Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 26

Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 Hinn 12. júlí sl. var Snorri Jónsson, fulltrúi á skrifstofu Flensborgarskólans jarðsettur. Við vor- um samstarfsmenn í skólanum í um aldarfjórðung, hann á skrifstofunni en ég ýmist sem áfangastjóri eða venjulegur kennari. Snorri sá um fjölföldun verkefna og annars kennsluefnis. Hann var afar vandvirkur, ná- kvæmur og stundvís. Áberandi var hve fjölföldunarvélin var alltaf hrein og vel þrifin þegar hann sá um hana sem var ólíkt því þegar almennir kennarar höfðu verið að búa sér til verkefni oftast korter í kennslustund, þá var blek uppi um alla veggi og pappírar um öll borð og gólf þegar frá var gengið. Snorri var ágætur penni og rit- stjóri nokkurra blaða, svo sem Þallar, rits Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, og Borgarans, rits félags óháðra borgara en það var flokkur sem átti bæjarfulltrúa í Hafnarfirði í tvo áratugi. Margar greinar hans í þeim blöðum bera vott um kunnáttu og hæfni hans til að tjá sig á rituðu máli. Snorri var einnig listaskrifari og kenndi m.a. skrautskrift og eru skrautrit- uð skjöl með hans hendi til víða í bænum. Snorri hafði mikinn áhuga á félagsmálum og sat í nokkrum nefndum bæjarins, svo sem barnaverndarnefnd, auk þess var hann í stjórn Skógræktar- félagsins og víðar. Snorri var áberandi hnarreist- ur þegar hann gekk um stræti og torg Hafnarfjarðar eða um ganga skólans, hægt og virðulega og horfði vandlega til beggja átta og stöðvaði til að tala við fólk á mjög formlegan hátt. Hann var svo skýrmæltur að nemendur sögðu að hann hefði lesið ypsilonin og seturnar þegar hann las fyrir staf- setningarprófin sem þá tíðkuðust. Snorri var uppalinn í Miðfirði, Austur-Húnavatnssýslu og oft ræddum við um þá sveit, sér í lagi hvernig mætti rækta upp sandana við botn fjarðarins, en hann sagð- Snorri Jónsson ✝ Snorri Jónssonfæddist 15. maí 1928. Hann lést 30. júní 2016. Útför hans fór fram 12. júlí 2016. ist alltaf muna hvernig það var að bryðja sandinn sem fauk upp í norðan- vindinum frá sönd- unum. Snorri fór í Kennaraskólanum og svo gerðist hann ungur kennari í Hafnarfirði. Þegar ég kom í Hafnar- fjörðinn 1974 bjó Snorri á Sunnuveg- inum en þangað kom ég aðeins eitt skipti og kynntist ekki heim- ilislífinu þar. Ég átti eftir að kenna nokkrum barna hans sem nú eru löngu orðnar fullorðnar manneskjur og hafa dreifst um víðan völl. Eftir að Snorri flutti í íbúðina á neðri hæð gamla skóla- hússins fjölgaði heimsóknum mín- um heim til hans og ræddum við oft saman í eldhúsinu hjá honum eftir að kennslu var að mestu lok- ið, en einn og einn kennari öld- ungadeildar átti eftir að klára og ég þurfti eitthvað að tala við hann og Snorri að loka. Jólaglöggssam- komur voru oft haldnar á níunda og tíunda áratugnum. Þá þurfti að leggja rúsínur, krydd og þess háttar í rauðvín yfir nótt og slíkt mátti ekki innan skólans, en íbúð Snorra var hans prívat. Því bauð hann afnot af eldhúsi og svo þegar kennslu lauk seinasta dag fyrir jól komu kennarar sér fyrir í stof- unni hjá honum og gerðu sér glað- an dag. Þá var oft gaman. Snorri, takk, takk. Jóhann Guðjónsson. Rólegur, glettinn, frábær ís- lenskumaður, hvetjandi. Það var Snorri Jónsson vinur minn. Mér urðu á þau leiðu mistök að fara dagavíxl á útfarardegi hans og var því ei viðstaddur þegar Snorri var jarðsunginn frá hinu fallega Guðshúsi, Fríkirkjunni í Hafnarfirði, nýlega. Snorra kynntist ég í gegnum föður minn Árna Gunnlaugsson hrl. en saman störfuðu þeir í hafn- firskum stjórnmálum í langan tíma. Það var í félagi Óháðra borgara sem faðir minn o.fl. stofnuðu upp úr 1960. Þá var Snorri, um tíma, ritstjóri mál- gagns félagsins, sem hét Borgar- inn. Kynni okkar Snorra hófust af alvöru þegar ég hóf nám í menntaskólanum Flensborg. Vissi það ei þá en faðir minn hafði lagt að Snorra heitnum, að fylgj- ast með framgangi náms míns, sem um tíma var ei til fyrirmynd- ar. Hugur minn sótti nefnilega í atvinnuflugmannsnám, hverju ég lauk fyrir stúdentspróf. Að lokum hafðist menntaskóla- námið með ágætum. Ekki síst að þakka aðhaldi Snorra. Skilaboðin voru, með hans hætti, að ég skyldi nú taka mig á, ég vanmæti námið. Skil eðli og mikilvægi þekkingar í dag og hverju slíkt getur komið áleiðis, einstaklingi til gagns og samfélagi til góðs. Þorði ei annað en að hlýða vini mínum, tók mig á, enda flugná- mið, sem þá var að baki, til einskis nýtanlegt nema stúdentspróf væri í höfn. Síðar fylgdist Snorri með mér ljúka laganámi og virtist ánægður með fyrirætlanir mínar. Það var gott að leita til Snorra á menntaskólaárunum. Vegna áhrifa hans í Flensborg gerði hann mér, og öðrum nemendum, kleift að stofna fyrsta ljósmynda- klúbb skólans og koma upp vinnuaðstöðu; myrkraherbergi með nauðsynlegum tækjum. Kann ég honum ævinlega þakkir fyrir en ljósmyndun hefur átt hug minn og hjarta frá því ég var tán- ingur. Það var sérstaklega gaman að vinna með Snorra sem ritstjóra Borgarans, ég þá ljósmyndari málgagnsins. Hafði tekið við því hlutverki af föður mínum. Vand- virkni Snorra varð mér fyrir- mynd. Agaður í íslenskri tungu, skarpgreindur, einstök rithönd þar að auki. Þó heldur rólegur í umgengni fyrir þann bráðláta og eljusama fisk, sem ég er og telur að flest megi gera á helmingi meiri hraða en flestir hafa tamið sér. Síðustu samskipti okkar Snorra voru sl. haust á Hrafnistu, Hafnarfirði. Glöggur, sem fyrr, var Snorri og áttum við gott sam- tal. Ekki bar mikið á því að ellin væri að færast yfir hinn látna. Því kom fráfall hans mér á óvart. Drengur góður, sannur bonus pa- ter, hefur kvatt Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Eftirlifandi ættingjum vottum við móðir mín, frú María Alberts- dóttir, okkar dýpstu samúð. Árni Stefán, María Albertsdóttir. Okkur langar í örfáum orðum að minnast Valborgar frænku sem var okkur systkinunum svo góð. Stutt var á milli heimila okkar og mikill samgangur. Val- borg kom oft við á leiðinni heim úr Kaupfélaginu eftir að hafa náð í nauðsynjar fyrir heimilið eða úr vinnu. Það vakna einstaklega góð- ar og hlýjar tilfinningar að hugsa til heimsókna hennar, mikið var skrafað og hlegið í kringum hana. Valborg var einstaklega já- kvæð, með fallega framkomu sem og ásjóna hennar öll. Við vottum aðstandendunum okkar dýpstu samúð og megi minning um ein- staka konu ylja okkur um ókomna tíð. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur, er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær. Valborg Jónína Jónsdóttir ✝ Valborg JónínaJónsdóttir fæddist 5. okóber 1926. Hún lést 7. júlí 2016. Útför Valborgar fór fram 13. júlí 2016. Hlýja í handartaki, hjartað sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Ólína, Stefanía, Ingvar og Páll . Þá hefur Valborg föðursystir mín lokið lífsgöngu sinni tæplega 90 ára gömul. Það er vart hægt að nefna Valborgu án þess að Hauk- ur Ólafsson maður hennar sé nefndur um leið, svo samrýnd voru þau hjón, en Haukur lést fyrir fjórum árum, þá tæplega 96 ára. Heimili þeirra var einstaklega smekklegt og snyrtilegt, þangað var gott að koma, þiggja kaffi- sopa, gott bakkelsi og ræða málin. Þau voru mikið fjölskyldufólk og vildu vita hvernig ættingjunum reiddi af. Eftir að heilsa þeirra fór versnandi og þauvoru komin á ellideildina við Fjórðungssjúkra- húsið fækkaði heimsóknum mín- um til þeirra enda á ég ekki gott með að koma inn á slíkar stofn- anir. Það sem annað þeirra gerði tók hitt fullan þátt í hvort sem það var vinnan, pólitík, félagsstörf eða fjölskyldan. Haukur var sjó- maður, skipstjóri og útgerðamað- ur, gerði út þrjár Goðaborgir NK 1, eftir að hann kom í land sá hann um síldarradíó Norðfjarðar sem rekið var á heimili þeirra, þar var unnið allan sólarhringinn ef á þurfti að halda, við þjónustu við síldarflotann og fyrirtækin í landi, það má segja að Haukur hafi verið í talstöðinni og síman- um talandi við þá sem komu á staðinn allt í senn, en Valborg í móttökunni tilbúin með kaffi og kökur. Einni heimsókn til þeirra á þessum tíma, þegar mikið var að gera og hafði verið lengi, man ég sérstaklega eftir, talstöðin þagnaði ekki, ég fylgdist með Hauki um stund og hugsaði, hvernig getur hann þetta allt í einu og man þetta allt saman, til hvers ætli hann þurfi talstöð, þeir heyra örugglega í honum langt út á sjó? En Haukur var raddsterk- ur maður og gat alveg gleymt sér í hita leiksins. Þá kom frænka í dyragættina og leit glettin á hann, Haukur skildi merkið og lækkaði í sér, a.m.k. um stund. Síðar gerðist Haukur verslunar- stjóri byggingar- og gjafavöru- verslunar Kaupfélagsins Fram en frænka vann í bakaríi Kaup- félagsins. Elsku Valborg og Haukur, haf- ið þökk fyrir samveruna og allt það góða sem þið sýnduð mér í gegnum tíðina. Hlífar Þorsteinsson. Mig langar í fáum orðum að minnast Sigríðar Georgsdóttur frá Miðhúsum sem nú hefur verið til moldar borin. Í minni fjölskyldu var hún allt- af „Sigga systir“. Hvenær sem var á nóttu sem degi var maður aufúsugestur á Skúlaskeiðinu, alltaf opið hús og faðmur hús- freyjunnar. Þar var gott að koma og gott að vera. Áratugum saman bjó hún okkur Pöllu systur sinni, mér og börnum, rúm og allan greiða sem aldrei verður þakkað fyrir eins og vert hefði verið. Hún fór ung að heiman að vinna fyrir sér og settist að í Hafnarfirði eins og fleiri af henn- ar systkinum. Giftist hér honum Alberti sínum og undi glöð við sitt. Svo kom áfallið stóra er Al- bert fórst með vélskipinu Eddu í ofsaveðri á Grundarfirði. Þungt Sigríður Guðný Bjarnveig Georgsdóttir ✝ Sigríður GuðnýBjarnveig Georgsdóttir fædd- ist 23. júlí 1926. Hún lést 4. júlí 2016. Útför hennar fór fram 13. júlí 2016. var höggið sem á henni lenti með eitt lítið barn og annað á leiðinni. Allt þetta komst hún í gegnum með viljastyrk sín- um og meðfæddri þrautseigju. Hin síðustu árin var heilsan farin og illvígur Alzheim- erinn lagði hana að velli að lokum. Þetta eru fátækleg orð til að minnast hinnar þrautseigu og elskulegu mágkonu minnar. Ég og mitt fólk geymum um hana góðar minn- ingar. Börnum hennar og skyldu- liði sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur öll. Jón Arngrímsson. Tengdamóðir mín fæðist og elst upp hjá foreldrum sínum í Miðhúsum. Ung flytur hún til Hafnarfjarðar og hefur þar bú- skap með eiginmanni sínum sem hún missir í blóma lífsins. Upp frá því býr hún ein með börnum sínum tveimur þar til þau hefja eigin búskap. Nám við Húsmæðraskólann nýttist henni vel. Allt lék í hönd- um hennar. Saumavélar, skæri, efni, prjónagarn sem og bakstur og matargerð. Kjólar, buxur, munstraðar peysur, sokkar og vettlingar birtust, ísaumaðir dúk- ar og milliverk í sængur- og koddaver. Alls þessa nutu börn, tengdabörn, barna- og barna- barnabörn. Tengdamóðir mín var ósérhlíf- in dugnaðarkona sem oft hugsaði meira um aðra en sjálfa sig. Síð- astliðin tvö ár dvaldi hún á Sól- vangi í Hafnarfirði. Lífsgangan tók sinn toll. Prjónarnir létu ekki lengur að stjórn, tóku hliðarspor svo rekja varð upp og endur- prjóna. Þegar hér var komið vildi tengdamamma hverfa heim í sveitina sína þar sem jökullinn rís í vestri, fjallgarðurinn í norðri með óteljandi litbrigðum þá sólin brýst fram. Uppgróið bruna- hraunið í austri, gulllitur sandur- inn og hafið í suðri sem sópað hef- ur rekavið og netadræsum á land. Vindurinn blæs upp sandinn sem fær hlé við netin og myndar hæð- ir sem verða að melgresishólum. Tún, engi, mosi, lautir og land. Komin er kveðjustund, hafðu þakkir fyrir allt. Sverrir. Þegar ég kom inn í fjölskyldu Hansa snemma á áttunda áratugnum var ég ekki nema pínulítil og pervisin stelpa í hans huga. Fyrir mér var hann stór maður með mikla rödd og ákveð- inn í fasi. Okkur gekk þó ágæt- lega að ná saman og hóf ég störf við söluturn þeirra Báru við Grensásveg strax á fyrsta ári okkar kynna. Hansi starfaði þá sem verkstjóri Þóris í Sanitas og við fórum í margar skemmtiferð- ir með hressum hópi samstarfs- manna þeirra. Eftir að faðir minn féll frá nokkrum árum síðar, leit- aði ég oftar en ekki til Hansa sem Sigurhans Þorbjörnsson ✝ Sigurhans Þor-björnsson fæddist 1. desem- ber 1931. Hann andaðist 6. júlí 2016. Útför Sigurhans fór fram 14. júlí 2016. reyndist mér afar vel í alla staði. Seinna fór svo Þórir að vinna á leigunni (Véla- og tækjaleig- an Áhöld) með Hansa. Þangað kom ég og borðaði með þeim feðgum hádeg- ismat þegar ég var í háskólanum enda var líffræðin kennd niðri á Grensásvegi. Það var oft gestkvæmt á leigunni og mikið rætt um málefni hvers- dagsins. Hansi hafði gaman af að spekúlera í öllu mögulegu og það var gaman að rökræða við hann því hann kynnti sér málin, gat hlustað og var víðsýnn, þó hann hefði sterkar skoðanir á flestu. Hann hafði auðvitað sérstakan áhuga á vélum enda hafði hann sett saman ófáa vélarhluta um ævina. Þar sem ég hafði lært vélateikningu gátum við strax fundið sameiginlegt umræðuefni og hann fræddi mig um námsárin sín, námsefnið og kennara sem honum voru minnisstæðir. Hansi var vel sigldur og hafði komið við í mörgum hafnarborgum Evrópu og Ameríku. Hann talaði um Hull, Grimsby og New York (hann sagði alltaf nevjork) eins og hann hefði verið þar í gær. Hann hafði einnig ferðast innan- lands og sagði okkur frá bílferð til Vestfjarða sem áreiðanlega hefur verið heilmikið ævintýri því á þeim tíma var vegakerfið í þeim landshluta ekki eins gott og í dag. Honum varð tíðrætt um Vík og sveitina undir Eyjafjöllum og greinilegt að þaðan átti hann góð- ar minningar. Þau Bára fóru víða saman innanlands og utan og kom hún stundum með honum í siglingar, meðal annars til New York og Þórir, sem var yngstur, fór líka með þangað. Mér fannst þetta allt saman mjög spennandi enda átti ég ekki kost á slíkum ferðalögum sem barn og las bara um þessa staði í bókum og blöð- um. Hansi hafði líka oft komist í hann krappan en ávallt verið heppinn og var nánast eins og einhver verndarhönd væri yfir honum, hvort sem var til sjós eða lands. Hann var farsæll maður, ástríkur og vinmargur og hugsaði vel um sitt fólk. Við fórum í boð til systur hans og fjölskyldu hennar í Keflavík og var augljóst að mikl- ir kærleikar voru á milli þeirra Petu og Hansa. Peta kvaddi allt of snemma en Bragi, eiginmaður hennar, hélt áfram góðu sam- bandi við Hansa og sá um að börnin héldu tengslum. Það var ávallt glatt á hjalla hjá þeim Báru á Skólabrautinni og mér er minn- isstætt sextugsafmæli Hansa þar sem var sungið og spilað á harm- onikku og gleðin fór fram á öllum þremur hæðunum. Á Skólabraut- inni voru allir velkomnir og alltaf nóg pláss fyrir alla. Ég minnist þeirra hjóna með söknuði. Ég þakka samfylgdina og auð- sýnda væntumþykju alla tíð, hvíl í friði, Hansi minn. Ester Rut Unnsteinsdóttir. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.