Morgunblaðið - 30.07.2016, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016
Æfingin skapar meistarann Þessir kafarar voru að æfa sig í Ásvallalaug í gærmorgun en ætli sundlaug sé ekki öruggasti staðurinn til að æfa sig á áður en myrk hafdjúpin taka við?
Ófeigur
Fyrir nokkrum dögum bárust
fréttir af fyrirhugaðri byggingu á
stóru einkareknu sjúkrahúsi í Mos-
fellsbæ sem viðist að mestu leyti
eiga að vera í eigu erlendra fjár-
festa. Óhjákvæmlegt er, við svona
fréttir, að velta fyrir sér marg-
víslegum mögulegum áhrifum nýrr-
ar starfsemi sem þessarar á bæði
heilbrigðis- og efnahagskerfi hér-
lendis.
Heilbrigðiskerfið á Íslandi
Íslendingar hafa lengi verið stolt-
ir af heilbrigðiskerfi sínu. Þar hefur
ríkt jöfnuður og ágætt aðgengi að
þjónustunni. Gott viðmót heilbrigð-
isstarfsfólks og góður árangur í al-
þjóðlegum samanburði hafa enn
frekar ýtt undir þessa skoðun
landsmanna.
Vissulega hefur gefið hraustlega
á bátinn undanfarin ár og heilbrigð-
iskerfið eins og ýmis önnur starf-
semi í ríkisrekstri átt í miklum
vanda eftir efnahagshrun. Það horf-
ir hins vegar til betri vegar og virð-
ist hafa náðst þverpólitísk breiðfylk-
ing um mikilvægi endurreisnar
heilbrigðiskerfisins. Hér er um afar
mikilvægt samfélagsmál að ræða,
ekki síst þar sem hlutfall aldraðra
og þar með þeirra sem þurfa mest á
þjónustunni að halda fer hratt vax-
andi.
Hérlendis er starfrækt eitt há-
skólasjúkrahús sem sinnir alhliða
læknisþjónustu fyrir alla landsmenn
og sinnir auk þess þjálfun nýrra
heilbrigðisstarfsmanna. LSH er þó
ekki stórt á alþjóðlegum mæli-
kvarða og kannski svipað að stærð
og landshlutasjúkrahús á Norð-
urlöndum. Það hefur tekið áratugi
að byggja upp þá þjónustu sem
veitt er á sjúkrahúsinu en það vekur
jafnan athygli erlendis hve fjölþætt
þjónusta er í boði hér á landi þrátt
fyrir smæð þjóðarinnar.
Hjartalækningar á Landspítala
Á hjartadeild LSH er boðið upp á
mjög fjölbreytta þjónustu, þar með
talið flest hásérhæfð inngrip vegna
hjartasjúkdóma. Til að mynda er
boðið upp á 24 klukkustunda vakt
alla daga ársins á hjartaþræðinga-
stofu til að meðhöndla bráða krans-
æðastíflu. Þetta hefur meðal annars
leitt til þess að meðferð við þessum
alvarlega og algenga sjúkdómi er
hérlendis með því sem best gerist
samkvæmt skýrslum frá OECD. Þá
hafa brennsluaðgerðir vegna hjart-
sláttartruflana verið mjög vaxandi
þáttur. Þessi starfsemi er þó mjög
viðkvæm. Til þess að gera fámennur
hópur lækna, hjúkrunarfræðinga og
lífeindafræðinga sinnir þessum sér-
hæfðustu verkefnum og allir gegna
þar mjög mikilvægu hlutverki.
Síðustu ár hefur verið gert átak
innan hjartalækninga í að bæta
mönnun innan sérgreinarinnar. All-
margir yngri sérfræðingar með mis-
munandi bakgrunn og öfluga sér-
þekkingu hafa bæst í hópinn, og er
mönnun hjartalækna nú mjög góð.
Enn fremur hafa hjúkrunarfræð-
ingar og allt annað starfsfólk sem
hefur sinnt sjúklingum á legudeild-
um hjartalækninga, Hjartagátt og
hjartaþræðingastofum verið einvala
starfslið sem samhent vinnur að
lausn flókinna vandamála á hverjum
einasta degi. Sú reynsla og teymis-
nálgun sem við það skapast er afar
mikilvæg. Verulegt átak hefur einn-
ig verið gert í að bæta tækjabúnað
hjartalækninga, til að mynda hafa
tvær nýjar hjartaþræðingastofur
verið teknar í notkun á síðustu
þremur árum, og er tækjakostur
hjartadeildar nú almennt mjög góð-
ur.
Kannanir benda til að sjúklingar
séu almennt ánægðir með þjón-
ustuna hvort sem er á Hjartagátt,
legudeildum hjartalækninga eða
hjartaþræðingadeild. Erlendir
ferðamenn sem fá hér meðferð hafa
einnig almennt verið mjög ánægðir
með þá alúð sem þeir mæta og
læknisþjónustuna sem þeir fá. Mjög
góður árangur hefur náðst und-
anfarna mánuði í að stytta biðlista í
hjartaþræðingar og það er lyk-
ilverkefni að fækka á löngum bið-
lista eftir brennsluaðgerðum vegna
takttruflana. Á þeim vettvangi hef-
ur mikið verið lagt í að bæta mönn-
un, laga aðstöðu og fá fjármagn til
að fjölga aðgerðum verulega. Þetta
hlýtur að vera öllum ánægjuefni og
eru frekari áform um að efla þjón-
ustu við hjartasjúklinga á LSH.
Áform um nýjan einkaspítala
Undanfarna daga hafa borist af
því fréttir að til standi að reisa stórt
einkasjúkrahús í Mosfellsbæ. Þar
stendur, eftir því sem fram hefur
komið, til að bjóða upp á þjónustu
vegna hjartasjúkdóma. Mjög margt
er hins vegar óljóst hvað þessa
starfsemi varðar sem og eignarhald
þessa sjúkrahúss. Eins vekur um-
fang hugmyndanna furðu en þau
áform sem forsvarsmenn þessa
verkefnis hafa áður kynnt voru
minni í sniðum. Því er ljóst að þetta
verkefni er nú af allt annari stærð-
argráðu og vekur það upp fjölmarg-
ar spurningar til viðbótar um raun-
verulegar fyrirætlanir þeirra sem
að því standa.
Gefið hefur verið upp að til að
byrja með verði sjúklingarnir eink-
um erlendir heilsuferðamenn sem
verði fluttir til og frá landinu til
meðferðar, en erfitt er að sjá að
slíkt sé öruggt til að byggja á til
frambúðar og eins er mjög óljóst
hvers vegna Ísland hefur orðið fyrir
valinu. Sömuleiðs er óklárt hvað
gerist ef eitthvað kemur upp á í að-
gerðum eða sjúklingar fá alvarlega
fylgikvilla meðferðar. Munu þeir
verða sendir á LSH til frekari með-
ferðar? Hver mun bera kostnaðinn
af því, ef svo verður?
Það hefur ekki verið skýrt frá því
hvaðan þessir sjúklingar munu
koma né hverjir eiga að starfa á
sjúkrahúsinu en áætlað er þó að eigi
að vera um eitt þúsund starfsmenn.
Komið hefur fram að ekki verði sér-
staklega falast eftir íslensku starfs-
fólki en erfitt að sjá að hægt sé að
reka stórt sjúkrahús hérlendis allt
árið um kring, með eingöngu að-
fluttu erlendu starfsfólki. Ljóst er
að það er útilokað að manna tvö
stór sjúkrahús á suðvesturhorninu
með þeim fjölda heilbrigðistarfs-
manna sem nú eru í boði hérlendis.
Við teljum því að svona umfangs-
mikil ný starfsemi gæti orðið veru-
leg ógn við heilbrigðiskerfi sem er á
viðkvæmum stað í endurreisn-
arferli. Íslenskt heilbrigðiskerfi er
einfaldlega ekki aflögufært um einn
einasta starfsmann, eins og staðan
er í dag.
Rætt er um að þeim Íslendingum
sem hugnast og hafa ráð á að greiða
fyrir þjónustu á nýju einkareknu
sjúkrahúsi muni standa hún til
boða. Þetta skapar auðvitað mögu-
leika á að þeir efnameiri muni sitja
við annað borð en aðrir. Það stefnir
þeim jöfnuði sem er svo mikilvægur
í heilbrigðiskerfinu okkar í voða.
Það væri gjörbreyting á íslenskri
heilbrigðisþjónustu og stangast illi-
lega á við þá hugmyndafræði sem er
undirstaðan að velferðarkerfinu
okkar. Það vekur jafnframt athygli
okkar að viðkomandi munu sækjast
eftir ríkisstyrkjum til fram-
kvæmdanna vegna þess hve um-
fangsmiklar þær munu verða.
Undirbúningur fyrir byggingu
nýs Landspítala er í fullum gangi.
Fyrirhugað er að framkvæmdir
hefjist fljótlega og er bygging nýs
sjúkrahótels á Landspítalalóðinni
reyndar þegar hafin. Hvaða áhrif
hefur það á fyrirhugaðar fram-
kvæmdir á LSH og jafnvel á efna-
hagslegan stöðugleika hérlendis ef
ráðist er í tvær stórar spítalabygg-
ingar samtímis?
Niðurlag
Það er afar mikilvægt að okkar
mati að hér verði stigið mjög var-
lega til jarðar. Ber jafnlítið sam-
félag og okkar stórt einkasjúkrahús
til viðbótar við þjóðarsjúkrahúsið?
Við hyggjum að flestir Íslendingar
vilji hafa áfram aðgang að öflugu
heilbrigðiskerfi, þar sem mögulegt
er að bjóða upp á fjölþætta og sér-
hæfða þjónustu í umhverfi þar sem
aðgengi er gott og óháð efnahag.
Slíku kerfi ber að hlúa að sem horn-
steini í okkar samfélagi.
Eftir Davíð O. Arnar,
Ingibjörgu J. Guðmundsdóttur
og Karl Andersen.
» Við teljum því að
svona umfangsmikil
ný starfsemi gæti orðið
veruleg ógn við heil-
brigðiskerfi sem er á
viðkvæmum stað í end-
urreisnarferli.
Davíð O.
Arnar
Höfundar eru yfirlæknar
á hjartadeild Landspítala.
Stendur heilbrigðiskerfinu ógn af fyrirætlunum
um nýtt einkasjúkrahús fyrir útlendinga?
Ingibjörg
Guðmundsdóttir
Karl
Andersen