Morgunblaðið - 30.07.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Fuglaskoðurum landsinsþótti alveg magnað umliðna helgi þegar einn úrþeirra röðum, Alex Máni
Guðríðarson, 19 ára, setti Íslandsmet
í fjölda séðra fuglategunda á Íslandi –
eins og þeir segja á sínu fuglamáli. Ís-
landsmet að því leyti að hann er sá
yngsti sem náð hefur þessum áfanga
hér á landi og sló um leið met Gunn-
ars Þórs Hallgrímssonar fuglafræð-
ings, sem vantaði aðeins tíu daga í
tvítugt þegar hann rauf 200 fugla
múrinn árið 1999.
Eins og vera ber er fjöldi téðra
fuglategunda færður til bókar hjá
flækingsfuglanefnd, sem gengur úr
skugga um að ekki séu brögð í tafli.
Ljósmynd og greinargóð lýsing
fuglaskoðarans eru sönnunargögn
sem nefndin leggur til grundvallar.
Sem ástríðufullur fuglaskoðari
er Alex Máni vel í sveit settur þar
sem hann býr á Stokkseyri, því óvíða
á landinu er meira fuglalíf.
„Áhugi minn á fuglum og fugla-
skoðun vaknaði þegar ég var smá-
strákur að gefa fuglunum í garðinum
heima á veturna. Síðan kynntist
mamma stjúpa mínum, Hlyni Ósk-
arssyni, vistfræðingi og miklum
áhugamanni um fugla, í næsta húsi
bjó og býr enn Jóhann Óli Hilm-
arsson fuglafræðingur og svo var afi
minn heitinn, Geir Valgeirsson, einn-
ig mjög áhugasamur um fugla. Allir
áttu þeir þátt í að kynna mér fugla og
glæða hjá mér áhugann, aukinheldur
sem afi kom mér út í ljósmyndun, en
við fórum oft saman að mynda fugla,“
segir Alex Máni, sem setti sér það
markmið fyrir tveimur árum að sjá
200 fuglategundir áður en hann yrði
tvítugur.
Alex Máni veit um fjóra fugla-
skoðara sem hafa séð meira en 300
tegundir á Íslandi. „Flestir halda
annars vegar Íslandslista og hins
vegar heimslista,“ upplýsir hann og
jafnframt að á sínum heimslista séu
um 500 tegundir, enda skoði hann
fugla hvar sem hann drepi niður fæti
í heiminum.
Í essinu sínu í lægðunum
Á Íslandi eru um 80 varpfuglar
og samkvæmt síðustu tölum hafa sést
hér tæplega 400 fuglategundir, flestir
Rauf 200 fugla
múrinn með snæuglu
Ef spurt er um fugla er ekki komið að tómum kofunum hjá Alex Mána Guðríðarsyni,
19 ára, frá Stokkseyri. Hann er á stöðugum þeytingi með ljósmyndavélina sína í
fuglaleit og er fljótur að rjúka af stað ef hann fréttir af fugli sem hann hefur ekki séð
áður. Um liðna helgi sá hann sinn 200. fugl á Íslandi og er sá yngsti sem náð hefur
þeim áfanga. Fuglaflækingsnefnd hefur þegar fært séðan, téðan fugl til bókar.
Opinn Beyoncé-danstími undir leið-
sögn Margrétar Erlu Maack verður kl.
17 í dag, laugardag 30. júlí, í Kram-
húsinu. Tíminn kostar 2.000 krónur
og rennur ágóðinn til Stígamóta.
Tíminn er miðaður að byrjendum, en
lengra komnir eru ekki síður sagðir
geta haft gaman af.
Farið verður yfir grunnatriði í ýms-
um rassahristum og annarri tækni
sem Beyoncé er þekkt fyrir. Að sjálf-
sögðu verður dansað við tónlist dív-
unnar, en blandað er saman eldri tón-
list hennar og nýrri.
Margrét Erla er fótafim og kann
ýmislegt fyrir sér í danslistinni. Hún
hefur kennt Beyoncé-dansa um nokk-
urt skeið, einnig magadans, hinn
seiðandi dans frá Mið-Austurlöndum,
Bollywood-kvikmyndadans frá Ind-
landi, burlesque, sem er kabarett-
skemmtidans fyrir fullorðna og
diskódans svo fátt eitt sé talið.
Á Facebook-síðu um viðburðinn er
þátttakendum bent á að koma með
þægileg en töff föt og innanhússskó.
Þá tekur Margrét Erla fram að í lagi
sé að mæta þunn(ur).
Dívudansinn dunar í Kramhúsinu
Opinn Beyoncé-danstími til
styrktar Stígamótum
Morgunblaðið/Freyja Gylfadóttir
Danstækni Margrét Erla Maack kennir danstækni dívunnar Beyoncé Knowles.
Reuters
Verkfærasalan - Síðumúla 11 - 560-8888 - www.vfs.is
Frábær
verð!
99.900
Verð
Bandsög 100mm
Stærð blaðs 1470x13mm.
Geta í 90° 100x150mm.
TT 388001
129.900
Verð
Bandslípivél 75x2000mm
Öflug bandslípivél með 3.000W mótor.
Band 75x2000mm
TT389001
Fuglaskoðari Alex Máni Guðríðarson hefur farið víða í fuglaleit.
Flórgoðar
Græningi Silkitoppa
Rósamáfur
Ljósmyndir/Alex Máni Guðríðarson