Morgunblaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016
Á næsta jazz-
kvöldi Kex Hos-
tels, í kvöld
þriðjudaginn 5.
júlí kl. 20.30,
kemur fram tríó
orgelleikarans
Tómasar Jóns-
sonar. Aðrir
hljóðfæraleik-
arar eru þeir
Sigurður Flosa-
son á saxófón og Einar Scheving á
trommur. Þeir munu flytja valda
jazz-standarda. Aðgangur er
ókeypis. KexJazz er sá atburður á
Kex Hostel sem hefur lifað lengst
frá stofnun gistiheimilisins, en Kex
Hostel er á Skúlagötu 28.
Kexað KexJazz
Tómas Jónsson
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Við höldum að sjálfsögðu í okkar
klassísku hefð. Það er náttúrlega
vel við hæfi þar sem Sigurjón
sjálfur var hámenntaður, klass-
ískur listamaður,“ segir Hlíf Sig-
urjónsdóttir, fiðluleikari og dóttir
Sigurjóns Ólafssonar, um tutt-
ugustu og áttundu sumartónleika-
röð Listasafns Sigurjóns Ólafs-
sonar sem hefst í safninu á
Laugarnesi í kvöld klukkan 20.30.
Hlíf, sem er listrænn stjórnandi
raðarinnar, kveður tónleikana
verða með svip-
uðu móti og hef-
ur verið.
„Við verðum í
salnum okkar og
með hljóðfærin á
staðnum. Við
höldum alltaf
spennunni gang-
andi og reynum
alltaf að koma
með eitthvað
nýtt í bland við
þetta eldra. Við hikum ekki við
það að frumflytja verk hérna,“
segir hún en tónleikaröðin býður í
ár upp á sérvalda listamenn víðs-
vegar að úr heiminum.
Færri komast að en vilja
Það eru ætíð margir sem sækja
um að fá að koma fram í tónleika-
röðinni og segir Hlíf færri komast
að en vilja.
„Það var líkt og fyrri daginn
erfitt að velja úr, því það eru
margir frábærir listamenn sem
sækja um en dagsetningarnar fá-
ar. Það er ýmislegt sem spilar inn
í við þetta val. Við höfum hampað
þeim sem eru að stefna á að ná
langt í sínu fagi. Í ár fannst mér
einnig mikilvægt að heiðra tón-
skáldið Jónas Tómasson auk þess
sem ég vildi fá fólk að norðan til
að koma og spila hér fyrir sunnan.
Við erum alltaf pínu lókalíseruð
eins og Reykjavík sé nafli alheims-
ins. Það er verið að gera mjög
flotta hluti úti á landi sem er hollt
fyrir okkur að fylgjast með. Nálg-
unin þar er oft með öðru móti sem
virkilega gaman er að þekkja,“
segir hún. Þá kveður hún að það
verði að sjálfsögðu einnig að passa
upp á að efnisskráin sé fjölbreytt
svo ekkert sé endurtekning og að
allir geti fundið eitthvað við sitt
hæfi.
Jónas Tómasson heiðraður
„Við opnum þetta í ár með söng.
Það er Ísland og Spánn, hjónin
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
mezzósópran og gítarleikarinn
Francisco Javier Jáuregui. Þau
eru að koma fram í fyrsta skiptið
hjá okkur. Ég spái því að það
verði frábært veður og sólarlagið
verði til fyrirmyndar við Atlants-
hafið,“ segir hún en yfirskrift tón-
leika hjónanna er einmitt Söngvar
frá Atlantshafsströndum. Hlíf seg-
ist gera ráð fyrir því að tónleikar
númer tvö í röðinni, sem verða 12.
júlí, verði einnig mikið upplifelsi.
„Þá koma Árni Heimir Ingólfs-
son og Hanna Loftsdóttir með
skærustu stjörnu í heiminum í dag
á blokkflautu, hinn unga Martin
Bernstein. Síðan förum við yfir í
annan heim á tónleikunum þar á
eftir, sem verða 19. júlí, en þá
verða ljóð Jakobínu Sigurðar-
dóttur í Garði flutt við lagaflokk
Ingibjargar Azimu Guðlaugsdóttur
sem er einmitt barnabarn Jakob-
ínu. Þar koma til sögunnar nokkuð
margir flytjendur þannig að það
verður mjög litríkt. Síðan verður
tónskáldið Jónas Tómasson heiðr-
að þann 26. júlí og við viljum um
leið vekja athygli á hans verkum,“
segir hún en þar verður flutt úrval
einleiks- og einsöngsverka frá
ýmsum tímum á ferli hans. Flytj-
endur á tónleikunum eru allir
tengdir Jónasi nánum fjölskyldu-
eða vinaböndum.
Upprennandi stjörnur ljúka
„Við verðum síðan með auka-
tónleika fimmtudaginn 28. júlí eins
og við höfum gert áður. Þá bjóðum
við flytjendum sem ekki komust að
hjá okkur að leigja salinn. Í ár eru
það Anna Jónsdóttir, Ute Völker
og Ursel Schlicht sem verða með
mjög spennandi nálgun á söng-
lögum Jóns Leifs. Þau verða með
mjög skemmtilega nýja sýn og
nýta til þess spuna, söng, harmó-
nikku og píanó,“ segir Hlíf. Næst-
síðustu tónleikar raðarinnar, sem
verða 2. ágúst, verða síðan nýttir
undir fulltrúa tónlistarmanna á
Norðurlandi, þá Michael Jón
Clarke og Daníel Þorsteinsson.
„Þeir munu flytja Kímnilög við
gríntexta Þórarins Eldjárn. Þá
verða einnig sungin lög úr Bangsí-
mon lagaflokknum eftir H. Fraser-
Simson við ljóð A. A. Milne. Húm-
orinn verður að leiðarljósi hjá
þeim. Það verða síðan þessar ungu
upprennandi stjörnur, Hrafnhildur
Árnadóttir Hafstað og Ingileif
Bryndís Þórsdóttir, sem binda
enda á hátíðina þann 9. ágúst,“
segir hún en þess má geta að
Hrafnhildur hefur meðal annars
numið í Hollandi og sungið með
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Upplifunin stærri og meiri
Eins og áður segir er þetta í
tuttugasta og áttunda sinn sem
tónleikaröðin er haldin og segir
Hlíf þreytuna vissulega stundum
segja til sín.
„Þetta er vissulega rosaleg
vinna en það er eins og með ann-
að, það eru hugsjónirnar sem
knýja mann áfram. Hér var byggt
safn svo að menning á hæsta plani
væri til staðar og að hún væri öll-
um aðgengileg. Við viljum ná til
fjölbreytts hóps með því að vera
með fjölbreytta dagskrá. Við Ís-
lendingar erum ennþá miklu skem-
ur komin í því að njóta þrívíðrar
listar en Hollendingar til dæmis.
Það liggur við að Íslendingar sjái
bara tvívíða list. Við erum bók-
menntaþjóð og þegar maður fer
inn á heimili þá eru alltaf málverk
eða myndir en mjög sjaldan þrívíð
verk. Með tónleikaröðinni viljum
við svolítið draga fólk inn í þetta
þrívíða umhverfi og slá tvær flug-
ur í einu höggi með því að mennta
og miðla,“ segir hún og bætir við
að tónleikasalurinn sé langt frá því
að vera venjulegur.
„Þegar þú situr í þessum sal og
hlustar á tónlistina með öll þessi
verk í kringum þig, þá gerist eitt-
hvað mjög sérstakt. Upplifunin
verður meiri og stærri,“ segir hún
að lokum.
Knúið áfram af hugsjónum
Efnt verður til sumartónleikaraðar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í tutt-
ugasta og áttunda sinn í júlí og ágúst Efnisskráin í ár er einkar fjölbreytt
Dúó Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui opna hátíðina í kvöld.
Barokk Blokkflautuleikarinn Martin Bernstein kemur fram 12. júlí ásamt
þeim Hönnu Loftsdóttur, barokkselló, og Árna Heimi Ingólfssyni, semball.
Hlíf
Sigurjónsdóttir
Þarftu að losa þig við
eitthvað óæskilegt?
Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is
Við kynnum stærri og betri
grenndargáma á höfuð-
borgarsvæðinu ásamt því
að gámur fyrir gler hefur
bæst við á margar stöðvar.
Finndu grenndargáma í þínu hverfi á sorpa.is.
Pappír, plast og gler — við
tökum þetta allt, en það er
ein mikilvæg regla:
Flokkið! Skilið?
B
ra
n
d
e
n
b
u
rg
|s
ía
INDEPENDENCE DAY 2 5:30, 8, 10:30(P)
LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 3:30, 5:45
CENTRAL INTELLIGENCE 8, 10:25
WARCRAFT 8(2D), 10:30(3D)
FLORENCE FOSTER JENKINS 5
ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 3:30
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 22:30
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ