Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016
Brexit hefur ekki haft mikiláhrif í Bretlandi þrátt fyrir
hávaða heimsendaspámannanna,
en það er ekki þar með sagt að það
hafi engin áhrif haft innan Evrópu-
sambandsins.
Framkvæmda-
stjórn þess hefur
nú ákveðið að láta
ekki verða af því
að refsa Portúgal
og Spáni fyrir að
hafa ítrekað rekið
ríkissjóð með halla
umfram 3% af
landsframleiðslu.
Skýringuna gaf Pierre Mosco-vici, fjármálaráðherra sam-
bandsins, sem sagði efasemdir
Evrópubúa um ESB þýða að sam-
bandið þurfi að stíga varlega til
jarðar.
En þetta er svo sem ekki í einaskiptið sem ESB brýtur eigin
reglur. Fyrr á árinu var til dæmis
slakað á gagnvart Ítalíu og Frakk-
landi, enda vandi ESB ekki nýr af
nálinni og víðtækari en Brexit.
Ástæðan fyrir því að Frakklandslapp undan reglunum var þó
ekki vandi ESB heldur það viðhorf
að reglurnar gilda ekki um for-
ysturíkin. Þannig gaf Jean-Claude
Juncker, forseti framkvæmda-
stjórnarinnar, eftirfarandi skýr-
ingu í maí sl. þegar Frakkland var
losað undan reglunum: „Af því að
það er Frakkland.“
Allir vita sem vilja að aðrarreglur gilda um áhrifaríki
sambandsins en önnur, en það er
sjaldgæft að það sé viðurkennt
með svo afdráttarlausum hætti.
Og það er athyglisvert að nú sénánast búið að aftengja regl-
urnar alfarið af ótta við upplausn
sambandsins.
Jean-Claude
Juncker
Nú njóta fleiri fríð-
inda en Frakkland
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 29.7., kl. 18.00
Reykjavík 16 skýjað
Bolungarvík 9 skýjað
Akureyri 11 léttskýjað
Nuuk 15 heiðskírt
Þórshöfn 11 súld
Ósló 17 rigning
Kaupmannahöfn 20 skúrir
Stokkhólmur 24 heiðskírt
Helsinki 22 léttskýjað
Lúxemborg 22 léttskýjað
Brussel 22 rigning
Dublin 19 léttskýjað
Glasgow 18 heiðskírt
London 21 rigning
París 24 léttskýjað
Amsterdam 20 rigning
Hamborg 23 skýjað
Berlín 25 léttskýjað
Vín 26 léttskýjað
Moskva 28 heiðskírt
Algarve 22 skýjað
Madríd 38 heiðskírt
Barcelona 29 heiðskírt
Mallorca 31 heiðskírt
Róm 28 heiðskírt
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 21 léttskýjað
Montreal 18 léttskýjað
New York 25 rigning
Chicago 25 skýjað
Orlando 33 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
30. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:31 22:39
ÍSAFJÖRÐUR 4:13 23:06
SIGLUFJÖRÐUR 3:55 22:50
DJÚPIVOGUR 3:55 22:14
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
Mál pilts sem
fannst nakinn á
götu í miðbæ
Reykjavíkur að-
faranótt þriðju-
dags er á við-
kvæmu stigi, að
sögn lögregl-
unnar á höf-
uðborgarsvæð-
inu.
Lögreglan vill
ekki gefa upp hvort grunsemdir
séu um að piltinum hafi verið mis-
þyrmt, að því er kom fram á Rúv-
.is. Fatnaður piltsins fannst
skammt frá honum. Grunur leikur
á að honum hafi verið byrluð
ólyfjan.
Enginn hefur verið yfirheyrður í
tengslum við málið og er lögreglan
að kanna eftirlitsmyndavélar á
svæðinu.
Pilturinn, sem er 17 ára banda-
rískur ferðamaður, hafði verið á
kaffihúsi en síðar um nóttina sá
leigubílstjóri hann nakinn úti á
götu og var hann í framhaldinu
fluttur á Landspítalann til að-
hlynningar.
Mál 17 ára
pilts á við-
kvæmu stigi
Lögregla kannar
eftirlitsmyndavélar
Lögregla Málið er
á viðkvæmu stigi.
Vikan fyrir verslunarmannahelgi er
jafnan ein annasamasta vika ársins
í Vínbúðunum. Í fyrra komu um
127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúð-
irnar þessa viku og alls seldust um
719 þúsund lítrar af áfengi. Til
samanburðar komu rúmlega 109
þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar
í síðustu viku, þ.e. vikuna 18.-23.
júlí, og þá seldust um 504 þúsund
lítrar af áfengi.
Það sem af er vikunni, þ.e. mánu-
dag til fimmtudags, höfðu verið
seldir 398 þúsund lítrar af áfengi
og er það 14% meira magn en
sömu vikudaga í fyrra, að því er
fram kemur í frétt á heimasíðu
ÁTVR.
Reynslan sýnir að flestir við-
skiptavinir koma í Vínbúðina föstu-
daginn fyrir verslunarmannahelgi
sem er jafnan einn annasamasti
dagur ársins. Í fyrra komu 41 þús-
und viðskiptavinir þann dag. Flest-
ir viðskiptavinir koma á milli kl. 16
og 18, eða allt að 6.500 viðskipta-
vinir á klukkustund. Þar sem álagið
er mest er algengt að grípa þurfi til
þess ráðs að hleypa viðskiptavinum
inn í hollum. Búist er við að fjöldi
viðskiptavina verði svipaður nú og í
fyrra.
Í Vínbúðunum er opið samkvæmt
venju um verslunarmannahelgina á
föstudegi og laugardegi en lokað
sunnudag og mánudag. sisi@mbl.is
Mikil örtröð í vínbúðum landsins
Í fyrra komu um 127 þúsund viðskiptavinir vikuna fyrir verslunarmannahelgi
Morgunblaðið/Billi