Morgunblaðið - 30.07.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.07.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening? „Drottinn, miskunna þú fólk þitt. Drottinn, fyrirgef þú hina miklu grimmd,“ ritaði Frans páfi í minn- ingarbók er hann í gær heimsótti Auschwitz-Birkenau útrýmingar- búðir nasista í Oswiecim í Póllandi. Frans páfi gekk um búðirnar án hefðbundins fylgdarliðs, s.s. örygg- isvarða og kardinála. Fór hann m.a. í gegnum hið fræga hlið búðanna, en yfir því standa orðin: „Arbeit macht frei“, „Vinnan gerir yður frjálsa“. Að því loknu átti Frans páfi fund með nokkrum eftirlifandi föngum og hitti hann hópinn við vegg sem nas- istar nýttu áður til þess að stilla upp fólki fyrir aftökur. „Ég vildi krjúpa á kné fyrir fram- an hann, en hann tók mig í arma sér og kyssti mig á kinn,“ sagði hin 86 ára Janina Iwanska. Við hlið hennar stóð hinn 99 ára gamli Alojzy Fros. Hann segist enn muna eftir þeim degi er hann kom fyrst til Auschwitz. „Rétt eftir að ég kom sá ég, í gegn- um opnar dyr, nakin lík í metrahárri hrúgu eins og trjáboli. Ég mun aldr- ei gleyma þessu.“ Liðin eru 71 ár frá því að sovéskir hermenn náðu búðunum á sitt vald. „Fyrirgef þú hina miklu grimmd“ AFP Auschwitz Frans páfi gengur inn fyrir hið fræga hlið útrýmingarbúðanna. Nýtt tankskip bandaríska sjó- hersins, sem nú er í smíði, mun bera nafnið USNS Harvey Milk. Er það gert til að heiðra minningu stjórn- málamannsins Harvey Milk sem m.a. er þekktur fyrir baráttu sína fyrir réttindum samkynhneigðra vestanhafs. Sem ungur maður var hann í sjó- hernum og tók m.a. þátt í Kóreu- stríðinu á sínum tíma. Árið 1977 tók hann sæti í borgarstjórn í San Francisco og varð fyrstur stjórn- málamanna í Bandaríkjunum til að greina frá því opinberlega að hann væri samkynhneigður. Hann var árið 1978 myrtur ásamt borgarstjóranum George Moscone. Milk var 48 ára er hann lést. BANDARÍSKI SJÓHERINN Herskip nefnt eftir baráttumanni Harvey Milk sem misst hafa börn sín vegna ofbeldis og hafa stofnað hreyfingar til að vernda börn annarra? Hann gleymir okkur öllum. Bandaríkjamenn segja ekki: „Ég einn get lagað það,“ við segjum: „Við lögum þetta í sameiningu,““ sagði Clinton í ræðu sinni. Vísar hún þar til ræðu auðkýfingsins sem flutt var á flokksþingi repúblikana. En þar sagði Trump: „Enginn þekkir kerfið betur en ég, sem er ástæða þess að ég einn get lagað það.“ khj@mbl.is „Við lögum þetta í sameiningu“  Hillary Clinton gerði harða hríð að Donald Trump í ræðu sinni á flokksþingi Hillary Clinton „Bernie, framboð þitt veitti milljónum Bandaríkjamanna innblástur. Málstaður þinn er málstaður okkar,“ sagði Hillary Clinton, forsetaefni demókrata, í ræðu á flokksþingi demókrata í fyrrinótt. Hún hef- ur nú brotið blað í stjórnmálasögu Banda- ríkjanna með því að verða fyrst kvenna í 240 ára sögu landsins til að verða fram- bjóðandi stórs flokks í forsetakosningum. Clinton vék einnig að Donald Trump, forsetaefni repúblikana, og fór heldur hörðum orðum um hann. „Ekki trúa neinum sem segir: „Ég einn get lagað það.“ Þetta voru í alvöru orð Donalds Trump í Cleveland. Og þau ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá okkur öllum. Í alvöru talað? – Ég einn … get lagað það. Er hann ekki að gleyma hermönnum í fremstu víglínu; lögreglu- og slökkviliðsmönnum, sem hlaupa í átt að hættunni; læknum og hjúkrunarfræð- ingum sem annast okkur; kennurum sem breyta lífi okkar; frumkvöðlum sem sjá tækifæri í öllum vandamálum; mæðrum Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er eina sjúkrahúsið sem sér- hæfir sig í fæðingum og umönnun barna í norðvesturhluta Idlib. Til- kynnt hefur verið um mannfall og bíðum við eftir staðfestum tölum.“ Svona hljómar tilkynning Barna- heilla þar sem greint er frá loftárás sem gerð var á sjúkrahús í Sýrlandi í gær. Fregnir af mannfalli voru mjög óljósar í gær, en minnst tveir voru þá sagðir látnir og nokkrir særðir. Fréttaveita AFP segir sjúkrahús- bygginguna vera mikið skemmda. Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja sjúkrahúsið, sem er í bænum Kafar Takharim, vart starfhæft eftir ódæðið, en bærinn er í höndum upp- reisnarmanna. Vígamaður mögulegt skotmark AFP greinir frá því, og vitnar til heimildarmanns sem ekki vildi koma fram undir nafni, að skotmark loft- árásarinnar hafi verið vígamaður í íslamistahreyfingunni Jabhat Fateh al-Sham. Er sá sagður hafa verið að heimsækja konu sína og nýfætt barn þeirra á sjúkrahúsið. „Það var hann sem var skotmark- ið. Hann var að hitta konuna sína, sem var nýbúin að eignast barn, þegar sprengjurnar féllu,“ segir áð- urnefndur heimildarmaður við AFP. Fram til þessa hafa starfsmenn sjúkrahússins veitt íbúum á svæð- inu mikilvæga þjónustu, en í hverj- um mánuði hafa komið þangað um 1.300 konur og fæðast þar um 300 börn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sjúkrahús verður fyrir sprengju- regni í Sýrlandi. Þannig skemmdust t.a.m. fjögur minni sjúkrahús og blóðbanki á einum sólarhring í borg- inni Aleppo, stærstu borg landsins. Vígamenn Ríkis íslams lögðu ný- verið undir sig þorpið Buyir í norð- urhluta Sýrlands. Voru í kjölfarið minnst 24 almennir borgarar þar teknir af lífi. Buyir er um 10 kíló- metra norðvestur af borginni Man- bij, sem hefur verið á valdi Ríkis ísl- ams undanfarin ár. Borgin er nú umkringd sýrlenskum hersveitum og geisa þar harðir bardagar. Árás gerð á sjúkrahús  Sprengjur féllu á fjölsótt sjúkrahús í bænum Kafar Takharim í Sýrlandi  Spít- alinn sérhæfir sig í fæðingum og umönnun barna  Vígamenn tóku þorpið Buyir AFP Eyðilegging Myndin er sögð tekin skömmu eftir árásina og sýnir m.a. skemmdir á sjúkrahúsinu og fólk þar við. Nýjustu skoð- anakannanir vestanhafs sýna að mjótt er á mununum á fylgi forseta- frambjóðend- anna tveggja; þeirra Hillary Clinton og Donalds Trump. Vefsíðan Real Clear Politics birti í gærkvöldi niðurstöður nokkurra kannana sem gerðar voru í gær, daginn eftir að Clin- ton var formlega útnefnd forseta- efni Demókrataflokksins. Nið- urstöðurnar eru nokkuð mismunandi, t.d. sýnir könnun Reuters-fréttastofunnar forskot Clinton sem mælist með 40% fylgi á móti 35% fylgi Trumps. Samkvæmt annarri könnun, sem dagblaðið LA Times lét gera, er Trump aftur á móti með 47% fylgi og Clinton 41%. Þegar með- altal kannana sem gerðar voru í gær er reiknað út er niðurstaðan sú að fylgi þeirra er hnífjafnt. NÝJAR SKOÐANAKANNANIR Mjótt á mununum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.