Morgunblaðið - 05.07.2016, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016
Móðurást Þessi skúfönd hugsaði vel um ungviðið þar sem hún synti með ungana sína fjóra á Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu. Það þarf að kenna þeim á lífið og búa þá undir það sem koma skal.
Ómar
Alþjóðleg vernd
snýst um öryggi fyrir
fólk sem er að flýja of-
sóknir eða sætir á ann-
an hátt vanvirðandi
meðferð. Fjöldi þeirra
sem sækja um slíka
vernd hefur ekki verið
meiri frá því í lok
heimsstyrjaldarinnar
síðari. Hælisleitendur í
Evrópu eru aðeins brot
af fjölda hælisleitenda
á heimsvísu. Thomas de Maiziere,
innanríkisráðherra Þýskalands, seg-
ir að búast megi við að vandinn verði
mikill næstu árin.
Þrátt fyrir að dreifing ábyrgðar sé
meginregla ESB og þjóðaréttar er
raunin sú að ábyrgð ríkja á hælis-
umsóknum er mjög misjöfn. Regla
Dyflinnarsáttmálans um að hælis-
leitendur eigi að sækja um hæli í
fyrsta griðlandi hefur verið talin
helsta orsök ójafnrar ábyrgðar.
Strandríkin og þau ríki sem eiga
landamæri að ytri landamærum
Schengen-svæðisins eru óhjákvæmi-
lega þau lönd sem flestir hælisleit-
endur koma fyrst til. Hæliskerfi
þessara ríkja eru að bugast undan
álaginu.
Til viðbótar við regluna um fyrsta
griðland er ríkjum
heimilt að virkja full-
veldisákvæði Dyflinn-
arreglugerðarinnar
vilji þau taka hælis-
umsóknir til efnis-
meðferðar á grundvelli
mannúðarsjónarmiða.
Lönd með hagstæða
hælisstefnu hafa fengið
mikinn fjölda umsókna,
sem hafa verið að sliga
hæliskerfi ríkjanna.
Lausnir
Verkefnið fram-
undan er því að aðildarríki Schen-
gen-svæðisins dreifi ábyrgðinni á
hælisumsóknum jafnar. Peter Bo-
uckaert, framkvæmdastjóri Mann-
réttindavaktarinnar (Human Rights
Watch) segir Evrópuþjóðir standa
frammi fyrir vali á milli þeirrar
óreiðu sem nú ríkir eða að sameinast
um stefnu í málaflokknum svo
vinnsla umsókna og búferlaflutn-
ingar geti gengið betur fyrir sig. Yf-
irmaður Flóttamannastofnunar
Sameinuðu þjóðanna segir: „Evrópa
gæti tekið við fleiri raunverulegum
flóttamönnum, ef ríkin væru betur
skipulögð og ynnu betur saman.“
Útfærslur
Hugmyndir um betra skipulag og
samvinnu miðast meðal annars að
því að hælisleitendur geti sótt um al-
þjóðlega vernd áður en þeir koma til
Evrópu, til dæmis í gegnum mið-
læga stofnun. Fólk þyrfti þá ekki að
leggja á sig lífshættulegar ferðir
heldur fengju þeir sem uppfylltu við-
mið um þörf á alþjóðlegri vernd
greiða inngöngu þar sem verndin
væri veitt. Með betra skipulagi væri
einnig hægt að taka tillit til þeirra
ríkja sem eru undir miklu álagi
vegna fjölda hælisumsókna.
Fræðimenn hafa lagt áherslu á að
raunhæfar lausnir þurfi bæði að
taka mið af öryggi einstaklinga og
hagsmunum ríkja. Í því augnamiði
hefur áhersla á fyrsta griðland
minnkað og samevrópska hælis-
kerfið þróast. Tilskipanir samevr-
ópska hæliskerfisins miðast að lág-
markssamræmingu innlendra
hæliskerfa og er ætlað að jafna
möguleika hælisleitenda á vernd
innan aðildarríkjanna, bæta mót-
tökuskilyrði þeirra og að dreifa um-
sóknum jafnar milli aðildarríkja.
Ísland
Ísland á aðild að Dyflinnarreglu-
gerðinni, sem er hluti af sam-
evrópska hæliskerfinu. Vegna dóma-
fordæma Evrópudómstólsins og
Mannréttindadómstóls Evrópu er
ríkjum ekki aðeins heimilt heldur í
sumum tilfellum skylt að virkja full-
veldisákvæði Dyflinnarreglugerðar-
innar. Það þýðir að í einstaka til-
fellum er ríkjum skylt að taka
hælisumsókn einstaklings, sem
staddur er á þeirra yfirráðasvæði, til
efnismeðferðar þrátt fyrir að ríkið
sé ekki fyrsta landið sem hælisleit-
andinn kom til. Þetta á við í þeim til-
fellum þegar aðstæður í fyrsta grið-
landi eru með þeim hætti að ætla
megi að mannréttindi verði brotin á
honum verði hann sendur þangað.
Ísland á ekki aðild að sam-
evrópska hæliskerfinu að öðru leyti
og er ekki bundið tilskipunum þess.
Lagasetning hér á landi undanfarin
ár hefur þó samræmst tilskipunum
samevrópska hæliskerfisins. Með
nýjum lögum um útlendinga hér á
landi sem samþykkt voru 2. júní
2016 og öðlast gildi 1. janúar 2017,
hafa kaflar um alþjóðlega vernd ver-
ið uppfærðir í samræmi við al-
þjóðlega, evrópska og norræna þró-
un.
Árið 2015 voru lagðar fram yfir
milljón umsóknir um alþjóðlega
vernd innan Evrópusambandsins.
Sama ár voru lagðar fram 355 um-
sóknir um alþjóðlega vernd á Ís-
landi. Af þeim fengu 82 umsækj-
endur vernd á Íslandi. Samkvæmt
spá innanríkisráðuneytisins, sem
tekin var saman 12. febrúar 2016 og
byggist á mati á þeirri stöðu sem er í
Evrópu, aukningu umsókna milli ára
á Íslandi og fjölda hælisleitenda í
janúar, er gert ráð fyrir að umsóknir
á Íslandi árið 2016 verði á bilinu 600-
800. Miðað við að hlutfall umsækj-
enda sem fá vernd verði svipaður og
árið 2015 munum við taka á móti
138-184 flóttamönnum á þessu ári.
Ný lög um útlendinga taka gildi 1.
janúar 2017 og í kjölfarið má búast
við að fleiri hælisleitendur fái vernd
á Íslandi.
Samantekt
Með nýjum lögum um útlendinga
gerist Ísland virkari þátttakandi í
mikilvægu samstarfi þjóða um al-
þjóðlega vernd. Heildarfjöldi flótta-
manna er vissulega áhyggjuefni en
stærsta áskorunin er að ríki Evrópu
sameinist um stefnu og skipulag sem
er til þess fallið að stuðla að jafnari
dreifingu ábyrgðar.
Eftir Melkorku
Mjöll Kristinsdóttur »Með nýjum lögum
um útlendinga ger-
ist Ísland virkari þátt-
takandi í mikilvægu
samstarfi þjóða um
alþjóðlega vernd.
Melkorka Mjöll
Kristinsdóttir
Höfundur er með BA-próf í heim-
speki með trúarbragðafræði sem
aukagrein og BA-próf í lögfræði.
Í tilefni nýrra laga um útlendinga