Morgunblaðið - 30.07.2016, Side 20

Morgunblaðið - 30.07.2016, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Áleiðinni norður Kaldadal í sumarfríinu gleymdi ég Biskupsbrekk-unni þar sem Jón biskup Vídalín varð bráðkvaddur fyrir nærþrjú hundruð árum – en hafði kveðið áður en hann lagði upp fráSkálholti: „Kvíði eg fyrir Kaldadal, / kvölda tekur núna.“ Ég var of upptekinn af hendingum Jónasar Hallgrímssonar um háan Skjaldbreið, „Fanna skautar faldi háum / fjallið, allra hæða val“, og af viðleitni minni við að koma fróðleiksmolum um hraunið á Þingvöllum í gegnum dunreiðina í aftursætinu. Nokkrum dögum síðar bjargaði Jónas mér frá þungum þönk- um í Bakkaselsbrekkunni um að hundrað ár væru liðin frá því að fjölskylda Tryggva Emilssonar fluttist á milli Bakkasels og Gils í góðu sleðafæri í júní- byrjun! Á Gili tók ekki betra við eftir „ár vonbrigða og dauða, ár harðinda og heyleysis“ í Bakkaseli. Jónas leysti brátt úr þessum vanda með því að benda á æskustöðvar sínar á Hrauni í Öxnadal: „Þar sem háir hólar / hálfan dalinn fylla“ – sem Hannes Hafstein prjónaði við: „lék í ljósi sólar, / lærði hörpu að stilla“ – áður en Jón á Bægisá, allar hryssur Hörgárdals og djákninn á Myrká gerðu vart við sig í hugskotinu. Í sund- lauginni á Þelamörk er vald Jónasar á náttúruskynjun okkar tjáð með því að letra ljóð hans á skjólglerið við laugina þannig að sundgestir sjá landið bókstaflega í gegnum ljóðin. Ljóð og sögur fléttast saman við landslagið sem „yrði / lítils virði, / ef það héti ekki neitt“ eins og Tómas orti um. Þegar við komum austur í Keldu- hverfi reikaði hugurinn þó fyrst til allrar villtu sjóbleikjunnar innan um fisk- eldið í Auðbjargarstaðalóninu en svo sáum við sögulaust skilti við veginn sem benti út í móana á bæinn Sultir. Á Sultum hafði okkur verið boðið í dýr- indissúpu með villtri lónsbleikju en þangað er löng heimreið uns komið er að gróðursælli lægð í landinu, sem er umlukin hvelfdum klettahömrum. Mér datt í hug hvort í örnefninu væri falið írska sult-orðið um sælu, gleði og gnótt frekar en það sem lesa má um á vísindavefnum og í orðabókinni að sult merki „vik eða hvilft í landslagi“ (sem byggist væntanlega á þeim skiln- ingi að klettabogarnir á Sultum séu sultir). Mér varð hugsað til þess að seinni kona Böðólfs, föður Skeggja landnámsmanns í Kelduhverfi, var Þor- björg hólmasól, fyrsti innfæddi Eyfirðingurinn og barnabarnabarn Kjar- vals Írakonungs, og tregaði að saga Böðmóðs gerpis (föðurbróður Skeggja) og Grímólfs af því þegar Flosi Eiríksson varð afturreka í Öxarfjörð á skip- inu Trékylli skyldi vera glötuð. Ég setti mig því í samband við Svavar Sig- mundsson örnefnafræðing og hann sagði mér að Halldór Halldórsson hefði bent á hliðstæður í Noregi þar sem sylt væri notað um engi við strönd eða rök engi við vatn, og Svavar dró fram fleiri dæmi um merkinguna raka lægð, án sýnilegs afrennslis. Þar með urðu ímynduð írsk áhrif mín á ein- kennileg örnefni í Kelduhverfi að engu. Skáldskapur og fræði Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Sultir í Kelduhverfi Í Noregi er orðið sylt notað um engi við strönd eða rök engi við vatn. Til eru dæmi um merkinguna raka lægð, án sýnlegs afrennslis. Áallmörgum undanförnum árum og sér-staklega frá því að fjármálakreppan skall áaf fullum krafti 2008 hefur sú tilhneigingverið áberandi í nálægum löndum, að fylgi kjósenda hafi færzt frá hefðbundnum stjórnmálaflokk- um til nýrra flokka yzt til hægri og vinstri. Í Frakk- landi hafa kjósendur sótt til hægri til Þjóðfylkingar Marine Le Pen. Svipuð þróun hefur orðið í Hollandi (Frelsisflokkurinn) og í Danmörku (Danski þjóðar- flokkurinn). Á Spáni og í Grikklandi hafa vinstri flokk- ar notið góðs af þessum breytingum og á Ítalíu flokkur undir forystu „Jóns Gnarr“ þeirra á Ítalíu. Framan af voru þessar breytingar skýrðar með versnandi afkomu fólks vegna fjármálakreppunnar, stórauknu atvinnuleysi og óánægju með vaxandi þrýst- ing frá Brussel á sameiningu Evrópuríkja. Hið síðast- nefnda var talið skýra uppgang Ukip í Bretlandi. Síðustu árin hefur svo vaxandi flóttamannastraumur til Evrópu bætzt við og ótti fólks við áhrif flóttamanna á evrópsk samfélög er talinn skýra vaxandi uppgang flokka og hreyfinga yzt til hægri og vinstri. Þegar Donald Trump tilkynnti framboð sitt til forseta Bandaríkj- anna datt engum í hug að hann mundi ná útnefningu repúblikana, hvað þá að hann hefði möguleika á að ná kjöri. Þær hugmyndir hafa nú verið afsannaðar rækilega. Hér á Íslandi hefur þetta póli- tíska umrót komið fram í því að Pí- ratar, sem voru jaðarflokkur, hafa mánuðum saman verið stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum og uppdráttarsýki hefðbundinna flokka orðið æ skýrari. Og kannski að einhverju leyti í úrslitum forsetakosn- inga. Guðna Th. Jóhannessyni hefði áreiðanlega ekki dottið í hug fyrir ári, að hann mundi taka við embætti forseta Íslands nk. mánudag. Margir hafa átt erfitt með að skilja þessa þróun beggja vegna Atlantshafs og hér á Íslandi og þótt framangreindar skýringar eigi áreiðanlega hlut að máli hefur leitin að trúverðugri skýringum haldið áfram. Fyrir nokkrum dögum setti William Hague, fyrrver- andi leiðtogi brezka Íhaldsflokksins, fram þá skoðun í blaðagrein að með sama hætti og ófaglært fólk hefði orðið undir í lífsbaráttunni á síðari hluta 20. aldar teldi millistéttinni sér nú ógnað af alþjóðavæðingu og tækni- væðingu, sem gæti leitt til þess að hún missti vinnu sína og þar með lífsframfæri. En áhugaverðasta skýringin er þó sú sem maður að nafni Robert B. Reich, fyrrverandi vinnumálaráðherra í fyrri ríkisstjórn Bill Clintons, hefur sett fram en hún er eitthvað á þessa leið: Hægri og vinstri eru úrelt hugtök til að skýra skipt- ingu fólks á milli flokka og þjóðmálahreyfinga og þar með hugtakið miðjan. Skiptingin nú stendur á milli þeirra sem teljast til „ráðandi afla“ (e. establishment) og þeirra sem standa utan garðs (e. anti-establis- hment). Sterkasta aflið í bandarískum stjórnmálum í dag, segir Robert B. Reich, er reiði þeirra sem standa utan garðs vegna þess að stjórnkerfinu sé beitt í þágu stórfyrirtækja, fjármálamarkaða og auðmanna. Þessari andófshreyfingu skiptir hann í tvennt. Ann- ars vegar þá sem aðhyllast hinn „sterka“ leiðtoga og þar sé komin skýringin á miklu fylgi Trumps og hina sem aðhyllist lýðræðislegri stjórnarhætti og þeir skýri mikið fylgi Bernie Sanders. Þessa athyglisverðu kenningu Roberts B. Reich má yfirfæra á okkar samfélag hér á Íslandi með eftirfar- andi hætti: Hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar hafi allir, hver með sínum hætti, orðið hluti af hinum „ráðandi öflum“ á Íslandi og tekið virkan þátt í því að beita stjórnkerfi Íslands í þágu útgerðar, viðskiptasamsteypa, fjármála- fyrirtækja og annarra „forréttindahópa“. Það hafi vinstri flokkarnir gert með því að gefa framsal veiðiheimilda frjálst 1990 án þess að taka upp veiðigjald um leið, það hafi Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gert með einkavæðingu bankanna hinni fyrri sem ruddi brautina fyrir nýjar viðskiptasamsteypur, þegar til varð í enn ríkara mæli en áður eins konar banvænt faðmlag stjórnmála og viðskiptalífs, það hafi vinstri flokkarnir gert á ný með einkavæðingu bank- anna hinni seinni og með því að hugsa meira um hags- muni bankanna eftir hrun en fólksins í landinu sem missti allar eigur sínar. Og þegar fólkið í landinu hafi séð 2007 birtast á ný eins og hendi væri veifað hafi því verið nóg boðið og snúið sér að Besta flokknum í Reykjavík og síðar Pí- rötum á landsvísu. Ný vísbending um viðhorf „ráðandi afla“ gæti verið nýlegur úrskurður Kjararáðs um laun æðstu embættismanna. Hinir hefðbundnu flokkar hafa fram að þessu ekki sýnt nokkur merki þess að vilja ræða eða reyna að skilja hvað fyrir þá hefur komið. Fyrsta vísbending um að það gæti verið að breytast er afgerandi breyting á afstöðu Bjarna Benediktssonar til velferðarmála al- mennt og heilbrigðismála sérstaklega, en hann hefur lýst sig reiðubúinn til að draga verulega úr beinni greiðsluþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjón- ustu. Hið sama má segja um grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu, þar sem hann tók málefni aldraðra og öryrkja til sér- stakrar umræðu. Vera má að Samfylkingin sé að byrja að átta sig á að rof á milli hennar og verkalýðshreyfingarinnar sé að verða meira en örlagaríkt fyrir flokkinn. Alla vega má skilja Oddnýju G. Harðardóttur á þann veg. En afstaða til einstakra mála mun ekki ráða úrslitum fyrir þessa flokka. Það eina sem dugar er gjörbreytt viðhorf í grund- vallaratriðum. Er reiðin sterkasta þjóðfélagsaflið? Átökin standa á milli „ráðandi afla“ og þeirra sem standa utan garðs – segir Robert B. Reich Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Rétt áttatíu ár eru liðin, frá því aðspænska borgarastríðið hófst 17. júlí 1936, en þar sigruðu þjóðernissinnar lýðveldismenn. Að minnsta kosti fjórir Íslendingar gengu í lýðveldisherinn: Gunnar Fin- sen læknir, Hallgrímur Hallgríms- son, sem hlotið hafði hernaðarþjálfun í Moskvu, og þeir Aðalsteinn Þor- steinsson, hnefaleikakappi og sí- brotamaður, og Björn Guðmundsson, rumur stór, sem kemur fyrir í skáld- sögum frænda síns Einars Más Guð- mundssonar undir nafninu Ragnar risi. Í raun var Hallgrímur hinn eini þeirra, sem barðist með vopn í hendi. Gunnar sinnti lækningum og Að- alsteinn og Björn komu of seint til að fara út á vígvöllinn, þótt Björn særð- ist í loftárás á hermannaskála, þar sem hann sat og sinnti þörfum sín- um. Fimmti maðurinn, skáldið Dag- ur Austan, Vernharður Eggertsson, sagðist hafa barist í stríðinu og skrif- aði meira að segja um það heila bók, en erfitt er að leggja trúnað á frá- sögn hans, sem styðst ekki heldur við aðrar heimildir. Ýmsir vestrænir menntamenn hafa talið stríðið hafa verið milli ills og góðs, séð það í hvítu og svörtu. Ég hef bent á, að ein frásögnin úr því er þó marghrakin: að loftárásin á Guer- nica vorið 1937 hafi verið hryðjuverk, en ekki hernaðaraðgerð. Sannleik- urinn er sá, að bærinn hafði talsvert hernaðargildi vegna legu sinnar, í honum var nokkurt herlið, og í út- jaðri hans voru vopnasmiðjur. Þótt þýskar herflugvélar hafi gert árás- ina, var hún að undirlagi þjóðern- issinna. Stríðið var ekki heldur milli ein- ræðis og lýðræðis, eins og oft er hald- ið fram, því að lýðveldismenn voru ekki allir einlægir lýðræðissinnar. Því er lýst í Svartbók kommúnism- ans, sem kom út á íslensku 2009, hvernig leyniþjónusta Stalíns náði smám saman undirtökum í lýðveld- ishernum og elti miskunnarlaust uppi stjórnleysingja og trotskíista og myrti. Tveimur Spánarförum, George Orwell og Arthur Koestler, blöskraði, og snerust báðir frá kommúnisma. Koestler segir frá skoðanaskiptum sínum í bókinni Guðinum sem brást, sem bráðlega verður endurútgefin á íslensku. Ann- að rit, sem verður endurútgefið í til- efni þessara áttatíu ára, er Bóndinn. El campesino, endurminningar Val- entíns González, sem var einn af her- foringjum lýðveldismanna, flýði til Rússlands eftir sigur þjóðernissinna, en lenti í þrælkunarbúðum Stalíns. Stríðið reyndist ekki vera í hvítu og svörtu, heldur um orsakir í gráu og um afleiðingar í rauðu — lit blóðsins. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Spænska borgara- stríðið: Áttatíu ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.