Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 1

Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 1
L A U G A R D A G U R 3 0. J Ú L Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  177. tölublað  104. árgangur  UMHYGGJA OG BLÍÐA Í HÖNNUN YNGSTUR TIL AÐ RJÚFA 200 FUGLA MÚRINN ALEX Á STOKKSEYRI 12ÖLD BARNSINS 39 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fnjóskadalur Búist er við að hefðbund- inn gangagröftur hefjist innan skamms  Enn stendur yfir gröftur í gegnum misgengissprungu við Fnjóskadals- stafn Vaðlaheiðarganga. Vatnsleki hefur valdið töfum en Valgeir Berg- mann, framkvæmdastjóri Vaðla- heiðarganga, býst við því að hægt verði að hefja hefðbundinn ganga- gröft þeim megin ganganna seinni hluta ágústmánaðar. Gangagröftur Eyjafjarðarmegin gengur á hinn bóginn sinn vana- gang. Verktakar vinna einnig að því að byggja upp veg frá Fnjóskárbrú að gangamunnanum. Í þessum áfanga verður aðeins unnið við und- irlag vegarins en hann verður ekki tengdur hringveginum að sinni. Miklir haugar af efni sem ekið hefur verið úr göngunum setja svip á um- hverfið. »6 Hefðbundinn ganga- gröftur geti hafist seinni hluta í ágúst Löggæslukostnaður » Heimild er í lögum um inn- heimtu löggæslukostnaðar vegna skemmtana. » Deilt er um lögmæti inn- heimtu fyrir bæjarhátíðir. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Nokkuð misjafnt er eftir landshlut- um hvort lögregla krefji sveitarfélög um greiðslu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíða. Sveitarfélög á Suðurnesjum virðast ekki hafa verið krafin um slíka greiðslu en ÍBV var krafið um fjórar milljónir króna fyr- ir löggæslu á síðustu Þjóðhátíð. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vest- mannaeyja, segist mótfallinn þessu. „Við erum mjög ósátt við að þetta skuli leggjast svona þungt á bæj- arhátíðir á landsbyggðinni, en þegar um er að ræða hátíðir á stórhöfuð- borgarsvæðinu, þá greiðir ríkið það,“ segir Elliði. Þetta er nánast eins og það væri rukkað fyrir heilsu- gæslu á landsbyggðinni en ekki í borginni.“ Akraneskaupstaður var til að mynda jafnan krafinn um milljón króna vegna löggæslu við Írska daga, eða þar til lögregluembættin á Vesturlandi voru sameinuð í eitt. „Við náðum samkomulagi við nýja lögreglustjórann um að við myndum ekki greiða þennan kostnað,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Ósamræmi hjá lögreglunni  Fjögurra milljóna króna krafist vegna löggæslukostnaðar á Þjóðhátíð  Sveit- arfélög á Suðurnesjum ekki krafin um greiðslu vegna hátíða á borð við Ljósanótt M Innheimta án samræmis »4 Morgunblaðið/Golli Forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti Íslands frá 1996. Guðni tekur við af honum á mánudag. Embættistíð Ólafs Ragnars Grímssonar forseta spannar tvo áratugi af lífi þjóðarinnar. Þegar hann var settur í embætti 1996 var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heitin honum við hlið sem forsetafrú. Þjóðin fékk síðar að kynnast Dorrit Moussaieff sem Ólafur gekk að eiga 2003. Langri forsetatíð fylgja ótal augnablik sem fest hafa verið á filmu. Í Sunnudagsblaði er farið yfir við- burðaríkan feril Ólafs Ragnars Grímssonar í máli og myndum en embættistíð hans lýkur formlega á miðnætti á sunnudag. Þá taka handhafar forsetavalds við þar til kl.16 á mánudag þegar Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Ís- lands og sest í kjölfarið að á Bessastöðum ásamt eiginkonu sinni, Elizu Reid, og börnum þeirra. »11 og Sunnudagur Tuttugu ár á Bessastöðum  Ólafur Ragnar lætur af embætti og Guðni tekur við Hnúfubakur skemmti farþegum um borð í hvala- skoðunarbátnum Níelsi Jónssyni suður af Hauganesi við Eyjafjörð á dögunum. Hvalurinn stökk í um klukkustund og lamdi sporði og bægslum í hafið þess á milli. „Hann var bara um þrjátíu metra frá okkur og stökk í heilan klukku- tíma. Það var æðisleg stemning um borð,“ sagði Bernódus Óli Einarsson, leiðsögumaður, sem tók myndina. Skemmti áhorfendum með sporðaköstum Ljósmynd/Bernódus Óli Einarsson Hnúfubakur sýndi sínar bestu hliðar í Eyjafirði  Veiði hefur verið góð og fisk- urinn vænn í Laxá í Dölum í sumar. Haraldur Eiríksson leið- sögumaður segir sumarið hafa verið ævintýri líkast og á meðan vatnsleysi hefur háð flestum ám í Dölum og á Vest- urlandi hefur sá vandi ekki gert vart við sig í Laxá. „Áin er í rosa- lega góðu standi, hún er kjaftfull af laxi,“ segir Haraldur. »14 Laxá í Dölum sögð kjaftfull af laxi Góð veiði Vel hef- ur gengið í Laxá í Dölum í sumar. Í nýrri skýrslu sem innra eftirlit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur sent frá sér kemur fram að fyr- irgreiðsla sjóðsins við nokkur ríki innan Evrópusambandsins á síðustu árum er mun meiri en við önnur og vanþróaðri ríki. Þannig er það rakið að á árunum 2011 til 2014 hafi 80% alls þess lánsfjármagns sem sjóð- urinn veitti til þeirra 189 ríkja sem eiga aðild að honum runnið til þriggja ríkja. Þar er um að ræða Grikkland, Írland og Portúgal. Þannig hafi stuðningur við hvert þessara ríkja numið tuttugufaldri þeirri fjárhæð sem kvóti stofnunar- innar gerir ráð fyrir að þau eigi rétt á. Reglur sjóðsins gera ráð fyr- ir því að þegar þjóðríki njóti fyr- irgreiðslu sjóðsins skuli hún aldrei nema meira en tvöföldum kvóta yfir hvert 12 mánaða tímabil og í heild- ina sexföldum kvótanum yfir þann tíma sem aðstoðin stendur yfir. Í skýrslunni er útlistað hvernig starfsmenn AGS hafi verið undir pólitískum þrýstingi af hálfu Evr- ópusambandsins og þeirra sem ljá sjóðnum lánsfjármagn til aðgerða sinna. »16 Evruríkin hafa notið forgangs hjá AGS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.