Morgunblaðið - 30.07.2016, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016
Elsku pabbi og
tengdapabbi.
Við fjölskyldan
eigum eftir að sakna
þín sárt en við höf-
um mikið af góðum minningum til
að varðveita.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Hjartans þakkir fyrir allt,
elsku pabbi.
Þín
Sigurlaug og Árni Ómar.
Flestöllum sumrum á uppvaxt-
arárum mínum, eða til 16 ára ald-
urs, var ég svo lánsamur að fá að
eyða með afa Ingvari og ömmu
Siddý í Sólheimum. Ég var alltaf
mættur norður í Sólheima um leið
og skóla lauk að vori og fór svo
aftur suður rétt áður en skóli
hófst aftur að hausti.
Ávallt tóku afi og amma mér
vel og fékk ég að taka þátt í öllum
þeim verkefnum sem verið var að
sinna á hverjum tíma, hvort sem
það var heyskapur, girðinga-
vinna, vitja um net eða eitthvað
annað. Afi var ávallt að kenna
mér eitthvað nýtt, kenndi mér
m.a. að keyra bíl, en það var fljót-
lega eftir að ég náði niður á ped-
ala á traktornum.
Ingvar Þorleifsson
✝ Ingvar Þor-leifsson fædd-
ist 17. mars 1930.
Hann lést 8. júlí
2016. Útför hans
fór fram 15. júlí
2016.
Okkur afa kom
ávallt mjög vel sam-
an, vorum góðir vin-
ir og minnist ég þess
aldrei að hann hafi
skammað mig þó
eitthvað hafi misfar-
ist eins og gengur og
gerist eða ef hlutir
voru ekki verið
gerðir eins vel og
ætlast var til. Eitt
skiptið sem við vor-
um í girðingavinnu þá gleymdi ég
að setja traktorinn í handbremsu
eftir að afi hafði beðið mig um að
henda til sín girðingarstaur. Ég
stökk af traktornum og henti
staur til afa en ekki vildi það bet-
ur til en svo að traktorinn rann af
stað niður af veginum og í gegn-
um girðinguna sem við vorum
búnir að vera að vinna við að laga.
Ég hélt niðri í mér andanum frá
því að ég sá traktorinn byrja að
renna af stað og þangað til hann
staðnæmdist, bjóst við að verða
skammaður en afi hló bara að
þessum klaufaskap.
Í sveitinni hjá afa og ömmu var
ávallt rólegt og notalegt and-
rúmsloft, oftast sama rútína alla
daga. Yfirleitt fór ég ásamt ömmu
í fjósið að mjólka en afi fékk að
sofa lengur. Eftir það var komið
inn í morgunkaffi, þar var afi að
drekka morgunkaffið sitt og
ákveðið var hvað ætti að gera í
dag. Svo voru unnin verkefni
fram að hádegismat. Eftir mat
var hlustað á fréttir og veður og
svo dottað í smástund, afi í sóf-
anum inni í símaherbergi og ég
inni í stofu. Svo var farið út og
unnið fram að kaffitíma, haldið
áfram að vinna eftir kaffi, mjólkað
og borðaður kvöldmatur. Á kvöld-
in var svo horft á sjónvarpið og
dagurinn endaði með smá kvöld-
kaffi. Skemmtilegast fannst mér
samt þegar það voru einhverjir
gestir í sveitinni, þá var oft setið
langt fram á kvöld og fullorðna
fólkið spjallaði um alla heima og
geima og hlustaði ég ávallt á sam-
ræður afa og gesta með mikilli at-
hygli og hló með.
Ég var alltaf svo stoltur af því
að eiga afa sem var hreppstjóri,
fannst það flottasti titill sem hægt
væri að hafa og fékk ég stundum
að sinna embættisverkum með
honum eins og að bjóða upp óskil-
ahross.
Mér þykir óendanlega vænt
um minningar mínar um afa og
sveitina okkar sem er svo yndis-
leg og stendur alltaf undir nafni í
hjarta okkar sem höfum verið svo
heppin að eyða tíma þar. Ávallt
þegar ég kem norður í sveitina þá
finnst mér eins og ég sé að koma
heim. Nú er afi kominn á vit for-
feðra sinna eftir að hafa legið inni
á spítala í talsvert langan tíma.
Söknuður okkar er mikill en
minningin um góðan mann mun
lifa. Þakklæti mitt er mikið að
hafa fengið að kynnast honum og
að hann hafi verið afi minn.
Snorri Freyr Árnason.
Elsku afi.
Takk fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum saman. Við
vitum að nú ertu kominn á góðan
stað og þú svífur án efa um í Sól-
heimum, sveitinni þinni sem þú
unnir svo vel og vildir helst ekki
yfirgefa.
Ég á eina minning, sem mér er kær:
Í morgundýrð vafinn okkar bær
og á stéttinni stendur hann hljóður,
hann horfir til austurs þar ársól rís,
nú er mín sveit eins og Paradís.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður.
Ég á þessa minning, hún er mér kær.
Og ennþá er vor og þekjan grær
og ilmar á leiðinu lága.
Ég veit að hjá honum er blítt og bjart
og bærinn hans færður í vorsins skart
í eilífðar himninum bláa.
(Oddný Kristjánsdóttir)
Við kveðjum þig nú í bili, elsku
afi, megi guð geyma þig.
Þínar afastelpur,
Tinna og Thelma.
Sem hluti af námi mínu við
Bændaskólann á Hvanneyri var
að fara í verknám á einhvern
bóndabæ. Það kom í hlut Ingvars
og Sigríðar á Sólheimum að taka
mig í verknám og láta mig
spreyta mig við hin ýmsu verk til
sveita.
Verknámið varði í 90 daga og í
mínu tilfelli hefði það alveg mátt
vara lengur, því í Sólheimum leið
mér vel.
Fyrsta minningin um Ingvar
er í forstofudyrunum. Stór og
þrekinn, dökkur á að líta og með
fallegt og satt bros þegar hann
bauð mig velkominn.
Á Sólheimum var kúabú og
fjósið varð mín kennslustofa. Þau
voru líka með angórukanínur, en
það var einmitt áhugi minn á þeim
sem leiddi mig að Sóheimum.
Þessir 90 dagar voru ekki lengi
að líða, frá páskum og fram til um
10. júlí.
Mér er mjög minnisstætt eitt
atvik þegar Siddý hafði brugðið
sér af bæ í nokkra daga, að Ingv-
ar tók sig til og eldaði grjóna-
graut. Þegar ég kom inn í bæinn
til hádegisverðar lagði megna
brunastækju um húsið. Hafði karl
þá einhverra hluta vegna dormað
við eldamennskuna eftir að
mjólkin hafði verið sett í og graut-
urinn allur brunninn. Við reynd-
um að borða þetta, en urðum að
sætta okkur við súrmjólk, því þó
að við reyndum að ímynda okkur
að brunaagnirnar væru rúsínur
þá dugði það ekki til.
Þegar Siddý var í þessari ferð
ákvað Ingvar að koma henni á
óvart og byrja að grafa fyrir
litlum sólskála framan við stof-
una. Kom einhver á gröfu og gróf,
en við Ingvar ókum uppmokstr-
inum burtu. Sagði hann að það
væri mikilvægt að gera eitthvað
óvænt sem myndi gleðja konuna
þegar hún kæmi heim og varð
Siddý hin ánægðasta. Hef ég tam-
ið mér þetta í mínum hjúskap,
með mismikilli ánægju þó.
Þetta vor voru sveitarstjórnar-
kosningar. Ingvar var hreppstjóri
og bað hann mig um að gegna
hlutverki dyravarðar. Sagði hann
hvernig ég ætti að bera mig að og
forðast að eiga í orðaskiptum við
kjósendur, í mesta lagi að taka
undir kveðju, til að kosningarnar
myndu ganga hratt fyrir sig og
fólk þyrfti ekki að bíða lengi eftir
að komast í kjörklefann. Þetta má
segja að hafi verið fyrsta opin-
bera samfélagslega verk sem ég
tók mér fyrir hendur.
Ingvar kenndi mér að keyra
bíl. Ég hafði nú ekið traktorum,
en aldrei bíl. Það var Austin
Gipsy, sem notaður var fyrir
slóðadragann. Ók ég honum um
tún og grundir eins og herforingi.
Dag einn var verið að vinna við
tún á öðrum bæ. Ég var á drátt-
arvél og hann kom síðan til að
skipta við mig og ég átti að fara
heim í Sólheima. Átti ég þá að aka
gipsyinum heim eftir þjóðvegin-
um, ekki orðinn 17 ára og því
próflaus. Hafði ég áhyggjur af
þessu en Ingvar sagði brosandi að
hann væri yfirvald í þessum
hreppi og skipaði mér að aka
heim, sem ég og gerði.
Já, þessi tími á Sólheimum
varð mér eftirminnilegur og dýr-
mætur sem innlegg í mína eigin
framtíð sem bóndi. Það var gott
að vera hjá þeim hjónum og því
miður hefur það orðið þannig að
samverustundir okkar eftir að
þessum tíma lauk hafa ekki verið
margar.
Ég vil þakka fyrir að hafa feng-
ið að kynnast Ingvari og njóta
leiðsagnar hans og votta fjöl-
skyldunni innilega samúð.
Þorgrímur E. Guðbjartsson,
Erpsstöðum.
Fallinn er óvænt
frá okkur góður vinur,
Agnar Már Ólafsson.
Agnari kynntist ég
fyrst á ferðalagi á
Kanaríeyjum, var það
okkar griðastaður síðustu ár með
Agnari yfir jól og áramót. Aldrei
hefði mér dottið það í hug að sein-
asta ferð hefði verið sú síðasta
með honum, enda var Agnar á leið
til Kanada núna í júlí og að sjálf-
sögðu búinn að panta ferð til Kan-
arí yfir vetrartímann.
Við Ómar höfðum oft sagt við
Agnar hvað okkur þótti hann vera
reglulega seigur. Hann tók það nú
ekki í mál. Sannleikurinn er sá að
það er ekki hvaða persóna sem er
sem lætur drauma sína rætast,
fer sínar ferðir sem hún hefur hug
á og það ein á ferð. Drifkrafturinn
var einstakur. Það var auðvelt
fyrir Agnar að kynnast nýju fólki
og maður fann það hvað hann
naut þess að flakka erlendis. Okk-
ur þótti það fyndið þegar Agnar
sagðist vera með ferðaumboðs-
mann á Borgarnesi. Það dugði nú
heldur ekkert minna til, því nú var
hans tími kominn til að njóta lífs-
ins, ferðast og slappa af, eftir að
hafa unnið í rúm fimmtíu ár hjá
Vírneti.
Mikið afskaplega er ég þakklát
fyrir að hafa kynnst honum Agn-
ari og allar þær gæðastundir sem
við höfum átt saman.
Nú í sumar höfum við gert svo
mikið saman. Aldrei var keyrt í
gegnum Borgarnes án þess að
koma við í kaffi hjá Agnari á
æskuheimili hans, Borgarbraut
50, bíltúrarnir um Borgarnes og
Borgarfjörðinn. Agnar dró okkur
einnig með sér á Byggðasafnið á
Akranesi. Allar þessar góðu
minningar og þessar frábæru
stundir sem við vorum svo heppin
að fá að njóta með honum þessa
síðustu mánuði hans.
Þessar frábæru stundir verða
að lifa í huga okkar og myndum
sem við vorum sem betur fer dug-
leg að taka.
Agnar Ólafsson
✝ Agnar Ólafssonfæddist 4. janúar
1944. Hann andaðist
7. júlí 2016. Útför
Agnars fór fram 19.
júlí 2016.
Það verður skrít-
ið að keyra í gegn-
um Borgarnes og
hitta ekki Agnar,
fara til Kanaríeyja í
vetur og hafa ekki
félagsskap af þess-
um mikla meistara
eða einfaldlega taka
upp símann og
heyra í honum
hljóðið. Þetta
snögga fráfall þessa
góða vinar kennir manni að lifa í
núinu og njóta lífsins á hverjum
degi, því hver dagur er guðsgjöf.
Ég vil þakka þér, okkar kæri
vinur, fyrir allar samverustund-
irnar og vona að vinur okkar
Hemmi hafi tekið lagið fyrir þig
þarna uppi, það hefði fengið þig til
að brosa. „Einn dans við mig.“
Hvíldu í friði, elsku Agnar.
Þó er eins og yfir svífi
enn og hljóti að minna á þig
þættirnir úr þínu lífi,
þeir, sem kærast glöddu mig.
Alla þína kæru kosti
kveð ég nú við dauðans hlið,
man, er lífsins leikur brosti
ljúfast okkur báðum við.
(Steinn Steinarr)
Þinn vinur,
Gréta Jóhanna Ingólfsdóttir.
Elsku Agnar.
Það var sárara en orð fá lýst að
frétta af fráfalli þínu, hvernig gat
þetta staðist, spurði maður sig,
hljóta þetta ekki að vera einhver
mistök? En guð bæði gefur og
tekur, hann tók þig frá okkur en
gaf okkur að sama skapi hafsjó
minninga, fyrir það er ég þakk-
látur.
Það var mikill fengur og heiður
að kynnast þér og ég veit að þú
naust stundanna okkar saman,
það þurfti aldeilis ekki að vera
nein skemmtidagskrá til að hafa
ofan af fyrir okkur, þú varst alltaf
tilbúinn að fara hvert sem var,
bæði hér heima og úti á Kanarí,
þar sem við áttum margar af okk-
ar bestu stundum.
Þú varst skemmtilega glettinn
og það eru ófá hlátursköstin sem
rifjast hafa upp síðustu dagana,
eins varstu vel lesinn og fróður
sem kom svo skemmtilega fram
Við Kristín Hall-
dórsdóttir áttum
ekki margra ára
samleið. En svo ágæt voru okkar
kynni að hún mun alla tíð lifa í
minningu minni. Þessi minning er
um ljúfa manneskju sem alltaf
lagði gott til málanna, ekki með
bægslagangi eða framapoti heldur
með hófsemd, yfirvegun, velvild
og visku. Fáar manneskjur á sviði
stjórnmálanna var jafngott að
hafa nærri á erfiðum stundum.
Ég gleymi aldrei þeim hlýju
móttökum sem Kristín auðsýndi
mér þegar ég gekk til liðs við
Vinstrihreyfinguna – grænt fram-
boð. Kristín tók mér opnum örm-
um og var örlát á hrós og heilræði.
Að njóta stuðnings þessa braut-
ryðjanda Kvennalistans var mér
ekki einungis heiður heldur dýr-
mæt andagift og hvatning til dáða.
Það var líka svo gott að hlæja með
henni. Á þessum árum var veðra-
samt á Alþingi og á vettvangi
flokksstjórnmálanna voru ekki all-
ir allra alltaf. Í kringum Kristínu
Kristín
Halldórsdóttir
✝ Kristín Hall-dórsdóttir
fæddist 20. október
1939. Hún lést 14.
júlí 2016.
Minningarathöfn
fór fram 26. júlí
2016.
Halldórsdóttur var
hins vegar jafnan
lognblíða sem fylgdi
velvild hennar og
góðmennsku. Hjá
henni gátu allir
fundið skjól og gott
veganesti. Kristín
var mikils metin af
mörgum enda
greind, vel máli farin
og ráðagóð. Aldrei
mátti finna að hún hefði ofmetnast
á sinni merku vegferð. Hið gagn-
stæða var fremur upp á teningn-
um. Framsækni hennar og fram-
sýni á sviði umhverfismála og
náttúruverndar verður lengi í
minnum höfð og framlag hennar
til kvenfrelsis- og jafnréttismála
sem og annarra þjóðþrifaverkefna
mun halda áfram að veita öðrum
innblástur, ekki síður en hógværð
hennar. Með mildri festu byggði
Kristín vörður sem standast tím-
ans tönn og fékk aðra í lið með sér
til að gera slíkt hið sama.
Eftir að ég kvaddi stjórnmálin
og við fjölskyldan fluttum til
Frakklands fyrir rúmum þremur
árum hef ég verið í litlum
tengslum við fyrri veröld. Ég sá
Kristínu síðast í sundlaug Sel-
tjarnarness þegar ég kom í sum-
arfríi heim til Íslands. Hún var
frískleg í hefðbundnum sund-
spretti og það var yndislegt eins
Af heilum hug þökkum við samúð og
hlýhug vegna andláts
FRIÐRIKS KRISTJÁNSSONAR,
fv. framkvæmdastjóra.
Þökkum einnig virðingu sýnda minningu
hins látna.
.
Bergljót Ingólfsdóttir,
Kolbrún Kristjánsdóttir,
Vala Friðriksdóttir, Sigurður Magnússon,
Friðrik Friðriksson, Elín Hirst,
Kristján Friðriksson, Vilborg Einarsdóttir,
Kolbrún Friðriksdóttir, Bergljót Friðriksdóttir
og afkomendur.
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
amma og langamma,
ANNA CARLA ÖRLYGSDÓTTIR,
Ægisgarði, Hjalteyri,
lést föstudaginn 8. júlí. Útför hennar hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
.
Jón Lárus Ingvason,
Árni Már Mikaelsson,
Þórður Ámundason,
Sigurbjörg Ámundadóttir,
Helga Bryndís Ámundadóttir,
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ELSA VIOLA BACKMAN
sjúkraliði,
lést 21. júlí. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
.
Ernst Björnsson, Þóra Sigurðardóttir,
Ingrid Björnsdóttir,
Katrín Súsanna Björnsdóttir,
Anna Soffía Björnsdóttir, Þráinn Bj. Jónsson,
Elsa Birna Björnsdóttir, G. Gunnar Björnsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu, dóttur, móður, tengdamóður
og ömmu,
BIRNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Steinahlíð 3, Egilsstöðum,
sem var jarðsungin frá Egilsstaðakirkju
4. júní.
.
Stefán B Guðmundsson,
Guðmundur Þorleifsson,
Anna Hólm Stefánsdóttir, Skúli M. Júlíusson,
Íris Dögg Stefánsdóttir, Ásgeir Páll Baldursson,
systkini og barnabörn.