Morgunblaðið - 30.07.2016, Side 38

Morgunblaðið - 30.07.2016, Side 38
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Heiða Eiríksdóttir á að bakilangan og fjölskrúðuganferil sem tónlistarmaður. Hún er með ýmis járn í eldinum um þessar mundir og fyrir stuttu kom út sex laga plata, Third-Eye Slide-Show, sem inniheldur til- raunakenndar smíðar. Það er óþarfi að eyða mörg- um orðum í margháttaðan feril Heiðu og ef ég gerði það spryngi plássið hérna fljótt. Hún hefur starfað með hljómsveitum eins og Unun, Heiðingjunum, Dys og Hellvar en einnig sem sólólista- maður. Sem slík gaf hún út plöt- una Svarið árið 2000 en hún hef- ur líka starfað sem Heiða trúbadúr eða Heidatrubador og við ætlum að einbeita okkur að henni hér. Auk þess að skapa tónlist er Heiða líka umsvifa- mikil í annars konar tónlistar- störfum, situr t.d. í dómnefnd- um, skrifar um tónlist og stýrir hinum frábæra þætti Langspil á Rás 2, þar sem einblínt er á nýja íslenska tónlist. Tildrög Heidatrubador má rekja allt aftur til ársins 1989 en Heiða var þá stödd í Marseille og hóf að koma þar fram ein með kassagítar. Sjálfur man ég eftir því að hafa séð hana á 22 stuttu eftir 1990. Það hefur verið 9́1 eða 9́2. Í ár og í fyrra hefur Heida- trubador verið ansi virk en í end- aðan maí kom hin tilraunakennda Third-Eye Slide-Show út og það á mektarmerkinu FALK sem hefur verið ansi duglegt að hlúa að ís- lenskri grasrót, einkanlega þeirri sem er nokkuð langt úti á jaðr- inum. Platan kom út á kassettu í 50 eintökum en einnig er hægt að nálgast hana á bandcamp (og fleira efni er á bandcamp-setri Heiðu). Þá kom ansi lagleg sjö- tomma út í takmörkuðu upplagi í febrúar. Kallast hún Root og er tónlist á a-hliðinni en myndverk á b-hliðinni. Um er að ræða smá- skífu sem er undanfari lág- stemmdrar, þjóðlagaskotinnar plötu sem væntanleg er með hausti og kallast Fast. Heiða lék það efni á tónleikum í Mengi fyr- ir rúmri viku. Third-Eye Slide-Show hefst í raun á stílbroti þar sem fyrsta lagið er gítarlag. Surgandi, skældur gítar og söngur yfir og minnir smíðin doldið á Sonic Tónlist, alltaf tónlist Ljósmynd/Krummi Björgvinsson Innlifun Tónlistarkonan Heiða Eiríksdóttir á útgáfutónleikum Third-Eye Slide-Show sem fram fóru á Dillon í síðasta mánuði. Youth/Kim Gordon. Strax í næsta lagi erum við komin í ósunginn tilraunaheim hins vegar; drunga- legt og naumhyggjulegt „ambi- ent“ stýrir málum og í því þriðja, „Bald Nun“, sem er fimmtán mín- útur, erum við komin út í „ind- ustrial“ hljóðlykkju. Þetta er gott stöff, og virkar. Það er þægilegt að hlusta (endurtekningin er eitt- hvað svo áhrifarík) en líka spenn- andi (surg og hávaði gerir vart við sig reglulega). Í hinu frábær- lega nefnda „Arnim“ erum við komin ofan á hafsbotn, manni finnst eins og maður sé kominn inn í kafbát (ég veit ekkert nota- legra en kafbátakvikmyndir!). Smávegis söngur og gítar gerir vart við sig í fimmta laginu og svo er plötunni slitið á líkan hátt og hún byrjaði, með lagi fremur en stemmu. Vel heppnað verk verð ég að segja, Heiða veldur alveg þessu afstrakt dæmi og ég hlakka til að heyra „hina“ hliðina í haust. » Það er þægilegt að hlusta (endur- tekningin er eitthvað svo áhrifarík) en líka spennandi (surg og hávaði gerir vart við sig reglulega). 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 Söfn • Setur • Sýningar Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Með kveðju – Myndheimur íslenskra póstkorta í Myndasal Dálítill sjór – Ljósmyndir Kristínar Bogadóttur á Vegg Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni Norðrið í norðrinu á 3. hæð Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi LISTASAFN ÍSLANDS BERLINDE DE BRUYCKERE 21.5 - 4.9.2016 LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 11.9.2016 UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN 21.1 - 11.9 2016 PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016 HRYNJANDI HVERA 17.6 - 11.9 2016 Gagnvirk videó-innsetning eftir Sigrúnu Harðardóttur Leiðsagnir á ensku alla þriðjudaga og föstudaga kl. 12:10 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið daglega í sumar kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR GYÐJUR 5.2. - 4.9.2016 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is KAFFISTOFA heimabakaðar kökur - Sumartónleikar næsta þriðjudagskvöld kl. 20:30 SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2.-16.9.2016 Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýningar Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Listasafn Reykjanesbæjar MANNFÉLAGIÐ 4. júní – 21. ágúst ÍSLENSK NÁTTÚRA, verk úr safneign 15. janúar – 21. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar ÞYRPING VERÐUR AÐ ÞORPI SÖGUR ÚR BÆNUM Bátasafn Gríms Karlssonar Opið alla daga 12.00-17.00 Duusmuseum.is DUUS SAFNAHÚS DUUS MUSEUM Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Sýningin opin daglega frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Það verða tvennir tónleikar á lokahelgi Sumartónleika við Mý- vatn um helgina en í kvöld klukk- an 21 munu tenórinn Benedikt Kristjánsson og píanóleikarinn Bjarni Frímann Bjarnason koma fram í Reykjahlíðarkirkju. Á efn- isskrá verða sönglög eftir Emil Thoroddsen, Árna Thorsteinsson, Jón Leifs, F. Schubert, R. Schu- mann, R. Strauss og J. Brahms. Annað kvöld verða síðan tón- leikar klukkan 21 í Skútustaða- kirkju en þar munu Benedikt og Bjarni Frímann aftur koma fram en í þetta skiptið leika aríur eftir G.F. Händel, J.S. Bach, Dowland, sönglög eftir Emil Thoroddsen, Jón Leifs og lög úr Malarastúlk- unni fögru eftir Schubert. Þá má þess einnig geta að á morgun klukkan 14 verður messa í Bæn- húsinu á Rönd við Sandvatn. Að- eins einu sinni áður hefur verið messað þar, en það var á tvítugs afmæli Sumartónleika við Mý- vatn. Sumartónleikum við Mývatn lýkur um helgina með tvennum tónleikum Benedikt Kristjánsson Bjarni Frímann Bjarnason Bandaríski organistinn Douglas Cleveland efnir til tónleika í Hallgrímskirkju í hádeginu í dag en þar mun hann leika á hið volduga Klais-orgel. Þetta er í þriðja skiptið sem Cleveland kemur hingað til lands til þess að leika á orgelið og mun hann leika á tvennum tónleikum undir hatti Alþjóðlega orgel- sumarsins nú um helgina. Cleveland kemur til með að leika blöndu af gamalli og nýrri orgeltónlist á hljómleikunum, sem spannar allt frá Bach og Mar- chand til bandarískra samtímatónskálda. Þannig gefst ekki aðeins tækifæri fyrir þennan tónlistar- mann til að leyfa áheyrendum að njóta fjölhæfni sinnar heldur einnig til að sýna margar hliðar hljóð- færisins, eins og segir í tilkynningu. Cleveland ólst upp í borginni Olympia í Wash- ington og lærði við Eastman School of Music og Há- skólana í Indiana og Oxford. Hann öðlaðist al- þjóðlega viðurkenningu árið 1994 þegar hann hlaut fyrstu verðlaun American Guild of Organists fyrir unga orgelleikara og hefur síðan þá leikið í 49 ríkj- um Bandaríkjanna ásamt frægustu kirkjum og tón- leikasölum í Evrópu, Ástralíu, Singapúr og Japan. Síðari tónleikar Cleveland verða á sunnudaginn klukkan 17. Cleveland snýr aftur Orgel Douglas Cleveland leikur blöndu af gamalli og nýrri orgeltónlist í hádeginu í dag og á sunnudaginn.  Alþjóðlega orgelsumarið í Hallgrímskirkju heldur áfram

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.