Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 16
16 Skipstjórar á Beiti NK eru Sturla Þórðarson og Tómas Kárason. Sá síðarnefndi var hæstánægður með skipið og fullur tilhlökkunar að reyna það á veiðum þegar Ægir ræddi við hann. Hjá fyrri eigendum var skipið á veiðum á kolmunna, síld, makríl og fleiru suðvestan og sunnan við Írland. „Þetta er auðvitað nánast nýtt skip, enda hefur það aðeins verið í rekstri í eitt ár. Til að mynda hefur það ekki enn verið reynt á nótaveiðum þannig að slíkt verður fyrst reynt hér á Ís- landsmiðum,“ segir Tómas en hann segir stærðina auðvitað stærstu viðbrigðin frá eldri Beiti. „Já, skipið er talsvert stærra og allur búnaður um borð er mjög öflugur. Sem dæmi þá eru þrjár flottrollstromlur á móti tveimur á hinu skipinu, hér eru tveir nótaleggjarar á móti ein- um á því skipi, spilin eru líka mjög kraftmikil samanborið við það sem við þekktum áður. Síð- an erum við með síðutromlu á þessu skipi en afla er dælt frá síðu, tvöfalt RSW kælikerfi, tækjabúnaður í brú er mjög öfl- ugur, þrjú astik og þannig mætti áfram telja. Í stuttu máli er hægt að segja að hér um borð sé yfirstærð af öllu þannig að það er ekki bara stærðin á skipinu sjálfu sem skiptir máli heldur ekki síður hversu vel það er búið,“ segir Tómas en segja má að það eina sem þurfti að gera var að taka veiðarfæri um borð en þau koma frá Hampiðj- unni. Engin köll eða handapat! Aðbúnaður fyrir áhöfn segir Tómas að sé eins og best verð- ur á kosið, stórir einstaklings- klefar með salerni og sturtu. Miðað er við að í áhöfn verði 8 manns þegar fiskað er í flottroll og fjölgað um tvo menn á nót- inni. „Við komumst auðveldlega af með þessa stærð af áhöfn þó skipið sé stórt. Bæði er öllu mjög vel fyrir komið um borð gagnvart vinnuaðstöðunni og síðan er hér um borð, líkt og í eldra skipinu, kerfi sem gerir að verkum að allir í áhöfn eru sam- tengdir á talrás í gegnum hjálmana þegar unnið er á dekki. Inn á þá rás tengjumst við í brúnni og þannig má segja að við vinnum allir saman líkt og við værum hér við borð uppi í brú. Engin hróp og köll eða handahreyfingar, brak eða brestir eins og var í talstöðvun- um. Í þessu felst mikið öryggi fyrir alla um borð og léttir störf- in mikið. Að mínu mati er þetta eitt af stóru skrefunum í örygg- ismálum sjómanna á síðustu ár- Tækjabúnaður er af öflugustu gerð, hvert sem litið er um borð. Í matsalnum. Miðað er við að 8 verði í áhöfn á togveiðum en 10 á nóta- veiðum. Vel búnir einstaklingsklefar með baðherbergi eru í skipinu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.