Morgunblaðið - 05.07.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 05.07.2016, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016 fengu miða frá KSÍ en 12 fengu miða í gegnum styrki, meðal ann- ars frá Epli og Eimskip. Í frétta- tilkynningu sem send var fyrir leikinn kom fram að fyrirtækin hefðu keypt miðana og hefðu Joe Fraga, sem starfað hefði að upp- gangi knattspyrnu í Bandaríkj- unum og væri mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu, og Björn Steinbekk, eigandi Sónar Reykja- vík, milligöngu um kaup miðanna. Nokkrar Tólfur sáu aldrei leikinn og aðrir sátu annaðhvort einir eða langt frá íslensku stuðningsmönn- unum. Þrátt fyrir það var stuðn- ingurinn við liðið ómetanlegur samkvæmt þeim landsliðsmönnum sem höfðu tjáð sig á samfélags- miðlum. litlu hvað ég segi heldur miklu frek- ar að gripið sé til aðgerða og ábyrgð sýnd í verki. Forum Lög- menn hafa tekið að sér að annast öll samskipti varðandi kröfur vegna endurgreiðslu á miðum. Á sama tíma hefur Forum lögmenn tekið við, til varðveislu, á meðan þetta mál verður leyst, fjárhæð sem ég tel að samsvari þeim miðafjölda sem ekki fékkst afhentur.“ Aleinar Tólfur Meðal þeirra sem áttu erfitt með að fá miða voru tólf meðlimir stuðn- ingsmannasveitarinnar Tólfunnar, en 22 Tólfur fóru til Frakklands að stýra hvatningu Bláa hafsins, eins og íslenskir stuðningsmenn voru nefndir af erlendum fjölmiðlum. Tíu Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þrátt fyrir stórt tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu er íslenska liðinu hampað sem hetjum. Einn mæli- kvarði á hetjudýrkun íslenska liðsins er fótboltaspilin sem ungir sem aldn- ir safna. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur að selja þessi spil,“ segir Gísli Einarsson, eig- andi Nexus, en búðin býður upp á ódýrustu spilin og kom sem storm- sveipur inn á þennan markað fyrir EM. „Við höfum lítið verið í mynda- spjöldum fyrr en núna. Við próf- uðum þetta fyrir tíu árum og þá gekk þetta ekki neitt en prófuðum aftur núna því við erum með starfs- mann sem hefur mikinn áhuga á íþróttum, sannkallaðan fótbolta- geggjara, og salan gekk vonum framar,“ segir Gísli. Það voru ekki bara börn sem komu í búðina til Gísla til að kaupa myndirnar því fullorðnir létu einnig sjá sig og keyptu þá töluvert magn. „Við vorum með nokkuð marga full- orðna einstaklinga sem komu og keyptu heilan kassa og jafnvel tvo til að reyna að ná einhverjum leik- mönnum. Ég veit dæmi þess að fólk sé komið með nokkur heildarsöfn og sé jafnvel að selja þetta erlendis.“ Gísli er ekki búinn að ákveða hvort Nexus haldi áfram með íþróttamyndir í söluhillunum. „Þetta er vara sem við þekkjum en er ekki á þessari línu sem við erum á. En ég reikna þó með að halda áfram. Það vinnur núna íþróttaáhugamaður hjá mér og ég stend ekki í veginum fyrir því ef fólk vill selja eitthvað því ég vil að fólk vinni hér af áhuga.“ Börn sem fullorðnir safna fótboltaspilum  Salan á EM-spilum gekk vel í Nexus  Heldur líklega áfram með íþróttaspil Ljósmynd/Panini Eftirsóttir Íslensku landsliðsstrák- arnir eru eftirsóttir víða um heim. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það hefur verið brjálað að gera í langan tíma,“ segir Lúðvík Arnars- son hjá ferðaskrifstofunni Vita. Hann segir óhætt að segja að starfsfólk skrifstofunnar hafi lagt nótt við nýt- an dag til þess að koma fólki á leiki ís- lenska karlalandsliðsins og aftur heim og voru til dæmis þrjár vélar á vegum skrifstofunnar á leiðinni heim í gær. „Þetta hefur gengið vel að langmestu leyti,“ segir Lúðvík. Hann segist ekki eiga von á miklum áhuga á undanúrslita- eða úrslitaleikjunum, nú þegar Ísland hefur lokið þátttöku. „Við fylgjum bara Íslandi.“ Um 1.400 manns með WOW Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs- ingafulltrúi WOW air, segir sömu- leiðis að vel hafi gengið um helgina. „Það voru um 1.400 manns sem fóru með okkur á föstudag, laugardag og á sunnudagsmorgninum,“ segir hún og bætir við að flugfélagið hafi bætt við tveimur aukavélum í gær til þess að ferja fólkið heim, auk þess sem margir kjósi að koma síðar í vikunni. Hún segir að félagið sé ánægt með það hvernig gekk á EM. „Það var ánægjulegt að við gátum bætt við þessum vélum, bæði út og heim.“ Mjög skemmtilegur tími Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að allt hafi gengið vonum framar í tengslum við EM, ekkert sérstakt komið upp á og engar sérstakar tafir á vélum félags- ins. „Það gengur vel að koma mann- skapnum heim,“ segir Guðjón, en flogið var nánast allan daginn frá París heim til Keflavíkur. „Þetta hefur verið mjög skemmti- legur tími og nokkuð sem enginn sá fyrir,“ segir Guðjón um gengi liðsins. Þá hafi verið mikil aukavinna með litlum fyrirvara við að útvega fleiri ferðir og vélar leigðar inn til þess að sinna eftirspurninni. Hann bætir við að athyglin sé mikils virði fyrir landið í heild, þar sem mikil og jákvæð land- kynning hafi fylgt mótinu, sem muni eflaust skila sér. Vel gekk að ferja mannskapinn heim  Staðið var í ströngu að koma Íslendingum á leikinn og aftur heim  Þrjár flugvélar frá WOW air frá París í gær  Allt gengið vonum framar hjá Icelandair  Mikil og jákvæð landkynning fylgt EM AFP Áfram Ísland Fjölmargir fylgdu íslenska landsliðinu á EM. Aðdragandi málsins er sá að Björn Steinbekk fékk tölvupóst sem undir- ritaður var af „Nicole“ sem sagðist vera framkvæmdastjóri miðasölu hjá UEFA. Í tölvupóstinum var hvorki eftirnafn né netfang hjá henni, og aðspurður segir fjölmiðlafulltrúi UEFA að engin Nicole starfi við miða- söluna. Björn vinnur þó að því núna að komast til botns í málinu og ná í þá sem seldu honum miðana. Í gær sagði fjölmiðlafulltrúi UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, að miðarnir hefðu ekki komið frá sambandinu. „Við höfum ítrekað brýnt fyrir almenningi að einungis sé hægt að kaupa miða á vef okkar, UEFA.com. Miðar sem eru ekki keyptir þaðan eru falsaðir eða ógildir,“ sagði hann. Engin Nicole vinnur hjá UEFA BJÖRN VINNUR AÐ ÞVÍ AÐ KOMAST TIL BOTNS Í MÁLINU Ingileif Friðriksdóttir Benedikt Bóas Miðar sem athafnamaðurinn Björn Steinbekk seldi stuðningsmönnum íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Frakklandi sem fram fór í París komu ekki frá UEFA, Knatt- spyrnusambandi Evrópu. Þetta staðfestir fjölmiðlafulltrúi UEFA. Björn ætlar að endurgreiða þeim sem telja sig eiga kröfu til hans og hefur tekið frá upphæð til þess. Tugir Íslendinga, þar á meðal nokkur börn, sátu eftir með sárt ennið í París þegar þeir fengu ekki miða sína þrátt fyrir að hafa borgað fyrir þá. Björn hafði selt nokkur hundruð miða á leikinn en hluti þeirra sem keypt höfðu miða af honum komst aldrei inn á leikvang- inn. Ástandið fyrir utan völlinn skömmu fyrir leik var afar eldfimt og mátti litlu muna að til handalög- mála kæmi enda mikil reiði meðal fólks. „Við höfum unnið hart að því í dag að koma þessum málum í ferli til að sýna fólki að við berum fulla ábyrgð á því ástandi sem er komið upp,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið í gær. Í fjöldapósti frá Birni til þeirra sem fengu ekki miðana við inn- ganginn kemur fram að hann ætli að grípa til aðgerða. „Vil byrja á að biðjast afsökunar á hvernig fyrir málum er komið. Hinsvegar veit ég að það skiptir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjör Stuðið í stúkunni á vellinum var mikið þótt vantað hefði tugi Íslendinga sem sátu eftir með sárt ennið. Ætlar sér að endur- greiða miðana  Öll spjót beinast að athafnamanninum Birni Steinbekk EM Í FÓTBOLTA KARLA Francois Hollande Frakklands- forseti hunsaði ítrekaðar beiðnir öryggisvarða á Stade de France- þjóðarleikvanginum í París um að yfirgefa völlinn eftir leik Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum EM í knattspyrnu. Kaus hann held- ur að fylgjast með og dást að ís- lensku stuðningsmönnunum í stúk- unni. Þetta var haft eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í viðtali við RÚV á Arnarhóli í gær. Ólafur Ragnar sagði það ótrú- lega gæfu að fá að ljúka forsetatíð sinni á því að taka þátt í þessari sögulegu þjóðargleði. Börnin sem hefðu fylgst með landsliðinu á EM myndu muna eftir þessu magnaða afreki um ókomna tíð. „Eins og ég sagði við Lars og forystumenn KSÍ, þeir eru búnir að gefa þjóðinni dýrmæta gjöf sem mun endast okkur í áratugi og jafnvel lengur. Við getum ekki annað en hneigt okkur og þakkað,“ sagði Ólafur Ragnar. Að hans sögn færði Ísland fótboltanum á heims- vísu þá gjöf með árangri sínum á mótinu að lítil þjóð gæti komið og gert sig gildandi á stórmóti af þessu tagi. „Ég fann á fulltrúum evrópska knattspyrnusambandsins að þeir töldu þetta skapa mikil tímamót því að margir yrðu að endurskoða margt í ljósi árangurs Íslendinga,“ sagði Ólafur Ragnar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fögnuður Ólafur sótti nokkra leiki íslenska liðsins á EM í Frakklandi. Frakklandsforseti stóð áfram með Íslendingum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.