Morgunblaðið - 05.07.2016, Page 18

Morgunblaðið - 05.07.2016, Page 18
SVIÐSLJÓS Elvar Ingimundarson elvar@mbl.is Hálendisvakt Lands-bjargar er hafin og hafabjörgunarsveitarmenntekið sér stöðu á miðhá- lendi Íslands til að leiðbeina og að- stoða ferðamenn. „Það er búið að ganga vel, okkar fólk kom á svæðið að kvöldi föstudags og hefur verið að koma sér fyrir,“ segir Kristín Hulda Bjarnadóttir hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hún segir stöðuga vakt á þrem- ur stöðum á hálendinu; í Drekagili við Öskju, í Nýjadal á Sprengisands- leiðinni og í Landmannalaugum, en þaðan geta björgunarsveitarmenn síðan farið til að sinna útköllum á sínu vaktsvæði. Hálendisvaktin er virk frá byrjun júlí til ágústloka, þegar ferðamannastraumur á há- lendinu er sem mestur. Álag í júní var í meðallagi „Það voru 53 aðgerðir í júní, það telst vera meðalár en er talsvert minna en í fyrra,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson hjá Slysavarnafélag- inu Landsbjörg. Í fyrra voru útköll í júní tölu- vert fleiri, en þá voru þau 84. Árið þar á undan voru þau 69 en að með- altali hafa útköll í júní verið um 51 síðan 2001. Guðbrandur segir að þrátt fyrir að lítið sé að gera á landsvísu sé tölu- vert álag á ákveðnum svæðum þar sem reglulega þurfi að aðstoða ferðamenn. Það séu fámenn en stór svæði þar sem mikill ferða- mannastraumur er, eins og milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar og milli Egilsstaða og Mývatns. Á Vest- fjörðum sé líka oft langt á milli staða og fáir til bjargar ef eitthvað komi upp á. Mikið að gera um helgina Töluverðar annir voru hjá björgunarsveitum nú um helgina. „Síðustu helgi var mikið um fjalla- bjarganir. Hjólreiðamaður slasaðist í Þórsmörk, síðan komst kona í sjálf- heldu í Reynisfjöru eftir fall, önnur sjálfhelda varð á Ingólfsfjalli og síð- an var böruburður í Reykjadal. Síð- an var leitaraðgerð vegna hlaupara sem villtist í Þorvaldsdal. Þetta var því talsvert annasöm helgi,“ segir Guðbrandur, en fjöldi björg- unarsveitamanna víða af landinu tók þátt í aðgerðunum. Aðeins einn þeirra sem þurftu aðstoð um helgina var erlendur ferðamaður. Hinir voru Íslendingar og tengjast flestar björgunar- aðgerðir Landsbjargar þeim. Guðbrandur segir íbúafjölda fimmfaldast á sumum svæðum vegna ferðamanna en fjölda aðgerða á svæðunum fjölgi ekki í samræmi við það. „Með skynsamlegu for- varnastarfi höfum við náð að fækka óþarfa slysum, við getum því ekki sagt að útköllum fjölgi í samræmi við fjölda ferðamanna.“ „Það er augljóst að við myndum sitja uppi með miklu fleiri verkefni þar sem sjálfboðaliðar þyrftu að hlaupa til að hjálpa fólki á fjöllum ef ekki hefðu komið til forvarnarverk- efni eins og Hálendisvaktin og aukin upplýsingagjöf til ferðamanna í gegnum verkefni eins og Safetra- vel,“ segir Guðbrandur. Stór ráðstefna í haust Næsta stóra verkefni Lands- bjargar er ráðstefnan Björgun 2016, sem haldin verður í Hörpu í október. Um er að ræða al- þjóðlega ráðstefnu fyrir við- bragðsaðila þar sem fyrirles- arar koma hvaðanæva úr heiminum og björg- unarsveitarmenn deila reynslu sinni. Hálendisvakt Lands- bjargar farin af stað Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg Björgun Þessir erlendu ferðamenn höfðu sett bifreið sína á bólakaf í Lindá og björgunarsveitin Ingólfur frá Seyðisfirði þurfti að draga þá upp úr ánni. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nýlega fórufram for-seta- kosningar í Austurríki. Mjög mjótt varð á mun- um. Austurríki hefur þá reglu að kjósa skuli á ný á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá, séu fleiri um hituna en tveir. Í aðdraganda forsetakosn- inga hér á landi urðu litlar um- ræður um eðli og umgjörð for- setaembættis. Segja má að forsetaframbjóðendur hafi ekki meira að segja um þann þátt en aðrir. Þeir hljóta að ganga inn í gildandi ramma. Eins og vant er voru þó vanga- veltur uppi um hvort forseta- embættið væri ekki óþarft. Hinum takmörkuðu verk- efnum þess þyrfti að sinna, en slíku gætu aðrir stjórn- sýsluhafar bætt við sig. Þessi sjónarmið eiga rétt á sér eins og önnur, en þau hafa aldrei leitt til alvarlegrar umræðu. Og síst á hún við í nokkurra vikna aðdraganda kosninga um embættið. Annað atriði, sem oft er nefnt sem hluti af slíkum vangaveltum, gengur í gagn- stæða átt. Það er um nauðsyn tveggja umferða í kosning- unum eins og í Austurríki og Frakklandi. Tvær umferðir hljóta að koma mjög til álita í ríkjum þar sem lög gera ráð fyrir valdamiklum forseta, eins og í Frakklandi. Svo er ekki í Austurríki. Fram til þessa hefur verið horft til for- seta þess fremur sem virðu- legs hluta af formi en sem hluta af valdi. Stjórnarskrá landsins er um margt mjög svipuð hinni íslensku, þótt annað sé ólíkt. Rétt eins og ís- lenska stjórnarskráin til- greinir sú austurríska marg- vísleg völd forseta sem önnur ákvæði hennar og lagatúlkun (sumir segja lagahefð) hafa fram að þessu fært kanslara landsins og ráðherrum hans. Frá lokum heimsstyrjaldar hefur forseti Austurríkis kom- ið úr röðum sósíaldemókrata, rétt vinstra megin við miðju, eða íhaldsmanna, rétt hægra megin við miðju. Nú fékk hins vegar frambjóðandi Frelsis- flokksins langflest atkvæði í fyrri umferð, eða 35%. Sá flokkur telst vera hægra meg- in við Íhaldsflokkinn, þótt vinstrisinnaður þyki í vel- ferðarmálum. Fjölmiðlar á Vesturlöndum tala nær alltaf um Frelsisflokkinn sem hægri öfgaflokk. Sá sem fékk næst flest at- kvæði var Alexander Van der Bellen úr flokki Græningja. Hann fékk 21%. Þótt sá flokk- ur liggi vinstra megin við flokk sósíaldemókrata er hann aldrei kallaður vinstri- öfgaflokkur. Fjöl- miðlar telja að öfg- arnar liggi eingöngu hægra megin, eins og þekkt er. Þriðji varð frambjóð- andi óháðra, sem fékk 19%. Frambjóðendur hefðbundnu valdaflokkanna tveggja fengu aðeins um 11% atkvæðanna hvor. Í seinni umferð kosning- anna urðu þeir Heródes og Píl- atus vinir eins og forðum. Þannig gerast einnig kaupin á eyrinni hjá þeim Sarkozy og Hollande í Frakklandi, ef flokkur Marine Le Pen nær mesta fylgi í fyrri umferð kosninga af einhverju tagi. Í síðari umferðinni í Austur- ríki vann græninginn Van der Bellen mjög naumlega. Sú kosning var kærð og 1. júlí sl. ákvað stjórnlagadómstóll Austurríkis að kosningarnar teldust ólöglegar og bæri að kjósa á ný. Hinn ólöglegi þátt- ur tók aðeins til meðhöndlunar á 79.900 utankjörfundar- atkvæðum. Stjórnlagadóm- stóllinn taldi ljóst að talning þeirra hefði ekki farið fram í samræmi við kosningalög Austurríkis. Sérstaklega var tekið fram að ekkert benti til þess að hin ólögmæta aðferð hefði neinu breytt um úrslit kosninganna. Þetta minnir á þegar Hæsti- réttur Íslands samþykkti sam- hljóða að ógilda kosningu til stjórnlagaráðs. Vafalítið hefur þurft töluverðan kjark hjá réttinum til að halda uppi lög- um í því stjórnmálaástandi sem þá ríkti á Íslandi. Þeir lögfræðingar voru til sem héldu því fram að nægilegt hefði verið að finna að fram- kvæmdinni en láta kosninguna gilda! Þau atriði sem þar komu til álita voru þó miklum mun al- varlegri og umfangsmeiri en þau sem stjórnlagadómstóll Austurríkis fann annmarka á, því þau fjölmörgu atriði sem Hæstiréttur Íslands fann að vörðuðu sjálfa kosninga- framkvæmdina. Augljóst er að stjórnlaga- dómstóll Austurríkis er þeirr- ar skoðunar að frávik frá kosn- ingalögum verði að taka mjög alvarlega og mat, að mestu ut- an við ramma lögfræðinnar, eigi naumast við þegar grund- vallarþáttur lýðræðisins, al- mennar kosningar, er í húfi. Vafalítið er að staðfesta Hæstaréttar Íslands sendi rétt skilaboð á sínum tíma og það gerir niðurstaða stjórn- lagadómstóls Austurríkis ekki síður. Fróðlegt er að horfa til ákvörðunar stjórnlagadómstóls Austurríkis í ljósi þekktra dæma} Enginn afsláttur gefinn F ótboltaáhugafólk hérlendis fékk stóran og langþráðan draum uppfylltan seint á síðasta ári þeg- ar íslenska karlalandsliðið í hinni fögru íþrótt tryggði sér þátt- tökurétt á Evrópumótinu í fótbolta. Fyrsta stórmót karlalandsliða þar sem Ísland er meðal þátttakenda. Árangurinn var þess sæt- ari því það munaði svo grátlega litlu að liðið kæmist á Heimsmeistaramótið í Brasilíu 2014, er liðið rétt missti af mótinu í umspili gegn Króatíu. Í þetta sinn brást það hins vegar ekki, við fórum á EM í Frakklandi og maður lifandi – þessu gleymir maður ekki. Eins og alþjóð veit hafa strákarnir staðið sig öllum vonum framar og fengu þeir móttökur við hæfi í miðborg Reykjavíkur þegar þeir sneru heim til Íslands í gær, ásamt landsliðsþjálf- urunum tveim og aðstoðarfólki öllu. Þeim var fagnað sem hetjunum sem þeir eru allir saman. Eins og sagði hér í upphafi rættist draumur íslensks fótboltaáhugafólks á EM 2016 en fljótlega eftir að mótið hófst fór eitthvað stórmerkilegt að gerast. Einstaklingar sem ekki hafa minnsta snefil af áhuga á fótbolta alla jafna fóru að viðurkenna áhorf á landsliðið í sjónvarpinu og það sem meira er, viðkomandi fóru að tjá sig af tilfinn- ingahita á Fésbók. Eldmóður íslensks almennings reyndist svo bráðsmitandi að hver á fætur öðrum urðu Íslendingar að dásamlega fótboltasjúkum EM-fíklum. Ásókn í íslensku landsliðstreyjuna var slík að hún setti ítalska framleiðandann Errea nánast á hlið- ina. Starfsmenn Jóa útherja eru nánast bug- aðir af álagi, farnir á taugum og geði. En áhrif EM-faraldursins eru líka önnur og já- kvæðari; þau snúa einkum að því að munnvik þeirra sem smitast hafa tolla nánast föst uppi. Þessu hefur þú, ágæti lesandi, eflaust tekið eftir í nærumhverfi þínu. Frammistaða strákanna okkar hefur nefni- lega verkað eins og afeitrun á þrasgjarnt þjóðfélag sem upp til hópa á það einatt að þjóðaríþrótt að naga og níða, vega ómaklega að manni og öðrum, og dvelja við leiðindi eins lengi og mögulegt er. Þessa íþrótt hafa fáir nennt að stunda síðustu vikurnar enda annað og fallegra sport í boði á skjánum og á vell- inum, fyrir þau okkar sem lögðum land undir fót og fórum á leik í Frakklandi. Gleðin yfir gengi okkar manna hefur stungið sér niður um allt land, um allt samfélag, og enginn er þar undanskilinn. Hvert skref þeirra á EM hefur verið sögulegt og þjóðarstoltið ólgar í hverju hjarta. Strákarnir okkar hafa hrifið alla Ís- lendinga með sér á EM. Þegar áhorfendur verða að eld- heitum stuðningsmönnum verður hin fallega íþrótt fyrst gullfalleg. Það er óskandi að gleðin sem strákarnir færðu okkur lifi svolítið lengur, þó að þátttöku Íslands sé lokið á EM. Höldum svolítið lengur í góðu stemninguna. Strákarnir okkar eiga það inni hjá okkur. #takkstrákar:) jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Við vorum öll á EM STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Mikil eftirspurn hefur verið eftir Hálendisvöktum frá Björg- unarsveitum í sumar. Fyrir- komulagið er þannig að björg- unarsveitir senda inn óskir um þau svæði sem þær vilja vakta og á hvaða tímabili þær vilji vera á svæðinu. Eftirspurnin í sumar var svo mikil að Björg- unarfélag Árborgar, eitt stærsta björgunarfélag á Suðurlandi fékk ekki úthlutað það svæði sem það óskaði eftir. „Við för- um ekki í Hálendisvaktina þetta árið. Við fengum hvorki út- hlutað það svæði né það tímabil sem við óskuðum eftir og ákváðum því að gefa mannskapnum frí,“ segir Tryggvi Hjörtur Oddsson, formaður Björgunarfélags Árborg- ar, en félagið sinnir þó auð- vitað út- köllum á svæðinu. Komast ekki að í sumar EKKI Á HÁLENDISVAKT Tryggvi Hjörtur Oddsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.