Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2016, Page 30

Ægir - 01.01.2016, Page 30
Japanski tækjaframleiðandinn Furuno Electrics hélt á dögunum vikulangt námskeið hjá umboðsaðila sínum hér á landi, Brimrún ehf., en það fyrirtæki var stofnað árið 1993 um sölu og þjónustu á Furuno tækjum fyrir skip og báta. Til námskeiðsins boðaði Furuno fulltrúa frá umboðsaðilum sínum í Evrópulöndum, auk starfs- manna Brimrúnar hér á landi. Sveinn K. Sveinsson, sölustjóri Brim- rúnar, segir mikil tímamót og viðurkenningu felast í því að fá slíkt námskeið hingað til lands en meginefni þess var fræðsla um nýj- ustu tækni í dýptarmælum og sónartækjum frá Furuno. Sveinn seg- ir að þar séu á ferðinni þabyltingarkenndar framfarir, sér í lagi hvað varðar möguleikana á stærðar- og tegundagreiningu á fiski. „Námskeið sem þessi, þar sem farið er djúpt í þá tækni sem nýtt er í tækniþróun Fur- uno, sækja einungis þeir sem starfa við sölu og þjónustu á Furuno í Evrópu en fyrir okkur hjá Brimrún var auðvitað mjög dýrmætt að því var valinn stað- ur hér á landi og hjá okkur,“ segir Sveinn en leiðbeinend- urnir frá Furuno voru Rika Shi- raki og Masato Yamamoto sem eru hátt sett í tækni- og vöru- þróun japanska framleiðand- ans. Chirp-tæknin opnar nýja heima Eins og áður segir var Furuno með námskeiðinu hér á landi að fylgja eftir nýjustu línu sinni í dýptarmælum og sónartækj- um. Aðalatriðið að baki þessari kynslóð tækja er svokölluð chirp-tækni sem nýtt er í merkjasendingum frá botn- stykkjum á skipunum en tíðni þeirra og nákvæmni leggur grunninn að þeim upplýsing- um sem hægt er að lesa úr merkjunum. Hvað hringsónar- inn varðar fæst meiri nákvæmni í upplýsingum um svæðið allt umhverfis skipið og víðara svið en tæknin nýtist ekki síður í dýptarmælunum og getu þeirra til að greina bæði fisktegundir og stærð fisks með meiri ná- kvæmni en í boði hefur verið fram að þessu. „Þessi senditækni auk fram- þróunar í reiknigetu tölvubún- aðarins, skjáupplausn og fleiru í tækjunum, skilar þeim árangri að hægt er að sjá mun betur einstaka fiska, greina stærðir og tegundir. Þetta á við um t.d. greiningu á hlutfalli makríls og síldar í torfum, svo dæmi sé tek- ið og á botnfiskveiðum er hægt að greina hvort um er að ræða smáfisk eða ekki í fisktorfum. Þessar upplýsingar skipta skip- stjórnendur mjög miklu máli,“ segir Sveinn. Furuno kynnti nýjustu tækni- nýjungar sínar með námskeiði hjá Brimrún á Íslandi Rika Shiraki, annar tveggja leiðbeinenda frá Furuno á námskeiðinu í Brimrún, fer hér yfir tæknina og virkni nýju tækjanna frá japanska framleið- andanum. T æ k in í b rú n n i 30

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.