Morgunblaðið - 05.07.2016, Page 6
6 EM Í FÓTBOLTA KARLA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016
Enda er allt þetta til eftirbreytni,
ekki síst hnípinni þjóð í vanda ef
manni leyfist enn að tala um Íslend-
inga í því samhengi. Hvað sem öðru
líður er öllum hollt að upplifa sælu-
stundir eins og undanfarnar vikur,
hvort sem áhrifin vara lengi eða að-
eins til skamms tíma. Samstaðan og
einhugurinn, þó ekki væri nema
bara hve vel tókst til í víkingaklapp-
inu svokallaða, og hefur líklega verið
sýnt á nær hverri sjónvarpsstöð í
víðri veröld, ætti að sýna Íslend-
ingum hvers þeir eru megnugir ef
allir taka saman höndum.
„Strákarnir okkar“ í handbolta-
landsliðinu hafa um langt árabil
sameinað þjóðina á ýmsum gleði-
stundum, landsliðið í körfubolta
heillaði þjóðina upp úr skónum í
fyrra þegar það tók þátt í úrslita-
keppni EM í fyrsta sinn og margir
aðrir íþróttamenn hafa skipt þjóðina
miklu máli síðustu áratugi. Því verð-
ur varla á móti mælt hve slík sam-
einingartákn eru mikilvæg.
Öll ævintýri taka enda og þessu í
Frakklandi er lokið. En góð inni-
stæða er fyrir því að hlakka til
næstu ára. Takk, strákar!
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ógleymanleg stund Stemningin á meðal Íslendinga á öllum aldri var ósvikin á leiknum.
Stoltar mæður Halla Kr. Halldórsdóttir, móðir Birkis Bjarnasonar, faðmar son sinn eftir leikinn í
París í fyrrakvöld. Til hægri eru Jón Daði Böðvarsson og móðir hans, Ingibjörg Erna Sveinsdóttir.
Fátt sameinar betur
en afbragðs landslið
Ótrúlegu þriggja vikna ævintýri í Frakklandi lokið
Áfram Íslaaaand! Stuðningsmenn Íslands voru til fyrirmyndar að vanda,
margir skrautlegir og allir fjörugir, hópurinn söng linnulítið allan tímann.
Langt innkast Engu líkara er en þrír aðstoðarmenn franska landsliðsþjálf-
arans vilji reyna að átta sig á hvernig Aron Einar Gunnarsson fer að þessu...
Hvað ef? Jón Daði Böðvarsson skýtur yfir markið þegar staðan var 2:0.
Ungur nemur Það er aldrei of snemmt að læra víkingaklappið eða aðrar hentugar aðferðir til að styðja landsliðið.
Vinstra megin á myndinni er Kristbjörg Jónasdóttir, unnusta Arons Einars fyrirliða, og sonur þeirra, Óliver Breki.
Í PARÍS
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Þriggja vikna sannkallaðri ævin-
týraför Íslendinga á Evrópumót
karla í knattspyrnu lauk ekki á þann
veg sem þjóðin vonaði. En þrátt fyr-
ir tap í síðasta leik í fyrrakvöld gegn
gestgjöfunum, Frökkum, sem gætu
hæglega sigrað á mótinu, ganga Ís-
lendingar stoltir frá borði.
Það var áberandi, hvar sem komið
var í Frakklandi, til Parísar, Nice,
Marseille, Saint-Étienne eða smá-
bæjarins Annecy í Alpafjöllunum,
þar sem landsliðið hafði bækistöðvar
meðan það var á EM, hve fólk
hreifst af landsliði Íslendinga og
stuðningsmönnunum. Mörgum þótti
með hreinum ólíkindum hvað þessi
fámenna þjóð úr norðri hafði afrek-
að. Og ekki má gleyma því að í þess-
ari fyrstu úrslitakeppni Evrópumóts
sem karlalandsliðið tekur þátt í tap-
aði það aðeins þessum eina leik,
gerði tvö jafntefli og sigraði í tveim-
ur leikjum; sló meðal annars Eng-
land út í 16 liða úrslitum með 2:1
sigri. Það hefði einhvern tíma þótt
saga til næsta bæjar!
Sjá mátti á samfélagsmiðlum að
jafnvel hörðustu antisportistar
heima á Fróni heilluðust af frammi-
stöðu strákanna í liðinu, djörfung
þeirra, samstöðu og baráttuvilja.
Njóttu hálendisins