Morgunblaðið - 30.07.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.07.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 majubud.is „Við erum að reyna að fá meira út úr hverju kílói sem við seljum. Fram- legðin er alla leið niður keðjuna,“ seg- ir Ólafur Stefánsson, fjármálastjóri Primex á Siglufirði. Fyrirtækið hefur keypt rekstur SeaKlear í Evrópu ásamt vörumerki og viðskiptasam- böndum. SeaKlear er umhverfisvænt hreinsiefni fyrir sundlaugar. Virka innihaldsefni þess er kítósan sem framleitt er af líftæknifyrirtækinu Primex á Siglufirði. Samkvæmt upp- lýsingum fyrirtækisins er með notk- un þess hægt að minnka notkun kem- ískra efna og klórs um allt að 40%. Það er notað í sundlaugar og heita potta og Ólafur bendir á að það henti sérstaklega vel í rafmagnshitapotta. „Þetta er eðlilegt skref fyrir okkur, að komast nær viðskiptavinunum. Við höfum tæki og aðstöðu til að fram- leiða lokaafurðina,“ segir Ólafur. Hreinsiefnið verður selt áfram undir merkjum SeaKlear, hér á landi og í Evrópu. Tandur hefur annast dreifingu hér á landi og verður svo áfram. Ólafur segir stefnt að aukinni sölu, bæði hér og erlendis. „Við höf- um trú á þessari vöru. Hún virkar vel,“ segir Ólafur. Kítósan er mikið notað í fæðubót- arefni og matvæli, ekki síst til megr- unar og þyngdarstjórnunar. Ólafur segir að síðustu ár hafi verið mikil aukning í notkun þess við sára- meðhöndlun og er það orðinn stærsti markaðurinn ásamt fæðubótarefnum. Þá er lyfjaiðnaðurinn að skoða þetta efni alvarlega um þessar mundir. helgi@mbl.is Fá meira út úr hverju seldu kílói af kítósan Ljósmynd/Primex Afurðir Stjórnendur Primex kynna stoltir vörur sínar á sýningu.  Primex kaupir sölufyrirtæki Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ekki er verið að slaka á öryggis- kröfum varðandi mönnun skipsins heldur taka tillit til veðurfarsins á sumrin,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips sem rekur Vestmannaeyjaferjuna Herj- ólf. Innanríkisráðherra hefur ákveðið að færa ferjuleiðina á milli Vest- mannaeyja og Landeyjahafnar úr hafsvæði B yfir í svæði C. Það þýðir að óbreyttu að Herjólfur getur flutt fleiri farþega á tímabilinu frá 1. maí til 30. september án þess að fjölga í áhöfn. Hámarksfjöldi farþega eykst úr 390 í 525 sem miðað við fimm ferðir á dag þýðir 600-700 farþega aukningu. Óþarft er að taka fram að bíladekkið stækkar ekki þannig að ekki er hægt að taka fleiri bíla í ferð en verið hefur. Segir Ólafur að flutningur bíla verði áfram flöskuháls. Hann hvetur ferðafólk til að skilja bíla sína eftir í Landeyjum eða jafnvel taka Strætó þangað. Yfirleitt sé óþarfi að vera með bíl í Vestmannaeyjum. Vel sé hægt að ganga þar um. Undanþága veitt um verslunarmannahelgar Um borð í Herjólfi er björgunar- búnaður fyrir 535 farþega auk áhafnar. Tólf eru í áhöfn Herjólfs. Ólafur vekur athygli á því að skipið hafi haft undanþágu frá reglum um há- marksfjölda farþega um verslunar- mannahelgar. Svo sé einnig nú. Þá sé fjölgað um fimm í áhöfninni auk þess sem auka mannskapur sé feng- inn frá björgunarsveitum til að stjórna umferð og aðstoð við að koma farangri um borð. Hann segir að aðstæður séu sérstakar um þessa helgi, meiri gleði en aðrar helgar, og því sé þetta gert. Eftir sé að koma í ljós þegar nýjar reglur innanríkisráðuneytisins taki gildi hvaða skilyrði verði sett varð- andi mönnun á sumrin í framhald- inu. „Að fenginni reynslu hafa stjórn- völd séð að það væri alveg gerlegt að hafa þetta fyrirkomulag allt sum- arið,“ segir Ólafur og bendir á að veðurfarið sé með þeim hætti á þess- ari siglingaleið. Ekki rætt um fleiri skip Eimskip á farþegaskip sem notuð eru til ferjusiglinga og hvalaskoð- unar á Breiðafirði. Þau mega vera í Vestmannaeyjasiglingum á sumrin, eftir að nýju reglurnar taka gildi. Ólafur segir að engin athugun hafi verið gerð á því hvort grundvöllur sé til að reka slík skip til hliðar við Herjólf. Skipin þjóni ákveðnu hlut- verki nú og Breiðfirðingar yrðu ekki ánægðir með að vera ferjulausir. „Það er mörgum hugmyndum kast- að fram. Við hlustum á allar tillögur en ákvarðanir eru ekki teknar nema af vel ígrunduðu máli. Það hefur ekki verið gert varðandi þessa nýja stöðu,“ segir Ólafur. Ekki slakað á öryggiskröfum varðandi mönnun  Fjölgað í áhöfn Herjólfs vegna und- anþágu um verslunarmannahelgar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Annir Stórt sýnishorn af bílaflota landsmanna má sjá við Landeyjahöfn um verslunarmannahelgi. Margir þjóðhátíðargestir geyma bíla sína þar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfsmenn Ósafls eru enn að grafa sig í gegnum misgengissprunguna við Fnjóskadalsstafn Vaðlaheiðar- ganga en þar lekur vatn inn í göng- in. Valgeir Bergmann, fram- kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, reiknar með að hægt verði að hefja hefðbundinn gangagröft þeim meg- in seinni hluta ágústmánaðar. Vinna í misgenginu Á meðan gangagröfurinn Eyja- fjarðarmegin gengur sinn vanagang er talsvert um að vera Fnjóskadals- megin. Verktakinn er að vinna sig í gegnum misgengissprunguna sem valdið hefur miklum töfum á gang- agreftrinum. Valgeir áætlar að þeir séu búnir með um fimm metra af fimmtán. Lausu efni er mokað í burtu, loft og veggir styrktir með steypu og grind, til varnar því að meira efni komi niður. Þetta er gert varlega af öryggisástæðum. Þegar starfsmennirnir verða aft- ur komnir í fast berg verður hægt að taka þráðinn upp frá því sem frá var horfið um miðjan apríl 2014 þeg- ar vatn fór að fossa úr misgeng- issprungunni. Reiknar hann með því að það verði seinnihluta ágústmán- aðar. Skeringar og fyllingar Nú vinna verktakar einnig að því að byggja upp nýjan veg frá Fnjóskárbrú að gangamunnanum. Það kallar á heilmiklar skeringar og fyllingar og tilheyrandi tilflutning á efni. Í þessum áfanga verður aðeins unnið við undirlag vegarins, hann verður ekki tengdur við hringveginn að sinni. Miklir haugar af efni sem ekið hefur verið úr göngunum setja svip á umhverfið. Við það mun vonandi bætast mikið efni þegar gangagröft- ur kemst aftur á skrið. Valgeir segir að jafnað verði meira úr efninu, meðal annars í hvilft sem er við inn- keyrsluna að gamla barnaskólanum á Skógum. Starfsmenn verktakans sem vinn- ur að verkefninu í Fnjóskadal eru í löngu fríi um verslunarmannahelg- ina. Erlenda gangagengið sem bor- ar og sprengir frá Eyjafirði vinnur allan sólarhringinn, eins og verið hefur. Ljósmynd/Valgeir Bergmann Vegagerð Nýr vegur kemur frá Fnjóskárbrú að gangamunnanum. Unnið er í fyllingum undir væntanlegan veg. Unnið í misgengi og vegagerð í Fnjóskadal  Vonast til að göngin fari að lengjast að austanverðu í ágústmánuði Á meðan aðeins er grafið úr Eyjafirði lengjast Vaðlaheið- argöng aðeins um 30 til 40 metra á hverri viku. Þau eru orð- in rúmir 5,6 kílómetrar sem er liðlega 78% af heildarlengdinni. Hiti í berginu Eyjafjarðar- megin er enn til trafala en Val- geir Bergmann framkvæmda- stjóri segir að hann minnki eftir því sem gangamenn komast fjær hitasvæðinu. Þegar byrjað verður að bora og sprengja að austanverðu ætti að komast kraftur í verkið og reiknar Valgeir með að göng- in lengist þá samtals um nálægt 100 metra á viku. Það þýðir að gangagengin ættu að mætast fyrir jól. Eftir það tekur við fjór- tán mánaða vinna við frágang og ættu göngin því að verða tilbúin snemma árs 2018. Það er rúmu ári síðar en áætlað var í upphafi. Lengjast um 30 m á viku ENN HÆGAGANGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.