Morgunblaðið - 30.07.2016, Síða 25

Morgunblaðið - 30.07.2016, Síða 25
arlega sakna þeirra sárt. Vinátta mín við þau Auði og Birgi og bræðurna í Fagradal hefur verið mér ómetanleg. Og öll hlýja og umhyggja þessa góða fólks í minn garð verður aldrei fullþökk- uð. Að leiðarlokum þakka ég Auði fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og bið henni Guðs blessunar. Hákon Hansson. Elsku Auður. Hafðu þökk fyrir hlýju þína, tryggð og vináttu við móður mína og alla fjölskyldu hennar. Við þökkum af hlýhug þá gæfu að hafa kynnst þér og átt vináttu þína. Að heyra ljóslifandi sögur frá Hamri í Hamarsfirði og frá Fagradal í Breiðdal lét engan ósnortinn. Minnið svo sterkt að undrun sætti. Þú varst svo mörg- um kostum prýdd og verður allt- af fegursta liljan í mannhafinu. Þú prýddir blettinn þinn vel. Önnu Margréti, Einari (Búa), Jónínu og fjölskyldum vottum við okkar dýpstu samúð. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. (Þorsteinn Gíslason.) Stefán Skafti Steinólfsson og Þórey Helgadóttir. Nú, þegar Auður Stefánsdóttir er látin, hafa þau öll kvatt systk- inin frá Fagradal í Breiðdal, traustir og góðir vinir til áratuga. Sumarið 1963 fór ég átta ára gamall í sveit í Fagradal þar sem bræður Auðar ráku myndarbú með foreldrum þeirra systkina. Ekki hefði verið hægt að gera betur við ungan dreng en gert var við mig í dalnum fagra, og þau urðu átta sumrin sem ég dvaldist þar. Auður var ekki langt undan því hún bjó á Breið- dalsvík með manni sínum, Birgi Einarssyni, og börnum þeirra, Önnu Margréti, Einari Heiðari og Jónínu. Þessi nálægð reyndist mér dýrmæt á þessum árum því Auður, Birgir og börnin komu oft inn í Fagradal. Því fylgdi gleði á ýmsa lund, s.s. að ég var stóri strákurinn í barnahópnum og svo var líka oft haft meira við í mat og bakkelsi sem þó var frábært fyr- ir. Eftir að við fjölskyldan flutt- umst heim til Austurlands 1988 þá voru tengslin við bræðurna í Fagradal og Auði og hennar fjöl- skyldu dýrmæt og hafa verið síð- an. Auður var hæglát kona sem öllum vildi vel og lagði gott eitt til bæði manna og málefna, iðin og sívinnandi og þá ekki síst við að gera vel við alla þá sem komu á heimili hennar. Hún hefur síð- ustu árin dvalist á hjúkrunar- heimilinu Uppsölum og þakklát að vanda, þá talaði hún mikið um hve gott væri að vera þar og hve vel væri um sig hugsað. Þangað heimsóttum við hjónin Auði síð- ast daginn eftir að Birgir maður hennar lést í lok maí síðastliðins. Við höfðum ekki tök á að fylgja honum til grafar og þessi fátæk- legu orð um Auði eru því kveðja okkar til þeirra beggja. Börnum þeirra og fjölskyldu sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Heimisson, Ólöf Ragnarsdóttir. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 ✝ Jóna Örnólfs-dóttir fæddist að Breiðabóli í Skálavík í Hóls- sókn 9. júní 1924. Hún lést 21. júlí 2016 á hjúkrunar- heimilinu Eyri á Ísafirði. Foreldrar henn- ar voru Margrét Reinaldsdóttir, f. 31. desember 1894, og Örnólfur Níels Hálfdán- arson, f. 19. ágúst 1886. Jóna var yngst af sjö systkinum. Jóna giftist Kristjáni J. M. Jónssyni frá Ísafirði 2. júní 1945. Hann var fæddur 20. júlí 1918 og lést þann 5. apríl 2002. Þau eignuðust sex börn sem komust á legg og þau eru: 1) Jón Þorberg, f. 12. mars 1945, maki Hjördís Ólafsdóttir, 2) Magnús, f. 9. september 1946, d. 28. desember 2004, eftirlif- andi maki Hildur Jósefsdóttir, 3) Þorgerður Margrét, f. 1. október 1947, maki Pétur I. Pétursson, 4) Indriði Arnar, f. 27. apríl 1951, maki Carolyn Kristjánsson, 5) Hörður, f. 8. júní 1955, sambýlisk. Björk Guðlaugsdóttir, og 6) Kristján Friðrik, f. 15. október 1962, maki Guðný Heiða Yngvadóttir. Barnabörnin eru 20, barnabarna- börnin 32 og barnabarnabarna- börnin eru orðin þrjú. Jóna ólst upp við sveitastörf á Breiðabóli. Á unglingsárum réð hún sig í vist í Bolungarvík, í Hnífsdal, í Skutulsfirði og í Reykjavík. Hún stundaði nám í Hús- mæðraskólanum Ósk á Ísafirði veturinn 1943-1944. Meðfram heimilishaldi stundaði hún störf við rækju- og fiskvinnslu í fjölda ára og síðast hjá Íshús- félagi Ísfirðinga. Jóna og Krist- ján bjuggu alla tíð á Ísafirði, lengst af á Seljalandsvegi 54 (Skriðu), síðast á dvalarheim- ilinu Hlíf. Síðustu mánuði lífs síns bjó Jóna á hjúkrunarheim- ilinu Eyri á Ísafirði. Jóna verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag, 30. júlí 2016, klukkan 11. Fallin er nú frá í hárri elli tengdamóðir mín, Jóna Örnólfs- dóttir. Hún var borin og barn- fædd að Breiðabóli í Skálavík og að henni stóðu sterkir stofnar og dugnaðarfólk. Afar hennar báðir, Hálfdán Örnólfsson hreppstjóri og Reinald Kristjánsson póstur, voru þekktir að harðfylgi og út- sjónarsemi og voru stólpar sinna sveita. Faðir hennar þótti skör- ungur og hófst sambúð foreldra hennar með brúðarráni. Hún var yngst sjö systkina og ólst upp í foreldrahúsum við sæmilegan kost. Ekki þótti samt föður henn- ar ástæða til að mylja neitt sér- staklega undir hana. Fór hún snemma í vistir og varð hún á eig- in spýtur að kosta sig í hús- mæðraskóla til að svala mennt- unarþrá sinni, en hún þótti alla tíð listfeng og hugmyndarík, einkum við hannyrðir. Um tvítugt gekk hún að eiga strangheiðarlegan Ís- firðing, Kristján Jónsson, sem þekktastur var fyrir að ryðja fyrstur manna manndrápsveginn um Óshlíð. Fóru þau strax að hlaða niður börnum þrátt fyrir þröngan húsakost. Upp komust ein dóttir og fimm synir. Við tók nú endalaus þrældóm- ur, því börnunum fjölgaði ört og var í mörg horn að líta, því fjör- legt getur orðið á stóru heimili. Þróaðist smám saman talsverð eldhræðsla hjá húsráðendum. Þegar frá leið tók hún að stunda fiskvinnu til viðbótar heimilis- og bústörfum. Þurfti hún jafnan að skipuleggja og nýta tíma sinn vel, en hún var bæði hraðvirk og vel- virk, þrifin og afbragðsmatmóðir. Áður en afkomendur hennar fluttu að heiman var oft annríkt í matartímum. Á klukkutíma komst hún yfir það að ferðast úr og í vinnu, sjóða og bera fram há- degissoðninguna og lægja öldur rökræðna auk þess að smyrja nesti og þvo upp á meðan feðg- arnir hölluðu sér eftir matinn. Það sem mér þótti auk vinnu- semi og afkasta mest einkenn- andi fyrir hana var geðprýði hennar, jákvæðni og barngæska. Barnabörnunum og var hún ákaf- lega hlý enda löðuðust þau mjög að henni. Aldrei gleymdi hún af- mælisdögum og aldrei bar skugga á samskipti hennar við þau. Síðustu árin átti hún við þverr- andi þrótt og ellihrörnun að stríða, enda náði hún 92 ára aldri. Um hana á ég eingöngu góðar minningar. Svo mun vera um fleiri. Hvíli hún í friði. Pétur Ingvi Pétursson. Ilmurinn í eldhúsinu er unaðs- legur. Kubbasteikin á sínum stað í ofninum. Rúgbrauðsgrauturinn mallar í pottinum á eldavélinni, búið að leggja á borð við litla eld- húsborðið í eldhúsinu. Ótrúlegt hvað allt rúmast vel, allir fá sitt sæti. Afi við endann við vegginn. Allt á sínum stað, eins og rabar- barasultan sem er ómissandi með öllu. Amma sker fyrir mig kjötið, spyr hvort ég vilji grænar baunir, sultu, rauðkál, sósu? Heimsins besti matur. Ætlið þið ekki að fá ykkur meira? spyr amma. Er þetta í lagi, Kitti? Afi muldrar eitt- hvað. Svo er það grauturinn. Mmmm... rúgbrauðsgrautur með rúsínum og miklum rjóma. Amma stendur við eldhúsbekkinn og borðar. Hádegisfréttirnar eru í út- varpinu. Amma byrjar að vaska upp og ganga frá. Ég fæ að þurrka. Dánarfregnir og jarðar- farir glymjandi í gömlu gufunni. Kaffi og moli og svo er að leysa af sér svuntuna og drífa sig aftur í slorið. Í slorinu er skorið og skorið og pakkað og pakkað. Klukkan er fimm og haldið er heim og kvöld- maturinn undirbúinn. Kannski prjónaður einn og einn sokkur eft- ir sjónvarpsfréttirnar og lagður kapall eða spilað Rommý við okk- ur krakkana. Kleinur, jólakaka og köld mjólk í kvöldkaffi. Hreinir og fínir ullarsokkar í neðstu skúff- unni í eldhúsinu fyrir morgundag- inn. Hrein og fín straujuð rúmföt. Gleðihlátur og létt sprell. Hlýr faðmur og sannar sögur. Tindátar og Tinnabækur. Hjálpast að við krossgátu. Rúsínuveski og leður- hanskar. Abrakadabra bimm bamm búm. Jólasokkurinn fullur af góðgæti að morgni, epli, appels- ínur, lakkrís, súkkulaði og klukka úr hlaupi. Jólasveinninn kemur alltaf með meira heima hjá ömmu og afa. Kannski af því það er svo stutt frá fjallinu að Skriðu? Skriða heimsins besta ömmu og afa hús. Gestir koma og fara. Heitt súkku- laði og rjómapönnsur. Skonsu- terta og rjómaterta. Kleinur og jólakaka. Það er sunnudagur á morgun og þá er sko veisla hjá ömmu! Ó, blessuð vertu, sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. (Páll Ólafsson.) Takk fyrir allt, elsku amma. Þín Edda Björk. Amma mín, Jóna Örnólfsdóttir, er látin. Amma bjó stærstan hluta ævinnar á Ísafirði og því bjó ég aldrei í nálægð við hana, ef frá er talið nokkrar vikur yfir sumarið þegar ég dvaldist hjá henni og afa í fríi. Við þessi tímamót velti ég fyrir mér hvað það sé sem amma stóð fyrir í mínum huga og hvern- ig hún hefur mótað viðhorf mitt til lífsins. Amma var alla tíð mikil tals- kona menntunar. Hún sagði mér oft sögur af barnaskólagöngunni en ömmu fannst hún hafa verið allt of stutt og kennslustundir fá- tíðar. Barnaskólinn var óaðgengi- legur fyrir ömmu en búseta í dreifbýli og takmörkuð skóla- skylda á þriðja áratug síðustu ald- ar voru ákvarðandi þættir hvað þetta varðaði. Amma var einn vet- ur í barnaskólanum í Bolungar- vík. Sú skólavist hafði aðskilnað við fjölskylduna í för með sér. Nokkrum árum seinna barðist hún fyrir því að fá að fara í hús- mæðraskólann Ósk á Ísafirði. Sú barátta bar árangur og lærði amma augljóslega margt nytsam- legt í náminu, enda var hún alla tíð mjög skipulögð við heimilis- störf og hannyrðir. Hún bakaði til að mynda alltaf á ákveðnum viku- degi, þvoði þvotta á öðrum. Svona tímastjórnun hefur eflaust verið mikilvæg á svo stóru heimili en amma, með sitt keppnisskap, hef- ur örugglega séð þetta sem leið til þess að vinna litla sigra á hverjum degi. Amma vann öll spil og gaf ekk- ert eftir, þrátt fyrir að hún væri að spila við börn. Það var lær- dómsríkt að lesa í viðbrögð þeirra við leiknum – áflog, eða hvaða spil sem það var, vann amma og afi tapaði. Amma og systkini hennar tefldu mikið í uppvextinum. Sag- an segir að amma hafi einu sinni unnið Vestfjarðameistarann í skák – þrjá leiki í röð. Hann neyddist næstum því til að skila henni titlinum! Fyrir nokkrum árum, þegar ég var í námi í Hollandi, töluðum við stundum saman í símann um safnafræði. Í fyrstu kom það mér á óvart hvað amma var vel að sér í róttækum hugmyndum um nýja safnafræði. Upp úr þessu varð mér augljóst að amma hefði brill- erað í hvaða námi sem er. Þannig var amma. Áhugasöm um flest allt, jákvæð og góð. Hefði amma fæðst á öðrum stað í heiminum eða á öðrum tíma væri hún reynd- ar líklegast raunvísindakona, stærðfræðingur og stórmeistari í skák. Kannski fyrirsæta í hjá- verkum, ef hún nennti því, Amma mín með Yves Saint Laurent-gleraugun, ég frétti það fyrir stuttu að þú hefðir oft verið að pæla í formfræði snjóanna í fjöllunum og í litum náttúrunnar sem þú gast séð allt um kring og út um gluggann á Skriðu og á Hlíf. Þú varst listakona af náttúr- unnar hendi og litafræði var þér eðlislæg eins og svo margt annað. Að minnsta kosti vitna um það hin mörgu teppi og hosur sem við af- komendurnir getum verið stolt af því að skarta. Sem betur fer á ég talsverðan lager af prjónuðum hosum eftir þig, það er margreynt að með því að klæðast þeim verð- ur manni ekki kalt. Amma með sínar góðu gáfur, smekkvísi og náttúrlegu hæfileika – hafi ég erft minna en fjórðung af þínu upplagi væri ég í góðum mál- um. Ingunn Jónsdóttir. Jóna Örnólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS ÞORGRÍMSDÓTTIR frá Arnstapa í Ljósavatnsskarði, lést mánudaginn 18. júlí. Útförin fer fram frá Þorgeirskirkju þriðjudaginn 2. ágúst klukkan 13.30. Starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Hlíð eru færðar bestu þakkir fyrir kærleiksríka umönnun. . Anna S. Halldórsdóttir, Reynir Karlsson, Þorgeir Halldórsson, Anna K. Ragnarsdóttir, Sigurður Halldórsson, Sigrún A. Mikaelsdóttir, Kristjana G. Halldórsd., Kristinn Magnússon, Kristín Halldórsdóttir, Guðlaugur Aðalsteinss., barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar og bróðir, ARON FREYR GARÐARSSON, lést föstudaginn 22. júlí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 3. ágúst klukkan 10.30. . Helga Björg Sigurðardóttir, Þór Jóhannsson, Garðar Ægisson, Bryndís Arna Reynisdóttir, Stefán Ragnar Garðarsson Ægir Garðarsson Sigurður Þór Garðarsson Helga Björg Garðarsdóttir og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐMUNDSSON, rafverktaki og kaupmaður, síðast til heimilis í Eirarhúsum, lést 28. júlí. Útförin verður auglýst síðar. . Guðmundur Gunnarsson, Helena Sólbrá Kristinsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Óli Már Aronsson, Auðun Örn Gunnarsson, Hjördís Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur minn, faðir okkar, afi og bróðir, BIRGIR SKÚLASON, lést föstudaginn 22. júlí. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 5. ágúst klukkan 13. . Freyja Sigurpálsdóttir, Andri Birgisson, Birna Dröfn Birgisdóttir, Viktor Birgisson, afabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.