Morgunblaðið - 05.07.2016, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Héðinn Garð-arsson fæddist
á Akureyri 27.
september 1973.
Hann lést 25. júní
2016.
Foreldrar hans
eru Garðar Helga-
son, f. 29.5. 1947,
og Védís Baldurs-
dóttir, f. 10.7. 1952.
Systkini Héðins eru
Helgi, f. 1969,
Baldur, f. 1971, Ásta, f. 1974,
Sigrún, f. 1976, Anna Jóna, f.
1978, Halla Björk, f. 1979,
Guðný Berglind, f. 1981 og
Garðar Þór, f. 1983.
Héðinn kvæntist Herborgu
Árnadóttur þann 16.12. 1995.
Þau skildu árið 2012. Þau eign-
uðust þrjú börn sem eru: 1) Jak-
ob Darri, f. 1995, 2) Lovísa Ýr,
f. 1997, 3) Þormóður Geir, f.
2001.
Héðinn ólst upp á Akureyri
og bjó þar alla sína tíð fyrir ut-
an eitt ár sem þau
hjónin fluttu suður.
Á sínum yngri ár-
um dvaldi hann
flest sumur í sveit,
fyrst um sinn á
Rauðá í Þingeyjar-
sveit hjá ömmu-
systur sinni og síð-
ar sem vinnumaður
hjá föðurbróður
sínum á Ytra-Gili.
Eftir grunnskóla
hóf Héðinn störf hjá Útgerðar-
félagi Akureyringa og vann þar
í nokkur ár. Síðan þá hefur
hann mestmegnis unnið hjá hin-
um ýmsu verktökum við iðnað-
arstörf. Héðinn var virkur með-
limur í AA-samtökunum og
mætti reglulega á fundi þar sl.
20 ár. Héðinn þótti handlaginn,
duglegur og hafði ávallt nóg að
gera.
Útför Héðins fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 5. júlí
2016, klukkan 10.30.
Elsku pabbi, orð fá ekki lýst
söknuðinum og tómleikanum
sem ég finn fyrir. Þú kenndir
mér svo margt og gafst mér
margar góðar minningar sem
eru mér svo dýrmætar, þetta
eru minningar sem ég mun aldr-
ei gleyma.
Ég er svo þakklát fyrir þann
tíma sem við fengum saman. Ég
sakna þín mikið, það er erfitt að
hugsa til þess að ég muni aldrei
aftur fá að sjá brosið þitt eða
heyra hláturinn þinn, en það er
þannig sem ég mun muna eftir
þér. Þú varst góður við alla sem
á vegi þínum voru og dæmdir
aldrei neinn, þú varst alltaf til
staðar fyrir þá sem leituðu til
þín. Ég leit upp til þín vegna
þessa.
Þú varst og verður alltaf hetj-
an mín.
Hans hlátur, hans bros og bragur
var öllum sem hann þekktu svo kær,
hann var þeim einlægur vinur
og stóð þeim alltaf nær
(Katrín Ruth)
Þín pabbastelpa,
Lovísa Ýr.
Elsku bróðir,
Ég sit hér með tárin í aug-
unum, það er svo erfitt að þurfa
að kveðja þig svona snemma.
Ég hugga mig með minning-
um um yndislegan dreng. Ég
man til dæmis eftir því sem
unglingur að hafa fengið að
fljóta nokkrum sinnum með þér
og vinum þínum í sleða- og
jeppaferðir upp í Fálkafell.
Ótrúlegt hvernig þú nenntir að
leyfa mér að hanga með. Þetta
er svo mikið ekta þú. Að hugsa
um alla aðra í kringum þig um-
fram sjálfan þig. Þú varst ein-
staklega duglegur að gleðja
aðra.
Ég man líka eftir því þegar
þú varst að leysa af við skúr-
ingar í bragganum á ÚA. Ég að-
stoðaði þig og að launum fékk
ég stærsta páskaeggið sem til
var í Hagkaup. Eitthvað sem
mig dreymdi um. Ég man hvað
ég var rosalega ánægð með það.
Ég var svo ánægð að ég tímdi
ekki einu sinni að borða það.
Svo er ekki annað hægt en að
minnast á flottu sportbílana
þína. Það var alltaf gaman að fá
að fara á rúntinn með þér á
þeim. Þú hugsaðir gríðarlega
vel um þá. Þeir voru alltaf
glansandi hreinir, enda stóðu
þeir oft á tíðum heima á plani á
meðan þú labbaðir í vinnuna til
þess að halda þeim hreinum.
Þú sóttir mikið í börn og
varst í miklu uppáhaldi hjá mín-
um börnum. Það var ansi oft tal-
að um Hédda frænda og hvað
hann væri skemmtilegur og góð-
ur. Þú varst svo duglegur að
koma og bjóða þeim með þér
eitthvert út á rúntinn. Þú heils-
aðir þeim ávallt með, „hæ
frændi“ eða „hæ frænka“ og
gafst þér alltaf góðan tíma í að
spjalla við þau. Fyrst var atast í
börnunum og svo var komið og
spjallað við okkur Óla.
Aldís Dögg og Emil Andri
töluðu oft um bílferðirnar með
þér. Enda var mjög eftirsótt af
börnunum að fá að fara með þér
í bíl heim úr fjölskylduboðum.
Mest spennandi fundust þeim
ferðirnar þar sem heyrðist í þér:
„Já, ég skal gera þetta en þið
lofið þá að segja mömmu ykkar
ekki frá því.“ Þá var verið að
spóla eða keyra jafnvel yfir
hringtorg.
Þú varst smá stund að vinna
Ívan Elí á þitt band þegar hann
var lítill en eftir það þá var
hann algjörlega þinn. Samband
ykkar var ótrúlegt. Þegar þú
mættir í heimsókn þá byrjaðir
þú alltaf að kalla með skemmti-
legum tón: „Hey lilli“, og þá
kom Ívan Elí hlaupandi á móti
þér og svo fífluðust þið og hlóg-
uð. Hvorugur ykkar gat hætt.
Mér er einnig ansi minnisstætt
þegar hann kom til mín fyrir um
ári og spurði hvort hann mætti
hringja í Hédda frænda af því
að hann vildi biðja þig um að
koma og leika.
Þú varst okkur oft og tíðum
innan handar þegar við vorum í
einhverjum framkvæmdum á
heimilinu. Við byggingu á
Fossagili varst þú mættur á
staðinn óumbeðinn og vildir fá
að aðstoða. Þekking þín og
reynsla var slík að ég treysti öll-
um þínum ráðleggingum 110%.
Já, elsku Héðinn, lífið er
stundum óskiljanlegt. Ég kveð
þig með miklum söknuði, elsku
ljúfi, umhyggjusami og bros-
mildi bróðir. Það eru erfiðir
tímar framundan hjá okkur fjöl-
skyldunni en við munum öll
standa saman og hugsa um fal-
legu minningarnar. Við munum
einnig passa vel upp á börnin
þín og hlúa vel að þeim. Takk
fyrir alla hlýjuna og góðu minn-
ingarnar sem þú gafst okkur.
Hvíl í friði, elsku bróðir.
Þín systir,
Halla Björk.
Elsku fallegi bróðir.
Mikið er sárt að hugsa til
þess að þú sért farinn frá okkur.
Ég á erfitt með að trúa að ég
eigi aldrei eftir að sjá þig aftur.
Mig verkjar af söknuði og þrái
ekkert heitar en að fá þig aftur
til okkar. Ég bíð og vona að ég
eigi eftir að vakna af þessari
martröð og þú eigir eftir að
skottast inn um dyrnar og setn-
ingin: „Hey lilli“ heyrist.
Það sem þú varst dýrkaður
og dáður af frændsystkinum
þínum enda með eindæmum
barngóður. Börnin mín eiga
margar góðar og fallegar minn-
ingar um þig enda margt sem
þið hafið brallað saman. Það var
alltaf eftirsóknarvert hjá þeim
að fá að fara í ævintýraferð með
Hédda frænda. Í þeim ferðum
var alltaf mikið fjör og margt
gert sem einungis var leyfilegt
hjá Hédda frænda. Þær voru
líka ófáar ísferðirnar sem þið
fóruð í saman enda þótti þér ís
ekki vondur. Ég man eftir því
þegar þú passaðir strákana fyrir
mig yfir helgi fyrir tveimur ár-
um. Þá var frystirinn fylltur af
ís og markmiðið hjá ykkur var
að ná að klára allan ísinn sem til
var áður en við foreldrarnir
kæmum aftur heim. Þið náðuð
að sjálfsögðu þessu markmiði
ykkar en strákarnir báðu þó
reyndar ekki um ís næstu daga
á eftir. Þeir tala enn um það
hversu mikinn ís þið borðuðuð
yfir þessa helgi.
Elsku bróðir, þú varst svo
yndislegur einstaklingur. Þú
varst einstaklega geðgóður, þol-
inmóður, hreinskilinn, hjálpsam-
ur og lífsglaður. Þú varst sann-
ur vinur vina þinna og vildir allt
fyrir alla gera. Þú varst ein-
staklega laginn í höndunum og
kunnir allt. Það virtist vera al-
veg sama hvað þurfti að laga
eða leysa, þá kunnir þú alltaf
ráð við því. Þú hefur gert mikið
fyrir mig í gegnum tíðina og
hjálpað mér í gegnum erfiða
tíma og fyrir það er ég mjög
þakklát.
Ég á óteljandi fallegar minn-
ingar um þig. Ég man svo vel
eftir því þegar þú hringdir í mig
í byrjun sumars og sagðist
þurfa að heimsækja mig um
kvöldið til að sýna mér dálítið.
Þegar þú komst um kvöldið kom
í ljós að þú hafðir keypt nýjan
bíl fyrr um daginn. Hamingjan
geislaði af þér og þú varst svo
ánægður með nýja bílinn. Þú
baðst mig um að koma á rúntinn
með þér og hjálpa þér að taka
myndir af bílnum. Við keyrðum
saman um bæinn og það var svo
yndislegt að fylgjast með þér.
Andlit þitt var uppljómað og þú
minntir mig einna helst á ung-
ling sem var nýlega búinn að fá
bílprófið. Við töluðum mikið
saman í þessari bílferð og er
þetta kvöld mjög dýrmætt í
huga mínum.
Elsku bróðir, það sem ég er
þakklát í dag fyrir það hversu
stutt er síðan ég sagði þér
hversu vænt mér þætti um þig.
Það er óendanlega sárt að þurfa
að kveðja þig. Það er stórt
skarð búið að myndast í systk-
inahópnum en við öll fjölskyldan
munum sameinast um að
styrkja hvert annað á þessum
erfiðu tímum.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði elsku bróðir, þín
verður sárt saknað.
Þín systir,
Guðný Berglind.
Elsku, yndislegi Héðinn
minn, þú varst ekki bara bróðir
minn, þú varst líka besti vinur
minn.
Þú varst einstaklega góður
bróðir og vinur og vildir alltaf
allt fyrir alla gera. Við hjálp-
uðum hvort öðru mikið í gegn-
um lífið. Oft varstu nú búinn að
skamma mig fyrir að ganga ein í
gegnum hlutina og fyrir að
koma ekki að biðja um hjálp.
Þér fannst ég alltaf vera of hörð
við sjálfa mig og eins fannst þér
að ég ætti alls ekki að ganga ein
í gegnum allt það sem hefur
gengið á í lífinu hjá mér.
Þú varst alltaf svo jákvæður
og brosmildur og með þennan
smitandi hlátur þinn sem heyrð-
ist ansi oft. Fullkomnunarárátt-
an var mikil hjá þér og þú gerð-
ir ekkert án þess að hafa það
fullkomið. Þú varst mikið snyrti-
menni og varst alltaf með allt
hreint og snyrtilegt í kringum
þig.
Þú hafðir mikinn áhuga á bíl-
um og áttir marga fallega bíla.
Það var svo gaman að sjá þig á
nýja bílnum sem þú keyptir þér
um daginn, þú varst svo glaður
og ánægður með bílinn og ljóm-
aðir þegar þú varst á honum.
Ég man eftir öllum góðu
stundunum okkar saman á yngri
árum okkar þegar ég fékk að
hjálpa þér við að líma saman
módel-bílana sem þú hafðir svo
mikið yndi af. Mér fannst algjör
heiður þegar þú treystir mér til
að hjálpa þér við að gera bílana
því að sjálfsögu þurfti allt að
vera 100% í þessu eins og öllu
öðru sem þú tókst þér fyrir
hendur. Þú áttir mikið og flott
safn af alls konar módel-bílum
sem þú varst stoltur af.
Ég er mjög þakklát fyrir all-
ar góður stundirnar sem við átt-
um saman. Þú varst einstaklega
barngóður og byrjaðir alltaf á
að tala við krakkana og leika við
þá þegar þú komst í heimsókn
eða þegar við komum til þín.
Þú varst einstaklega góður
við hann Gabríel minn sem
dýrkaði og dáði Inni frænda
eins og hann kallaði þig þar sem
hann gat ekki sagt Héðinn. Þið
voruð einstaklega góðir vinir og
þú varst alltaf tilbúinn til að
hjálpa mér með hann.
Gabríel er sko ekki alltaf
allra en alltaf áttir þú hug og
hjarta hans. Það voru ófá skipt-
in sem hann hringdi í þig og
vildi fara á vélsleðann með þér
eða í bílinn eða bara fá að hitta
þig, stundum þurfti ég að vera
túlkur í símtalinu þegar hann
var að segja þér einhverjar
rosalegar sögur sem þú skildir
ekki alveg, enda oft erfitt að
skilja hann þegar hann er mjög
ákafur að segja frá einhverju
spennandi.
Það verður erfitt fyrir hann
að skilja að nú er Inni frændi
farinn og við getum ekki hringt
í hann eða hitt hann. Ég trúi því
að þú munir vaka yfir Gabríel
og fylgja honum eftir.
Karítas á líka margar góðar
minningar um þig og talar enda-
laust um hvað þú varst góður
frændi. Þið lékuð mikið saman
og strídduð hvort öðru enda-
laust. Henni fannst alltaf gaman
þegar hún fékk að fara með þér
og er búin að tala mikið um síð-
ust ferð sem þið förum saman á
Glerártorg að versla fyrir stuttu
síðan og fóruð þið svo í Kletta-
borg. Henni fannst mjög gaman
þegar hún fékk að vera ein með
þér í frændadekri.
Elsku Héðinn, erfitt er að
hugsa sér lífið án þín, ég sakna
þín svo sárt en ég á margar
góðar minningar með þér sem
munu alltaf lifa í huga mér.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín systir
Anna Jóna.
Elsku bróðir.
Orð fá því ekki lýst hversu
erfitt var að fá þær fréttir að þú
værir týndur og geta ekki tekið
þátt í leitinni þar sem ég var
stödd á Spáni. Ég náði þó að
breyta fluginu heim og var það
óendanlega þungbært að fá þær
fréttir að þú værir fundinn lát-
inn, þegar ég var á leiðinni á
flugvöllinn, og var heimferðin
óbærileg. Sárt er að hugsa til
þess að hafa ekki getað hjálpað
þér og komið í veg fyrir þessar
hörmungar. En stórt skarð er
nú í fjölskyldunni okkar þar
sem þú spilaðir svo stórt hlut-
verk og varst alltaf til staðar
fyrir alla og ávallt reiðubúinn að
gera allt fyrir alla.
Þú varst einstakur blíður,
hjálpsamur og yndislegur í alla
staði. Eftir sitja ljúfar minn-
ingar sem við áttum saman þar
á meðal frá því þegar við vorum
saman í sveit en þú passaðir
ávallt upp á mig og varst alltaf
til staðar. Þú reyndist mér sér-
staklega vel þegar strákarnir
mínir misstu pabba sinn og
varst ávallt reiðubúinn að hlusta
þegar ég þurfti á að halda og
gefa mér góð ráð. Ég get ekki
hugsað þá hugsun til enda að þú
sért endanlega farinn frá okkur,
það er óbærilegt. Og að geta
ekki keppst við að vera á undan
að hringja í þig og óska þér til
hamingju á afmælisdaginn okk-
ar. En við sem eftir sitjum
stöndum nú saman og styrkjum
hvort annað til að komast í
gegnum þetta. Ég elska þig,
elsku bróðir.
Þín systir,
Sigrún.
Héddi frændi var vinnumaður
hjá okkur í sveitinni í mörg
sumur. En hann var miklu
meira en bara vinnumaður,
hann var leikfélagi og vinur.
Héddi hafði einstakt lag á því að
stríða okkur systkinunum og
hlæja svo dátt að okkur ef ætl-
unarverk hans tókst. Hann
kenndi okkur að hoppa jafnfætis
yfir hrífuskaftið haldandi á því
með báðum höndum. Þetta
reyndist nokkuð flókinn leikur
þar sem við kútveltumst á
túninu eftir hverja tilraun sem
uppskar mikinn fögnuð hjá hon-
um. En æfingin skapaði meist-
arann.
Það var ýmislegt sem honum
datt í hug og við eltum. Hann
kynnti okkur fyrir „tröllahunda-
súru“, sem átti að vera miklu
betri en venjuleg hundasúra, en
reyndist að sjálfsögðu vera njóli.
Það var ævinlega gaman að vera
í kringum hann og börn hænd-
ust að honum. Á sunnudögum er
hitað kakó í sveitinni og lá leið
hans æði oft frameftir. Ekki
skemmdi það tilhlökkunina þeg-
ar hann eignaðist sjálfur börn
og við gátum leikið við þau
systkinin. Sunnudagar hér eftir
verða hálf tómlegir, vitandi það
að Héddi frændi renni ekki í
sveitina.
Í dag, alltof snemma, kveðj-
um við frænda okkar með sökn-
uð í hjarta. Minningar um hlát-
ur hans og bros lifir í huga
okkar.
Hvíl í friði.
Ytra-Gils systkin,
Helgi, Hrafnhildur,
Halldór og Heiðrún.
Fallinn er frá langt fyrir ald-
ur fram Héðinn Garðarsson. Oft
var hann búinn að koma til okk-
ar í Skarðshlíðina, við kölluðum
hann hjálparhelluna okkar. Ég
hringdi í hann og sagði að nú
vantaði okkur hjálparhelluna
okkar, hann hló við og spurði
hvað það væri og það var alveg
sama hvað ég bað um að gert
yrði, það var ekkert mál. Héð-
inn var með eindæmum laghent-
ur og gat leyst úr öllum vanda,
ef ekki strax þá setti hann upp
tíma að kvöldi eða næsta dag
sem alltaf stóð eins og stafur á
bók. Við hjónin minnumst þessa
ljúfa, góða og samviskusama
drengs með mikilli hlýju og
þakklæti fyrir allt.
Börnum Héðins, foreldrum
og systkinum vottum við inni-
lega samúð okkar.
Álfheiður Björk
og Benedikt.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Með Héðni er genginn einn
allra besti maður sem við höfum
kynnst. Hann reyndist fjöl-
skyldu sinni einstaklega vel.
Ótímabært andlát Héðins kem-
ur í opna skjöldu og reynir á.
Eftir lifir minning um einstakt
valmenni sem ekkert skyggir á.
Okkur sem eftir lifum verða
ekki færðar betri gjafir.
Elsku Herborg, Jakob,
Lovísa, Þormóður, Garðar, Véd-
ís, systkini Héðins og fjölskyld-
ur, megi trúin á hið góða lifa
með ykkur.
Kveðja
Árni, Sveinbjörg,
Páll og Ari.
Þegar himinninn hrynur
er eins og tíminn
standi í stað.
Verði eins,
endalaus.
Hissa verð
er lífið
áfram heldur
eins og ekkert
hafi í skorist.
Í huga mér
þessi dagur
hvert atvik
eins og meitlað
í stein.
Sársaukinn
um æðar rennur
finnur leið
í ljóði hér.
(Höf. óþ.)
Með þessu ljóði vil ég kveðja
Héðin vin minn og þakka honum
fyrir samstarfið síðastliðið eitt
og hálft ár. Ég sannarlega
sakna góðs drengs sem vildi öll-
um svo vel. Við ræddum margt
og hann trúði mér fyrir ýmsum
af sínum hjartans málum og það
leyndi sér aldrei að börnin hans
stóðu hjarta hans næst. Far þú í
friði, vinur sæll, og megi allar
góðar vættir vaka yfir þér og
öllu þínu fólki.
Þar til við hittumst næst.
Ingvi og Rósa.
Héðinn Garðarsson