Morgunblaðið - 04.07.2016, Page 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016
Ég er í Danmörku hjá dóttur minni, Elísabetu, og ætla að haldaupp á daginn með henni og fjölskyldu hennar. Hin börn mínkoma líka frá Íslandi til að fagna deginum með mér,“ segir Pét-
ur Marteinn Páll Urbancic sem á 85 ára afmæli í dag. Pétur fæddist í
Vín í Austurríki en kom til Íslands árið 1938 með foreldrum sínum, dr.
Viktori J. Urbancic, hljómsveitarstjóra og tónskáldi, og dr. Melittu Ur-
bancic, skáldi og myndhöggvara.
Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950, út-
skrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1951 með burtfararpróf í
selló- og kontrabassaleik árið 1951. Hann lauk fyrrihlutaprófi í íslensk-
um fræðum við Háskóla Íslands 1953 en fór síðan til Vínar, þar sem
hann stundaði nám í samanburðarmálfræði og þýðingum. Pétur hóf
störf við Landsbanka Íslands á námsárum sínum og var starfsmaður
Seðlabanka Íslands frá stofnun hans 1961-97. Pétur lék með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands á sjötta áratugnum, í leikhúsum borgarinnar, í fjöl-
mörgum útvarps- og sjónvarpsþáttum og inn á fjölda hljómplatna.
Pétur er prófarkalesari, löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur og
hefur starfað sem slíkur m.a. fyrir þýska sendiráðið. Hann hefur verið
leiðsögumaður ferðamanna til fjölda ára, stundar enn leiðsögu, var
meðal stofnfélaga í Félagi leiðsögumanna og varaformaður þess í nokk-
ur ár. Þá hefur hann starfað mikið fyrir kaþólska söfnuðinn í Reykjavík
og var um tíma formaður Félags kaþólskra leikmanna.
Eiginkona Péturs var Ebba Ingibjörg Egilsdóttir Urbancic, kennari,
f. 10.7. 1933, d. 31.3. 2015. Börn þeirra eru Ásta Melitta, Viktor Jóhann-
es, Anna María, Linda Katrín og Elísabet Sigríður og eru barnabörnin
alls 12 talsins.
Fjölskyldan Hjónin Pétur og Ebba ásamt börnum sínum saman komin
í tilefni áttræðisafmælis Ebbu árið 2013.
Heldur upp á af-
mælið í Danmörku
Pétur Urbancic er 85 ára í dag
S
igurlaug fæddist í Vigur í
Ísafjarðardjúpi 4.7. 1926
og ólst þar upp í stórum
systkinahópi við æð-
ardúntekju og önnur
þeirra tíma sveitastörf.
Sigurlaug lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1947,
lauk cand.phil.-prófi frá HÍ 1948,
BA-prófi í ensku og frönsku við há-
skólann í Leeds 1951 og stundaði
framhaldsnám í frönsku og frönsk-
um bókmenntum við Sorbonne-
háskóla 1951-52.
Starfsferill
Sigurlaug var blaðamaður við
Morgunblaðið 1952-55. Hún var
kennari við Gagnfræðaskólann á
Akranesi 1947-48, við Versl-
Sigurlaug Bjarnadóttir, fyrrv. menntaskólak. og alþm. – 90 ára
Fjölskyldan Þorsteinn og Sigurlaug með börnum sínum, Ingunni, Birni og Björgu Thorarensen, árið 1992.
Frá dúntekju í Vigur
til náms í Sorbonne
Hjónin Sigurlaug og Þorsteinn á göngu úti í Vigur, en Þorsteinn lést 2006.
Bríet Brá Gunnlaugsdóttir, Auður Guðbjörg Gautadóttir, Embla Þóra Þorvalds-
dóttir og Þórný Harpa Rósinkranz Heimisdóttir söfnuðu 16.324 krónum með
tombólu í Ólafsfirði.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
19.490
Verð
Verkfærasalan - Síðumúla 11 - 560-8888 - www.vfs.is
2.990
Verð
WERA Skrúfjárnasett 6 stk
Mínus skrúfjárn frá 3.0 - 6.5mm
og plús PH1 pg PH2.
WERA 031280
Topplyklasett 171stk
Vandað topplyklasett frá BATO með skröllum í
stærðum 1/2", 3/8" og 1/4". Fjöldi hluta er 171 stk.
BT 1171
Frábær
verð!