Morgunblaðið - 05.07.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.07.2016, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016 ✝ Guðríður Frið-laug Guðjóns- dóttir fæddist 1. nóvember 1926 á Harastöðum á Fellsströnd í Dala- sýslu. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 25. júní 2016. Foreldrar hennar voru Guð- jón Sigurðsson, f. 26. sept. 1901, d. 21. apr. 1994, og Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 27. janúar 1901, d. 3. apr. 1966. Systkini Guðríðar eru: Sigríður Guðrún, f. 1929, d. 2011, Jóhanna Sigurást, f. 1931, d. 2014, Aðalsteinn Páll, f. 1933, Valgerður Ólafía, f. 1936, d. 2010, Sigurður Pétur, f. 1938, og Guðmundur Agnar, f. 1941. Árið 1951 giftist Guðríður eig- inmanni sínum, Guðmundi Jóns- syni, f. 2. sept. 1925 á Bjarma- landi í Hörðudal. Þau hjónin eignuðust sex börn, þau eru: Ýmir, Guðveig Lilja, maður hennar er Sigurður Þórir Þór- isson, börn Tanya Berg, Þórir Snævarr og Birgitta Íren. Sam- býlismaður Kristjönu er Ólafur Jónsson og barn þeirra er Berg- rós Ýr, maki hennar er Gunnar Eyþórsson. Guðmundur Flosi, f. 29. maí 1965. Guðríður ólst upp hjá for- eldrum sínum á Harastöðum, en þau voru bændur þar. Árið 1942 hóf hún nám við Húsmæðraskól- ann á Staðarfelli og útskrifaðist þaðan 1945. Árið 1945 kynntist hún eiginmanni sínum og hófu þau búskap 1947. Árin 1948-50 bjó hún ásamt eiginmanni sínum á Hörðubóli, en þá flytjast þau til Reykjavíkur. Árið 1952 flytjast þau með börnum sínum að Emmubergi á Skógarströnd og stunduðu búskap sinn en þau bjuggu þar allt þar til þau fluttu til Reykjavíkur haustið 2000. Guðríður fluttist aftur vestur í Dalasýslu á dvalarheimilið Silf- urtún árið 2011, ári eftir andlát Guðmundar, og bjó þar til dán- ardægurs. Guðríður verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju á Skógarströnd í dag, 5. júlí 2016, og hefst athöfnin kl. 13. Guðjón Bergmann, f. 6. maí 1949, d. 11. feb. 2007. Kristín Sigríður, f. 4. apr. 1951, dóttir hennar og Skúla H. Jóns- sonar er Sigríður Huld Skúladóttir, eiginmaður hennar er Björgvin Sævar Ragnarsson, börn þeirra eru Embla Dís, Kristey Sunna og Guðmundur Ari. Sigríður Kolbrún, f. 16. ág. 1952, d. 20. jún. 2004. Ingibjörg Emma, f. 14. jan. 1957. Kristjana Eygló, f. 29. apr. 1958, börn hennar og Bjarka Jónassonar eru Birgir Már, kona hans er Hjördís Halla Sæmundsdóttir, börn Ísak Nói og Benjamín Elí, Jónas Rafn, kona hans er Ásta Ólafsdóttir, börn Erla Rós og Kristófer Bergmann, Guðmundur Berg- mann, kona hans er Svanhildur Ævarr og barn þeirra Eysteinn Elsku besta amma mín. Nú er komið að kveðjustund, örlítið óraunverulegt en óumflýj- anlegt. Margar minningar læðast að manni af ýmsum toga. Það líð- ur varla sá dagur að ég hugsi ekki til ömmu og afa og á ég ekki von á að það breytist nokkurn tímann, enda voru þið svo stór partur af lífi mínu og seinna lífi barnanna minna, sem héldu svo mikið upp á ykkur. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp hjá ömmu og afa. Amma var allt- af dugleg að segja frá gömlum tímum og ég hafði gaman af að hlusta á það. Hún hafði notið sömu forréttinda – að alast upp með alnöfnu sinni og ömmu á Harastöðum, hún talaði oft um hana og var það bara fyrir fáum dögum sem við töluðum um hana og hún sagði að hún væri búin að hugsa mikið til hennar upp á síð- kastið. Vonandi varð henni að ósk sinni að hitta hana aftur. Amma trúði af öllu hjarta á ann- að líf og að við sameinumst aftur á nýjum stað eftir líf okkar hér á jörðinni, ekkert gat hnekkt þeirri trú hennar. Ein af fyrstu minningum mín- um af frásögnum ömmu var hvernig hún fékk augastað á Emmubergi. Emmuberg spilaði stóran þátt í lífi hennar og þang- að ætlaði hún sér frá 10 ára aldri. Þegar hún var lítil stelpa á Hara- stöðum stóð hún fyrir ofan bæinn og horfði yfir sjóinn og ákvað þar með að þarna ætlaði hún að búa. Það varð að veruleika árið 1952 þegar þau afi heyrðu einn daginn að auglýstar væru jarðirnar Emmuberg og Laxárdalur á Skógarströnd til ábúðar. Með tvö lítil börn og eitt á leiðinni og fátt annað í farteskinu en trú, þraut- seigju og ákveðni slógu þau til og fluttu vestur, þar sem varla nokkuð var nema nokkrir kofar og lélegt hús, og hófu þar bú- skap. Þau byggðu allt upp frá grunni, fyrst sjálf og síðar með hjálp barna sinna. Það gerir mig því stolta sem barnabarn ykkar að hafa tekið við sem þriðji ætt- liðurinn á Emmubergi. Emmu- berg hefur alltaf verið heima í huga ömmu, hún hefur kannski verið búsett annars staðar í seinni tíð en ekkert hefur verið heima eins og Emmuberg og bókstaflega neitaði að kalla neitt annað heima en Emmuberg. Við byggjum saman bæ í sveit, sem brosir móti sól. Þar ungu lífi landið mitt? mun ljá og veita skjól. (Kalman/Jón Sigurðsson) Ömmu þótti fátt skemmtilegra en að fara í bíltúr, reyndar hafði amma algjöra unun af því að sitja í bíl og ferðast vítt og breitt um fallega landið okkar. Hún sagði alltaf svo mikið af sögum frá því þegar hún var ung þegar við keyrðum um, benti á hús sem haldin voru böll í svo ég tali nú ekki um þegar hún nældi í hann afa, hún var alveg jafn ákveðin með mannsefnið og framtíðar- heimilið. Já, minningarnar eru sannarlega margar og það er furðulega raunverulegt að loka augunum, heyra sunnudags- messuna glymja á Rás 1 og finna pönnukökuilminn læðast um hús- ið rétt eins og ekkert sé breytt og tíminn hafi staðið í stað. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já ég er kominn heim (Kalman/Jón Sigurðsson) Elsku amma mín, takk fyrir allt. Sigríður Huld. Elsku amma. Við söknum þín svo mikið. Við munum að þú komst alltaf um jólin og þá var svo gaman, það verður svo skrýtið að hafa þig ekki hjá okkur. Það var alltaf svo gaman að heimsækja þig á Silf- urtún, þá kenndir þú okkur að sauma kort og myndir og sagðir okkur sögur um hvernig var í gamla daga. Þú varst alltaf svo góð og skemmtileg. Takk fyrir allt, elsku amma. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili.) Langömmustelpurnar þínar, Embla Dís og Kristey Sunna. Guðríður Friðlaug Guðjónsdóttir ✝ Sigríður Stein-unn Jónasdóttir fæddist á Brekkum í Holtum 3. janúar 1954. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans 26. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón- as Geir Sigurðsson, f. á Brekkum 17.5. 1931, d. 6.3. 2008, og Guðný Alberta Hammer, f. á Ísafirði 30.10. 1930, d. 27.1. 2009. Sigríður átti tvær hálfsystur, þær Kristjönu og Herdísi Rögnu, og tvö alsystkini, þau Ragnheiði og Sigurð. Sigríður átti tvo syni: a) skólann. Þar eignaðist hún marga góða vini sem hún hélt sambandi við alla tíð. Sigga, eins og hún var oftast kölluð, starfaði við skrifstofustörf hjá endur- skoðunarfyrirtæki í Reykjavík í stuttan tíma eða þar til hún flutt- ist aftur austur og hóf þá störf hjá Búnaðarbankanum árið 1973. Þar starfaði hún þar til yfir lauk. Hún sat í hreppsnefnd Holta- og Landsveitar í mörg ár, stjórn Hitaveitu Rangæinga og innan samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Söngur var stór partur af hennar lífi, hvort sem það var með sjálfri sér eða í kirkjukór Árbæjarkirkju, þar sem hún naut sín í góðra vina hópi. Hún var virk í störfum Ár- bæjarkirkju, söng í kirkjukórn- um og var skólanefndarfor- maður Laugalandsskóla í Holtum í mörg ár. Útför Sigríðar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 5. júlí 2016, og hefst athöfnin kl. 13. Pálma Sævar Þórð- arson, f. 1977, maki Hafdís Ásgeirs- dóttir, f. 1982. Þau eiga tvær dætur, þær Guðnýju Lilju, f. 2011, og Guð- björgu Stellu, f. 2014. b) Jónas Al- bert Þórðarson, f. 1982, kvæntur Heiðrúnu P. Maack, f. 1982. Eiga þau börnin Bergrúnu Lilju, f. 2009, Pétur Geir, f. 2011, og Júlíönu, f. 2015. Sigríður ólst upp á Brekkum í Holtum, gekk í barnaskóla að Laugalandi og svo í Skógaskóla. Þaðan lá leiðin svo í Verslunar- Mamma mín var stórkostleg kona. Hún var frábær móðir, fé- lagsmálatröll, góður kokkur, hvatti alla til að verða meira, dug- leg að græða upp landið, stóð vörð um lítilmagnann og elskaði yfir höfuð alla. Mamma hafði góða yfirsýn yfir málefni líðandi stundar og var mjög jarðbundin í skoðunum sín- um. Dómgreind hennar var vel yf- ir meðallagi og talaði hún aldrei illa um nokkurn mann þó svo þeir ættu það svo sannarlega skilið að sumra mati. Hún var mikið nátt- úrubarn og vildi helst vera að gróðursetja eða í göngutúrum. Barnabörnin voru hennar yndi. Þegar amma Sigga kom var byrj- að að veifa framan í hana bókum sem átti að lesa. Mamma las mikið fyrir okkur bræðurna og þá einna helst heimsbókmenntirnar, Sval og Val, Tinna og Viggó. Bækurnar voru alltaf lesnar af innlifun og eitthvert barnið sem hún las fyrir hélt að hún væri að skálda þetta allt og spurði hana hvort hún kynni í alvöru ekkert að lesa. Mamma var ættrækin og var fjölskyldan henni mikils virði. Hún sótti helst allar veislur og viðburði sem þar voru haldnar og reyndi að fá okkur bræðurna með sér við takmarkaðar undirtektir. Ekki má gleyma skólasystkin- um hennar frá Skógum og úr Verslunarskólanum. Ég hef oft setið með henni að horfa á sjón- varpið og hef undrað mig á hvort allt Ísland hafi verið með henni í skóla eða séu fjarskyldir eða nánir ættingjar. „Þetta er skólabróðir eða -systir frá Skógum“ sagði hún svo oft eða „þetta er nú frændi eða frænka þín“. Hjartahlýjan var hennar aðals- merki. Hún var alltaf góð. Og þó hún oft hótaði flengingum þegar ég kom alblautur kannski í þriðja skiptið þann daginn úr Rauða- læknum á yngri árum, þá auðvitað stóð hún aldrei við það. Hún var góð við alla og var óþreytandi við að skutla okkur, fara með í ferða- lög, lautarferðir eða bara eitt- hvert út í náttúruna. Mamma ræktaði garðinn sinn á mjög skilvirkan hátt. Var upptek- in af að uppræta njóla, arfa og annað illgresi, hreinsa beð og hlúa að þeim litlu sprotum sem hún plantaði niður og var hin bjartsýn- asta á að þeir myndu spretta og dafna í mismunandi jarðvegi. Ill- gresið vex víða, á ýmsum stöðum og sumt illgresi er ekki hægt að ráða við, en litlu sprotarnir sem hún hefur verið að gróðursetja, dafna og munu dafna í framtíðinni og verða minnismerki um hvernig hún var og er í hugum okkar allra. Síðustu mánuðir hafa liðið hratt og þegar hún greindist með krabbamein í október töldum við að tíminn sem við hefðum yrði mun lengri er raunin varð. Núna er mamma farin. Við söknum hennar öll sárt. Okkur finnst að tíminn með henni hafi verið of stuttur og reiði yfir því að dvöl hennar hér skuli vera lokið leitar á hugann. Munum samt það sem góð kona sagði eitt sinn við hana þegar afi dó og henni þótti tíminn hafa verið stuttur: „Hefðir þú vilj- að ákveða hversu langan tíma þið hefðuð átt saman?“ Og svarið við því var nei. Þetta er kannski allt ákveðið fyrir fram en við erum sem betur fer laus undan því að vita hvenær tími okkar kemur. Stundirnar sem við áttum saman og minning hennar gleymist aldr- ei. Pálmi Sævar Þórðarson. Þegar ég kveð mína kæru syst- ur í sveitinni, hana Siggu, kemur svo margt upp í hugann en það verður aðeins smá kveðja. Ég læt hugann reika alveg frá fæðingu hennar, hvað hún átti hug allra í fjölskyldunni. Seinna varð hún þeim öllum stoð og stytta, þá á ég við foreldrum og systkinum, svo ég tali nú ekki um syni hennar, tengdadætur og barnabörnin fimm, þetta allt var henni afar dýrmætt. Hún unni sveitinni sinni umfram allt og var mikill Holta- maður. Ég vissi að hverju stefndi þegar ég kom til hennar á 17. júní sl. en átti samt von um að við ætt- um eftir að hittast aftur. Eitt er það orð sem átti svo sannarlega vel við hana. Það var orðið „einstök“, en það orð er not- að þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, t.d. faðmlagi, sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi og vinsemd. Einstök: lýsir fólki sem stjórn- ast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Einstakur: á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og þeirra skarð verður vandfyllt. Einstök er orð sem best lýsir þér, elsku Sigga. Við sem syrgjum vitum að það verður vel tekið á móti þér af ást- vinum og örugglega verða hrossa- bjúgu í matinn hjá ykkur. Elsku Pálmi og Jónas og fjöl- skyldur ykkar, við Gunnlaugur sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Við hittumst seinna, hafðu þökk fyrir allt Blessuð sé minning þín. Kristjana Sigurðardóttir. Austur í Holtum var gott að vera barn. Við, börnin á Brekkum, lékum okkur í ævintýraheimi og tíðum var gilið og Myllufossinn leiksvið ærsla okkar og leikja. Undir Brekknabænum leyndust sprungur og flekaskil, þar sem sundur ganga Ameríka og Evr- ópa. Hekla fjalladrottning blasir svo við af bæjarhlaðinu, hættuleg og hrífandi í senn, til frekari árétt- ingar um að ekkert er tryggt í veröldinni. Frænka okkar, Sigríður Stein- unn Jónasdóttir, var afsprengi landsins, sögunnar og merkra ætta sem þarna bjuggu. Foreldr- ar Sigríðar, þau Jónas Geir Sig- urðsson, móðurbróðir okkar, og kona hans Guðný Alberta Ham- mer af norskum ættum og vest- firskum, eru dáin bæði fyrir nokkrum árum. Jónas var óvið- jafnanlegur sögumaður, alinn upp við sagnahefð foreldra sinna. Jón- as fann jafningja sinn í Öllu, sem var jafn fróð og skemmtileg og hann og er þá langt til jafnað. Hvergi var skemmtilegra að koma en til Öllu og Jónasar. Að þeirri gleði bjuggu börn þeirra alla tíð. Við systkinin fluttum að Ketlu þegar Sigga var á fyrsta ári en vorum langdvölum á Brekkum, sem voru eins og okkar annað heimili. Brekkur voru þeim töfr- um búnar að þar var alltaf nóg pláss fyrir gesti og gangandi, þrátt fyrir að húsakynnin væru þröng, örlæti og rausn voru hús- reglur. Við eldhúsborðið var sagnahefðinni skilað til næstu kynslóða. Forsjónin nestaði Siggu frænku af miklu örlæti til lífs- göngunnar, hún var fluggreind, og skaraði framúr í flestu sem hún tók sér fyrir hendur. Sigga var nánast alltaf glöð og kát og létti byrðar samferðamanna með nærveru sinni og glaðværð. Söngvin var hún, vel lesin og ráðagóð öllum sem til hennar leit- uðu. Hún fór burt til náms en hug- urinn var þó heima í Holtum og þangað sneri hún aftur eftir nám og hafði nú með sér mannsefnið, Þórð. Þau byggðu sér hús á Rauðalæk, sem var steinsnar frá æskuheimilinu. Þegar foreldrar hennar brugðu búi, fluttu þau í næsta hús. Ragnheiður systir hennar tók við búinu á Brekkum. Þetta voru góð ár og gæfurík og þau eignuðust tvo drengi sem voru augasteinar hennar og yndi. Ástríkir foreldrar í næsta húsi, vinir og ættingjar allt í kring. Sigga ávann sér virðingu og traust allra samferðamanna og var um árabil kjörin til að sitja í sveitarstjórn. Við vini og sveit- unga var hún hjálpsöm og fórn- fús. Hún var afar fróð og vissi allt, kunni vísur og sögur, söng eins og engill og lyfti öllu sínu umhverfi með glaðværð og hnyttni. Örlögin réðu því að hún flutti „suður“ en var þó daglega í sam- bandi við sitt fólk fyrir austan. Enginn siglir sinn ævisjó án mótlætis og Sigga frænka fékk sinn skerf, hún missti á fáum mánuðum marga af þeim sem henni voru kærastir, sambýlis- mann og báða foreldra. Seinni árin bjó hún sér fallegt heimili í Mosfellsbæ. Þar voru fyrir systir hennar, Herdís, og fjölskylda hennar og raunar fleiri ættingjar og hafði hún af þeim fé- lagsskap og styrk. Herdís var hennar stoð og stytta í veikind- unum og víst er að enginn er einn, sem á Herdísi að. Sigga var búin að koma sér upp fallegum bústað á bökkum Rauðalækjar og var ötul við að rækta og gróðursetja trjáplöntur í landið sitt. Þar lék hún við barnabörnin og var samvistum við synina kæru. Þau undu vel við lækjarniðinn og fossinn úr æsk- unni var enn á sínum stað. Þarna var griðastaður og friðheimar. „Heima eru í mínum huga allt- af Brekkur,“ sagði hún á bana- sænginni. Hún verður lögð í fósturmold- ina hjá foreldrum sínum og verð- ur hluti af sögunni og samgróin landinu á ný. Guð blessi Sigríði Steinunni Jónasdóttur og alla hennar ætt- ingja og fjölskyldu. Fríður og Þrúður. Á leið okkar um lífið eignumst við marga og ólíka samferða- menn. Sumum verðum við sam- ferða um stund, uns þeir halda sína leið og hverfa sjónum. Aðrir fylgja okkur ævina á enda, gegn- um súrt og sætt, vinir í gleði og þraut. Í dag kveð ég einn af þeim samferðamönnum mínum sem ég átti samleið með í nær 46 ár. Lok- ið er ferðalagi sem nærðist frá fyrstu tíð af ósviknu vinarþeli og gagnkvæmum trúnaði. Fundum okkar Siggu eða „Frú Sigríðar“ bar fyrst saman í Versl- unarskóla Íslands. Það var haust- ið 1970 að við urðum skólasystkini og félagar á fyrsta ári í skólanum og alla tíð síðan áttum við samleið og vissum grannt hvort af öðru þó að höf og lönd skildu á milli. Sigga var líka félagslynd með afbrigð- um, naut þess að vera í hópi með öðrum og laðaði að sér félaga á sinn glaðværa og áreynslulausa hátt. Rökvís og rökföst, jafnvel svo að enn er í minnum haft, þeg- ar hún gerði Sigtrygg skólafélaga okkar rökþrota í deilu þeirra tveggja, sem enginn man nú leng- ur um hvað snerist. Þannig var unglingurinn Sigríður og allir þessir eiginleikar félagsverunnar fylgdu henni til síðasta dags, vak- andi og virkur þátttakandi í fé- lagsskap manna. Eitt sinn er við ræddum saman bar á góma jafnréttismál og orðin „gleðimenn“ og „gleðikonur“ og að „gleðin“ hefðu ekki sömu merkingu eftir því um hvort kynið væri rætt. Í lok þessa samtals tók hún loforð af mér, að ef ég næði að skrifa um hana minningargrein kæmi ég kvenhluta þessa orðs að og er það hér með gert: „Sigríður var „gleðikona“ mikil.“ Sigga hafði ljúft og notalegt viðmót, sem gerði það að verkum að manni leið vel í návist hennar. Við sem kynntust henni í Verzló erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana. Minn- ingin um góðan félaga mun lifa í hjörtum okkar. Kæra vinkona – það er ekki langt þetta korter sem við köllum líf, stundum breytist það í fimm mínútur. Jón Sævar Baldvinsson. Sigríður Steinunn Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.