Morgunblaðið - 04.07.2016, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.07.2016, Qupperneq 27
landið sitt eða jafnvel að skoða heim- inn í sumarfríinu, og biðja þá að muna hvílík forréttindi það eru og hugsa til allra þeirra sem eru á hættulegu flakki um heiminn gegn vilja sínum. Hættulegt ástand „Við þurfum að fjármagna færan- lega þjónustu fyrir flóttakonur, þar sem teymi af heilbrigðisstarfsfólki, sálfræðingi og lögfræðingi fer um og leitar þær uppi. Nú er búið að loka landamærunum milli Makedóníu og Serbíu svo að konurnar hafa dreifst svolítið og eru að reyna að finna leið í gegn annars staðar. Þetta er mjög erfitt og hættulegt ástand, sér- staklega fyrir konur, en ein af hverj- um fimm lendir í kynferðisofbeldi á flóttanum og þær eru peningalausar og allslausar og því illa í stakk búnar til að forðast mansal. Þessi teymi eru þjálfuð til að þekkja einkenni ofbeld- is og mansals og veita aðstoð og ráð- gjöf og eru því reyna að finna þetta flóttafólk og veita aðstoð, ekki síst til að veita óléttum konum og nýfædd- um börnum á flótta heilbrigðisþjón- ustu.“ Auðvelt er að leggja málefninu lið, einungis þarf að senda SMS-ið „Konur“ í númerið 1900 og dragast þá 1.900 kr. af símreikningi. Rosaleg forréttindi En skyldi Inga Dóra fara sjálf á flakk í sumar með fjölskylduna? „Já, eitthvað verður það, innan- lands. En ég hugsa auðvitað um þau forréttindi sem ég nýt, sérstaklega ef ég hugsa til baka. Ég hef ferðast út um allan heim og sem Íslend- ingur hef ég rosaleg forréttindi; ég get farið hvert sem ég vil og verið þar í þrjá mánuði án nokkurra vandræða. Og ef eitthvað kemur upp á get ég hringt í bankann minn á Íslandi og látið redda kreditkort- inu á örfáum mínútum. Sextán mán- aða sonur minn er búinn að fara til fjölmargra landa nú þegar, er með vegabréf með mörgum stimplum og hefur bara gaman af því að ferðast. Á sama tíma eru hundruð þúsunda barna á svipuðum aldri á stöðugu flakki, í lífshættu, og vildu gjarnan eiga fastan samastað.“ „Það er ekkert að því að njóta þess að ferðast, skoða heiminn og slaka á í fríinu en mig langar að biðja Íslend- inga að muna hversu heppin við er- um og hversu mikil forréttindi það eru að geta pakkað öllu sem fjöl- skyldan þarf á að halda á ferðalaginu niður í tösku heima áður en stigið er upp í flugvélina. Og geta svo snúið heim aftur þar sem heimili okkar er öruggt skjól og eigur okkar þar enn, óskaddaðar.“ Neyð „En nú er ástandið þarna orðið óbærilegt þannig að konur fara af stað út í óvissuna með börnin sín, sem og aldraðir og fatlaðir,“ segir Inga Dóra um ástandið í Sýrlandi. MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016  Á Íslandi eru 78 þúsund konur á aldrinum 15-49 ára.  70 þúsund sýrlenskar konur eru barnshafandi á flótta og þá ein- göngu utan Sýrlands.  12,2 milljónir manna eru á flótta innan eða utan Sýrlands vegna stríðsins.  500 þúsund sýrlenskar konur á flótta eru þungaðar.  60% kvenna láta lífið við barnsburð í stríðsátökum eða þegar nátt- úruhamfarir hafa átt sér stað. Vissir þú að ... upp pensilinn. Það er merkilegt hvernig maður heillast alltaf. Ég sé landið í öðru ljósi frá því ég flutti út, þá var ég bara lítil stelpa. Maður kunni ekki að meta þetta þegar maður var krakki. En ég kem mjög oft hingað, enda býr dóttir mín á Íslandi með barnabörnin.“ borkur@mbl.is Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn Vertu upplýstur! blattafram.is MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI ÞOLENDUR OG GERENDUR KYNFERÐISOFBELDIS PERSÓNULEGA. ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.