Morgunblaðið - 04.07.2016, Page 32
MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 186. DAGUR ÁRSINS 2016
Jón Stefánsson organisti hefði
orðið sjötugur á morgun hefði hann
lifað. Til að minnast hans efna vinir
hans til söngstundar í Félagsheimil-
inu Skjólbrekku í Mývatnssveit annað
kvöld, þriðjudag, kl. 20 undir yfir-
skriftinni Vel er mætt til vinafundar.
Ætlunin er að syngja fjárlögin svo-
nefndu, en fyrir rúmum tveimur ára-
tugum héldu Jón og Margrét Bóas-
dóttir söngkona um nokkurra ára
skeið námskeið víðs vegar um land til
að kynna íslensku ættjarðarlögin og
kenna fólki að syngja þau í fjórum
röddum. Samhliða því voru gefnar út
Bláa og Gula bókin sk. sem hafa að
geyma úrval laga úr Íslenska söngva-
safninu frá 1914-16. Margrét og Sól-
veig Anna Jónsdóttir píanóleikari
stýra söngnum annað kvöld ásamt
Garðari Cortes og eru allir velkomnir
til að syngja ættjarðarlögin í fjórum
röddum. Kirkjukórar sveitarinnar
bjóða upp á kaffi og kleinur og eng-
inn aðgangseyrir er að kvöldinu.
Morgunblaðið/Ómar
Minnast Jóns Stefáns-
sonar með söng
Tuttugasta og áttunda Sumartón-
leikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafs-
son hefst í safninu á Laugarnesi ann-
að kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Haldnir
verða sjö tónleikar í júlí og fram í
ágúst með fjölbreyttri efnisskrá. Á
fyrstu tónleikum sum-
arsins flytja Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir
mezzósópran og
Francisco Javier
Jáuregui gítarleik-
ari söngva frá Atl-
antshafs-
ströndum.
Söngvar frá Atlants-
hafsströndum
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Sandra M. Granquist, deildarstjóri
selarannsóknarsviðs á Selasetri Ís-
lands og selasérfræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun, er einn helsti
fræðimaður
landsins um seli.
Sandra er alin
upp í Svíþjóð,
flutti hingað til
lands 1997 og
hefur búið hér á
landi síðan, með
nokkrum stopp-
um í erlendum
skólum. Í frí-
stundum hannar
hún skartgripi, en hönnun hennar
fæst á internetinu og í hönnunar-
búðum víða um land. „Ég er eins og
alvöru Íslendingur með tvö störf,“
segir hún og hlær.
Stór talning á landsel er fram
undan, en vísbendingar eru um að
fækkað hafi í stofninum undanfarin
ár. Fjöldi landsela var áætlaður um
33 þúsund dýr árið 1980 en þeim
fækkaði um helming til 1990. Síð-
asta heildartalning fór fram 2011 og
var þá stofninn áætlaður um 11-12
þúsund dýr.
„Þetta er mikilvægt rannsóknar-
verkefni sem leggur grunn að frek-
ari rannsóknum. Við teljum úr flug-
vél og förum alla strandlengjuna.
Við töldum hluta stofnsins árið
2014. Þá voru vísbendingar um
mikla fækkun í stofninum en við vit-
um það ekki með vissu. Þá var talið
á litlu svæði en núna er búið að
tryggja fjármagn til að telja um alla
strandlengjuna til að kanna ástand-
ið á stofninum. Með verkefninu
fáum við nýtt stofnstærðarmat því
að stofninn hefur ekki verið metinn
síðan 2011, sem er of langur tími.
Það eru vísbendingar um fækkun
og þá þarf að vakta stofninn oftar,“
segir hún.
Vinnur mest með silfur
Sandra er nú starfsmaður Haf-
rannsóknastofnunar, sem samein-
aðist Veiðimálastofnun um mánaða-
mótin. Hún flutti hingað til lands
árið 1997 eftir að hafa alist upp í
Svíþjóð. Hún hefur alltaf verið að
hanna og búa eitthvað til í hönd-
unum frá því hún var lítil.
„Ég lagði í raun aldrei perlurnar
frá mér. Ég vinn mest núna með
silfur og ekta steina og perlur auk
þess að hanna úr ull. Ég er með
flestar vörur mínar á kisinn.is/
sandrag og í nokkrum hönnunar-
búðum víða um land. Vinsælustu
vörurnar mínar er hægt að skoða á
netinu en einnig í búðunum Sirka á
Akureyri og Petit á Suðurlands-
braut auk hönnunarbúðanna. Það
versla ekki allir á netinu.“
Lagði perlurnar aldrei frá sér
Sandra stýrir
selatalningu og
hannar skartgripi
Ljósmynd/Úr einkasafni
Glæsilegur Stór talning á landsel er fram undan, en vísbendingar eru um að fækkað hafi í stofninum undanfarin ár.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Skart Sandra býr til glæsilegt skart
í frítíma sínum og selur á vefnum.
Sandra M.
Granquist
Ljósmynd/Úr einkasafni
Í vinnunni Sandra að sinna vinnunni í fjörunni. Hún vinnur nú hjá Hafrann-
sóknastofnun eftir að stofnunin sameinaðist Veiðimálastofnun í júlíbyrjun.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Löw gleymdi Íslendingum
2. Flugu til Parísar en lentu í …
3. Kom með partívélinni
4. Maradona: Ísland getur valdið …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á þriðjudag og miðvikudag Hæg breytileg átt eða hafgola. Bjart
með köflum en líkur á síðdegisskúrum sunnanlands.
Á fimmtudag Norðaustlæg átt, 5-13, hvassast með suðaust-
urströndinni. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast á vestanverðu landinu.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Bjart að mestu sunnan- og vestantil á land-
inu en líkur á síðdegisskúrum á stöku stað. Hiti 8 til 18 stig.
VEÐUR
ÍBV og Valur komust fyrst
liða í undanúrslit í Borg-
unarbikarnum í knattspyrnu
karla í gær. Valsmenn kjöl-
drógu lánlausa leikmenn
Fylkis, 5:0, á heimavelli sín-
um. Blikar máttu hins vegar
bíta í það súra epli að tapa
á heimavelli fyrir ÍBV í
hörkuleik, 3:2. þar sem Sim-
on Smidt var á skotskónum.
Hann skoraði tvö mörk og
innsiglaði sigur Eyja-
manna. »6
ÍBV og Valur
áfram í bikarnum
„Við tókum okkur saman í andlitinu
eftir slaka byrjun, erum komnir á
gott skrið og erum að reyna að ná
smá stöðugleika. Þetta er orðið
þannig að það er sama
hvernig staðan er, mað-
ur trúir því alltaf að við
séum að fara að vinna
og ég trúi því allt-
af að ég sé að
fara að skora,“
sagði Jóhann
Helgi Hann-
esson, leik-
maður Þórs Ak-
ureyri, eftir sjötta
sigur liðsins í In-
kasso-deildinni í
knattspyrnu á laug-
ardaginn. »8
Sjötti sigur Þórs í röð
og sjálfstraust er mikið
Þýska landsliðið vann það ítalska í
fyrsta sinn á stórmóti í knattspyrnu
karla á laugardagskvöldið á Evrópu-
mótinu í Frakklandi. Sigur heims-
meistaranna var torsóttur og varð
ekki innsiglaður fyrr en eftir langa og
stranga vítaspyrnukeppni, 6:5, þar
sem mönnum voru mislagðir fætur.
Jafnt var að loknum hefðbundnum
leiktíma og framlengingu. »8
Torsóttur sigur hjá
heimsmeisturunum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á