Morgunblaðið - 05.07.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016
Helga Björg Ingimarsdóttir, sauðfjár- og æðarbóndi á Höfnumá Skaga, er fimmtug í dag. „Þetta er hlunnindajörð, við erummeð æðarvarp og rekavið og hefðbundinn búskap, kindur og
hesta. Við fáum 30-35 kíló af hreinsuðum dún og ég vinn úr honum
sængur sem ég sel bæði hérlendis og erlendis. Svo seljum við töluvert
af rekaviði; það er mjög vinsælt hjá fólki sem er að byggja hús og
palla og vill hafa eitthvað öðruvísi hjá sér að panta við hjá okkur.“
Helga ólst upp í Árholti við Laxá á Ásum, en þau hjónin, Helga og
Vignir Sveinsson, keyptu jörðina Hafnir árið 2003. „Elsti sonur okk-
ar, Skafti, er að koma inn í búskapinn. Önnur börn okkar eru Ingimar
og Alma Dröfn en fyrir átti Vignir dótturina Söndru Dögg. Svo eigum
við þrjú yndisleg barnabörn.“
Helga hefur setið í sveitarstjórn Skagabyggðar síðan 2010. „Það er
helst að frétta úr sveitarfélaginu að nú á að klára að leggja ljósleiðara
á bæi í sveitarfélaginu, en einn bær var skilinn eftir. Einnig verður
lagt rafmagn þangað, en þar hefur ekki verið aðgangur að ríkis-
rafmagni.
Það er ekkert planað í tilefni dagsins en ég ætla í siglingu á Kyrra-
hafinu seinna á árinu. Ætli ég verði ekki heima að njóta náttúrunnar,
það er svo fallegt hérna og alveg til þess vinnandi að labba hér um
meðfram sjónum Við sjáum t.d. mikið af sel hérna. Ég hef gaman af
útiveru og hestamennsku og svo er ég mikið fyrir allar hannyrðir,
saumaskap og prjónaskap og að eyða tíma með fjölskyldu og vinum,
það er alltaf mjög gaman.“
Ljósmynd/Björk Guðbrandsdóttir
Hjónin Helga og Vignir fyrir utan félagsheimilið Skagabúð við stúd-
entsveislu dóttur þeirra, Ölmu Drafnar, árið 2014.
Æðarvarp og reka-
viður á jörðinni
Helga Björg Ingimarsdóttir er fimmtug
D
ýrfinna fæddist í
Reykjavík 5. júlí 1931
og ólst þar upp í Selja-
landi sem var sveita-
býli þar sem nú eru
gatnamót Háaleitisbrautar, Safa-
mýrar og Ármúla: „Þetta var nú ekki
mikill búskapur en mamma var með
tvær mjólkandi kýr, 20 kindur og
hænsni. Þetta var svona sjálfsþurft-
arbúskapur til að fæða börnin eins og
þá tíðkaðist víða við Reykjavík og í
Kópavogi.
Við krakkarnir rákum kindurnar í
afrétt upp í Breiðholt en kýrnar voru
á beit í Seljalandsholtinu. Við þurft-
um að sitja þar yfir þeim svo þær
færu ekki á flakk.“
Dýrfinna var í Laugarnesskól-
anum. „Við gengum alltaf í skólann
en það var svolítill spölur að fara. Á
hinn bóginn var Laugarnesskólinn
afar góður barnaskóli á þessum
árum.“
Dýrfinna starfaði hjá nunnunum á
Landakoti í fjögur sumur og var síð-
an einkabílstjóri hjá Guðmundi
blinda í Víði en samtímis í Kvöldskóla
KFUM. Hún hóf nám við Ljós-
mæðraskólann 1951 og lauk ljós-
mæðraprófi 1952.
Dýrfinna starfaði við fæðingar-
deild Landspítalans á námsárunum
1951-52, var þar ljósmóðir 1953 og
1954, starfaði við mæðradeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur 1955-76
og starfaði síðan á Fæðingarheimili
Reykjavíkur frá 1976-92 er Fæðing-
arheimilið var lagt af. Þá starfaði hún
við Landspítalann frá 1993-2001, auk
þess sem hún hafði oft leyst þar af á
fæðingargangi á árum áður.
Dýrfinna var auk þess starfandi
ljósmóðir í Reykjavík og nágrenni
þar sem hún tók á móti börnum í
heimahúsum.
Dýrfinna hefur ekki tölu yfir öll
þau börn sem hún hefur tekið á móti
en þau skipta mörgum hundruðum:
„Þetta var fyrst og fremst mjög er-
ilsamt starf. Maður þurfti alltaf að
vera reiðubúinn að taka á móti börn-
um með skömmum fyrirvara og þetta
útheimti oft miklar vökur þegar mik-
ið var um fæðingar. En þetta var allt
þess virði því það er fátt gleðilegra en
taka á móti nýju lífi.
Annars hef ég tekið á móti öllum
barnabörnunum nema einu sem
fæddist í Svíþjóð og mörgum lang-
Dýrfinna Helga K. Sigurjónsdóttir ljósmóðir – 85 ára
Fjölskyldan Talið fr.v. Sigríður Helga, Þórey, Elinóra, Sigurður, Sigrún, Dýrfinna, Elínborg, Magnús og Jón Helgi.
Hún tók síðast á móti
langömmubarni 82 ára
Akranes Ísabella Líf
fæddist 21. maí. 2015 kl.
19.43 á Akranesi. Hún vó
3.560 g og var 53 cm að
lengd. Foreldrar hennar
eru Hulda Ósk Guð-
björnsdóttir og Gunnar
Örn Ólafsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isÍshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100Mynd: Slökkvistöðin Skógarhlíð.
Þeir semgerakröfur
veljaHéðinshurðir
Fáðu tilboð í hurðina
Fylltu út helstu upplýsingar
á hedinn.is og við sendum
þér tilboð um hæl.