Morgunblaðið - 30.07.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Unglingalandsmót UMFÍ var sett á Skallagríms-
velli í Borgarnesi í gær þegar Helgi Guðjónsson,
íþróttamaður Borgarfjarðar 2015, tendraði
landsmótseldinn við setningarathöfnina. Mótið
hefur farið afar vel af stað og eiga mótshaldarar
von á allt að tíu þúsund gestum.
Landsmót sett í sól og blíðu í Borgarnesi
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Fjöldi keppenda og áhorfenda verða á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina
Jóhannes Tómasson
johannes@mbl.is
Tvö tilboð bárust mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytinu, annars vegar
frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og
Tónlistarskóla FÍH, og hins vegar frá
Tónlistarskóla Sigursveins og Tón-
listarskóla Kópavogs, um að taka að
sér rekstur á nýjum listframhalds-
skóla á sviði tónlistar sem tekur til
starfa í haust. Skólinn verður sá fyrsti
sinnar tegundar. „Skólarnir sem skil-
uðu inn tilboðunum eru allir í fullum
rekstri og þeir sem við gerum samn-
ing við halda sinni starfsemi áfram á
nýjum grunni þó að formið breytist
hjá þeim,“ segir Illugi Gunnarsson,
mennta- og menningarmálaráðherra.
Getið er um skólann í samkomulagi
sem gert var 13. apríl á milli mennta-
og menningarmálaráðuneytis, innan-
ríkisráðuneytis og fjármálaráðuneyt-
is af hálfu ríkisins
og Sambands ís-
lenskra sveitarfé-
laga um stuðning
við tónlistarnám.
Annar þáttur
samkomulagsins
var að ríkissjóður
myndi greiða ár-
legt framlag til
sveitarfélaga í
verðtryggðan
jöfnunarsjóð sem er dreift til tónlist-
arskóla um allt land.
Illugi segir að jöfnunarsjóðurinn
muni halda sér. „Nú er gert ráð fyrir
því að 200 nemendur fari í nýjan
skóla, sem þýðir að framlagið fyrir
hvern nemanda eykst þar sem ríkið
tekur að sér 200 nemendur sem fá
ekki úr jöfnunarsjóðnum.“
Búist er við því að nemendurnir
komi víðs vegar að af landinu og fer
kennslan fram á framhaldsstigi með
áherslu á tónlistarkennslu. „Við ætl-
um að semja við einkaaðila ekki á
ósvipaðan hátt og ríkið semur við
Verzlunarskóla Íslands. Þar er skóli
með megináherslu á viðskipti og
verslun, og hér höfum við framhalds-
skóla sem leggur megináherslu á tón-
list,“ segir Illugi.
Öll svið tónlistar
Boðið verður upp á tónlistarnáms-
braut og miðað er við að í skólanum
verði boðið upp á kennslu á öllum
sviðum tónlistar. Lögð er áhersla á að
nemendur ljúki stúdentsprófi og því
er gert ráð fyrir að í skólanum verði
boðið upp á kennslu almennra náms-
greina eða að hann verði í samstarfi
við opinbera eða viðurkennda fram-
haldsskóla sem myndu þá sinna al-
menna hluta framhaldsskólanámsins.
Í báðum tilboðunum var gert ráð fyrir
að gerður yrði samstarfssamningur
við framhaldsskóla.
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið gaf út almenna útboðskynn-
ingu á rekstri framhaldsskólans.
„Á bak við bæði tilboðin standa rót-
grónar stofnanir og þess vegna var
útboðskynningin almenn. Við vorum
bara að kalla eftir fagaðilum, sem
koma síðan með hugmyndir að náms-
skipulagi,“ segir Illugi en þeir rekstr-
araðilar sem samið verður við munu
sjá um að móta námsskrá skólans.
Matsnefnd gaf einkunn
Bjóðendur kynntu tillögur sínar
fyrir matsnefnd mennta- og menning-
armálaráðuneytisins á kynningar-
fundi vikuna 27. júní - 1. júlí. Mats-
nefnd sendi síðan niðurstöðu sína til
mennta- og menningarmálaráðherra,
sem tekur síðan endanlega afstöðu til
þess við hvern verður samið.
200 nemendur í nýjum skóla
Nýr listframhaldsskóli verður settur í haust Skólinn verður sá fyrsti sinnar
tegundar Tvö tilboð bárust Framlög til tónlistarskóla um land allt aukast
Illugi
Gunnarsson
„Það má segja að kjaradeilunni ljúki
eða hún byrji upp á nýtt þegar dóm-
ur Hæstaréttar fellur,“ segir Sigur-
jón Jónasson, formaður Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra.
Hann segir nýlega dómsátt gerð-
ardóms gerða með fyrirvara um að
flugumferðarstjórar muni áfrýja
lagasetningu Alþingis um vinnudeilu
þeirra til Hæstaréttar.
„Það verður forvitnilegt að sjá
hvernig þessi mál þróast, hvort að
ríkið geti endalaust verið að setja lög
á vinnudeilur. Þessi ríkisstjórn hefur
verið afar dugleg við að stöðva
vinnudeilur með lagasetningu. Við
hjá verkalýðshreyfingunni verðum
bara að halda áfram að berjast, við
megum ekki láta þetta viðgangast,“
segir Sigurjón.
Vaktir flugumferðarstjóra eru því
fullmannaðar núna. Það kom sér vel
síðastliðinn miðvikudag þegar bilun
kom upp í flugstjórnarmiðstöðinni,
þaðan sem flugumferð í kringum
landið er stýrt, með þeim afleiðing-
um að beina þurfti flugvélum, sem
voru í alþjóðlegu flugi, frá íslenska
flugstjórnarsvæðinu.
Niðurstaða væntanleg í ágúst
Sigurjón segir dómsmálið vera í
flýtimeðferð og vonast eftir niður-
stöðu í ágúst en ekki verður greitt
eftir nýju dómsáttinni fyrr en nið-
urstaða dómsmálsins liggur ljós fyr-
ir. Héraðsdómur komst að þeirri nið-
urstöðu að lagasetning Alþingis
stæðist stjórnarskrá.
Ef Hæstiréttur staðfestir þá nið-
urstöðu gildir dómsáttin til ársloka
2018 en hún byggir á kjarasamningi
sem flugumferðarstjórar höfnuðu í
atkvæðagreiðslu. Ef Hæstiréttur
fellir lagasetningu Alþingis úr gildi
er dómsátt gerðardóms marklaus
þar sem gerðardómur var skipaður
með lagasetningunni. Gerist það
færist kjaradeila flugumferðarstjóra
aftur á byrjunarreit og hefja þarf
kjaraviðræður að nýju. elvar@mbl.is
Áfrýja dómi til Hæstaréttar
Morgunblaðið/Ernir
Stjórnun Flugstjórnarmiðstöðin
þjónustar flug í kringum landið.
FÍF telur laga-
setningu Alþingis
hafa verið ólögmæta
„Já, það eru fleiri hælisumsækjend-
ur í júlímánuði í ár en í júlí í fyrra, í
dag eru komnar 34 umsóknir í mán-
uðinum en í fyrra voru komnar 22
umsóknir á þessum tíma,“ segir
Kristín María Gunnarsdóttir, stað-
gengill forstjóra Útlendingastofn-
unar.
Eins og Morgunblaðið hefur sagt
frá afgreiddi Útlendingastofnun
nærri jafnmargar hælisumsóknir á
fyrstu sex mánuðum ársins 2016 og
allt árið 2015. Fimmtíu og þremur
einstaklingum var veitt hæli eða
önnur vernd á Íslandi en þar af voru
Írakar fjölmennastir eða sautján
talsins.
Í gær upplýsti Kristín María í
samtali við Morgunblaðið að 34 um-
sóknir hefðu bæst við í júlímánuði.
274 umsóknir um hæli hafa verið
lagðar fram nú þegar árið er rúm-
lega hálfnað en í fyrra voru umsókn-
irnar yfir allt árið 86. Kristín María
segir að fjölgun hælisleitenda hafi
verið nokkuð jöfn. „Síðasta haust
kom flóðbylgja yfir Evrópu, við höf-
um fengið að finna fyrir þessu aðeins
seinna en hin löndin eins og er oft
með okkur út af staðsetningu og
öðru.“ borkur@mbl.is
Fjölgun
hælisum-
sækjenda
Í júlí hafa 34 hæl-
isleitendur komið
Á vef Akranesbæjar segir að á fundi
bæjarráðs í fyrradag hafi verið farið
yfir bréf frá Sæljóni, félagi smábáta-
eigenda á Akranesi. Í bréfinu er
skerðingu um 200 tonn á D-svæðinu,
sem nær frá Höfn í Hornafirði að
Mýrum, mótmælt harðlega. Bæj-
arráð tekur undir þessar áhyggjur
og sendi sjávarútvegsráðherra bók-
un: „Bæjarráð Akraness lýsir því yf-
ir miklum vonbrigðum með þá
ákvörðun sjávarútvegsráðherra að
minnka aflamagn á strandveiði-
svæði D, frá sveitarfélaginu Horna-
firði að Borgarbyggð, um 200 tonn
fyrirvaralaust. Slík vinnubrögð eru
með öllu óásættanleg og er þess
krafist að ráðherra endurskoði
reglugerð um strandveiði fyrir fisk-
veiðiárið 2015 til 2016 og auki veiði-
heimildir á strandveiðisvæði D til
fyrra horfs,“ segir í bókuninni.
Mótmæla
skerðingu
á D-svæði
Vel gengur að veiða grálúðu í net
um þessar mundir. Netabáturinn
Erling KE-140 hefur verið á grá-
lúðuveiðum fyrir norðan Kolbeins-
ey í sumar og hafa þær veiðar
gengið afar vel. „Grálúðan hefur
verið nokkuð erfið viðureignar í ár.
Það hefur ekki gengið vel að veiða
hana í troll en það hefur gengið
ágætlega að veiða hana í net,“ segir
Kristján Vilhelmsson, útgerð-
arstjóri Samherja.
Erling KE hefur landað rúmlega
270 tonnum af grálúðu á Dalvík í
júlímánuði og er væntanlegur til
hafnar á sunnudagsmorgun og því
gæti heildarafli í júlí farið yfir 300
tonn ef vel gengur.
Kristján segir veiði í júlí almennt
hafa verið góða en mest hefur
veiðst af þorski og karfa. Erfitt sé
þó að koma karfanum í verð eftir
að lokað var fyrir útflutning til
Rússlands. „Við fluttum 26% af út-
fluttum karfa til Rússlands svo það
bítur að missa þann markað. Mark-
aðurinn fyrir karfa í Suður-Evrópu
er mjög lélegur,“ segir Kristján.
elvar@mbl.is
Góð netaveiði á
grálúðu í sumar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Veiði Erling hefur landað rúmlega
270 tonnum af grálúðu á Dalvík.