Morgunblaðið - 30.07.2016, Side 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016
Bæði jörðin og
maðurinn eru í heilsu-
kreppu og nýjustu
sjúkdómsfaraldrar,
samkvæmt Alþjóða-
heilbrigðismálastofn-
uninni, eru lífsstíls-
sjúkdómar. Útfrá
sjónarhóli náttúru-
lækninga og græðara
má glögglega sjá að
einn aðalorsakavald-
urinn er lággæðafæði sem alls-
nægtaþjóðfélagið býður upp á. Það
er tilbúin, næringarsnauð og
ónáttúruleg fæða, oftar en ekki
hlaðin aukaefnum. Annar lífsstíls-
vandi er áhersla á lausnir með
dýrum lækningum og dýrum lyfj-
um.
Dæmi um lággæðafæðuna er
morgunkorn af ýmsum gerðum,
unnar mjólkurvörur, brauð, kex og
drykkir í flöskum eða fernum. Í
slíkri fæðu er viðbættur sykur í
margskonar útgáfum með misjöfn-
um heitum, sem ruglar fólk í rím-
inu sem vill reyna að skoða og
skilja innihald þess sem það borð-
ar. En þó svo upplýsingar um
óhollustuna megi sjá víða, meðal
annars á síðu Landlæknis, þá virð-
ist almenningur oft og tíðum týnd-
ur í upplýsingaflæðinu. Framboðið
á lággæðavöru er þar að auki svo
mikið og aðgengilegt. Næringar-
snauða og efnaviðbætta fæðið er
oft ódýrara og hægt að fá meira
magn af pakkamat en af grænmeti
og ávöxtum, fyrir sama pening.
Unga fólkið er í sérstakri áhættu
með að falla fyrir lággæðafæðinu
vegna verðlagsins og bragðsins.
Taugasérfræðingurinn Gomez-
Pinilla birti samantekt úr tugum
rannsókna sem sýndu fram á nei-
kvæð áhrif af lélegu fæði á tauga-
kerfið, meðal annars á heila-
starfsemi, og mikilvægi góðrar
næringar. Fram kom að fitusýrur
komi í veg fyrir einbeitingarskort
og styrktu minni auk þess að
draga úr líkum á þunglyndi og
öðrum geðrænum vandamálum.
Neytendur lággæðafæðu og
skyndibita eiga á hættu að fá ekki
næga næringu. Þó þú fyllir mag-
ann og seðjir bragðlaukana þá
uppfyllir þú ekki næringarþörfina
og líkaminn kallar eftir meira
magni af fæðu en áður.
Dr. Aseem Malhotra, hjarta-
læknir, hélt nýlega fyrirlestur hér
á landi og fjallaði um skaðsemi
sykurs og ábyrgð stjórnvalda. Syk-
urinn er hinn mesti skaðvaldur
fyrir hjarta og æðakerfi en ekki
hörð fita eins og lengi hefur verið
haldið fram. Í máli hans kom fram
að á meðan hundrað krónum er
varið til forvarna er
um fimm hundruð
þúsund krónum eytt í
að kynna og auglýsa
sykurinn og ruslfæð-
ið. Dr. Aseem vann
að því að fá yfirvöld í
Bretlandi til að
leggja aukinn skatt á
sykur til að draga úr
neyslunni. Á Íslandi
hafa skattar á sykur
og sykraðar vörur
verið lækkaðir. Sívax-
andi heilsuleysi og sjúkdómar eru
afleiðing af lífsstíl og stjórnar-
háttum og þjóðfélagi sem tekur
þátt í, og samþykkir, að fæðan
sem er í boði sé samansett efna-
súpa, hlaðin sykri, sætuefnum og
aukefnum – þjóðfélag sem styður
að verslanir séu uppfullar af eftir-
líkingum af mat. Það eru líka
sjálfsalar með sælgæti og gos-
drykkjum á sjúkrahúsum þar sem
afleiðingar lággæðafæðunnar
blasa við okkur. Að halda að sí-
fellt meira fé í leit að nýjum lyfj-
um og meiri lyfjum sé lausn, eru
ranghugmyndir. Lyf við lífsstíls-
sjúkdómum eru mjög skammsýn
lausn. Lyfjaiðnaður er einn eftir-
sóttasti iðnaður nú til dags vegna
gróðans sem hann gefur. Það
virðist vera auðvelt með hjálp vís-
indanna að selja heilbrigðisyfir-
völdum þá hugmynd að hin og
þessi lyf séu nauðsynleg til að
bjarga heilsunni.
Það er löngu kominn tími til að
horfa á aðrar lausnir, einfaldar
lausnir og ódýrar, án eiturefna:
Að kenna fólki að lifa heilbrigðara
lífi. Þannig getum við sparað
þjóðfélaginu dýra læknisþjónustu.
Stjórnvöld gætu einnig hjálpað al-
menningi með því að minnka
framboð og aðgengi að lággæða-
fæðu, alveg eins og gert er við
tóbak. Sykurinn er nýjasta fíknin,
hann veikir börnin okkar, ung-
linga og fullorðna og fólk verður
ekki aðeins líkamlega veikt af
sykri og lággæðafæði, heldur
einnig andlega. Auknar skatta-
tekjur af sykri og ruslfæði mætti
nota til að efla fræðslu og for-
varnir.
Er sykur of ódýr
og lausnir of dýrar?
Eftir Lilju
Oddsdóttur
» Bæði jörðin og mað-
urinn eru í heilsu-
kreppu vegna lág-
gæðafæðis. Það er tími
til að horfa á aðrar
lausnir. Að kenna fólki
að lifa heilbrigðara lífi.
Lilja Oddsdóttir
Höfundur er skólastjórnandi Heilsu-
meistaraskólans og skráður græðari.
Út er komin bókin:
Úr lausblaðabók ljóð-
ævi. Höfundur er Ingv-
ar Gíslason, fyrrverandi
alþingismaður og ráð-
herra. Ingvar varð góð-
kunningi minn ágætur,
virtur þingmaður, kurt-
eis maður en einarður,
ljúfmenni um leið.
Ég veit ekki hvort
umsögn af þessu tagi
hlýtur náð enda engin bókmennta-
fræði á bak við, aðeins einlæg tilfinn-
ingin. Ég varð blátt áfram það hrifinn
af þessum ljóðum og ljóðaþýðingum
að ég setti á blað fáeinar línur með til-
vitnunum í bókina þar sem stíllinn er
oft knappur en segir mikið samt.
Hamingja
Langt niðrá hafsbotni
í lokaðri skel
liggur hamingja þín
engum til aðgöngu
öðrum en þér
formuð sem fágæt
perla.
Öll frekari orð óþörf
eða þá smáljóðið um ör-
lög þorpsins, örlög sem
við þekkjum svo vel.
Þorpið
Lætur sig þrauka þorpið
og þröngt milli fjalla
í giljóttu brattlendi.
Útmálað í ábúð-
armiklum
skáldsögum
bíómyndum upp á síðkastið
ættlaust
áfangi farenda
á leið suður.
Og svo hugsar Ingvar til Páls Ólafs-
sonar í stökunni: Á Hallfreðarstöðum.
Þegar aftur vaknar vor
verður líf um Blána.
Stæltum fótum stíga spor
Stjarna, Löpp og Grána.
Að lokum í stuttri grein, hreimfag-
urt og vermandi:
Hörpuljóð
Um dalaból af velli fönnin víkur,
og vakna í fölu túni grænar nálar,
er vorið hallann hörpulitum málar
og hendi mjúkri golan landið strýkur.
Í daufum sálum doðamyrkri lýkur
og dáðir vakna þær sem áður sváfu,
því vorsól eflir dug og gleðigáfu,
hún gjöfum deilir mild og engan svíkur.
En laus af garða ærin jarmar ör,
hún á sér draum um frelsi upp til heiða
að annast lömb og lifa góða vist.
Svo ólm til fjalla álftin þreytir för,
þar óskalöndin fanga haná og seiða.
Og senn mun nóttin sólarvörum kysst.
Hugumhlýjar þakkir hljóttu,
Ingvar. Megi sem flestir nema og
njóta.
Um Lausblaðabók
Ingvars Gíslasonar
Eftir Helga
Seljan »Ég varð hrifinn af
þessum ljóðum og
ljóðaþýðingum.
Helgi Seljan
Höfundur er fv. alþingismaður.
Málefni innflytjenda
eru tíðrædd á Íslandi og
fer umræðan harðn-
andi. Einir vilja loka
landinu, aðrir opna það,
en flestir líklega ein-
hvern milliveg. En í
þessu sem öðru eru þeir
sem yzt á plankanum
standa mest áberandi
og gildir það um báða
enda.
Höfum í huga að helsti hvati til að
taka á móti flóttafólki hlýtur að vera
mannúð. Það þýðir ekki endilega að
þeir sem streitast á móti eða setja var-
nagla skorti mannúð. Frekar að henni
sé beint annað. Vitanlega eru til vond-
ar manneskjur en upp til hópa erum
við flest blanda mannúðar og grimmd-
ar þó kveikjurnar séu mismunandi. Að
kalla hvert annað ónöfnum eða telja til
úrhraka vegna skoðana er óvænleg
leið til árangurs og gerir
lítið annað en að ýta
undir öfgar.
Þegar kemur að mót-
töku flóttafólks held ég
flesta vilja sýna mannúð
og taka þátt í alþjóðlegri
ábyrgð. Á Íslandi erum
við heldur ekkert mjög
mörg og gætum hæg-
lega nýtt fleiri hausa og
hendur. Við hljótum að
geta komið okkur sam-
an um tiltekinn fjölda
flóttafólks árlega með
gagnkvæmum réttindum og skyldum.
Við hljótum að vilja hraða umsóknar-
ferli hælisleitenda og samræma með-
gjöf þeirra og kvótaflóttafólks. Og
varla viljum við rífa upp með rótum
fólk sem er að hasla sér völl eða með
börn í skólum. Hvað þá heldur að fjöl-
miðlaumfjöllun sé ráðandi um gæfu
fólks.
Eitt er að taka á móti fólki, annað
hvernig það samlagast. Í því er sjálf-
gefið að læra af reynslu annarra þjóða
og þó fámennið á Íslandi gefi svigrúm
er það einnig heftandi. Þannig er Ís-
land friðsælt, opið samfélag þar sem
mannréttindi eru almenn og fordómar
á undanhaldi. Þessum ávinningi vilj-
um við ekki fórna, jafnvel ekki fyrir
mannúð, eða hvað?
Málefni innflytjenda brenna á okk-
ur eins og öðrum siðmenntuðum þjóð-
um, hófstillt umræða væri góð byrjun
því hún dregur fram það besta í fari
hvers og eins.
Um málefni innflytjenda
Eftir Lýð
Árnason »Helsti hvati til að
taka á móti flótta-
fólki hlýtur að vera
mannúð. Það þýðir ekki
endilega að þeir sem
setja varnagla skorti
mannúð.
Lýður Árnason læknir
Höfundur er læknir.
Umræður um spít-
ala í Mosfellsbæ eru
dæmigerðar um ofsa-
viðbrögð og sleggju-
dómsáráttu okkar Ís-
lendinga þegar ný-
breytni ber á góma.
Áður en menn vita
um hvað þessi hug-
mynd snýst eru menn
risnir upp á afturfæt-
urnar til að bölsótast,
ráðast á hugmyndina og finna henni
allt til foráttu.
Persónuárásir eru ekki langt und-
an. Skjóta á frumkvöðulinn svefn-
þorni og flytja hann nauðugan á
Grænlandsjökul til að bíða þar ör-
laga sinna.
Í gegnum moðreykinn grillir í ótta
við að fá gott fordæmi inn í landið.
Það myndi rústa íslensku velferðar-
kerfi. Hesthús væri betra. Væri ekki
betra að menn drægju andann í
gegnum nefið og athuguðu málið ró-
lega.
Nýr stór spítali fjármagnaður af
erlendu fé gæti stórbætt okkar heil-
brigðiskerfi ef rétt er á málum hald-
ið. Fyrstu spítalarnir á Íslandi voru
erlendir, franskir spítalar og Landa-
kotsspítali. Ný þekking
myndi flytjast inn í
landið, stækka þyrfti
læknadeildir háskól-
anna og efla hjúkrunar-
menntun. Setja þyrfti
meira fjármagn í heil-
brigðiskerfið, sem
löngu er orðið ljóst.
Menn hafa tala um 11%
af þjóðarframleiðslu í
því sambandi.
Í einu dagblaðanna
stendur eitthvað á
þessa leið: Og við viljum ekki sjá sér-
staka spítala, þar sem hægt er að
greiða fyrir bestu þjónustu meðan
lakari þjónusta er í boði hjá sjúkra-
húsum í opinberri eigu. Einmitt.
Svona sjúkrahús mega ekki sjást
hér á landi. Hesthús. Allt annað mál.
Upplýst hefur verið að Íslending-
ar geta fengið þjónustu spítalans ef
þeir borga fyrir hana. Þetta telja
menn að muni rústa íslensku vel-
ferðarkerfi og jöfnuði þess.
Þetta er auðvitað mikill misskiln-
ingur. Flestir sjúklingar spítalans
verða erlendir og þurfum við því
ekki að hafa áhyggjur af því hvernig
þeirra lækning er fjármögnuð. Þurfi
Íslendingar að leggjast inn á þennan
spítala verður kostnaðurinn greidd-
ur af Tryggingastofnun ríkisins og
jöfnuður okkar þjóðfélags haldinn í
heiðri. Það er Tryggingastofnun
sem á að tryggja jafnræði á milli
landsmanna í velferðarkerfinu, ekki
spítalarnir. Tryggingastofnun greið-
ir kostnað sjúklinga sem þarf að
senda á erlenda spítala (jafnvel dýra
ameríska spítala í einkaeigu). Er
nokkuð verra að þessi erlendi spítali
sé uppi í Mosfellsbæ?
Það sem menn óttast er að yfir-
völd geti ekki fjársvelt útlendinga-
spítalann eins og íslenskar heilbrigð-
isstofnanir og komið í veg fyrir að
hann borgi starfsfólki sínu laun, sem
eru samkeppnisfær við laun í ná-
grannalöndum okkar, en án þess á
íslenskt velferðarkerfi ekki nægi-
lega framtíð fyrir sér og verður í sí-
felldu basli. Þetta telja menn að
muni rústa íslensku heilbrigðiskerfi,
en gæti raunin ekki orðið alveg þver-
öfug?
Gleymum hesthúsunum í bili.
Útlendingaspítalinn
Eftir Jóhann
J. Ólafsson
Jóhann J. Ólafsson
» Í gegnum moðreyk-
inn grillir í ótta við
að fá gott fordæmi inn í
landið.
Höfundur er stórkaupmaður.
Húsið er 60 m2 að grunnfleti kjallari, hæð og ris. Birt flatarmál
109 m2. Húsið stendur á 409 m2 leigulóð í eigu Fjallabyggðar.
Upplýsingar í síma 897 6963.
Eyrargata 31, Siglufirði
er til sölu