Morgunblaðið - 30.07.2016, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016
Það er með sorg í
hjarta sem ég skrifa
þessi orð til að
minnast hennar
móður minnar sem var svo mikill
harðjaxl og dugnaðarforkur en
samt svo undurblíð og umhyggju-
söm.
Mamma var mjög stolt af því
að vera húsmóðir. Hún sinnti því
starfi vel og móðgaðist sáran þeg-
ar sagt var að þessi eða hin konan
væri „bara“ húsmóðir. Þegar
mamma gifti sig þótti eðlilegt að
hún hætti í hárgreiðslunáminu.
Hlutverk kvenna var að sinna
heimili, eiginmanni og börnum.
Það var líka alveg full vinna á
þeim árum að vera húsmóðir. All-
ur matur var eldaður frá grunni,
þrisvar sinnum á dag og oft tví-
réttað, allur þvottur var hengdur
út til þerris og straujaður áður en
hann fór aftur í skúffur og skápa,
börnin áttu að vera hrein og kurt-
eis og heimilið allt skínandi og
stífbónað. Mamma lét þó ekki þar
við sitja heldur annaðist hún einn-
ig allt viðhald á húsinu og hannaði
og ræktaði upp garðinn sinn.
Mamma var líka mikil handa-
vinnukona. Allt lék í höndum
hennar, hún prjónaði, bróderaði
og mundaði saumavélina. Hún
sneið og saumaði kjóla, buxur,
blússur og jakka, hvað sem okkur
langaði í. Alltaf fékk maður nýtt
dress fyrir jólin og annað á 17.
júní og eitthvað fleira þess á milli
líka. Ég man eftir því eitt sinn
þegar ég var unglingur og var að
fara í útilegu að ég rétti henni
með stuttum fyrirvara lopa og
uppskrift að peysu og bað hana
vinsamlegast að prjóna hana fyrir
næstu helgi. Ekkert mál. Því var
reddað eins og öllu öðru.
Alla tíð voru börn í kringum
mömmu. Hún var mikil barna-
gæla og það var enginn sem hafði
eins gott vald á að hugga annars
óhuggandi ungbarn. Þegar hún
var búin að koma sínum fjórum
börnum á legg, þá komu barna-
börnin, hvert á fætur öðru, 15
talsins, á um það bil 25 árum og
hún tók meira eða minna þátt í
uppeldi þeirra allra. Hún var okk-
ar einkavöggustofa og brúaði bil-
ið þar sem fæðingarorlofi sleppti
þar til leikskólar tóku við. Auk
þess var hún alltaf tilbúin að
passa ef við þurftum af einhverj-
um ástæðum að bregða okkur af
bæ.
Mamma var mjög listræn. Hún
naut þess að hlusta á góða tónlist
Margrét Katrín
Valdimarsdóttir
✝ Margrét KatrínValdimars-
dóttir fæddist 6.
júní 1926. Hún lést
10. júlí 2016.
Útför Margrétar
Katrínar var 21.
júlí 2016.
og gat spilað bæði á
píanó og gítar. Sér-
staklega nutu börn-
in þess að sitja með
henni þegar hún
spilaði og söng með
þeim.
Hraustari mann-
eskju hef ég aldrei
þekkt. Það voru því
mikil viðbrigði þeg-
ar fyrsta áfallið kom
fyrir um fjórum ár-
um síðan og mamma varð skyndi-
lega ósjálfbjarga. Hún tók samt
veikindum sínum af miklu æðru-
leysi, aldrei var hægt að sjá á
henni óþolinmæði eða vonbrigði
og aldrei kvartaði hún. Yndislegu
starfsfólki Hrafnistu í Hafnar-
firði þakka ég þá natni, umhyggju
og virðingu sem þið sýnduð móð-
ur minni síðustu árin, þegar þrek
hennar sjálfrar var uppurið.
Elsku mamma mín, nú er kom-
ið að kveðjustund. Ég þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig og mína. Ég þakka þér fyrir
að vera alltaf til staðar fyrir okk-
ur og fyrir samferðina í gegnum
lífið, en nú skilur leiðir. Ég er viss
um að hvar sem þú nú ert, þá er
þar örugglega glampandi sólskin,
hlæjandi börn, litrík blóm og hug-
ljúf tónlist.
Þín
Ólafía (Óla).
Margrét tengdamóðir mín var
fædd og uppalin í Ytri-Njarðvík.
Foreldrar Margrétar voru bæði
af Snæfellsnesinu, Sigríður móðir
hennar úr Stykkishólmi, en Valdi-
mar faðir hennar úr Dölunum.
Eiginmaður Margrétar var Guð-
jón Steingrímsson hæstaréttar-
lögmaður. Börnin urðu fjögur;
Steingrímur, Valdís Birna, Þórdís
og Ólafía Sigríður. Eftir að Mar-
grét varð ekkja aðeins 62 ára
gömul hélt hún heimili sem fyrr á
Ölduslóð 44, þar til hún fluttist að
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir tæp-
um þremur árum.
Margrét og Guðjón tóku mér
ákaflega vel þegar ég kom inn í
fjölskylduna. Fyrstu búskaparár
okkar Þórdísar bjuggum við í
kjallaraíbúð hjá þeim. Það voru
góðir tímar. Börnin okkar hænd-
ust að ömmu sinni sem var hvetj-
andi og hjálpsöm og þau tengdust
henni sterkum böndum. Margrét
var listræn, málaði á postulín, var
með vefstól á heimilinu og óf fal-
legan vefnað. En fyrst og fremst
var hún músíkölsk og hafði sterka
ástríðu fyrir tónlist. Hún spilaði á
gítar og píanó og söng m.a. í Pólý-
fónkórnum. Áhugi hennar á tón-
listarsviðinu spannaði allt rófið.
Klassísk tónlist, nútímatónlist,
dægurtónlist, allt. Þau Guðjón
voru dugleg að sækja tónleika og
leikhús. Eftir lát Guðjóns hélt
Margrét uppteknum hætti. Tón-
list var henni í blóð borin og slíkt
losnar maður ekki við. Það var
henni ánægjuefni að barnabörnin
sóttu sér tónlistarmenntun og
hún mætti á tónfundi og tónleika
hjá þeim og sýndi þannig hug
sinn í verki.
Þau Margrét og Guðjón
byggðu sér sumarbústað í landi
Svarfhóls í Svínadal. Þar voru
þau alltaf er stundir gáfust. Við
Þórdís og börnin nutum þar gest-
risni þeirra. Þá eru líka minnis-
stæðar utanlandsferðirnar. Fyrst
til Spánar með þeim hjónum og
síðar ferðalög bæði innanlands og
utan með Margréti eftir að Guð-
jón lést. Með henni fórum við
tvisvar til Þýskalands, til Edin-
borgar og til London að samfagna
þegar Margrét dóttir okkar út-
skrifaðist þaðan úr tónlistarnámi.
Fjölskylda mín og Þórdísar var
alla tíð í miklu samneyti við Mar-
gréti. Hún heimsótti okkur tíðum
og við hana, við borðuðum saman,
fórum á tónleika, í ferðalög og
fleira.
Við Margrét deildum ekki
stjórnmálaskoðunum, og stund-
um var tekist á. Hún hafði sterkar
skoðanir, trú sjálfstæðisstefn-
unni, en ég á hinum kantinum. En
það kom ekki í veg fyrir vænt-
umþykju okkar hvort til annars,
enda fjölskylduböndin sterk og
þau gildi sem þar ríktu voru hafin
hátt yfir þras hversdagsins.
Margrét tók ung bílpróf og fór
allra sinna ferða. Fór með vinkon-
um í ferðalög og ók meira að segja
hringinn kringum landið á
áttræðisaldri.
En fyrst og fremst var Mar-
grét góð manneskja, glaðlynd og
áhugasöm um fjölskyldur barna
sinna, sífellt vakandi yfir velferð
þeirra, kærleiksrík og óþreytandi
í að sinna þeim sem best hún gat.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við Þórdís og fjölskylda okkar
kveðjum Margréti með söknuði
og þökkum kærleiksríka vegferð.
Sigurður Björgvinsson.
Upphaf, meginmál og niðurlag.
Þannig er víst ævi okkar allra
þótt kaflarnir séu stundum í vit-
lausum hlutföllum en amma fékk
öll árin sem við óskum okkur
flest. 90 ára í júní, heilinn farinn
að bilast eitthvað en augnaráðið
skýrt eins og það hafði alltaf ver-
ið. Viðkvæm en hörð af sér með
hökuna upp. Háir hælar, pils og
nælon, krosslagðir fætur og eleg-
ant. Málaði húsið, keyrði bíl, eld-
aði eins og Michelin-kokkur. Stóð
fast á sínu, stundum svo fast að
aðrir höfðu aðeins um það eitt að
velja að gefa eftir en sanngirni og
heiðarleiki voru í forgrunni og
tryggðin var útgangspunktur í
álitsgjöf. Fólk var ekki mikils
virði ef það lagði það ekki á sig að
standa við gefin loforð.
Hún var næm og fínni blæ-
brigði tilverunnar skildi hún bet-
ur en flestir. Tónlist, vefnaður,
postulínsmálning, ballett. Hún
hafði unun af þessu öllu. Vildi
hafa listina fallega og sanna og
helst þannig að hún lyfti manni
upp til himna.
Burberry-frakki og spæjara-
hattur. Svartur minkapels og
skinnhúfa. Klassísk tónlist á vín-
ylplötum, gítar og píanetta í stof-
unni. Pabbi hennar útgerðarmað-
ur í Keflavík og mamma hennar
af efnafólki í Stykkishólmi en beið
í festum í sjö ár meðan eiginmað-
urinn tilvonandi, kominn úr fá-
tækt, safnaði peningum og byggði
hús. Á heimilinu voru vinnukonur
og vinnumenn en börnin tóku þátt
og enginn var merkilegri en ann-
ar. 18 ára hljóp amma í skarðið
fyrir skipskokk og með háseta-
hlut eftir túrinn var hún líklega
hæst launaða kona landsins.
Afi minn, Guðjón Steingríms-
son hæstaréttarlögmaður, var
lengi vel formaður Lögmanna-
félags Íslands og þau ferðuðust
víða í tengslum við hans störf.
Bæði nutu þess að sjá heiminn og
setja hlutina í stærra samhengi
en heimilið og börnin voru í for-
grunni og próf frá Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur bjó hana vel
undir ævistarfið.
Amma var hógvær og vildi ekki
þvælast fyrir neinum en stoltið
gat aftur á móti þvælst fyrir
henni sjálfri. Stundum var staðið
upp í bíó þegar fimm mínútur
voru liðnar af myndinni ef upp-
hafsatriðið gaf til kynna að
áframhaldandi seta myndi veð-
setja mannorðið. Þegar Bítlarnir
voru sýndir í bíó í Reykjavík
mætti hún aftur á móti á sýningu
með silkislæðu um höfuðið og sól-
gleraugu. Tvær vinkonur saman
sem nutu tónlistar í hvaða formi
sem var og vildu kanna málið áð-
ur frekar en að láta aðra dæma
fyrir sig.
Í barnabörnunum rættust
margir þeirra drauma sem hún
sjálf hafði lagt á hilluna eins og
flestar konur af hennar kynslóð
gerðu um leið og þær gengu í
hjónaband en hún var laus við eft-
irsjá og fann hæfileikunum nýja
farvegi. Fólkið sitt elskaði hún
meira en lífið sjálft og samveran
með fjölskyldunni var það sem
skipti hana mestu máli alla tíð.
Upphaf, miðja og niðurlag
renna saman í eitt. Amma var
södd lífdaga þegar komið var að
leiðarlokum en með minningun-
um verður hún alltaf og eilíflega
hluti af tilverunni. Stórkostleg
manneskja, örlát, gjafmild,
skemmtileg og kát.
Fyrir allt saman, ástina, tím-
ann og atlætið frá upphafi og til
enda verð ég alltaf og ævinlega
þakklát.
Hvíl í friði elsku amma.
Margrét Júlíana
Sigurðardóttir.
Elsku afi, nú ert
þú farinn til ömmu
sem þú saknaðir
svo sárt, aðeins
þremur árum á eft-
ir henni. Æ, þetta er svo sárt.
Margar minningar ryðja sér til
rúms meðan tárin fylla augun og
gæti ég fyllt heila bók með góð-
um minningum um þig, elsku afi.
Besta minningin mín er hvað
það var gott að skríða upp í þinn
Þórir Atli
Guðmundsson
✝ Þórir Atli Guð-mundsson
fæddist 20. október
1933. Hann lést 9.
júlí 2016. Þórir Atli
var jarðsunginn 20.
júlí 2016.
mjúka faðm sem
alltaf tók á móti
manni og skeggið
sem kitlaði hálsinn,
þar var sko gott að
vera alveg sama
hvað maður varð
gamall.
Laugarvatn kem-
ur upp í huga mér
þegar ég rifja upp
gömlu góðu dagana
með þér og ömmu.
Þar bjuggum við næstum því
hlið við hlið og var gott að geta
labbað yfir til afa og dundað með
honum í búðinni. Svo eru nátt-
úrulega minningarnar frá bens-
ínstöðinni beint á móti KÁ á Sel-
fossi fyrir „nokkrum“ árum.
Þegar ég var í pössun hjá þér og
ömmu á Selfossi og ég labbaði til
þín í bensínstöðina til að segja
„hæ“ og fékk alltaf prins póló í
laumi.
Þú varst alltaf að hnýta flugur
því veiði var þitt áhugamál. Ég
man hvað það var gaman að
leika sér inni í herberginu þínu í
Úthaganum og þykjast hnýta
flugur og ég tala nú ekki um
þegar þú kenndir mér svo að
hnýta mína eigin flugu. Þú
veiddir meira að segja á fluguna
sem ég gerði fyrir þig, elsku afi,
þótt hún hafi ekki verið nein
aflakló. Svo var komið að því að
flytja á Eyrarbakka í litla fallega
húsið ykkar. Þar áttuð þið amma
góð ár saman og við með ykkur.
Barnabarnabörnin komu svo
loksins og voru þau litlir sól-
argeislar í þínu lífi. Þau eru nú
orðin sjö talsins og var gaman að
sjá hvað þú hafðir gaman af því
að hafa þau í fanginu eins og
okkur barnabörnin þín. Þú
komst í öll afmæli barnanna
minna og fékkst þú alltaf gott
knús frá öllum hér þegar þú
mættir, það var bara ekki annað
hægt en að knúsa þig, þennan
mjúka góða faðm.
Síðustu ár hefur þú farið mik-
ið á húsbílnum þínum að veiða,
sem var nú þitt uppáhald. Oft
veiddir þú lax sem síðan rataði í
munn okkar afkomenda þinna,
enda besti fiskur sem veiddur
hefur verið. Þú fékkst að fara við
veiði í húsbílnum þínum, elsku
afi. Nú getið þið amma dansað
saman og veitt alla þá fiska sem
ykkur langar í, saman. Elsku afi,
takk fyrir æðislegar minningar
sem aldrei gleymast. Þín er sárt
saknað.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir.
✝ Bjarni fæddist14. apríl 1937.
Hann lést á heimili
sínu í Kaupmanna-
höfn 28. júní 2016.
Foreldrar hans
voru Lena Bjarna-
dóttir frá Stykk-
ishólmi og Róbert
Bender.
Bjarni ólst upp
hjá móður sinni í
Stykkishólmi og
síðar í Reykjavík. Þegar Lena,
móðir Bjarna, giftist Guðmundi
Jónssyni frá Litla-Bæ á Gríms-
staðaholti fluttust þau mæðg-
inin þangað og með tímanum
eignaðist Bjarni sex systkini,
þau Guðbjörgu, Braga, Kristinn,
Eddu Sjöfn, Elísabetu og Haf-
stein. Síðar fluttist
fjölskyldan á Bú-
staðaveg 103 í
Reykjavík. Bjarni
lærði til fram-
reiðslumanns í
Tjarnarkaffi og
starfaði við iðnina í
Naustinu, Fram-
sóknarhúsinu og
Þjóðleikhús-
kjallaranum.
Bjarni var þrí-
kvæntur og eignaðist fimm
börn, þau eru: Sigurbjörg, Ing-
unn Lena, Bjarni, Jóhanna Katr-
ín og Jóhannes.
Bálför Bjarna hefur farið
fram í Kaupmannahöfn og verð-
ur aska hans flutt til Stykkis-
hólms.
Mig langar að minnast bróður
míns, Bjarna Benders Róberts-
sonar, í örfáum orðum. Bjarni var
myndarlegur maður, glaðvær og
örlátur. Hann var orðhagur,
hnyttinn í tilsvörum, hann var
gleðimaður. Ég minnist hans úr
æsku minni sem spennandi stóra
bróður sem færði okkur ýmis æv-
intýri í formi gjafa og sjaldséðra
ávaxta, t.d. voru perur ekki hvers-
dagsmatur á Grímsstaðaholtinu.
Bjarni fluttist til Kaupmanna-
hafnar þegar hann var 35 ára og
starfaði þar við fag sitt um hríð.
Það var gaman að heimsækja
hann þangað og voru móttökurnar
höfðinglegar, stórar steikur með
besta meðlæti og servíetturnar í
hátíðarbroti en hver er sinnar
gæfu smiður og það gefur víðar á
bátinn en við Grænland. Bjarni
bróðir fékk sinn skammt af ágjöf
um ævina.
Þegar aldurinn færist yfir og
heilsan bilar hendir það oft stór-
lynda menn að draga sig til hlés og
það gerði hann. Þá vill vinahóp-
urinn þynnast fljótt en þeir sem
eftir standa verða óendanlega
verðmætir og þeim ber að þakka.
Sven Arve, þakka þér fyrir þá
tryggð og vináttu sem þú sýndir
Bjarna bróður allt til dauðadags.
Hólmgrímur Svanur Elísson,
frændi okkar, sem aldrei brást
honum, þakka þér.
Vertu sæll, kæri bróðir.
Bragi H. Guðmundsson.
Bjarni Bender
Róbertsson
Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og
frændi,
HELGI ELÍASSON,
Miðvangi 98, Hafnarfirði,
verður kvaddur frá Fjörukránni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 4. ágúst klukkan 14.
.
Erla B. Bessadóttir,
Bessi H. Þorsteinsson, Agnes Jóhannsdóttir,
Sigurrós Elíasdóttir,
Örvar, Tinna, Kristján, Eva Rós, Sindri og fjölskyldur.
Móðir okkar og amma,
SIGRÍÐUR EYÞÓRSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 3. ágúst klukkan
13. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim
sem vildu minnast hennar er bent á reikning
leikhópsins Perlunnar,
0137-26-18529, kt. 561188-1579.
.
Börn og barnabörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudaga.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar