Morgunblaðið - 04.07.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.2016, Blaðsíða 23
unarskóla Íslands 1952-53, við Námsflokka Reykjavíkur 1953-55 og 1956-58, við Málaskólann Mími 1960- 61, við Gagnfræðaskóla Austur- bæjar 1956-66 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967-95. Sigurlaug var alþingismaður í Vestfjarðarkjördæmi 1974-78 og varaþingmaður. 1978-83. Þá var hún prófdómari við stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík 1958-68 og við Menntaskólann á Laugarvatni frá 1956. Sigurlaug var borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík 1970-74, sat í stjórn Landssambands sjálf- stæðiskvenna 1967-79 og var for- maður þess 1975-79, sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1975-83, í Menntamálaráði 1979-83, í stjórn Æðarræktarfélags Íslands frá 1979- 85 og var formaður þess, í stjórn Alliance Francaise um árabil og var formaður Félags frönskukennara á Íslandi um skeið. Fjölskylda Sigurlaug giftist 29.5. 1954 Þor- steini Óskarssyni Thorarensen, f. 26.8. 1927, lögfræðingi, rithöfundi og bókaútgefanda. Hann lést 26.10. 2006. Þorsteinn var sonur Óskars Thorarensen, hreppstjóra á Móeið- arhvoli og síðar forstjóra BSR, og k.h., Ingunnar Eggertsdóttur hús- freyju. Börn Sigurlaugar og Þorsteins eru 1) Ingunn, f. 15.11. 1955, grunn- skólakennari í Reykjavík, gift Hall- grími Þórarinssyni og eru synir þeirra Björn, f. 14.7. 1995 og Stefán, f. 5.10. 2000 en sonur Ingunnar og Friðriks G. Friðrikssonar stórkaup- manns er Þorsteinn Baldur, f. 30.6. 1979; 2) Björn, f. 20.3. 1962, tónlist- armaður og leikari en börn hans og Eydísar Sveinbjarnardóttur, forseta Heilbrigðisvísindasviðs við HA, eru Sveinbjörn, f. 26.11. 1984 og Sig- urlaug, f. 18.12. 1990, og dóttir Björns og Þórunnar Óskar Mar- ínósdóttur víóluleikara er Arna Mar- ín, f. 28.3. 2000, og 3) Björg, f. 24.9. 1966, prófessor við lagadeild Há- skóla Íslands, gift Markúsi Sig- urbjörnssyni, forseta Hæstaréttar, og eru börn þeirra Ingunn Elísabet, f. 4.3. 1994, Sigurbjörn, f. 28.2. 1997 og Þorsteinn, f. 28.2. 1997. Systkini Sigurlaugar: Sigurður Bjarnason, f. 18.12. 1915, d. 5.1. 2012, ritstjóri Morgunblaðsins, al- þingismaður og sendiherrra; Björn Bjarnason, f. 31.12. 1916, d. 20.10. 1994, bóndi í Vigur; Baldur Bjarna- son, f. 9.11. 1918, d. 8.7. 1998, oddviti og hreppstjóri í Vigur; Þorbjörg Bjarnadóttir, f. 16.10. 1922, d. 7.1. 2006, skólastjóri Húsmæðraskólans á Ísafirði, og Þórunn Bjarnadóttir, f. 14.7. 1925, fyrrv. grunnskólakennari í Reykjavík. Foreldrar Sigurlaugar voru Bjarni Sigurðsson, f. 24.7. 1889, d. 30.7. 1974, hreppstjóri í Vigur, og k.h., Björg Björnsdóttir, f. 7.7. 1889, d. 24.1. 1977, húsfreyja. Úr frændgarði Sigurlaugar Bjarnadóttur Sigurlaug Bjarnadóttir Guðríður Ólafsddóttir húsfr. í Háagerði Jón Jónsson eldri hreppstj. í Háagerði á Skagaströnd Björn Jónsson hreppstj. á Veðramóti Björg Björnsdóttir húsfr. í Vigur Haraldur Björnsson leikari Jón Haraldsson arkitekt Jón Þ. Björnsson skólastj. og oddviti á Sauðárkróki Ólína Ragnheiður Jónsdóttir Óskar Magnússon skógarb. á Sámsstöðum Sigurður Bjarnason alþm. ritstj. Morgun- blaðsins og sendiherra Baldur Bjarnason hreppstj. í Vigur Þorbjörg Bjarnadóttir skólastj. Þórunn Bjarnadóttir kennari í Rvík Stefán Stefánsson b. á Heiði í Gönguskörðum Sigurður Stefánsson pr. og alþm. í Vigur Þórunn Bjarnadóttir húsfr. í Vigur Bjarni Sigurðsson hreppstj. í Vigur Helga Ólafsdóttir húsfr. á Kjaransstöðum, af Stephensen- og Schevingætt Bjarni Brynjólfsson hreppstj., skipasm. og dbrm. á Kjaransstöðum Sigurður Sigurðsson sýslum. á Sauðárkróki Sigurður Sigurðsson listmálari Hrólfur Sigurðsson listmálari á Sauðárkróki Árni Sigurðsson fyrrv. prestur á Blönduósi Stefán Stefánsson skólameistari Valtýr Stefánsson ritstj. Morgun- blaðsins Hulda Stefánsdóttir skólastj. Guðrún Sigurðardóttir húsfr. á Heiði Þorbjörg Stefánsdóttir húsfr. í Veðramóti Á þjóðhátíð Sigurlaug og Þórunn, systir hennar, á Þingvöllum 1994. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016 90 ára Jakob Árnason Sigríður Friðriksdóttir Sigurlaug Bjarnadóttir 85 ára Kári Arnórsson Pétur M. Páll Urbancic Ragnheiður Magnúsdóttir 80 ára Elín S. Aðalsteinsdóttir Helga Pálmadóttir Sigurður Hannesson Valborg Ingunn Valdimarsd. 75 ára Árni Vilhjálmsson Ester Haraldsdóttir Guðmundur Helgi Gíslason Kjartan Jónsson Valur Johansen Þórgunnur Þórarinsdóttir 70 ára Friðbergur Þór Leósson Geir Geirsson Haukur Tómasson Helgi Þór Axelsson Hulda Guðmundsdóttir Ingi Olsen Ísleifur Pétursson Jón Sævar Hallvarðsson Steinunn Helga Axelsdóttir 60 ára Ásdís Sigurðardóttir Björn Kristján Hafberg Guðmundur B. Þórarinsson Guðni Bergur Einarsson Gunnar Örn Rúnarsson Hulda Margrét Hákonar- dóttir Margrét S. Guðbrandsd. Sigríður Jónsdóttir Sigríður María Bjarnadóttir Stella Björg Kjartansdóttir Svanhildur Pálmadóttir Ögn Magna Magnúsdóttir 50 ára Agnar Árnason Andrea Kristín Gunnarsd. Arna Elísabet Karlsdóttir Bergur Barðason Birna Guðjónsdóttir Elenka Slavcheva Halldór Margeir Sverrisson Helen Björgvinsd. Scheving Ingi Örn Hafsteinsson Ion Chelaru Jóhann A. Samúelsson Kristmundur Kristmundss. Númi Orri Blöndal Sólveig Friðrikka Lúðvíksd. Sólveig Jóhanna Grétarsd. Valur Stefánsson Þorgerður Sigurðardóttir Örn Stefánsson 40 ára Björg Hreinsdóttir David Langlois Eiríkur Steinn Kristjánsson Helgi Þór Sigurðsson Ingunn Jónsdóttir Jón Ari Arason Magnús Tómas Gíslason María Stefánsdóttir Sigurbjörn Hr. Magnússon Stefán Ingi Sigurðsson Svanur Freyr Jóhannsson 30 ára Andreas Peter Petersson Atli Þór Sigurðsson Auður M. Guðmundsdóttir Guðný Stefánsdóttir Guðrún Einarsdóttir Julio Cesar Leon Verdugo Karen Björg Jóhannsdóttir Lilja Sif Einarsdóttir Pétur Smári Ólafsson Til hamingju með daginn 40 ára Þröstur er úr Reykjavík en býr í Kópa- vogi. Hann er útvarps- maður á KissFM og hestahvíslari. Maki: Anna Kristín Ólafs- dóttir, f. 1978, skrif- stofustj. hjá Kjarnavörum. Börn: Alexander Ottó, f. 1996, Victor Orri, f. 2004, og Sveinn Logi, f. 2009. Foreldrar: Gestur Ottó Jónsson, f. 1929, d. 1999, og Jónína Sigurðardóttir, f. 1934, bús. í Rvík. Þröstur Gestsson 30 ára Ingólfur er frá Reykjadal, S-Þing., en býr í Hrísey. Hann er forritari hjá Stefnu ehf. Maki: Hrund Teitsdóttir, f. 1985, grunnskólakennari í Hrísey. Börn: Brynjólfur, f. 2008, Patrekur, f. 2011, og Bryn- dís Petra, f. 2014. Foreldrar: Sigfús Haraldur Bogason, f. 1960, og Þóra Fríður Björnsdóttir, f. 1963, eigendur að Dalakofanum á Laugum í Reykjadal. Ingólfur Sigfússon 30 ára Sigga Dóra er Borgnesingur, hún er með BA í félagsráðgjöf og starfar sem tómstunda- fulltrúi hjá UMSB. Maki: Gísli Már Arn- arsson, f. 1986, rafvirki hjá Arnari rafvirkja ehf. Börn: Emelía Ýr, f. 2010, og Embla Björg, f. 2012. Foreldrar: Sigurgeir Ósk- ar Erlendsson, f. 1954, og Annabella Albertsdóttir, f. 1952. Þau eiga og reka Geirabakarí í Borgarnesi. Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir Hafrún Kristjánsdóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Að bæta aðgengi að sálfræðimeðferð í heilsugæslu með ósérhæfðri hugrænni atferlismeðferð í hóp (Improving Ac- cess to Psychological Treatment in Primary Care through Transdiagnostic Cognitive Behavioural Group Therapy). Umsjónarkennari var dr. Jón Friðrik Sig- urðsson, prófessor við Læknadeild Há- skóla Íslands og Sálfræðisvið Háskól- ans í Reykjavík. Leiðbeinandi var Paul Salkovskis, prófessor við University of Bath á Englandi. Hugræn atferlismeðferð er árangurs- ríkt og hagkvæmt meðferðarform, en á síðustu árum hefur áhugi á ósértækri hugrænni atferlismeðferð í hóp (ÓHAMH) farið vaxandi. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að meta árangur af íslenska ÓHAMH-meðferðavísinum. Þrjár rannsóknir voru gerðar til þess að ná þessu markmiði. Í rannsókn I voru próffræðilegir eiginleikar íslensku útgáfunnar af CORE-OM árangursmatslistanum metnir. Alls tóku 594 þátt. CORE-OM var lagður fyrir alla þátttakendur ásamt öðrum sjálfsmatskvörðum. Ósértækir eiginleikar listans voru sérstaklega metnir. Í rann- sóknum II og III voru þátttak- endur 382 ein- staklingar sem áttu við þung- lyndis- og/eða kvíðaraskanir að stríða og tóku þátt í ÓHAMH. Niðurstöður: Próffræðilegir eigin- leikar CORE-OM voru viðunandi og í ljós kom að listinn hefur ósértæka eigin- leika. Niðurstöður rannsókna II og III sýndu að meðferðin bar árangur, en kvíða- og þunglyndiseinkenni þátttak- enda voru minni í lok meðferðar en þau voru í upphafi hennar. Fjöldi geðgrein- inga hafði ekki áhrif á árangurinn og meðferðin dró jafnt úr sértækum sem almennum einkennum geðraskana. Ályktanir: Hinn íslenski ÓHAMH- meðferðavísir er árangursríkur og hent- ar fólki með þunglyndis- og kvíða- raskanir og hann gæti því reynst gagn- legur ef auka á aðgengi sjúklinga í heilsugæslu að gagnreyndri sálfræði- meðferð. Hafrún Kristjánsdóttir Hafrún Kristjánsdóttir lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1999 og BA-prófi í sálfræði frá HÍ 2003. Tveim árum seinna lauk Hafrún Cand. psych. prófi frá sömu deild og innritaðist í doktorsnám við Læknadeild HÍ árið 2010. Hafrún starfaði sem sálfræðingur á geðsviði Landspítala á árunum 2005– 2013. Árið 2011 hóf hún störf við Háskólann í Reykjavík og hefur gegnt sviðs- stjórastöðu íþróttafræðisviðs skólans frá árinu 2013. Doktor Frekari upplýsingar á vefverslun okkar www.donna.is Hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Er næsta hjartastuðtæki langt frá þér? Verð frá kr. 199.600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.