja.
Ég gæti haldið endalaust
áfram og talið upp minningar úr
afréttarsmölun, kappreiðum,
sauðburði og fleiru, en mun hér
láta staðar numið. Þín verður
sárt saknað af heimilisfólkinu á
Herjólfsstöðum og minningu
þinni verður haldið á lofti um
ókomna tíð. Þó sorgin sé mikil
erum við fyrst og fremst þakklát
fyrir að hafa kynnst jafn ein-
stökum manni og þér.
Blessuð sé minning þín.
Harpa Ósk Jóhannesdóttir,
Herjólfsstöðum.
Orka, hlátur og ein-
staka bölv,
ekki aðeins landið greri.
Sálin mun lifa eins
sterkt og hans tak
og aldrei mun hann gleymast.
Á leiki hann leiðir sínar lagði oft
og var þar tíður gestur,
Björn Bjarnarson
✝ Björn Bjarn-arson fæddist
28. júlí 1943. Hann
lést 16. júní 2016.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey.
sama hvaða sport,
hann studdi þá sem
honum stóðu næstir.
Á Volvo, traktor eða
trukk, ávallt var hann
flottur.
Á Þristinum trónaði
hann þó allra hæst, var
þar vel settur.
Hans tré nú laufum vax-
ið er og eflaust er hann
stoltur
Stoltust erum við þó hér, því hann var
allra bestur.
Daníel.
Góðan daginn,
Erna Elíasdóttir
heiti ég, var sagt í
góðlátlegu glensi í
símtólinu. Þannig
símtöl fékk ég
stundum frá Ernu frænku þeg-
ar henni fannst of langt um lið-
ið frá því að við höfðum talast
saman. Erna frænka og
mamma voru systur og einu
börn foreldra sinna. Þær voru
mjög nánar og miklar vinkonur.
Voru fjölskylduböndin ákaflega
sterk og trygg í gegnum lífið og
fengum við börn þeirra það
vegarnesti.
Mínar fyrstu minningar um
Ernu frænku eru þegar við
bjuggum öll saman á Vita-
teignum; foreldrar mínir, Kolla
systir, Erna og Steini – tvíbur-
arnir komu seinna. Oft var glatt
á hjalla og ég stundum með
tvær mömmur til að hugga og
ala mig upp. Minningarnar
streyma um hugann til bernsk-
unnar, jólahátíðirnar sem
skipst var á að halda hjá ömmu
og afa á aðfangadag, heima hjá
okkur á jóladag og svo hjá ykk-
ur Steina á gamlársdag. Berja-
mór og veiðitúrar.
Erna frænka var yndisleg
manneskja, glettin, góð, kær-
leiksrík og gæti ég lengi, lengi
haldið áfram að telja upp alla
þá mannkosti sem hún hafði.
Það var alltaf gott að leita til
hennar, hvort sem það var á
unglingsárum mínum eða eftir
að ég stofnaði mína eigin fjöl-
skyldu, hvort sem um var að
ræða „vandamál“ unglingsár-
anna eða að passa börnin mín.
Alltaf var Erna tilbúin að lið-
sinna. Það var aldrei komið að
tómum kofa þar. Aldrei var sá
Erna Elíasdóttir
✝ Erna Elíasdótt-ir fæddist 8. júlí
1939. Hún lést 16.
júní 2016.
Útför Ernu fór
fram 28. júní 2016.
atburður í fjöl-
skyldu minni að
ekki væri gert ráð
fyrir að Erna og
Steini væru þar
þátttakendur. Með
það vegarnesti ól-
ust börnin mín upp
og þannig litu þau
á. Amma, afi, Erna
og Steini.
Elsku Erna, ég
kveð þig með
söknuði og þakka þér fyrir allt.
Allt mitt líf hefur þú skipað
stóran sess í mínu hjarta og
minni fjölskyldu. Vonandi eruð
þið systur farnar að skauta,
hlæja og gantast saman eins og
ykkar háttur var. Læt eitt ljóð
sem er í miklu uppáhaldi fylgja
með í þessum kveðjuorðum.
Hægt líður þoka af hafi
hylur mjúklega tinda
sólin er sest bakvið fjöllin
er síðustu geislana binda.
Húmið það sígur um sæinn
sólskríkjan kveður nú daginn.
Blómin sem dagana dýrka
drúpa nú höfði í sárum
áður í glampandi geislum
gráta nú daggartárum.
Enn þó að skríði yfir skuggar
skín aftur sólin og huggar.
(Kjartan H. Guðmundsson)
Elsku Steini, Kristín, Björk,
Elín, Lilja, Elli, tengdabörn og
barnabörn.
Við fjölskyldan vottum ykkur
innilega samúð.
Elín Hanna.
Elsku mamma mín, amma, tengdamamma,
systir og móðursystir,
KATARÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR
tækniteiknari,
lést á líknardeild Landspítalans 30. júní.
Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn
7. júlí klukkan 13.
.
Emma Hildur Helgadóttir Áslaug Þorsteinsdóttir
Casper R. Vissing Björn Markús Þórsson
Katrín R. Caspersdóttir Sonja Þórey Þórsdóttir
Steinunn Þórsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR EYMUNDSSON
rafmagnstæknifræðingur,
lést á heimili sínu 27. júní síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 8. júlí klukkan 15.
.
Olga Óla Bjarnadóttir
Eymundur Sigurðsson Ragnheiður Bragadóttir
Hanna Birna Sigurðardóttir Jesper Dalby
Bjarni Gaukur Sigurðsson Elísabet Jónsdóttir
og barnabörn
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför hjartkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HRAFNHILDAR S. BJÖRNSDÓTTUR,
Réttarheiði 31, Hveragerði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á sjúkrahúsinu á
Selfossi og Landspítala fyrir einstaka umhyggju.
Guð blessi ykkur öll og ykkar störf.
.
Guðmundur Einarsson
Kjartan Bjarnason Þórey Sigurðardóttir
Birgir Bjarnason Rannveig Guðmundsdóttir
Geir Bjarnason Ásta H. Viðar
Baldur Sívertsen Tanja Sívertsen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
UNNUR SVEINSDÓTTIR,
Dalalandi 14, Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. júní.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 7. júlí klukkan 13.
.
Kristján Ágúst Baldursson Stefanía Þorvaldsdóttir
Sveinn Baldursson
Einar Valur Baldursson
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar end-
urgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu
efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar-
ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á
hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist,
enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningargreinar